Morgunblaðið - 25.02.1941, Side 8
3&orgftnMitM&
Þriðjudagur 25. febr. 194I-
WWWT&
VENUS RÆSTIDUFT
Idrjúgt — fljótvirkt — ódýrt.
fiauðsynlegt á hverju heimili.
HÚSGÖGNIN YÐAR
fnundu gljáa ennþá betur, ef
)»jer notuðuð eingöngu Rekord
húsgagnagljáa.
SMJÖR
nýkomið. Verslunin Bergstaða
stræti 15. Sími 4931.
FILERINGARGARN
Fallegasta tegund til sölu. —
^Unnur Ólafsdóttir. Sími 1037
NB. fearnið er afgreitt í sölu-
húð Ullarverksmiðjunnar Fram
tíðin.
BÓKASAFN
nokkur þúsund bindi, til sölu.
iUpplýsingar á Njálsgötu 831,
eftir klukkan 19, næstu kveld.
ENSK ULLARKJÓLATAU
7 litir. Káputau. Peysufata-
klæði. Cheviot. Verslunin Man-
chester, Aðalstræti 6.
HAMLVOJIIHJÓIIB
KJÓLABLÚNDUR
nýkomnar. Einnig ensk kven-
undirföt frá kr. 4,80 settið.
Versl. Manehester, Aðalstr. 6.
KVENSOKKAR
margar teg. nýkomnar, silki,
ullar, ísgarns, bómullar. Verð
við allra hæfi. Verslunin Man-
chester, Aðalstræti 6.
MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR
keypt daglega. Sparið milllllð-
Lia og komið til okkar, þar sem
þjer fáið hæst verð. Hringlð i
•Ima 1616. Við sækjum. Lauga-
vege Apótek.
KALDHREINSAÐ
þorsaklýsi. Sent um allan bæ.
Björn Jónsson, Vesturgötu 28.
Bími 3594.
KÁPUR og FRAKKAR
fyrlrliggjandi. Guðm. Guð-
mundsson, dömuklæðskerl - -
ICirkjuhvoli.
TUSKUR.
Kaupum hreinar ullar og bóm-
ullartuskur, hæsta verði. Hús-
gagnavinnustofan, Baldursg. 30
ÞAÐ ER ÓDÝRARA
•ð lita heima. Litina selur
Hjörtur Hjartarson, Bræðra-
borgarstíg 1. Sími 4256.
KAUPUM FLÖSKUR
•tðrar og smáar, whlskypela,
glðs og böndósir. Flöskubúðln,
Sergstaðastræti 10. Sími 5395.
lækjum. Opið allan daginn.
KAUPUM FLÖSKUR og GLÖS
háu verði. Sækjum samstundis.
Sími 5333. Flöskuversl. Kalk-
ofnsvegi við Vörubílastöðina.
EFTIRMIÐDAGSKJÓLAR
fclússur og pils altaf fyrirliggj-
*ndi. Saumastofan Uppsölum.
8ími 2744.
lEjrLjöití hoffiá’meá'
RITS nafibEeiisáuJti
SALTFISK
þurkaðan og pressaðan fáið
Jjjer bestan hjá Harðfiskölunni,
J»verholt 11. Sími 3448.
65. ducur
Á mínútunni kl. 3 komu flutn-
ingabílarnir flöggnm skreyttir og
þegar þeir fóru aftur, Ijek hljóm-
sveitin í fremsta vagninum ætt-
jarðarlög.
Um alla akrana á Ardeitk voru
dreifð spjöld með hvatningarorð-
um eins og þessum:
„Þessi bómull verður notuð í
hinum amerísku fallbyssum“.
„Þeir, sem reita bómull, vinna
stríðið“.
Áður en vikan var liðin hafði
hún dreift slíkum spjöldum um
allan bæinn:
„Það er bómullin, sem vinnur
stríðið. Skóladrengur á akrinum
berst með eins miklum árangri við
Þjóðverja og hermenn vorir í
skotgröfunum. Hjálpið oss í bar-
áttunni á Ardeith“.
í fimm daga vikunnar sendi
Eleanor drengi og stúlkur seinni
hluta dags út á akrana og allan
Iaugardaginn.
Hver laugardagsmorgun byrj-
aði með hátíðlegri viðhöfn. HJjóm-
sveitin gekk fyrst og ljek ráeðan
allir gengu framhjá fánastönginni
og fáninn var dreginn að hún. Svo
ljek hljómsveitin þjóðsönginn eða
önnur ættjarðarlög og þvínæst
gekk allur hópurinn, tveir og tveir
samhliða, út á akrana til þess að
hjálpa lýðræðinu og reita bómull.
— Eleanor fekk hverjn þeirra
I. O. G. T.
ST. VERÐANDI NR. 9.
Fundur í kvöld klukkan 8.
Inntaka o. fl.
Hagnefnd ?
Systurnar hafa dans á eftir
til ágóða fyrir sjúkrasjóð.
rtf p +*
REGLUSAMUR MAÐUR
óskar eftir herbergi á leigu um
næstu mánaðamót. Uppl í
síma 3228.
HLUTAVELTU-
HAPPDRÆTTI
skíðadeildar og róðrardeildar
Ármanns. Dregið var hjá lög-
manni í gærmorgun, og komu
upp þessi númer:
Nr. 4420 Ritsafn Jónasar Hall-
grímssonar. Nr. 4545 Frakka-
efni. Nr. 2835 Málverk. Nr.
3746 Lituð ljósmynd. Nr. 4810
Teborð. Nr. 4308 Fataefni. Nr.
7073 Körfustóll. Nr. 5509 Só-
lon íslandus. Nr. 2321 Farseð-
ill til Akureyrar. Nr. 6438
Skíði. — Vinninganna sje vitj-
að sem fyrst til Þorsteins
Bjarnasonar, Körfugerðinni.
v >
OTTO B. ARNAR
Iðgglltur útvarpsvirkl, Hafnar
•træti 19. Sími 2799. Uppsetn-
‘ng og viðgerðir á útvarpstækj
am og loftnetum.
EiUi GWi N BKIMOW
smákort í fjórum reitum, sem hver
einstakur þýddi 20 pund af reittri
bómull. Eftir þessu borgaði svo
Wyatt út launin.
„Greiðið þeim kaupið í eins doll-
ars seðlum, Wyatt“, sagði hún.
„Þeim finst þeir þá fá meira. Gæt-
ið þess einnig að seðlarnir sjeu
nýir“.
Hann leit íhugull á hana. „Jeg
verð að játa það, frú Larne, að jeg
hefi aldrei kynst konu sem yður“.
Elearior hló.
„Sagði jeg yður ekki, að við
myndum komast. yfir þetta?“
Og hún sá einnig fyrir því, að
um þetta yrði rætt opinberlega.
Hún sagði blöðunum í New Or-
leans frá uppskeruher sínum, sem
sá fyrir því, að hermennirnir í
víglínunni fengju nóga bómull.
Það komu ljósmyndarar frá
blöðuimm til Ardeith. Nokkrum
dögum síðar birtu blöðin mynd-
ir af stúlkum og piltum á bóm-
ullarökrunum, og auk þess sem
Eleanor hlaut lof, var hún ein
þeirra fáu bómullareigenda, sem
b.afði nógan vinnukraft það ár.
Sum barnanna fengu spönsku
veikina og öðrum leiddist vinnan
og hættu. En áætlun hennar hepn-
aðist og bómullin konist undir
þak.
Uppskeran varð samtals 1210
ballar. Hón.seldi bómullina á 38
cent. pundið og brúttóhagnaður
ársins 1918 var rúmlega hundrað
þúsund dollarar.
4..
Smávégis átti hiin eftir að gera,
og þá var alt búið. Hún átti eftir
að skrifa síðustu ávísanirnar, sem
gerðu liana frjálsa. Þá skuldaði
híin engri. manneskju eitt cent.
Hún Arar veik af þreytu, en
jafnframt hamingjusöm og upp
með sjer af sigri sínum.
Það var klukkan 10 um kvöld-
ið, að henni varð Ijóst, að það
eina. sem hún átti eftir, var að
skrifa fáeinar ávísanir.
Hún baí'ði fengið kvittanir
bankans fyrir greíðslunum og
stóð með þær í höndunum, án
þess að geta, vegna þreytu, gert
sjer grein fyrir því, að hún hafði
náð því marki, sem hún hafði sett
sjer.
Hve miklaij nettótekjurnar yrðu
þetta ár vissi hún ekki', því hún
hafði ekki lokið reikningunum, en
með sjálfri sjer var hún ánægð
með útkomuna.
En nú var hún svo þreytt, að
hún gat naumast fylt út ávísan-
irnar, en hún treysti því, að næt-
urhvíldin hresti sig og um morg-
uninn gæti hún tekið til við reikn-
ingsfærsluna.
Enda þótt hún ljómaði af gleði,
svaf hún ekki vel þessa nótt. Hún
hafði mikinn liöfuðverk og tikk
tikk klukkunnar esþaði taugar
hennar og að síðustu fór hún á
fætur og setti hana fram í bað-
lierbergið.
Þegar hún loksins sofnaði átti
bún erfiða drauma. Hún sveif um
milli langra raða af bómull og
blaðsíðna af tölum, sem náðu alla
leið irin í eilífðina. Hún vaknaði
sárþjáð og henni virtist óhugs-
andi, að hún gæti fengist við
reikningana að sinni.
IIiiu fór niður í eldhúsið, gröm
yfir sínum eigin vanmætti og
veikleika, sauð sjer eitt egg, sem
hún svo ekki hafði lyst á, en drakk
einn kaffibolla, í von um, að það
linaði höfuðverk hennar. En það
hafði ekki minstu áhrif og hún
fór inn á skrifstofu sína og fyrir-
skipaði að láta sig ótruflaða.
Ilana verkjaði svo í liðamót
fingranna, að hún gat naumast
opnað skrifborðið og hún hjelt á
pennanum eins og barn. Um leið
og hún opnaði ávísanaheftið, sagði
hún við sjálfa sig: „Eftir tíu mín-
útur er jeg búin — eftir tfu mín-
útur“.
Heuni svifu fyrir hugskotssjón-
um atburðir síðustu ára; uppgötv-
un sín á því, að óðalið var yfir-
veðsett, hruu bómullarmarkaðar-
ins, *tilkynningin um að bómull
væri notuð í skotfæri, dráttarvjel-
arnar og öll dagleg vinna.
Hún tók að skrifa fyrstu ávís-
unina.
En hvað þetta var erfitt. Hend-
in hreyfðist liægt og hún sá ekki
greinilega það, sem hún liafðh
skrifað. Hinar undarlegu lcvalir í
öllum limum hennar liðu ekki frá.
Lamandi' ótti greip hana, en
hún vísaði honum á bug.
Hún var ekki vön að veikjast
og nú hafði hún ekki tíma til
þess. Hún varð að skrifa þessar á-
vísanir og brjefin, sem áttu að
sendast með þeim. Það var ómögu
legt, að hún væri komin með in-
flúensu.
En það þýddi ekki að berjast
gegn því. Tnflúensan læsti sig um
| hnje hennar og mjaðmir, svo henni
fanst að úr liði myndi ganga. Hún
var í fótum hennar, hxin fann til
allra tánna, tíu, því hana verkj-
aði í þær allar. Inflúensaii var í
herðum heunar, svo hún gat naum
ast lyft hendinni til þess að greiðæ
hárið frá enninu, sem logaði a£
verkjum. Heili hennar var tómur,
Ilúð hennar brann af sótthita, en
bið innra var henni hrollkalt, eins
og ístappi væri rekinn niður með
mænunni.
Meðan hún sat við skrifborðið
breytti stofan um lögun og alt
snerist fyrir augum hennar. En
alt í einu sá hún alt greinilega.
Hún greiji pennann, skrifaði
mjög liægt, dró andaun djúpt og
hjelt ávísanaheftinu fast með
vinstri hendinni og skrifaði nafn-
ið'sitt eins og lítið barn.
Þvínæst fjell penninn úr liendi’
hennar ofan í skaut liennar, skildi.
þar eftir svartan blett og rann.
svo áfram niður á gólfið. Eleanor
deplaði augunum og horfði á eft-
ir honum.
í herbergiuu flökti ait til ems-
og skuggar frá brennandi báli. Em
h ún skeytti ekki um neitf.
Þrátt fyrir sótthitann og ótelj-
andi þjáningar var lítill, Ijós blett’
ur í hugskoti hennar, hún hafði:
fullkomnað verk sitt.
Framh.
AUGLÝSING er gulls ígildi,
sje hún á rjettum Stað.
'TtwS Tnxy^um^ct^-LrLLi.
fjlyrsti góudagur var síðast-
liðinn sunnudag. í ís-
lenskiim þjóðháttuiu segir svo:
Góan byrjar nálægt 20. febrúar,
og er svo nm hana að oi’ði kom-
ist: „Grimmur skyldi góudagur
hinn fyrsti, annar og hinn þriðji,
þá mun góa góð verða“. Lakast er
að sumir vilja segja: „Góður
skyldi ........“, o. s. frv., og er
því ekki gott að vita, hverju trúa
skal. Annars boðar það voi’harð-
irid'l :
þá mún hún Harpa, hennar jóð
Ef hún G'óa öll er góð,
að því gæti mengi,
herða á mjóa strengi.
Sumir hafa vísuna þannig.-
Ef hún Góa öll er góð,
öldin má það muna,
þá mun Harpa, hennar jóð
herða veðráttuna.
★
Sólbráðir fyrir þriðja fimtudag
í góu borgast aftur. Sunnudagui’-
inn í miðgóu sagði gamla fólkið,
að vermisteinninn kæmi í jörðina
og upp frá því átti að fara að
batna, því að úr 'því fóru svell að
flísast frá jörðu og liolast undan
fönnum.
Góupáskar boða jafnan annað
hvort afar-hart eða einmuna gott
vor. Hundur vei’ður bestur, sem
alinn er á þorra og góu, því að
þá er liann mátulega gamall, að
venja hann við lambfje.
Þá er í sögnum, að húsfreyjur
hafi átt að fagna góu á svipaðan
hátt og bændur áttu að fagna
þorra, hoppa fáklæddar þrisvar í
kring um bæinn og heilsa henni
við það tæliifæi’i með þessum for-
mála:
Velkomin sjertu, góa míu,
og gaktu inn í bæinn,
vertu ekki úti í vi'ndinum,
vorlangan daginn.
Átti svo bóndinn að gera konunni
eitthvað vel til þann dag. Sumir
hafa kallað hann konudaginn. Nú
munu allar menjar hans vera
horfnar. Leifar þessar eru frá
heiðni, •
Kunni ensku, og- þó — —
Það var laugardagskvöld í des-
ember 1940. Tveir skólapiltar sátu
yfir molakaffi inni á Hressingar-
skála. Þarna var fult af fólki, kon •
um og körlurn. Mest bar þó á bi-esk
um hei’mönnum. Þegar skólapilt-
arnir höfðu setið uokkra stund,
kemur ung og' ljettfætt Reykja-
víkurmær og- tekur sjer sætij í ná-
munda við þá, rjett lijá tveimur
breskum hermönnum.
Mærin settist að sítróndrykkju.
Varð henni brátt tíðlitið til her-
mannanna, sem þó virtust lítt gefa
lienni gaum. En livað skal gera?
Unga stúlkan tók nú upp auð-
kennilega enska bók, eina af hinni
þektu Peliean-útgáfu, og tók til
við lestur hennar af kappi.
Nú var eftirtekt hermannanna-
vakin. Oðru hvoru skotraði stúlk-
an augunum viðkvæmnislega og
tjáningarfult upp úr Pelican-bók-
inni á þá.
Utlendingarnir stóðu á fætur •
og — gengu út.
— Ó, Reykjavíkurmær!!