Morgunblaðið - 21.03.1941, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.03.1941, Blaðsíða 3
Föstudagur 21. mars 1941. MORGUNBLAÐIÐ 3 9400 hestafla viðbót í Ljósafossstöðina Samþykl að Icita tilhoða i v'felarnar A SlÐASTA BÆJARRÁÐSFUNDI var lögð fram útboðslýsing frá rafmagnsstjóra um vjelar og efni, til þess að bæta við nýrri vjelasamstæðu í Ljósafossstöðina, sem eykur orku stöðv- arinnar um 9400 hestöfl. Lagði bæjarráð til að rafmagns- stjóra yrði falið að leita tilboða í þessu skyni. Þessi tillaga bæjarráðs var samþykt á bæjarstjórnarfundi í gær. Notkun talstððv- snna i skipum rýmkuð C1 engist hefir nokkur rýmk- un á rjetti íslenskra skipa til þess að nota talstöðv- ar í millilandasiglingum. Hef- ir Ólafur Thors atvinnumála- ráðherra unnið að þessu máli undanfarna daga og fengíð nokkrar breytingar á áður sett- um reglum hjer að lútandi. Eins og kunugt er höfðu Bretar í fyrstu bannað öll af- not loftskeytatækja og tal- stöðva í íslenskum skipum. Voru tækin tekin úr skipunum. Atvinnumálaráðherra tókst þó að kippa þessu í lag. Loft- skeytatækin voru leyfð í skip- unum, en innsigluð þar — og mátti ekki nota þau, nema skipið væri í hættu. Talstöðv- arnar mátti iiota við strendur landsins, til þess að gefa upp- lýsingar um afla, en ekki mátti segja frá veðri. Tækin máttu vera kyr í skipunum í milli- landaferðum, en innsigluð og aðeins notuð á sama hátt og loftskeytin. Nú hefir atvinnumálaráð- herra tekist að fá nýja rýmkuh á notkun talstöðvanna í mílli- landaferðum. I tilkynningu pósts- og símamálastjórharinn- ar um þetta segir svo: Þeim íslenskum skipum, sem hafa talstöðvar, er fyrst um sinn —1 tii aukins öryggis — heimilað, að nota þær í siglingúm milli ís- lánds og Stóra Bretlands. svo sem hjer segir: 1. Til allra-nauðsynlegustu og stuttorðustu samtala við þau önnur skip, sem þáú sigla sam- ið saman og vitað hvort af öðru. Þettá er þó nauðsynlegt að takmárka til hins ýtrasta. 2. Til þéss’ áð tilkvnna öðrum skipum á sömu leið hættur, sem þau kunna að vera vör, svó sem tundurdufl, skipsflök o. s. frv. 3. Til að svára neyðárkalli ann- ara skipa, ef ástæða ér til að aúla, að þáð megi vefða til þess að bjarga éða hjálpa. í öllum framangreindum tilfell- um skal geta þess í dagbók skips- ins að talstöðin hafi verið til notk- unar. Geta skal um stað og stund og við hvaðá skip talað er, og helst tiifæra örðin, sem töluð eru. Sje um néyðarkall að ræðá, skal í dagbókinni auk þess tilgreina nákvæmlega öll atvik þár að lút- andi. Skipin éru ámint um að gæta fylstu varúðar um þessa notkun talstöðvanna og takmarka hana eingöngu við allra brýnustu nauð- syn. Að öðru leyti ber að fara eftir reglum um viðskifti talstöðva og loftskeytastöðva i íslenskum skip- um, útgefnum af póst- og síma- málastjórninni 28. des, 1940. SlökkviliSið var síðjegis í gær kallað inn á Laugaveg 49. Hafði kviknað þar lítilsháttar í útfrá prímus. Breskt herskip bjaigaði tveim mðnnum ef Reykjeborg Óvist hverjir það eru Báðír særðír í handlegg ¥ gær barst bresku flotastjórn- * inni hjer vitneskja um það, að skip, sem tilheyrði breska flot- anum, hefið bjargað tveim mönn- um af togaranum Reykjaborg. Höfðu þeir bjargast í hafi. Ekki getur blaðið fullyrt, hvort það hafi fylgt fregninni, að þeim hafi verið bjargað af björgunar- fleka. En menn geta sjer þess til, vegna flekans, sem fanst mannlaus og hingað er kominn, en ber þess ménjar að menn hafi hafst þar við um lengri eða skemri tíma. Sagt var frá því í fregninni', að; báðir þessir menn, sem björguðust, sjeu særðir á handlegg. Hvort þessir tveir menn eru enn í breska skipinu, ellegar þeir eru komnir í land í Englandi, getur blaðið ekki fullyrt. En flotastjórn- in hjer gerði fyrirspurn í gær um það, hverjir mennirnir væru, og hvernig líðan þeirra væri. En úr ,því svo lengi drógst, að hingað næði vitneskja um, að tveim mönnum sje bjargað af Reykjaborg, þá vakna vonir enn um það, að fleirum þeirra kunni að hafa verið bjargað. 5 þúsund krónur i Lauganeskirkju A150 ára afmæli .Reykjavíkur gaf ónafngreindur borgari hjer í bænum 10 þús. kr. til bæj- arins, í sjóð er nefndur var Af- mælissjóður. Er nú ákveðið að helmingur þessa fjár renni til kirkjubygg- ingarinnar í Laugarneshverfi. Var gerð fyrirspurn um þetta á bæjarstjórnarfundi í gær, hvern- ig sjóði þessum skyldi varið, og skýrði borgarstjóri svo frá: Gefandinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, lagði svo fyrir, að helmingur sjóðsins skyldi not- ast í kirkjubyggingu, en helm- ingurinn í ráðhúsbyggingu. Sókn- arnefnd Dómkirkjusafnaðarins fjekk vitneskju um þetta, og taldi rjett að fje þetta yrði látið renna til Laugarneskirkju. Talaði Pjetur heitinn Halldórsson um þetta við gefandann og fjelst hann á það. Hjónaband. nýlega voru gefin saman í hjónaband, af síra Jóni Thorarensen, María Jónsdóttir og Friðrik P. Dungal, kaupmaður. Gullfoss-slysið Minningar- guðsþjónusta í dag ¥ dag, kl. 1 e. h., fer fram í * Dómkirkjunni minningar- guðsþjónusta um skipshöfn- ina á togaranum Gullfossi. Vígslubiskup, síra Bjarni Jóns son, flytur minningarræðuna. 102 erlendum sjómönnum bjargað frá því um áramót Kaupið merkí Slysavarnafjelagsins ¥A RÁ síðustu áramótum hef- ir Slysavamaf jelag ís- lands og björgunarsveitir þess bjargað 102 erlendum sjómönnum af strönduðum skipum með því að draga þá í land í björgunarstólum. ÞESSI góða reynsla af fug- línutækjunum hefir þær af- leiðingar að nú berast fjelag- inu svo að segja daglega ósk- ir hvaðanæfa af landinu um fleiri og fleiri fluglínustöðv- ar. Fjelagið vill gjarnan verða við öllum þessum ósk- um. En til þess þarf aukið fjármagn. NÚ HEFIR Kvennadeild Slysa- varnafjelagsins fengið leyfi til þess að selja merki á göt- unum í Reykjavík á morgun til ágóða fyrir slysavarna- starfsemina. Öllum Reykvík- ingum gefst þá sjerstakt tækifæri til þess að auka getu fjelagsins til eflingar björgunartækjunum með því að kaupa merkin. ÞESS ER AÐ VÆNTA, að bæj- arbúar bregðist vel við og helst að allir beri merkin þegar rökkva tekur annað kvöld. Bjarni Benediktsson borgar- stjóri gerði grein fyrir þessu máli. Sagði hann m. a. að hann gerði ráð fyrir, að fyrst þyrfti að bjóða þetta út í Englandi, og yrði því að semja útboðslýs- inguna, með tilliti til þess, því rafmagnsvjelar eins og þær, sem hjer er um að ræða, eru meðal þeirra, sem framleiddar eru í Englandi. Nokkurt umtal, sagði hann. hefir verið um það, að leita nú þegar eftir láni í framkvæmd þessa, en hann taldi það naum- ast tímabært, m. a. á meðan maður veit ekki neitt um það, hvort vjelarnar yrðu keyptar í Englandi eða Ameríku. Óvíst er hvernig útboðinu reiðir af. Eins og bæjarbúum er kunn- ugt, var vjelahúsið við Ljósa- foss bygt þannig, að þar er rúm fyrir eina vjelasamstæðu í við- bót við þær, sem þar voru upp- runalega settar, svo litlu þyrfti öðru til að kosta en vjelunum, þegar auka þyrfti orku stöðvar- innar. Um þetta fórust Steingrími Jónssyni rafmagnsstjóra þann- ig orð í gær. Vjelasamstæðurnar tvær, sem nú eru við Ljósafoss, fram leiða 12.500 hestöfl. Uppruna- lega var tilætlunin 'að sú þriðja yrði af svipaðri stærð og hin- ar. En nú viljum við hafa hana þetta stærri, því sýnt er, að fljótt verður þörf fyrir svo mikla orku'. í áætluninni frá 1934 var gert ráð fyrir, að þessi viðbót öll kostaði 850 þús. kr. Nú mun mega gera ráð fyrir, að kostnaðurinn verði helmingi meiri. En þó svo verði, verður hann lítill, samanborið við það, hve rafmagnsviðbótin verður mikil. Sogsvirkjunin með öllu saman kostaði um 7 miljónir. Þó útboð verði gert nú strax, má ekki búast við að við- bót þessi verði komin upp fyrri en í fyrsta lagi haustið 1942. Því svo langan tíma tekur að afgreiða vjelarnar, eftir að að samningur hefir verið um þær gerður. Jafnvel þó bæjarbúar hætti að miklu leyti að nota rafmagn til upphitunar, verður þörf fyrir þessa viðbót Sogs- virkjunarinnar eftir 11/2 ár. Meðan rafhitun er notuð eins og nú er, í hinu háa kolaverði, er þörfin aðkallandi. Þegarbreski kaf- báturinn stöðv- aði fslenska togarann Nánari frásögn skipstjórans Skipstjórinn, sem var með ís lenska togarann er breski kafbáturinn stöðvaði, kom á skrifstofu blaðsins í gaer og óskaði eftir því, að nánar vœri sagt frá atburðinum, en gert var í blaðinu í gær. Frásögn hans var á þessa leið: Það var kl. 4,40 þenna dag, að kallað var á mig og mjer sagt, að kafbátur væri nálægt okkur. Rauk jeg á fætur og sá, að kafbátur kom á móti okkur á hægri ferð. Sendi jeg strax menn „aftur í“ til þess að sjá um. að allir væru viðbúnir því sem kynni að koma. Þegar kafbáturinn kemur á móts við okkur — hann var talsvert til hliðar við okkur — sá jeg að hann hafði fána uppi. En fáninn hjekk niður, vegna þess hve lygnt var, og undir sól að sjá, svo jeg gat ekki greint hverrar þjóðar hann var. Kafbáturinn hélt áfram fram- hjá okkur. En þegar hann er kominn nál. 3 sjómílur fram hjá okkur, sneri hann alt í einu Við og hjelt nú í áttina til okk- ar. Allan þenna tíma hjeldum Við áfram ferð okkar. Er hann var nál. % sjómílu frá okkur, fór hann að ,,morsa“ til okkar með ljósmerkjum, og stöðva jeg þá skipið. En „morse“-merkin gátum við ekki greint til að skilja þau, vegna sólarglampa. Kafbáturinn kem- ur nú nær okkur, og er kallað til okkar, og spurt á hvaða ferð við sjeum. Er við svörum því, þá var okkur skipað að fara í bátana og skipa jeg svo fyrir tafarlaust. Því þá hafði jeg dregið upp merkiflögg, sem áttu að duga til þess að segja til um það, hvaða skip væri hjer á ferð. Jeg skildi ekki í þessum að- förum. Hjelt helst að hjer væri þýskur kafbátur á ferð undir fölsku flaggi, og bjóst við að þá og þegar myndi skothríðin hefjast á togarann. Við vorum komnir skamt frá togaranum þegar okkur var gefið merki um 'að róa að kaf- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU flota við, tií ’þéss áð gétá hald-'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.