Morgunblaðið - 25.02.1941, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 25. febr. 1941.
rn
Minningarorð
Sesselju Jónsdóftur
in af elstu konum þessa bæj-
'I . ar, Sesselja Jónsdóttir, and-
aíiist að morgni bins 18. þ. m. á
heimili sonar síns, Stefáns Gunn-
arssonar kaupmanns hjer í bæn-
um. Hún var fædd 19. desembe"
1846 á Brunnastöðum á Vatns
leysuströnd og varð .því 94. ára og
tveggja mánaðá gÖmúl. — Faðir
henuar, Jón Jónsson druknaði.
þegar hún var á fjórða árinu
(1850). Var hún tekin til fósturs
af hjónunum í Hlöðunesi, Gesti og
Ingigerði, og ólst hún þar upp,
en 19 ára gömul fór hún að Kálfa-
tjörn til- síra Stefáns Thorarensen
sálmaskálds og frú Steinunnar. Á
því alkunna ransnarheimili dyaldi
hún í 14 ár, þar til hún, 14. nóv-
ember 1879, giftist Gunnari Stef-
ánssyni, frá Brékku í Biskups-
tungum, Gunnarssonar, Einarsson-
ar bónda í Hvammi á Landi. Má
rekja þá ætt til Stefáns Gunnars-
Bonar, skólameistara í Skálholti
(d. 1626) og enn lengra til land-
námsmanna (gegnum Þorgeir Ljós
▼etningagoða). Ern það merkar
attir. —
í»au Gunnar og Sesselja reistu
bú í íntlabæ, eh lengst (34 ár)
bjuggu þau í Hátúni á Vatnslevsu-
strönd. Fluttust þau þá, bæði orð-
in ellihrum, til sonar síns, Stef-
áns kaupmanns og konu hans. Þar
andaðist Ghnnar árið 1933 og var
þá 86 ára að aldri, fæddur 1847.
Um ætt frú Sesselju má geta
þess, að kona Jóns Vigfiissonar,
amma hennar, var Sessela Helga-
dóttir, bónda í Brattholti í Flóa,
Sigurðssonar, en hann var bróðir
Jóns prests Sigurðssonar á Rafns-
eyri, afa Jóns forseta Sigurðsson
ar. Gaman væri að rekja frekar
®ttir hennar, ^u hjer verður ekki
rúm til þess.
Það má með sanni segja, að
heimili þeirra hjóna, Gunnars og
Sesseljn, var jafnan til fyi’irmynd-
ar að háttprýði, samlyndi og góð-
um siðum. Gunðar var maður lát-
laus í framkómu, þrekmaður að
burðum, æðrulans, glaðvær og góð-
lyndur. Haun yar maður fríður
sýnum og sómi sinnar stjettar.
Sambúð þeirra var hin ástúðleg-
asta, var heimilið jafnan annálað
végöa Mns -alúðlega viðmóts allr-
ar fjölskyldunnar, bæði innan
heimilís og gagnvart gestum, er
að garði bar. Var þar jafnán að
mæta gestrisni og hlýju og góðu
viðmóti.
Sesselja Jónsdóttir var meðal-
kona á vöxt, fríð og sviphrein.
Hún var listhneigð, sjerstaklega]
söngelsk, grgind kona og hagmælt
vel. Hefir ætt sú verið sÖngelsk
mjög, alt fram á þeunan dag,
Stefán, sonur hennar, var lengi í
Lúðrasveit Reykjavíkur, en Sess-
«lja dóttir hans er þektnr píanó-
leikari og dveltir nú erlendis.
Allir þeir, sem bektu þessi góðu
hjón, Gunnar og Sésselju, munu
ætíð minnast þeirra með þakklæti
og hlýjum buga. Þau vildu ekki
vamm sitt vita f neinu og komu
alstaðar fram til góðs. Enginn
blettur er á minningu þeirra, þau
unnu sitt langa dagsverk með
prýði og fóru hg.eðan með hreinan j
pg flekklnusan skjöld.
Sesselja Jónsdóttir.
Á elliárunum nutu þau framúr-
skarandi umhyggju og ástúðar á
hinu góða heimili sonar síns, Stef
áns kaupmanns og konu hans. Sig-
ríðar Benediktsdóttur og barna
þeirra. Þar skorti gömlu hjónin
ekkert, sem unt var að veita þeim,
hvorki ástúð nje aðhlynningu. Frú
Sesselja var mjÖg farin að heilsu
hin síðustu ár.
Auk Stefáns átti hún eina dótt-
ur, Önnu Sigríði, er hýr í Garði
suður. ágætiskonu.
Fósturbörn voru mörg hjá þeiin
Hátúnshjónum, - lengri og skemri
tíma. Má meðal þeirra nefna Sig-
urjón Jónsson, formann í Njarð-
víkum, er ólst þar upp frá því
hann var ungbarn, nýfæddur, til
fullorðinsára. —
Bræðúr Sesselju voru Jón og
Erlendur. Sá síðarnefndi bjó í
Norðurkoti á Vatnsleysuströnd;
var skipasmiður. Hálfbróðir
hennar Helgi Sigvaldason er enn
á lífi, búsettur í Hafnarfirði.
Jarðarför Sesselju fór fram í
gær, mánudag 24. þ. m., frá heim-
ili sonar hennar og tengdadóttur.
Þ. J.
Sigrfður í Brattholti
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
banna, að útlendingar nái eignar-
haldi á fossum hjer á landi. —
Þegar, er Bjarni frjetti um neitun
Sigríðar itm sölu fossins, brá hann
sjer austur í Biskupstungur til
þess að kynna sjer málið.
En útaf vanefndum leigjendanpa
Síðar leigðu þau feðgin fossinn.
varð alllangur málarekstur. Kom
Sigríður þar allmjög við sögu,
bæði meðan faðir hennar lifði bg
síðar. •—
Sigríður er meðalkona á vöxt,'
vel á. sig komin og fríð sýnum,
með mikið gulbjart hár. Svipur
hennar er skýr og ber þess ljósan
vott, að þar er viljasterk kona,
en jafnframt er hann góðmann-
legur, enda er það mála sannast,
að hún er öllu góð, er miður má;
sín og hún á kost á að auðsýria
það, eigi síst málleysingjunum.
Hún er fastlynd og trygg og fá-
málug, en þó hlý í viðmóti.
E Þ. St
Hin árlega barnaskemtun Ár-
manns verður í Iðnó á morgun
('Öskudag) kl. 4y2 síðd. Skemti-
skrá verður fjölbreytt að vandá.
Þírq- og hjeraðsmála-
fundur Vestur-
ísafjarðarsýslu
Margar samþyktir
gerðar
Sertugasti og annar þing- og
hjeraðsmálafundur Vestur-
ísafjarðarsýslu var haldinn á Suð
ureyri í Súgandafirði dagana 3.—
5. febrúar þ. á. 15 fulltrúar voru
mættir. Fundarstjórar voru Ólaf-
ur Ólafsson, Þingeyri og Kristján
A. Kristjánsson, Suðureyri. Fund-
arritari Bjöni Guðmundsson,
Núpi.
Margar tillögur voru samþykt-
ar á fundinum og meðal þeirra
voru:
SKATTAMÁL.
Fundurinn skorar á Alþingi að
breyta skattalöggjöfinni á þá leið.
a. Að persónufrádráttur hækki
í samræmi við verðlagsvísitölu
hagRtofunnar.
b. Að menn, sem hafa ójafnar
tekjur frá ári til árs, verði ekki
harðar iiti hlutfallslega með
greiðslur til opinberra gjalda,
en þeir, sem hafa jafnar árs-
tekjur.
c. Að ákvæðum um skattgreiðslu
utgerðarfyrirtækja verði hagað
þannig, að þau njóti engra
sjerstakra forrrjettindað en
hafi þó aðstöðu til að greiða
gamlar skuldir og safna, rífleg-
nm varasjóðum, enda sje það
trygt, að þeim verði eingöngu
varið til endurnýjunar útgerð-
inni.
Telu? fundurinn brýna nauðsyn
bera til þess, að öll þessi ákvæði
komi til framkvæmda við ákvörð-
un skatts á yfirstandandi ári.
Ennfremur lítur fundurinn svo
á;
a. Að óheilbrigt sje að láta menn
greiða skatt af útlögðum
sjiikrakostnaði, og
b. Að ákveða þurfi með lögum
hámark þess hluta, sem skattur
og útsvar samanlagt má verða
mest af háum tekjum.
DÝRTÍÐIN.
Fundurinn skorar á ríkisstjórn-
ina að gera alt, sem í hennar valdi
stendur til að halda niðri dýrtíð-
inni í landinu.
FULLVELDISMÁL.
Þar eð telja má víst, að Alþingi
það, sem nú kemur saman, verði
að taka ákvarðanir um það, hvern
ig hinu æðsta. valdi þjóðarinnar
verði fyrir komið, vill fundurinn
bera fram eftirfarandi álit:
1 Að losa beri öll tengsl milli ís-
lands og Danmerknr, eins fljótt.
og verða má.
2. Að lýðveldisförm muni henta
landinu best.
3. Að heppilegt muni að stofna
til þjóðfundar á Þingvöllum
um málið og
4. Að þó beri eigi að ráða málinu
til endanlegra úrslita fyr en
þjóðaratkvæði hefir verið látið
fram fara um það.
★
Að gefnu tilefni vill fundurinu
láta í Ijós það álit sitt, að hann
er því mótfallinn að gerð þjóð-
fánans verði breytt.
Aðalfundur
Slysavarnafjelagsins
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
Forseti gaf skýrslu um sforf
fjelagsins á s.l. ári.
Gjaldkeri las upp endurskoðaða
reikninga fjelagsins, er voru sam-
þyktir. Aðalniðurstöður reikning-
anna voru:
Efnahagsreikningur, Reksturs-
hagnaður á' árinu kr. 57.523.45, í
stað kr. 10.875.99 rekstrarhalla á
árinu 1939. Eignir f je.lagsins í árs-
lok námu kr. 345.059.51, en voru
um fyrri áramót kr. 287.536.06.
Skuldir taldar um síðustu áramót
57.532.78 næstu áramót á undan.
samtals kr. 19.067.72, en voru kr.
Rekstursreikningur. Niðurstöður
hans sýndu nú kr. 84.414.77, en
voru fyrir ári síðan 47.081.01.
Rekstrarreikningur björgunar-
skipsins Sæbjörg. Niðurstöðutölur
hans námu kr. 63.034.62 og rekst-
urshagnaður kr. 13.327.10, en voru
um fyrri áramót kr. 39.735.18 og
sýndi þá rekstrarhalla er nam
kr. 13.671.13.
Þá var gengið frá lagabreyting-
um fjelagsins er verið hafa á döf-
inni að undanförnu og er höfuð
breyting sú, að fyrirkomulaginu
er breytt á þann hátt, að fram-
vegis kemur fulltrúafundur í stað
aðalfundar, þar sem kjörnum full-
trúum frá fjelagsdeildum víðsveg-
ar um land er falið æðsta vald í
málefnum fjelagsins.
Eftirfarandi tillögur voru sam-
þyktar':
„Aðalfundur Slysavamafjelags
íslands felur stjórn S. V. F. f. að
hefja þegar fjársöfnun og annan
undirbúning að því að reisa skip-
brotsmannaskýli á Meðallands-
f jörum milli Kúðaóss og Eldvatns-
óss og einnig á Alviðruhömrum í
Álftaveri, ásamt nauðsynlegum
leiðarmerkjum að og frá skýlun-
um og annan útbúnað.
Fundurinn telur að hjer sje um
svo brýna nauðsyn að ræða, að
mál þetta þoli enga bið, enda eðli-
legast að Slysavarnafjelagið' amiH
ist alian undirbúning og fram-
kvæmdir hjer að lútandi“:
..Aðalfuiidur Slysávárnaf jelags
íslands felur stjórn S. V. F. í. að
senda ölhim formönnum skóla-
nefnda, og kennurum viðkomandi
skólahvérfa, brjef, þar sem þeir
sjeu alvarlega ámintir um að beita
sjer fyrir því að ekkert barn fari
Úr barnaskóla án þess að kunna
algengusu sund og hjörgunarað-
ferðir“.
„Aðalfundur Slysavarnaí jelags
íslands sliorar fastlega á ríkis-
stjórniua að láta nú þegar eitt
varðskipanna taka til starfa við.
að ónýta tundurdufl sem eru á
reki hjer við strendur landsins;
ennfremur að skyttur sjéu settar
í skip sem sigla bjer við strend-
urnar“.
,,Aðalfundur §Iysavarnaf jélags
íslands, baldinu í Keykjavík 23.
febr. 1941, skorar á skipaskoðun-
arstjóra að hafa strangt eftirlit
með skoðun skipa og útbúnaði.
þeirra, sjerstaklega smærri skip-
anna er sigla milli landa“:
„Fundurinn heimilar stjórninni
að greiða fyrir björgunarmálum.
Yestfirðinga á þeim grundvelli
sem felst í brjefi Slysavarnafje-
lags fslands til ríkisstjórnarinnar,
dags. 22. apríl 1938, enda sjái’
stjórnin fram á, að framkvæmdir
þessar verði færar kostnaðar
vegna.
Aðstoð fjelagsstjórnarinnar ei~
þó bundin því skilyrði, að fsa-
fjarðardeildin geri stjórn Sl'ysa-
varnafjelagsins full reikningsskií
fyrir þann tíma, sem liðinn er síð--
an síðustu reikningsskil deildar:-
innar hafa farið framV.
j,Áðalfundur Slysavarnafjelags
íslands, haldinn 23. febr. 1941,
samþykkir að skora á st.jórn sína,
að sjá svo um að allar deildir
fjelagsins sendi aðalskrifstofunni
rekstrar- og efnahagsreikning,
það timanlega að þeir geti komið
'í árbókina ár hvert“.
Ræða Hitlers
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU
landsbaráttunni, hann ætti nu
enn í höggi við lýðræðissinna
og það myndi fara á sömu
lund, hann myndi bera sigur
af hólmi.
Hitler rakti nokkuð hrak-
spárnar, sem lýðræðissinnarnir
spáðu honum í innanlandsbar-
áttunni og gerði samanburð á
þeim og hrakspánum, er honum
væri með jöfnu millibili spáð„
í heimsblöðunum. ,,Ef Hitler
verður ekki bu|nn að taka
völdin í ágúst, þá er úti um
hann“, þetta hefði verið sagt
árið 1932, en hann var ekki
búin að taka völdin þá, en það
var samt ekki úti um hann. —
Nefndi Hitler mörg slík dæmi,
og benti á, að síðustu mán-
uðina og árin hefðu menn sagt,
ef Hitler sigrar ekki í þessum
og þessum mánuði þá er úti
um hann. En enginn þessara
spádóma rættust.
Hitler kvaðst ekki vera í
minsta vafa um, að hann mundi
sigra. Hann kvaðst þakklátur
forsjóninni fyrir að stríðið
hefði hafist nú, úr því að það
átti að hefjast á annað borð,
á meðan hann væri í fullu
fjöri. Hann kvaðst vera hraust-
ur, sjer liði vel og sjer íiði
sjerstaklega vel vegna þess, ■ að
vorið færi í hönd, er úrslita-
baráttan gæti hafist.
TIL ATLÖGU
1 lok ræðu sinnar sagði HitL
er, að þjóðin og her hennar,
ríkið og flokkurinn (nazista-
flokkurinn) væri eitt og ræð-
unni lauk með hvatningarorð-
unum til þýsku þjóðarinnar:
„Til atlögu. Við Þjóðverjar
erum á ferðinni“.
í engil-saxneskum Iöndum er
látin í ljós sú skoðun, að ræða
þessi hafi ekkert nýtt haft að
flytja annað en það, sem Hitl-
er sagði um kafbátahernaðinn.