Morgunblaðið - 15.03.1941, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.03.1941, Blaðsíða 3
3 LaugardasTir 15. mars 1941. ___;_________i—------------ MORGUNBLAÐIÐ 1 - : i* Ú Ji vl -M :Á U 1 i 'Sfc ILuuiiiiiiiiiiiiiiiiuHniiiiiiiimiHiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiu (,Fróíi' kemur | í áidegls i dag | I Lík hinna fðilnu 1 ( eru með skipinu [ tiíiiiiimmiiiiiiinii iiiiiiiiiiiiiiiiiniiiim Línuveiðarinn „Fróði“, sem varð fyrir hinni hrylli- legu árás á dögunum, er Væntanlegur hingað árdegis í dag. Eigandi skipsins, Þorsteinu Eyfirðingur fóí til Yest.manna- eyja og tóK þar við skipstjórn á skipinu. Fróði mun koma hingað um kl. 10—10y<2, árd. í dag. Með skipinu eru lík hínna 5 manna, er fórust í áfásinni. Skipið nmn leggjast að hafnarhakkanum. Þegar líkin verða tekin í land, mælif síra Árni Sig'urðsson nokkur orð f. h. sjómanna. Síðan verða líkin flutt í líkhús. Ekki þarf að efa. að Reyk- víkingar munu á allan hátt votta hínum látnu sjómönn- nm virðingu, og samúð að- standendum þeirra. Fánar eiga að vera í hálfri stöng um allan bæ, þegar lík hinna föllnu verða sett á Jand. Hæstirjettur Deila um sölulaun af húsi Hæstirjettur kvað í gær upp dóm í málinu: Jón Magn- ússon gegn Stefáni Jóhannssyni og gagnsök. Mál þetta er risið út af því, að Jón Magnússon fasteignasali hjer í bænum taldi sig eiga kröfu á hendur Stefáni Jó- hannssyni, Sólvallagötu 7 A, en kröfuna bygði Jón á því, að hann hefði verið milligöngu- maður um sölu á húsi Stefáns fyrir 30 þús. kr. og bæri því 2% af andvirðinu í sölulaun. Stefán neitaði að greiða sölu- launin og kvað Jón enga heim- ild hafa haft til að selja húsið og engin afskifti af sölunni. Undirrjettur (lögmaðurinn í Rvík) dæmdi Jóni 120 króna þóknun fyrir ómak hans, en Jón áfrýjaði. »— Hæstirjettur hækkaði þóknunina ög segir svo í forsendum dómsins: „í greinargerð sinni fyrir hjeraSs- dómi neitaði gagnáfrýjandi þvi, að aðaláfrýjandi hefði haft nokkur af- gkifti af sölu húss hans, en hjer fyrir dómi hefir af hans hendi verið geng- ist við því, sem þegar var sannað fyrir hjeraðsdómi, að aðaláfrýjandi hefði komið á sambandi milli hans og kaupanda hússins um áramótin 1938 og 1939, enda er i ljós leitt FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. ' íslenskar stúlkur á glapstigum Dryk k ju veisla i slolnu víni Lögregluþjónar á verði um borð í pólska skipinu í gærdag. KLUKKAN um 21/) í fyrrinótt gerðust þeir at- burðir í pólsku skipi, sem lá við Ægisgarð hjer við Reykjavíkurhöfn, sem sýna, á hvaða glapstigum nokkrar ungar stúlkur hjer í bænum eru. íslensku lögregliznni er þá tilkynt, að sjest hafi til ferða 3ja stúlkna um borð í hið erlenda skip. Yar það skipverji af togaranum Skutli, sem það gerði. En slíkar næturheimsóknir kvenna eru nú bannaðar með lögum eftir kl. 8 að kveldi. Lögreglan hlaut því að láta þessa hluti_t.il sni taka. Yoru þá þegar sendir 4 lögregluþjónar á vettvang. Morgunblaðið hefir átt tal við Erling Pálsson yfirlögregluþjón og st.vðst frásögn blaðsins við heimildir hans. Þegar hinir 4 lögregluþjónar kómu uni borð í pólska skipið Charzon, varð þeim þegar auðsætt að skipverjar voru áll freklega við drvkkju. Gengu íögregluþjónarnir nú að- sal einmn miðskips, er háreysti heyrðist frá, og var þar margí skipverja fyrir við drykkju á- samt hinum þremur íslensku stúlk- um, sem virtust una sjer þar dá- vel. Skfpstjóri og fieiri' skípverjar otuðu nú skammbyssum að lög- regluþjónunum og einn þeirra hljóp út á þilfar og sÖtti riffil, er hann beiiidi í áttina til þeirra. Var lögreglunni þá ljóst, að hjer myndi við ofúrefli að etja og það auðsæ ætian skipverja að verja feng si'nn, hinar þrjár íslensku Stúlkur, sem rneð þeim sátu að sumbli. Lýsti skipstjóri því yfir, að hver sá íslensknr lögreglu- þjónn, sem á skipinu væri, yrði skotinn. Við 'svo búið fór lögregl - an í laiid, en þá var miðað á hana riffli af þeim, se.m á þilfari stóð. og síðan hleyrpt af, en lög- regluna sakaði' ekki. Litlu síðar korn hresk herlög- reglubífreið á staðinn og var þá skotið á hana fr.á skipinu, en ekk- ert slys varð þó af. Með því að myrkt var af nóttu og Pólverj- arnir ærir af víni ákvað lögregl- an að hafast ekki frekar að um að svifia Pólverjana stúlkunum. Var þá vorðnr settur um bryggj- una til þess að hafa hendur í hári þeirra, ef þeir kynnu að ganga á land er á iiði og eins ti'l hins að varna frekara skiparápi kvenna. Urn ki. 3 gekk svo einn Pól- verjanna á land með stálhjálm á höfði og riffil í hendi og gaf sig á tal bæði við ísl. lögregluna og bresku. herlögregluna, sem þarna hafði vörð. Lauk því svo, að Pól- verjinn skaut aftur af riffli sín- um. en ekki varð þój mein að. Jafnframt ijet skipstjóri mjög FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU • Stækkun Sogsvírk|- tmarínnar Tílboða leítað í nýja vjela- samstæðti Afundi bæjarráðs í gær var samþykt að leita tilboða í þriðju vjelasamstæðuna í Sogs- virkjuninni. Þegai’ Sogsvirkjunin var reist, var gert ráð fyrir að auka þyrfti vjelar á ármium 1941—’42. Nú eru tvær vjelasamstæður í Sogs- stöðinni, 6250 ha. hvor. Nú er ráð- gert, að leita fyrir sjer um þriðju vjelasamstæðuna og ætlunin að hún verði alt að 50% aflmeirj en þær, sem fyrir eru. Enn verður vitaskuid ekki um það sagt, hvort hagkvæmt tilboð fæst. í nýja vjelasamstæðu. Strönduðum skip- um bjargað ril ekist hefir að bjarga þremur -Á af skipum þeim, sem strand- að hafa og rekið á land undan- farið hjer við Reykjavík. Sonja Mærsk hefir nú náðst út og annaðist h.f. Hamar björgun- ina. Hefir skipið verið dregið inn á innri höfn og viðgerð fyrirhug- uð á því þar. Þá hefir og breska togaranum Carieta, sem strandaði í Skerja- firði, einnig verið náð út. Skipið er ekki ýkjamikið skemt. Hefir FRAMH Á SJÖUNDU SÍÐU. Háskólafyrlrlestur á morgun: r Próféssor Olafur Lárusson talar um hefndir FYRIRLESTRAR þeiv, sem háskólakennarar hafa í vetur haldið fyrir almenning, hafa orð- ið mjög vinsælir. Sjest það best á því, hve mjög þeir hafa verið fjölsóttir. . Fyrirlestrum þessum er nú að verða lokið á þessnni vetri. Síð- asta fyrirlesturinn heldur prófessor Óiafur Lárusson á morgun milli kh 2 og 3 í hátíðasal Háskólans. Hefir Mbl. sniiið sjer til hans og spurst fyrir um viðfangsefni hans. Svaraði prófessorinn því á þessa leið: “ Verslunar- —— föfnuðurlnn Hagstæður um 22.5 milj. króna \T erslunarjöfnjuðurinn hefir - tvo fyrstu mánuði ársins verið hagstæður um 22.5 milj. króna og er það án efa hag- stæðasti versiunarjöfnuður sem við höfum nokkru sinni haft á þessum árstíma. I íebrúarmánuði var útkom- an sú, að útflutningurinn nema 18,5 milj. kr., en innflutning- urinn 8,3 milj. Var því versl- unarjöfnuðurinn hagstæður þenna mánuð um 10.2 milj. Tvo fyrstu mánuði ársins (jan.-febr.) nam útflutningur- inn 36,9 milj. kr., en innflutn- ingurinn 14,4 milj, Tvo fyrstu mánuðina í fyrra' voru tölurnar þessar: Útflutt 16,7 milj., inn- flutt 6,6 milj. Er’ verslunar- jöfnuðurinn þannig um helm- ingi hagstæðari nú en á sama tíma í fyrra. Þessir útflutningsaðilar voru hæstir í febrúar: Saltfiskur 0,6 milj., ísfiskur 14,0 milj., freð- fiskur 1,0 milj., síld 1,4 milj., lýsti 0,5 milj.. fiski- og síldar- mjöi 0.5 milj., ull 0,26 milj., loðskínn (refa- og minkaskinn) 0,15 milj. ~ Fyrirlestur minn mun fjalla. um hefndir, Fyi' á tínnim, áður eu ríkisvald varð til og síðar ineðau. það enn var í berhsku, urðu meún að gætu rjettiirda sinua -sjálfir, og voru hefndiruar þá, einn þátt- urinn í þeirri rjettarvörslu. Munu þær í fyrstu hafá spi'öttið af eins- konar eðlishvöt, eii seinná fengu þær djúpar rætur í tilfinningalífi maiina og lífsskuðun, og munu allir, sem lesið hafa íslendingasög- ni', kannast við það, að þannig var þessu varið um forfeður vora á söguöldinnj. Fáar þjóðir eiga auðugri heim- ildir um þetta, atriði í menningn sinni en vjer. Eru þar annarsveg- ar sögurnar og; hihsvegar fofnlög- in. En á milli þessa tvenns er mik- ið ósamræmi. Ákvæði laganna um rjett manna til hefnda eru mjög á annan veg en búast mætti við eftir því sem sögunum segist frá. Að sjálfsögðu snýst erindi mitt einkum um hefndir hjer á landi að fornn, og reyni jeg þá m. a. að gera grein fyrir því, hvernig standa mnni á ósamræmi laganna við sögurnar um þetta efni, ank þess sem jeg mun reyna að skýra samband þessa atriðis við lífs- skoðun forfeðra vorra. Cíotfred Bernhöft & Co. h.f. heitir nýtt verslunarfyrirtæki, seœ stofnsett hefir verið hjer í bæh- um og sem m. a. annast vörukaUp frá Englandi og Ameríku. For- stjóri þessa nýja fyrirtækis er verslunarmaður, sem er kunnur meðal verslunarmanna og kaup- manna um alt land, Gotfred Bem- höft. Hann hefir fengist við versl- unarstörf hjer í bænnm í mörg ár og hefir iengst af verið sölumaður hjá H. Benediktsson & Co.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.