Morgunblaðið - 25.02.1941, Qupperneq 4
MORGUNBLÁÐIÐ
Þriðjudagur 25. febr. 1941.
Tilkyvining.
Þar sem mjög hefir borið á. að sandpokar fyrir loft-
varnabyrgjum hafi verið skemdir eða fjarlægðir, er fólk.
hjermeð alvarlega aðvarað um að skemma ekki á neinn
hátt loftvarnabyrgi þau, sem loftvarnanefndin hjer í um-
dæminu hefir látið búa út fyrir almenning.
Brot gegn þessu varða 50—10.000 króna sektum, sam-
kvæmt bráðabirgðalögum frá 2. ágúst 1940 um loftvarna-
ráðstafanir.
Reykjavík, 24. febrúar 1941.
LOFTVARNANEFND.
Heildsalá.
Ungur og duglegur verslunarmaður með góðri þekkingu og
xcynslu í verslunar- og útgerðarmálum, óskar eftir að komast í fjelag
með duglegum og reglusömum manni, sem hefði eða gæti útvegað er-
lend viðskiftasambönd með heild- og umboðssölu fyrir augum. —
Tilboð með upplýsingum sendist blaðinu, merkt „41“.
Ftutningur til íslands
Reglulegar hálfsmánaðar ferðir frá vesturströnd Bret-
lands til Reykjavíkur. 3—4 skip í förum. Sjerstaklega
hagkvæm flutningsgjöld ef um stærri vörusendingar ei
að ræða.
Tilkynningar um vörur sendist
Culliford & Clark Lid.
Bradleys Chambers,
London Street, Fleetwood,
eða
er gefur frekari upplýsingar.
Geir H. Zoega
Símar 1964 og 4017,
Fyrirliggfandi
Þwoilasódi Í 50 kg. pokum.
Eggert Krlsffánsson & Co. h.f.
Sími 1400.
Raforkuveitusjóðiir
Pjetur Ottesen flytur á Alþingi
frumvarp um raforkuveitu-
sjóð.
Tekjur sjóðsiiis verði, skv. frv.
P. Ott.: 100 þús. kr. árlegt fram-
lag úr ríkissjóði; ennfr. skattur
af rafmagnsstöðvum, sem fyrir eru
í landinu og nemi hann: a) Fyrstu
5 árin 1 kr. á ári á hvert kílówatt;
b) næstu 5 árin 2 kr.; c) þriðju
5 árin 4 kr. og úr því 8 kr. —
Gjaldið greiðist þó ekki af vjela-
samstæðum, sem hafa minna afl
en 150 kw.
★
í greinargerð frv. segir svo:
A síðasta þingi lágu fyrir í
frumvarpsformi tvennskonar tillög
ur um að stofna sjóð, er hefði það
markmið að veita lán til að gera
orkuver og rafveitur í hjeruðmn
landsins. í frv. um þetta efni, sem
Thor Thors, þingmaður Snæfell-
inga, var fyrsti flutningsmaður
að, var lagt til, að sjóður þessi
yrði stofnaður með þeim hætti, að
ríkið legði fram árlega a. m. k.
50 þús. kr. á næstu 10 árum. I
hinu frv., sem Skúli Guðmundsson,
þingmaður Vestur-Húnvetninga,
var fyrsti flutningsmaður að, var
hinsvegar gert ráð fyrir því að
byggja sjóðinn upp þannig, að
nokkurt fje yrði veitt í fjárlög-
um í þessu skvni, en auk þess
yrði lagður skattur á skuldir
þeirra rafveitufyrirtækja, sem
njóta ríkislána eða ríkisáhyrgðar
fyrir lánnm, og- átti skatturinn að
vera nokkurskonar endnrgjald
fyrir þessa aðstoð. Bæði þessi frv.
voru borin fram í neðri deild. Yið
meðferð málsins kom það hrátt í
Ijós, að skoðawir deildarmanna
voru allskiftar um þann þáttinn
í tekjuöflun lianda sjóðnum, sem
að því laut að leggja skatt á
raíveitufyrirtæki. Eins og ekki
síður voru skiftar skoðanir um þá
aðferð, sem samkvæmt þessu átti
að viðhafa við álagningu skatts-
'ins, — að miða hann við skuldir
fyrirtækjanna. Litu margir svo á,
að þessi aðferð væri óheppileg og
óhagkvæm fyrir báða aðila. Gagn
vart skattgreiðendunum kom þetta
þannig út, að skatturinn kom
þyngst niður á fyrirtækjunum
meðan þunginn af lánunum var
mestur og aðstaðan af þeim ástæð-
um og öðrum, til þess að fá rönd
við reist, erfiðust. En gagnvart
sjóðnum hinsvegar var það svo, að
þegar húið var að greiða lánin, þá
fjell skatt-urinn niður og sjóður-
inn misti af tekjunum fyrir fult
og alt. Mín skoðun var og er sú,
að rjettmætt sje, að stærri raf-
veitufyrirtækin greiði ásamt ríkis-
sjóði árlega nokkurn skatt, í slík-
an sjóð sem þann, er hjer um
ræðir. En hinsvegar væri sjálf-
sagt að finna það form fyrir
skattinum, að hann yrði ekki til
þess að valda miklum erfiðleikum
fyrir fyrirtækin meðan þungt væri
undir fæti hjá þeim ,en gæfi þó
sjóðnum sem drýgstar og varan-
legastar tekjur.
★
Jeg flutti því breytingartillögur
um þetta atriði, sem reistar eru á
þessum grundvelli. Samkvæmt
]>eim tillögum er skatturinn lág-
ur fyrstu árin, en smáhækkar að
settu marki, eftir því sem afkoma
Frumvarp Pjeturs Ottesen
lagt fram á Alþingi
fyrirtækisins að eðlilegum hætti
batnar, og verður skatturinn meö
þeim hætti vaxandi og varanlegur
tekjustofn fyrir sjóðinn.
Þessi hreytingartillaga mín varð
til þess að greiða götu þessa máls
í neðri deild a síðasta þingi; hún
var samþ., nokkuð breytt að vísu
að því, er skatthæðina snertir, og
tekin upp í frv. Thors Thors, en
það var, þannig breytt, afgreitt
til efri deildar, en þar dagaði mál-
ið uppi.
Breytingar þær, sem gerðar
voru af fjárhagsnefnd neðri deild-
ar á þessum tillögum mínum, mið-
uðu að því að draga nokkuð úr
skattinum frá því, sem jeg lagði
til, þannig að fyrirtækin yrðu
skattfrjáls fyrstu þrjú árin og að
skatthæðin færi aldrei upp úr (>
kr. á ári fyrir hvert kílówatt í
málraun rafals í hverri vjelasam-
stæðu, í stað 8 kr., sem var há-
mark skattsins samkv. mínum til-
lögum.
Þeir rafmagnsverkfræðingarnir
Steingrímur Jónsson og Jakob
Gíslason, sem jeg hafði ráðfært
mig við um þetta mál, gerðu út-
reilming á því fyrir mig, hverjn
skatturinn 4 rafveitufyrirtækjum
mundi' nema samkvæmt mínum til-
ögum. Lítur sá útreikningur þann-
ig út: Fyrstu 5 árin yrði skatt-
urinn 42600 kr., næsta 5 ára tíma-
bilið 46600 kr., þriðju 5 árin 75260
kr. og svo ur því 120360 kr. á ári,
enda væru þá öll þau fyrirtæki,
sem skatturinn átti að ná til sam-
kv. tillögunum, kominn upp í há-
mark. Ný rafveitufyrirtæki, sem
við bættust, yrðu vitanlega skatt-
skyld samkv. sömn reglu.
★
í þessu frv., sem jeg nú flyt,
hefi jeg tekið upp aftiir efni
breytingartillagnanna eins og jeg
flutti þær á síðasta þingi og hjer
hefir verið lýst jafhframt því sem
skýrt er frá gangi þessa máls þá.
Ennfremur hefi jeg hækkað um
helming hið árlega framlag ríkis-
sjóðs til raforkuveitusjóðsins frá
því, sem var í frv. því, sem af-
greitt var til efri deildar á síð-
asta þingi. Þá er og í þessu frv.
haldið því ákvæði, að skatturinn
taki ekki til rafmagnsstöðva, sem
eru undir 150 kw. Að öðru leyti
lieldur þetta frv. mitt nú að mestu
sömu ummerkjum og þá.
Með þessu frv. og þeirri tilhög-
un á stofnun raforkuveitusjóðs,
sem í því felst -— að ríkið veiti
árlega ríflega fjárupphæð í sjóð-
inn og að stærri rafveitufyrirtæki
greiði einnig árlega nokkurn skatt
í þennan sjóð — er án alls efa
stigið mikilsvert og merkilegt spor
til nýrra og bættra möguleika til
Iiagnýtingar rafmagns til almenn-
ingsþarfa úti um bygðir landsins.
Það má hiklaust fiillvrða, að það
liggi í hlutarins eðli, að rjettmætt
sje, að úr hinum sameiginlega
sjóði landsmanna, ríkissjóðnum,
sje lagt fram nokkurt fje til þess
að rafmagnið geti orðið að sein
mestum almenningsnotum. Það er
hvorttveggja í senn hagsmunamá!
og menningarmál. Þá er það eíns
og ekki síður eðlilegt og sann-
gjarnt, að þau rafveitufyrirtækin,
sein reist hafa verið í skjóli hinu-
ar bestu og hagkvæmustu aðstöðu
til hagnýtingar ráfmagnsins, veiti
nokkurn stuðning til þess að þeir,
sem búa við aðra og erfiðari að-
stöðu í þessu efni, geti einnig, þó
seinna verði, hagnýtt sjer þessi
gæði.
Hjer er um að ræða samstarf
og samhjálp, sem hefir mjög mikla
menningarlega og þjóðhagslega
þýðingu.
KAUPI OG SEL
allskonar
Verðbrjef og
fasleignir.
Símar 4400 og 3442.
Garðar Þorsteinsson.
Silfurrefa,
blárefa og
bwilrefa skinn
Falleg og góð skinn frá
loðdýrabúinu í Saltvík
til sýnis og sölu á Lauga
veg 16, þriðju hæð. —
Pantið tíma til skoðun-
unar í síma 1619.
ia
B
Corn Flakes
?f AIl Bran
[ Cocomalt
vítm
Laugaveg 1. Fjölnisveg 2.
Gott verð
Bollastell 6 m.
Matarstell 6 m.
Matarstell 12 m.
Matardiskar, djúpir og
grunnir
Matskeiðar og gafflar
Borðhnífar, ryðfríir
Bollapör
Vatnsglös
Þvottaföt em.
Náttpottar
Uppþvottaskálar
kr.
25.00
55.00
88.75
1.50
1.60
1.95
1.10
0.55
2.35
3.15
3.00
K. Einarsson 5: Rjörnsson
Bankastræti 11.