Morgunblaðið - 18.03.1941, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.03.1941, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. mars 1941. % « Minningarorð m Jón Gíslasom Hann var borinn og barnfædd ■ ur a<5 Lambanesrevkjum í ■Fljótum 3. desember 1870 og var jm liðlega sjötugur, er hann and- aðist, 11. þ. m. Ungur fór hann að vinna fyrir sjer, Stundaði hann ajóróðra með öðrum Fljótamönn- um á æskuárum og ekki var hann af fermingaraldri, er hann rjeðst. í hákarlalegur. Slíkt var þó ekki metið barna meðfæri, enda var ssjór sóttur á opnum skipum í ;þann tíð. Þegar hann var fulltíða maður rjeðst. hann burtu úr hjer- aði, fyrst til Seyðísfjarðar og síð- an til Reykjavíkur, en þangað fluttist hann 1897 og bjó þar síð- an, það sem eftir var ævinnar. Lagði hann mest af þeim tíma stund á verslunarstörf, þar af síð- ustu fimtán árin hjá Efnagerð Reykjavíkur. Var hann jafnan vel látinn af viðskiftamönnum og samverkamönnurn, en þó ekki síst af húsbændum sínum, enda vann hann jafnan hvert starf með trii- mensku. Á sextugsafmæli Jóns gaf Efnagerðin honum vrandað gullúr og á sjötugsáfmælinu silf- urskál, forkunnar góðan grip. Var það kunnugt vinum hans, að hann mat fáar gjafir meira en þenna fagra vott um vináttu ráðamanna þeirrar stofnunar, er hann helg aði krafta sína. Jón gekk að eiga Ásdísi Jóns- dóttur úr Sjávargötu, 9. júlí 1897, -góða konu og merka. Hefi jeg heyrt því við brugðið, hversu prúðleg brúðhjón þau voru, er þau stóðu fyrir altarinu í dóm- iirkjunni. Var þeirra hjónaband hið ástúðlegasta, og varð þeim íjögurra barna auðið, þeirra er af bamsaldri komust. Þar af eru þrjú á lífi, Olga Dagmar, gift fiústaf Sveinssyni lögfræðingi, Óskar Thorberg bakarameistari og APOAÐ hviliat aa*6 fleraugum fr& THIELE Li mðiíí hdffitf meiJ RITS mffifaEEÍisáuffi Corn FXakes All Bran Cocomalt ví)in Laugaveg 1. Fjölniíveg 2. 3 0 0 i Jón Gíslason. Viggó Haraldur, gjaldkeri ísa- foldarprentsmiðju. Einn son mistu þau 15 ára gamlan, bið mesta mannsefni. Ásdís andaðist 27. september f. á., og varð því milli þeirra tæpt missiri. Leit Jón og ekki glaðan dag eftir lát Ásdísar. Þeim fækkar nú óðum mönn- unum, sem lifðn sinn uppvöxt síð- asta fjórðung 19. aldar. Sá tími var harður þjóð vorri og þó all- dýrmætnr skóli uugum mönnum. Þeir lærðu að vi'nna og spara, lærðu að treysta sjálfum sjer og herða huginn. En í slíkum skóla læra menn og dygðir, sem ekki eru að engu hafandi. Menn læra þar að vera trúir yfir litlu og á- vaxta pund sitt sem ráðvandir menn og hófsamir. Og upp úr harðindum níunda tugs aldarinn- ar hófst. gróandinn 1 þjóðlífi voru, og hefi jeg það fyrir satt, að mennirnir, sem þá lifðu mann- dómsárin, hafði orðið þjóð vorri einhver sú nýtasta kynslóð, sem þetta land hefir b.vgt. Það átti við eðli Jóns, að vera einn þeirra manna. Hann ljet -aldr- ei milíið yfir sjer og barst ekki á, En því meiri vai* trúmenska hans, trygð og vinfesta. Hann var aldrei hálfur í neinu. Hann gekk að hverju starfi heill og óskiftur og ástundaði jafnan að leysa það af hendi með alúð og samviskusemi. Slíkt var honum svo eiginlegt, að hann skoðaði það ekki sem þung- bæra skyldu, heldur sem sjálf- sagða og Ijúfa dygð. Slíkur var hann og í einkalííi sínu, sannur og einlægur og trúr. Hann var tryggur sem tröll vin- um sínmn, orðheldinn i öllum við- skiftumf-og mat jafnt loforð sín skráð sem óskráð, Ilreinlyndur var hann og ráðhollur, en ekki hlutdeilinn um annara hag. Og mörgum manni gerði hami þó greiða, þann er hann ræddi ekki um. Það var því að vonmn, að hann átti varla nokkurn óvin. Jón var langa ævi hraustur maður, enda var hann þrekmað- ur að upplagi. Síðata árið var hann þó farinn að keuna van- heilsu all-mikillar, og ágerðist hún, eftir því sem á leið. Er það því að vonum, að hann hafi orð- ið hvíldinni feginn eftir Iangan erfiðisdaginn. Fer svo tnijyndmn iðjumömram, að þeim |jykir gott, „þreyttir fara að sofa, nær vaxið hefir herrans pund“. Næturakstur: Bifreiðastöð ís- lands. Sími 1540. Síra Helgi Hjálm- arsson látinn Síra Iielgi P. Hjálmarsson, fyrrum prestur að Grenjað- arstað, andaðist í gær að heimili sínu hjer bænum. ,Reykjaborg‘ FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Þegar Vörður kom í gærdag fór Kristján Skagfjörð stórkaupinað- ur, sem er í stjórn útgerðarstjórn- ar Reykjaborgar, nm borð í Vörð og fjekk því framgengt, að togar- inn kæmi ekki strax upp að, þar sem þá hefði ekki verið hægt að fyrirbyggja að sagan um flekann hefði breiðst. út um hæinn. Var aðstandendum mannanna á Reykja borg tilkynt um flekann, áðnr en Vörður lagðist upp að. Að tilhlutun ríkisstjórnarinnar var Sveinn Sæmundsson, yfirlög- reglnþjónu í rannsóknarlögregi - unni fenginn til að rannsaka flek- ann og hluti þá, sem á honum fundust. Fjekk hann í lið með sjer við rannsóknina þá Friðrik Ólafsson, skólastjóra Stýrimanna- skólans, og Pjetur Sigurðsson fyrv. sjóliðsforingja. Rannsökuðu þeir flekann gaum- gæflega og tóku úr honum kúlna- brot. Síðan var flekinn fluttur í lokað , port, sem útgerðarstjórn Reykjabprgar ræður yfir. Ullar- teppið og björgunarbeltið eru í vörslu rannsóknarlögreglunnar. Skipshöfnin á Reykjaborg. Með Reykjaborg fóru í þessa ferð 14 manna áhöfn og sá fimt- ándi var Runólfur SigUrðsson, sem farþegi. Skipshöfnina skipuðu þess ir menn : Ásmundur Sigurðsson skipstjóri, Víðimel 53. Ásmúndur Sveinsson, 1. stýri- maður, Sveinsstöðum við Kapla- skjólsveg. Óskar Þorsteinsson, 1. vjelstjóri, Víðimel 53. Gunnlaugur Ketilsson, 2. vjel- stjóri, Shellveg 2. Daníel Oddsson, loftskeytamað- ur, Illíðarhúsum við Vesturgötu. Guðjón Jónsson, 2. stýrimaður, Barónsstíg 33. Jón Lárusson, matsveinn, Grapdaveg 37. Óskar Ingimundarson, kyndari. Nýlendugötu 11. Eyjólfur Jónsson, háseti, Hverf- isgötu 90. Hávarður Jónsson, háseti, Flóka- götú 12. Þorsteinn Karlsson. háseti, Tjarnargötu 10. Arelíus Guðmundsson, háseti. Rauðarárstíg 42. Óskar Vigfússon, kyndari, Hverf isgotu 100. Sigurður Hansson, kyndari, Framnesveg 16. ★ Revkjaborg var stærsti togari íslenska flotans og hið traustasta skip. Var nýlega húið að gera •skipið upp (klassa það). Reykjaborg var keypt frá Frakklandi og kom hingað 24. febrúar 1936. Skipið var'búið ýms- mn tækjum, svo sem fiskimjöls- vjelmn til að vinna úr fiskúr- gangi og aðrar nýjnngar til hag- nýtingar aflans, voru í skipimi. Athugasemd um birtingu útvarpsfrjetta Degar Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins var haldinn í fyrra vetur var mjög erfitt að koma frjettum af starfsemi fundarins til birt.ingar í útvarpinu og borið fyrir, að frjettatíminn væri stutt- ur og takmarkaður. Sjerstaklega var alls ekki hægt að fá birt meira en útdrátt úr ályktunum, sem fundurinn gerði. Mjer koma því nokkuð kynlega fyrir sjónir hinar mjög svo ýtar- legu frjettir, sem nú birtast á hverjn kvöldi af flokksþingi Fram sóknarmanna. Tillögur og álykt- anir, langar og margar, virðast hirtar orði til orðs, án nokkurrar styttingar. Frjettatíminn sýnist nú ærið lítið takmarkaður fyrir flokks frjettir Framsóknarmanna. En það, sem gefur þó alveg sjerstakt tilefni til aðfinslu, er það, þegar svo langt er gengið, að láta hæstarjettardóma um land- ráðastafsemi manna, þoka fyrir frjettum af flokksþinginu. Þetta gerðist við frjettalesturinn í gær- kvöldi. Almenningur mun vissulega vænta meira samræmis og öðru- vísi vinnubragða í þessari stofnun alþjóðar. Jóhann Hafstein. ræðanna. 1-2 sendisveinar óskast nú eða 1. apríl. Kaupfjelag Borgfirðlnga Laxá i Leirársveil er til leigu í sumar frá 1. júní til 31. ágúst, að báðum dög- um meðtöldum. Tilboð óskast og miðist við alt veiðitíma- bilið, 3 mánuði. Upplýsingar um ána gef jeg í síma 1304 næstk. fimtu- dag og föstudag kl. 0—9 síðd. Áskil mjer rjett til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Skrifleg tilboð sendist undirrituðum fyrir 24. þ. m. SVERRIR SIGURÐSSON, Hringbraut 208. Kúabú, sem er í fullum gangi, rjett fyrir utan lögsagnar- umdæmi Reykjavíkur, hættir að starfa í vor. Get leigt tún í góðri rækt, fjós með hlöðu, súr- heysgryfju, mjólkurhúsi, haughúsi, þvaggryfju, á- samt beit fyrir kýr. Með hverjum bás fást leigðar 2 dagsláttur af vjeltæku túni. — Húsnæði fyrir mjaltamenn fæst einnig. Tilboð óskast í: 1) Leigu á hverjum bás yfir árið með 2 dagslátt- um af túni ásamt beit. 2) 12—15 kýr, sem afhendist kaupanda í fardögum eða fyr. 3) 5 dráttarhesta á mismunandi aldri, sem afhend- ist kaupanda strax. 4) 50 ær, vel fóðraðar, engin mæðiveiki, 10 gemling- ar, er afhendist kaupanda í fardögum. Tilboð sendist Morgunblaðinu, ,merkt „Kúabú“. Sjálfstæðismðlið rætt á (undi Stúdenta- tjelagsins Sjálfstæðismálið var rætt á fundi í Stúdentafjeíagi Reykjavíkur á sunnudaginn var. Framsögu hafði Sig. Eggerz bæjarfógeti á Akureyri. Flutti hann ítarlegt erindi um málið og þá einkum um hið breytta viðhorf nú. Hófust þvínæst um- ræður um málið og var það rætt frá öllum hliðum. Til máls tóku auk frummælanda Jóhann Þ. Jósefsson alþm., síra Pjetur Magnússon Vallanesi, Gísli Sveinsson alþm., Guðmundur Benediktsson bæjargjaldkeri, Jóhann Hafstein cand. jur. og Lúðvík Guðmundsson form. Stúdentafjelagsins. Engin ályktun var gerð á fundinum. Skagfirðingamót var haldið að tilhlutun Akureyrardeildar Sögu- fjelags Skagfirðinga í samkomu- húsi Akureyrar s.l. laugardag með sameiginlegri kaffidrykkju. IJndir borðum fluttu ræður og erindi: Gunnar Hafdal, sem stjórnaði móttinu; Brynleifur Tobíassori; Sveinn Bjarman; Þormóður Sveins son o. fl. Sungið var mikið milli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.