Morgunblaðið - 01.04.1941, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.04.1941, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAfilfi Þriðjudagur 1. apríl 1941. Úrslitakostir „Stærsta nætursjóor- 1 Þjói 5ve r j a t 11 mmJ../*- •tr._ *" i'í-- _ "iT-.TiL .. ustan síðan Skagerrak ÍSgÓí ilak a í dfl orustan var háð“ Allir þýskir þegnar farnir frá Júgóslafíu FRJETTASTOFUFREGNIR frá Belgrad í gær- kvöldi hermdu, a ðþýska stjórnin væri að bíða eftir, að allir þýskir þegnar í Júgó- slafíu hlýddu skipun hennar um að hverfa þaðan burtu, en að því búnu — og gert var ráð fyrir að brottflutningi Þjóðverjanna myndi verða lokið á miðnætti í nótt — ætl- aði hún að setja Júgóslöfum úrslitakosti. Úrslitakostirnir voru sagðir (fregn þessi er óstaðfest) vera um það, að Þjóðverjar sendu þegar í stað her sinn heim. Sendiherra Þjóðverja í Belgrad, von Heeren, var í gær sagður á lörum — eða farinn — til Berlín. Sendiherra Júgóslafa í Berlín kom tii Belgrad í gær og ræddi lengi við Simovieh forsætisráðherra. Simovich gaf í gær út dagskipun til júgóslafnesku þjóðarinnar, þar sem hann hvatti hana til að vera rólega, og bað almenning sjer- staklega að flytja ekki að heiman frá sjer. Ifalir misiu 5 skip (e. t. v. 7) FIMM ÍTÖLSKUM HERSKIPUM, þar af 3 beiti- skipum og 2 tundurspillum, var sökt, svo vit- að er með vissu, en auk þess er talið líklegt að þriðja tundurspillinum og f jórða beitiskipinu hafi verið sökt, í mestu nætur-sjóorustunni, sem háð hefir verið síð- an að Skagerak-orustan var háð. Orusta þessi var háð I Joniska hafinu, við strendur Grikklands, síðla dags um kvöldið, síðastliðinn föstudag. ftalir viðurkenna að hafa mist „3 meðalstór beitiskip og 2 tundurspilla'*. En þeir segjast fyrir sitt leyti hafa sökt einu bresku beitiskipi og tveim herskipum öðrum, en taka það fram, að að öðru leyti hafi ekki verið hægt að sjá greinilega, hvert tjón Breta varð. En Bretar segja að þeir hafi ekkert tjón beðið, nema hvað tvær flugvjelar flotans komu ekki aftur. Frjettastofufregnir frá Alexandríu í gærkvöldi hermdu, að flotinn væri nú á leiðinni þangað, og að ekki sæi svo mikið sem ,,skrámu á hinni gráu máln- ingu skipanna“. Sir Andrew Cunninghann, flotaforinginn, sem stjórnaði breska flotanum í sjóorustunni, sagði í gær, að hann gerði ráð fyrir að ítalir hefðu mist frá því að þeir fóru í stríðið 2/3 hluta or- ustuskipastóls síns, helming 8 þumlunga beitiskipa sinna, fjórð- ung 6 þumlunga beitiskipa sinna og tundurspilla og 20—30 % af kafbátum sínum. Sumar fregnir breskar tala um að ítalski flotinn sje nú í raun og veru úr sögunni. Opinberlega var frá því skýrt í London í gær, hvaða skip hefðu tekið þátt í sjóorustunni af hálfu Breta. Það var 30 þús. smálesta orustuskipið ,,Warspite“ (sem tók þátt í Jótlandsorust- unni í síðustu styrjöld og í Narvíkur-sjóorustunni í fyrravor) og systurskip þess ,,Valiant“ og ,,Barham“. Ennfremur beitiskipið ,,Orion“ (systurskip ,,Ajax“ og ,,Achilles“), tundurspilla forystu- skipið ,,Járvis“ og tundurspillarnir ,,Havoc“ (var einnig í Nar- vik) og ,,Greyhound“. Orustan hófst í raun og veru á fimtudag. Þá bárust Cunnig- ham flotaforingja njósnir af ítölsku orustuskipi af ,,Littorio“ gerð- inni og nokkrum beitiskipum í suðvestur frá Krít. Á föstudags- morgun barst Cunnigham njósn af tveim orustuskipum, beitiskip- um og tundurspillum í norður frá þeim stað, þar sem breski flotinn var, og sigldu skipin með miklum hraða í vesturátt. í dagssbipuninni talar hann um frjettir um hættur, sem dreift hafi' ver.ið af 'erlendurn áróðursmönn- um til þess að skapa ókyrð meðal þjoðarinnar. Hann segir, að engin ástæða væri til kvíða, stjórnin yildi haldá frið við alla nágranna sína, og ráðstafanir hennar mið- uðu að því að halda vináttu við þessa, mágranna. Hann biður þjóðina þess vegna að vera rólega, og bætir því við, „að herinn, flugherinn og flotinn, sje viðbúinn að gera skyldu sína“. Sjerstaklega hvetur hann opin- bera starfsmenn og starfsmenn bæja- og sveitastjórna til að vera kyrra í stöðum sínum og hindra alla mannfundi, sem ekki sjeu nauðsynlegir. Einnig hvetur haíin þá til að vinna gegn dreifingu æsifregna. Hve horfurnar eru ískyggilegar, verður sjeð af ummælum fulltrúa í þýska sendiráðinu í Belgrad, en hann sagði á sunnudaginn, ao hprfurnar væru mjög slæmar, en í gær sagði hann, að ástandið væri í raun og veru vonlaust, (Fnlltrúi þýsku stjórnarinnar spgði í gær, að Þjóðverjar hefðu sýnt Júgóslöfum þolinmæði, en menn yrðu að gera sjér ljóst, og þá einnig júgóslafneska stjórnin. að einhverntíman hlyti þolinmæð- inni að verða ofboðið. Því var þó "enn haldið fram í Berlín og Róm í gær, að engrar sjerstakrar staðfestingar þyrfti á undirskrift Júgóslafa undir þrí- veldasáttmálann, því að sáttmál- inn hefði þegar í stað gengið í gildi, en þó væri nauðsynlegt að júgóslafneska stjórnin gerði grein fýrir afstöðu sinni. Þykir þetta benda til þess, að enn sje talin nokkur von um að Júgóslafar „sjái sig um hönd“. í London var skýrt frá því í gær, að tilraunir Þjóðverja til að skapa misklíð milli Serba og Kró- ata hafi engan árangur borið. Fulltrúi dr. Matsjeks hafi verið í Belgrad og rætt við Sunovich og að algert samkomulag hafi orð- ið með þeim. En í fregn frá Berlín í gær- kvöldi var þessari fregn mótmælt og því haldið fram að dr, Matsjek hefði engan samning gert við stjórnina í Belgrad. Hinsvegar hefir frelsishreyfing Króata hvatt dr. Mats.jek til að ganga í lið með sjer. í London er því haldið fram, áð engin „frelsishreyfing Króata“ sje til. Króatar og Serbar standi sem einn maður á bak við stjórnina. Fyrstu þýsku flóttamennirnir frá Júgóslafíu komu til Þýska- lands í gærkvöldi. Allir ítalskir þegnar í Júgóslafíu voru einnig sagðir komnir til Ítalíu í gær. Fregnirnar frá Júgóslafíu, sem birtar voru í Þýskalandi og Ítalíu í gær, voru á þessa leið: Italska útvarpið skýrir frá því, að ít- alska ferðaskrifstofan í Belgrad hafi verið gjöreyðilögð. Dýrmast húsgögn hafi verið brotin og verðmæt listaverk og dýrar bækur eyðilagðar. Ennfremur skýrir ítalska útvarpið frá því að serbneskur lýður hafi safn- ast saman fyrir utan ítalska sendi- ,sveitarbústaðinn í Belgrad og hafið á hann steinkast. Hemaðarsjerfræðingur við bresku sendisveitina í Belgrad, er sagður hafa verið meðal Serbamia. Þýska útvarpið segir frá vaxandi of- sóknum af hálfu Serba og Slóvena á hendur Þjóðver.jum. Segir útvarpið frá óeirðum í Banat og Barcha og eru Gyð- ingar sagðir vísa Serbum leiðina til þýskra bargara. Þýska blaðið „Angriff“ skýrði frá því í gær, að Serbar hefðu gert atlögu að þorpi einu í Júgóslafíu, þar sem bú- settir em eintómir þýsku mælandi menn og kveikt í því; brann þorpið til kaldra í kola. Þá er skýrt frá því, að kveikt hafi erið í sveitabýlum þýskra bænda í Júgóslafíu. Tónlistarfjelagið og Leikfjelag Reykjavíkur sýna óperettuna ,.Nitouche“ annað kvöld EDEN OGDILL í AÞENU Mr. Anthonv Eden, og Sir •Tohn Dill, eru nú komnii' aftur til Aþenu og „eru byrjaðir undirbúningsviðræður við gríska stjómmálamenn undir samninga, sem miða að því að hindra að- styrjöldin breiðist út á Balkan- skaga“. Orustan um At- lantshafið; For- usta Roosevelts T> oosevelt forseti gaf sjálfur ^ fyrirskipun um það um helg ina, að löghald skyldi lagt á 65 ítölsk, dönsk og þýsk skip, sem legið hafa í höfnum í Bandaríkj- unum. Skip þessi eru samtals 295 þús. smálestir (28 ítölsk, 2 þýsk og 35 dönsk). Þjóðverjar og Italir hafa mót- mælt „þessari nýju stríðsráðstöfun Roosevelts“. Ahafnir skipanna hafa verið kyrsettar, og 178 mönnum verður vísað úr landi. Danir fá þó betri meðferð en Þjóðverjar og ítalir. og fær skipstjóri og 6 manna áhöfn að vera um borð í skipunum. Hvaí! stríðið kostar Breta 275 milj. krónur ó dag - alt órið sem leið Dagleg útgjöld Breta síðasta fjárhagsár námu 10y2 milj. sterlingspunda (ca. 275 miljónum króna). Frá þessu var skýrt í London í gær, en fjárhagsárið er á enda í dag. Samtals námu útgjöld ríkisins um 4 þús. miljón stpd., en tekj- urnár námu iy2 þús. miljón stpd. Mismuninn, 2y2 þús. milj. stpd., hefir orðið að jafna upp með lán- um. Þrátt fyrir hin miklu útgjöld, reyndust þan 116 milj stpd. lægri, heldur en fjármálaráðherrann hafði gert ráð fyrir, síðast er hann lagði f.járaugalög fyrir þing- ið í byrjun þessa árs; en sam- þykkja hafði orðið 3 fjáraubalög á fjárhagsárinu. Breskar flugvjelar hófu þegar loftárásir á ítölsku skipin og vörj)- uðu hverju tundurskeytinu af öðru yfir þau, og tókst flugvjelunum á þenna hátt að tefja ferð skipanna, þar tii bresku herskipin komu á vettvang. Stóð eltingarleikur þessi í 12 klst., og fóru skipin á þessum tíma 200 mílna leið. Svo Virtist á fregnum, sem bár- ust til London í gærkvöldi, að breska beitiskipið „Orion“ hafi verið notað sem agn, á beitiskipin þrjú, sem sökt var, því að það er sagt hafa tælt ítölsku skipin 4 klst. siglingu í áttina til breska flotans. En u.m seinan (segir í fregn frá London) áttuðu ítölsku sltipin sig á því, hve öflugan flota Bretar höfðu þarna. Um kl. 9 á föstu- dagskvöld hóf breska orustuskipið „Warspite“ skothríð úr 3y2 km. fjarlægð á beitiskipin „Fiume“, „Pola“ og „Zara“. Eitt skipið er álitið hafa verið hæft með 7 15 þumlunga byssukúlum samtímis, . Skipin urðu þegar í stað ósjó- fær, og nokkru síðar var þeim sökt með tundurskeytum frá bresk um tundurspillum. En nokkru síðar heyrðist skot- hríð í nokkurri fjarlægð, þar sem ekki var von nokkurra breskra herskipa. Bresk flotayfirvöld álíta að þarna hafi ítölsk herskip verið að skjóta hvert á annað, og er þetta talið vel hugsanlegt, vegna myrkursins og þess glundroða, sem ríkti um börð í ítölsku skipunum. Frjettaritarar um borð í bresku skipunum lýsa því sem mikilli sýn, að sjá ítölsku skipin löskuð, og logandi í ljósvarpinu frá or- ustuskipum Breta og mennina í sjónum, ýmist á flekum, eða á sundi. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU, „FISKFLUTNINGAR FRÁ ÍSLANDI TIL ENG- LANDS STÖÐVAÐIR“ Utvarpið í Osló skýrði frá því í gaji’kvöldi, að þýskir kaf- bátar hefðu nú stöðvað flutninga á fiski frá íslandi til Englands. /

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.