Morgunblaðið - 15.03.1941, Page 2

Morgunblaðið - 15.03.1941, Page 2
MORGUNBLAiIÐ Laugardagiir 15. mars 1941. Lofflierii&iðurinii í algleymingi „Mesta loftárás“ styrjald- Alt veltur A „orustunni um Atlantshaflð" Alexander, fiotamálaráð- herra Bretlands, sagði í ræðu í London í gær, að hann hefði trú á því, að Bretar sigr- uðust á kafbátahættunni og, að ef Bretar gætu haldið út þar til hjálpin frá Bandaríkjunum væri orðin stöðug og viss, væri sigurinn ekki aðeins viss, held- ur myndi og stríðið verða stutt. Flotamálaráðherrann færði að því sterk rök, að breska flct- anum mjmdi takast að vinna bug á kafbátahættunni. Breski flotinn ætti að vísu við rr.eiri örðugleika að striða en í síð- asta stríði, er hann naut stuðn- ings. flota stórveldis, en bar- áttuhugur sjómanna breska flotans væri óbilaður og ó- drepandi. Ráðherrann sagði frá því, að í Noregsstyrjöldinni hefði borist skeyti frá enskum kafbáti. Þar stóð: Okkur hefir tekist að sökkva stóru skipi með tundurskeyti og urðum síðan að fara í kaf og bíða í 33 klukkustundir. —- Það er búið að varpa á okkur um 100 djúpsprengjum. Erum nú á leiðinni til heimahafnar“. Annað dæmi gat ráðherrann um til að sýna hreysti breskra sjóliða. Lítið kafbátaspilliskip (,,cor- vette“) símaði: „Höfum rekist á árásaskip óvinanna. Leggjum tii atlögu við það“. Allir sem gera sjer ljóst stærðarmun á árásarskipi á út- höfum og litlum kafbátaspilli, geta gert sjer í hugarlund hreysti þá, sem þarf til að koma þannig fram, sagði ráðherrann. Amerískur hernaðarsjerfræð- ingur, sem dvalið hefir í Eng- landi á vegum stjórnar sinnar og er nú á leið heimleiðis, sagði við blaðamenn í gær; Jeg mun gera tillögur til stjórnar minnar, að ykkur verði veitt öll sú hjálp, sem Banda- ríkjunum er auðið að veita, einkum hvað snertir skip og flugvjelar. Mjer er ljóst, sagði hernað- arsjerfræðingurinn, að alt velt- ur á örustunni um Atlants- hafið. Ef Bretar vinna þá or- usfu, hafa þeir unnið stríðið. Ronald Cross, siglingamála- ráðherra Breta ljet einnig í gær í ljúsi þá skoðun sína, að Bret- ar-'iinyndu sigrast á kafbáta- hemaðinum. arinnar á Hamborg Næturorustuflug- vjelar skjóta niður 11 þýskar sprengju- flugvjelar Óperettan Nitouche verður sýnd annað kvöld og hefst sala aðgöngu miða kl. 4 í dag. LOFTHERNAÐURINN í EVRÖPU virðist nú vera kominn í algleyming á ný. í fyrrinótt hjeldu bæði Bretar og Þjóðverjar uppi áköf- um loftárásum. Bretar segjast hafa gert mestu loftárás styrjaldarinnar á Hamborg í fyrrinótt og valdið feikna tjóni, einkum á skipastöðvum og skipakvíum. Auk árásarinnar á Hamborg gerðu breskar flugvjel- ar árás á Bremen, Emden, höfnina í Rotterdam og flug- velli víðsvegar í Hollandi. ÁRÁSIN Á HAMBORG. Það var hin nýja tegund breskra sprengjuflugvjela,. sem gerði árásina á Hamborg í fyrrinótt. Flugmennirnir bresku sögðu, er þeir komu aftur, að í lok árásarinnar hefði verið erfitt að átta sig á skemdum vegna þess að árásársvæðin voru eitt eldhaf og reykjarmökkur mikill yfir borginni. Flugmenn sáu eldana í Hamborg í 160 kíló- metra fjarlægð. Könnunarflugmennirnir sáu elda á báðum bökkum Elbu- fljóts á stóru svæði. Á þessu svæði voru „geysilegir eldar“, á öðru „ógurlegir eldar“ og hinu þriðja ,,eldhaf“. Þannig voru lýsingar könnunarflugmannanna. Bretar viðurkenna, að í árásum þýskra flugvjela á Eng- land hafi orðið talsvert tjón á húsum, en segja, að manntjón hafi orðið lítið. Mest er lagt upp úr því í breskum fregnum, að flugmála- ráðuneytið tilkynti, að í fyrrinótt hefðu 13 þýskar flugvjelar verið skotnar niður. Þar af skutu næturorustuflugvjelar Breta niður 11 flugvjelar, ein var skotin niður með skotum úr loft- varnabyssu og sú þriðja „með öðrum aðferðum“. Með „öðrum aðferðum“ er álitið að flugmálaráðuneytið eigi við hið nýja vopn gegn næturárásar-flugvjelum, sem talið er að Bretar hafi fundið upp. En flugmálaráðuneytið neitar enn að gefa neinar upplýsingar um það atriði. Á það er bent í London, sem mikilsvert atriði, að á fyrstu 14 dögum marsmánaðar voru skotnar niður fleiri næturárása flugvjelar, en nokrku sinni fyr á heilum mánuði. Á þessum 14 dögum hafa Bretar skotið niður 35 þýskar flugvjelar að næt- urlagi, en í öllum septem- bermánuði, sem var sá mánuður styrjaldarinnar, sem flestar þýskar nætur- árásaflugvjelar voru skotn ar niður, voru ekki skotn- ar niður nema 29 flug- vjelar. Flugvjelar breska strand- varnaliðsins voru einnig á ferðinni - í fyrradag og sam- kvæmt tilkyniiigu breska flug- málaráðuneytisins í gær, söktu þær í fyrradag þýsku birgða- FRAMH. Á 8JÖTTU SÍÐU Þjóðverjar nota Noreg eins og nýlendu Fregnir frá Oslð herma, að Terbogen, landsstjóri Þjóð- verja í Noregi, hafi stofnað fje- lag til að hagnýta vatnsaflið í fossum Noregs. Er fjelag þetta al- gjörlega þýskt. J; London er litið svo á, að með þessu sýni Þjóðverjar, að þeir ætli sjer • að fara með Noreg eins og nýlendu. Frá því er sagt, að jafnvel fylg- ismönntím Quislings sje ekkert um það gefið, að Þjóðverjar fari þann ig að. Framkvæmdir eru þegar hafnar af hálfu þess fjelags, sem á að notfæra sjer vatnsafl Noregs. Engin matvæli frá U.S.A.handa Þjóðverjum — segír Roosevelt Ablaðamannafundi, sem Roosevelt forseti hjelt í gær ræddi bann um matvæla- sendingar Bandaríkjamanna til þeirra landa í Evrópu, sem ekki eru á valdi Þjóðverja. Forsetinn sagði, að það mál yrði að athuga gaumgæfilega áður en ákvarðanir væru tekn ar í því. Það kæmi ekki til mála að Bandaríkin sendu matvæli til Evrópu, ef hætta væri á, að þau lentu í höndum Þjóðverja. Hann varaði blaðamenn við að draga ályktanir í þessum mál um án gaumgæfilegrar athug- unar. Þetta væri vandamál, er erfitt væri að leysa. í þýskum fregnum er látið í veðri vaka, að Bretar hafi nú þegar slakað á hafnbannS' klónni við Frakka af ótta við að Frakkar taki til róttækra ráðstafana. íj London er hinsvegar sagt með skýrum orðum, að ekki komi, til mála, að Bretar hliðri neitt til um innflutning á mat- vælum til herteknu landanna í Evrópu, eða til þess hluta Frakklands, sem ekki er á valdi Þjóðverja, fram yfir það, sem þegar hefir verið gert hvað snertir matvæli og fatnað handa börnum. í Lundúnafregnum er á það bent, að bæði Þjóðverjar og íta.lir hafi eftirlitsmenn í frönskum höfnum, sem ekki eru á valdi Þjóðverja, að sjá um að öll matvæli, sem þangað eru flutt fari beint til Þýska- lands. Á meðan Þjóðverjar ræni þannig matvælum frá Frökkum sje ekki urit að slaka neitt til á hafnbanninu. Lund!únafregnir hermá, að Vichy-stjórnin geri nú alt, sem í hennar valdi stendur, til að vekja samúð í BandáríkjUrium í sambandi við matarskórtinn í Frakklandi og sje jafnvel gripið til þess ráðs, að láta skína í gegn, að matvælaskort- urinn í Frakklandi sje Bretum en ekki Þjóðverjum að kenna. Það er skýrt tekið fram í London, að ekki komi til mála að Bretar fallist á innflútning matvæla til þess hluta Frakk- lands, sem ekki er á valdi Þjóð verja, ifema að fullkomið ör- yggi fáist fyrir því, að þau mat- jværi falli ekki í hendur Þjóð- verjum. Brelar 120 mílur frá Addis Abeba Sókn Breta og hersveita Haile Selassie í Abyssiníu beldur áfram á öllum víg- stöðvum. ítalir virðast ekki veita mik- ið viðnám og er talið, að ef ekki verður um meiri mót- spyrnu af þeirra hálfu að ræða á næstunni, sje þess ekki langt að bíða að höfuðborg Abyss- iníu, Addis Abeba, falli. Hersveitir Breta og Haile Selassie sækja að höfuðborg- inrii' úr tólf stöðum og á einum stað eiga hersveitir Breta ekki nema 120 mílur ófarnar til borgarinnar. 1 ítalska-Somalilandi, er mót- staða ítala talin brotin á bak aftur að mestu. Flugher Breta hefir haft sig mjög í frammi nálægt Kerin í Eritreu og gert árásir á her- sveitir -og birgðastöðvar. --------------- J j Þjóðverjar hættjr við að (á JúQóslafíu i Þríveldabandalagið? Blöðin í Júgóslafíu birtu í gær boðskap frá foringja Króata, þar sem hann lætur í ljósi þá ósk að Júgóslafar fái að búa í friði að sínu. „Við förum ekki fram á neitt, sem við ekki eigum“, agði hann „og við látum held- ur ekki neitt það af hendi, sem er okkar rjettmæta eign“. í London er litið svo á, að Þjóðverjar sjeu farnir að slaka til á kröfum sínum gagnvart Júgóslöfum og jafnvel, að þeir sjeu hættir við að reyna til að ifi. Júgóslafíu í þríveldabanda- lagið vegna þess hve Júgó- slafar hafa verið ákveðnir í að standa á móti slíkum samn- ingi. Láns- og leigulögin. Fyrsta hergagnasend- Herpiálaráðherra Bandai'íkj- anna, Stimson, skýrði blaða- mönjnun frá því í .gær, að fyrsta hergagnasendingin,' samkv. láns og leigulögunum, væri lögS af stað til Englands, Ráðherrann- vildi ekki gefa neinatí'nákvæmar upplýsingar tíiri, hvað sént hefði' vetið af stað eða hvernig, þar seín hann taldi að slíkar upplýsingar gætu koriiið Þjóðverjum vel. . Háskólafyrirlestur. Ólafur Lár- usson prófessor flytur fyrirlestur í hátíðasal Háskólans á morgun kl. 2 e. h. Efni; Hefndir. Ölluni frjáls aðgangur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.