Morgunblaðið - 21.03.1941, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.03.1941, Blaðsíða 7
Föstudagur 21. mars 1941. MORGUNBLAÐIÐ 7 Þýska lierstjórnar- tilkynningin 60 þústmd smál. sökt 4>ýska herstjórnin tilkynnir: ýskir kafbátar hafa sökt 59.500 sxnálestum af kaupskipastól óvinanna úr sterklega vörðum skipaflota. Meðal skipanna, sem sökt var, var 20 þús. smálesta hvalveiðamóðurskip. Önnur kaupskip, samtals 21 þús. smál, voru alvarlega löskuð. Öflugar þýskar sprengjuflug- vjelasveitir notuðu hið góða skygni í gærkvöldi og gerðu mjög árangursríkar árásir á mikilvægar herstöðvar í höfuðhorg Bnglands. Hafnarmannvirki og skipakvíar urðu fyrir tundursprengjum af öllum gerðum, og einnig eld- sprengjum. Loftárásin stóð yfir í sex klukkustundir og örsakaði mikið tjón í hinum konunglegu Viktoríu-skipakvíum, Albert-skipa- svíunum og Georgs-skipakvíunum, ög eihnig á hafnarmannvirkjum. f hinum ítrekuðu árásum urðu miklar sprengingar og stórir eld- ar komu upp í hafnarmannvirkj- nm. Einnig var skipum sökt í 'Thames-fljóti. Miklar skemdir urðu éinnig í verksmiðjubyggingum í norð-vest- mr frá Thames-borgunum. Þýskar könnunarflugvjelar rjeð- ust með góðum árangri á öflug- lega varðan skipaflota í dagsbirtu í gær. Einu kaupskipi, ca. 7 þús. smálestir, var sökt. Tvö önnur skip, ca. 10 þús. smálestir, voru alvarlega löskuð með sprengjum, sem komu beint á þau. Þýskar orustuflugvjelar gerðu árás á Suður-England og mistu Bretar þrjár Spitfire-flugvjelar í loftbardögum. í Norður-Afríku skutu þýskar loftvarnabyssur niður breska sprengjuflugvjel. í gærkvöldi flugu áðeins fá- ar breskar flugvjelar inn yfir Vestur-Þýskaland. Fáeinum tund- ursprengjum og eldsprengjum var varpað á íbúðarhverfi í borg nokk- nrri og ekkert tjón varð, nema lítið eitt á byggingum. Flugvjelatjón Breta varð í gær 4 flugvjelar. Þjóðverjar mistu engar flugvjelar. 5 ítölskum « flutninga- skipum (þ. á. m. tveim her- flutningaskipum) sökt D imm ítölskum herflutningaskip um og birgðaskipum hefir verið sökt, á siglingaleiðum ítala til ítalska nýlenduríkisins, segir í tilkynningu breska flotamálaráðu- neytisins, sem birt var í gær. Samkvæmt tilkynningu flota- málaráðuneytisins hæfði kafbátur- inn „Utmost“ tvö flutningasvip, annað 6 þús. smál., en hitt 4 þús. smál. „sem voru þjettskipuð her- mönnum“, með tundurskeytum. Gífurlegar sprengingar urðu um borð, og a. m. k. annað skipið var eyðilagt. Kafbáturinn „Unique‘‘ hæfði 3000 smálesta fullhlaðið flutn- ingaskip, og er næstum áreiðan- legt að það hafi sokkið. Kafbáturinn „Triumph" sökti tveim hlöðnum flutningaskipum, sem hvort um sig var 2500 smál. Itöísktt her- skípí sökt I tilkynningu, sem stjórn * breska flughersins birti í Kairo í gær, segir að breskar sprengjuflugvjelar hafi hæft mark með 6 eða 7 tundur- skeytum í loftárásum sem gerð- ar voru á hafnarborgirnar Vall- ona og Durazzo í fyrrakvöld. Meðal skipa, sem sökt var, var ítalskt beitiskip, eða stór ít- alskur tundurspillir. Sprengjum varpað á Fjón T fregn frá Berlín í gær segir, * að breskar flugvjelar hafi í fyrrinótt flogið yfir Danmörku og varpað niður eldsprengjum yfir sveitabæ einn á Fjóni. Loltárásin á London Aðvörun Lindberghs Lindborgh ofursti birti í gær op- ið brjef í einu af tímaritum Bandaríkjanna, þar sem bann varar við því, að „stríðsæsingamennirnir“ í Bandaríkjunum, sjeu að leiða amerísku þjóðina með vaxandi braða út í stríð- ið, þrátt fyrir að 80—95% þjóðarinn- ar sjeu andvíg styrjöld. Hann segir að stríðsæsingamenn- irnir sjeu að fara í stríðið án þess að geba sjer nokkra grein fyrir því, hvernig hægt sje að vinna það, avleg á sama hátt og „stríðsæsingamenn“ Frakka og Breta gerðu. Lindbergb heldur því fram, að flugher og floti Bandaríkjanna eigi ekki jafnmargar „fremstu línu“ flugvjelar og ÞjóSverj- ar geta framleitt á einni viku. FRAMH. AF ANNARI SÍÐTJ um í Englandi, sem hindrað hafi flugvjelarnar í því að hefja sig til flugs, og þess vegna hafi ekki verið gerðar neinar stórárásir í fyrrinótt. Þjóðverjar skýra frá því, í sam- bandi við loftárásina í fyrrinótt, a^ þýski flugherinn hafi teflt frain a. m. k. 15 sinnum fleiri flugvjel- um en Bretar, og bæta því við, að á þessu megi sjá, hvað hæft sje í fullyrðingum hreska flugmála- ráðherrans um, að Bretar standi jafnfætis Þjóðverjum um flug- flota. Þrátt fyrir að þeir hafi teflt fram 15 sinnum fleiri flugvjelum (segja Þjóðverjar) hafi þeir enga flugvjel mist, en Bretar hafi mist fjórar. Bretar segjast enga flugvjei hafa mist, en segjast hafa skotið niður eina flugvjel yfir London. Dýrtíðaruppbót á barnsmeðlög Mæðrastyrksnefnd hefir sent Alþingi rökstudda beiðni um, að ákveðið verði með lögum að full dýrtíðaruppbót verði greidd á barnsmeðlög, hvar sem er á Landinu. Hafa formenn yfir 20 kvenfjelaga, sem skipa Mæðra- styrksnefndina, skrifað undir á- varpið. Kvenrjettindafjelag fs- lands hefir einnig sent Alþingi sjerstakt erindi um sama efni og er það mjög ítarlegt. Fer Mæðrastyrksnefnd fram á, að dýrtíðaruppbótin á barnsmeð- lög verði greidd frá áramótum. Ðagbójk B 3x3—203041213!! I. O. O. F. 1 = 1223218V2 = Fl. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12. Sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Næturakstur annast í nótt Að alstöðin. Sími 1383. Messað verðnr í Lágafellskirkju næstkomandi sunnudag kl. 12.30, síra Hálfdan Helgason. 80 ára er í dag Halldór Þor- kelsson, Bakka, Akranesi. Arndís Þorsteinsdóttir á Njáls- götu 15 A á sjötugsafmæli í dag. Jóhann Jónsson, Grettisgötu 20, er 45 ára, nú staddur í Yiðey. Um bíósýningar aðeins fyrir ís- lendinga, hafa eigendur Gamla Bíó skrifað bæjarráði, og mælst til þess að verða undanþegnir þeirri kvöð, að hafa slíkar sýningar einu sinni í viku. Hingað til hefir ekki orðið úr því, að kvikmyndahúsin uppfyltu þetta skilyrði bæjar- stjórnar frá í vetur. Málinu var frestað. Eyrbekkingaf jelagið heldur fund í Oddfellowhúsinu snnnudaginn 23. þ. m. kl. 2 e. h. stundvíslega. Á fundinum, heldur Emil Jónsson vitamálastjóri erindi um hafnar- bætur á Eyrarbakka, Maríns Ól- afsson les npp úr kvæðabók sinni og Lárus Pálsson leikari les npp. Á fundinum mætir oddviti Eyrar- bakka, Sigurður Kristjáns, og seg- ir frjettir að austan. Allir Eyr- bekkingar eru velkomnir á fund- inn. Almenn kaffidrykkja. Útvarpið í dag: 20.30 Útvarpssagan; „Kristín Laf r ansdóttir“, eftir Sigrid Undset. 21.00 „Takið undir“ (Páll ísólfs- son stjórnar). 21.55 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett no. 17 í F-dúr, efti'r Mozart. Hnoðaður mðr Tólg Smjör Ostar Kæfa Steinbítsriklingur YVnxzUimto ItnlU floittims K-x-x-x-x~:-x-x-x-x-x-x-:-x-x-x~x-x-:-:-x-:-x-x-x-x-x-:-x-:-fr«> \ % v ♦ X Hjartanlega þakka jeg öllum vinum mínum, sem glöddu ❖ 2 mig og heiðruðu á 75 ára afmæli mínu. Guðrún Hermannsdóttir. 'X-x-x-x—x-x—x-:—:-:-x-:-x-x-:-:-:-x—x-x-x-x-x-x-x-x-x-x-x-x—> Til sölu ódýrt Ein Ford-bifreið 5 manna. Ein Buick-bifreið 7 manna. Bifreiðastöð Steindórs Það tilkynnist hjer með vinum og vandamönnum, að prófastsekkjan GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, frá Flatey. andaðist á heimili dóttnr sinnar, Garðastræti 33, miðvikudag- inn 19. mars. Aðstandendur. Jarðarför frú ÞÓRUNNAR MARKÚSDÓTTUR, frá Eskifirði, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 24. þ. m. kl. 1 e. hád. Jarðað verður í Fossvogi. Blómum veitt móttaka hjá Kristjönu Markúsdóttur, Ing- ólfsstræti 4. Aðstandendur. Jarðarför HELGU JÓHANNESDÓTTUR, Njálsgötu 22, fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 22. þ. mán. kl. 3V2 8. hád. Fyrir hönd vandamanna. Sigrún Júlíusdóttir. Jarðarför mannsins míns, síra P. HELGA HJÁLMARSSONAR, frá Grenjaðarstað, fer fram laugardaginn 22. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili hans, Hringbraut 144, Reykjavík, kl. 1 eftir hádegi. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. Fyrir mína hönd og annara vandamanna. Elísabet Jónsdóttir Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför JÓNS GÍSLASONAR. Aðstandendur. Innilegustu þakkir vottum við öllum þeim mörgu, sem á einn eða annan hátt auðsýndu okkur samúð og vináttu við fráfall og jarðarför tengdamóður og móður okkar, GUÐRÚNAR BÁRÐARDÓTTUR. Margrjet Jónsdóttir. Guðmundur Þ. Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.