Morgunblaðið - 01.04.1941, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 1. apríl 1941
Afmælisfagnaður
„Hvatar“
Fjögra ára afmæli Sjálf-
stæðisf jelagsins Hvöt var
hátíðlegt haldið i Oddfellow-
húsinu í gærkvöldi.
Þar var glatt á hjalla. Þar
fjölmentu sjálfstæðiskonur,
prúðbúnar konur í góðu skapi.
Þaraa var hátt á þriðja hundrað
kvenna.
Frk. Guðrún Árnadóttir setti
fagnaðinn og gaf formanni fje-
lagsins Guðrúnu Jónasson orð-
ið. Mælti hún nokkur velvalin
orð, og síðan var sungið „Hvað
er sv,q glatt, sem góðra vina
fundur".
Udir borðum var fjörugur
hljóðfærasláttur og tóku konur
fepart lagið.
Til máls tóku: Frk. María
Maack, fyrir afmælisbarninu,
„Hvöt“. Frú Guðrún Guðlaugs-
dóttir: Minni Reykjavíkur, og
frú Guðrún Pjetursdóttir: Minni
íslands. Auk þessa skemtu með
söng þeir Jakob Hafstein og
Ágúst Bjarnason, við undirleik
frú Áslaugar Ágústsdóttur. Lár-
us Pálsson leikari las æfintýri
eftir H. C. Andersen við mikinn
fögnuð áheyrenda, og frú Guð-
rún Indriðadóttir las kvæði eftir
Einar Benediktsson og sögu. Þá
talaði og frú Steinunn Bjama-
son, og fr. Jóhanna Guðlaugs-
dóttir las upp frumsamið kvæði.
Að borðhaldi loknu var fjör-
ugur dans stiginn fram eftir
nóttu og skemtu allar konur sjer
hið besta.
Knattspyrnuf jelagið Valur held-
ur kaffikvöld í húsi K. F. U. M.
í kvöld kl. 8.30. Sýnd verður
íþróttakvikmynd frá síðasta sumri
og ýmislegt fleira verður til
skemtunar.
Reykjavlk
Undirtektir íslend-
inga rómaðar
Danska útvarpið í London
skýrði í gær frá forustu-
greinum íslenskra blaða út af
hafnbanninu og byltingunni í
Júgóslafíu. Var getið kafla úr
forustugrein Alþýðublaðsins:
„Stríð Hitlers gegn lslandi“ og
úr forustugrein Morgunblaðs-
ins um „trúna á frelsið“.
Kaopþing f Reykjavfk
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
ið af væntanlegu fyrirtæki, þá
væri sennilega rjettast að láta þá
annast þessi viðskifti þegar mest
er hættan á því, að opinber verð-
brjef fari niður fyrir það verð á
opnum markaði, sem sanngirni
mælir með.,
I greinargerðinni segir, að fyr-
ir vörukaupþing sjeu engin skil-
yrði hjer á landi. Hjer er jeg á
sama máli, en til landsins eru flutt
ar inn vörur á venjulegum tím-
um fyrir 20 sinnum stærri fjár-
hæð heldur en þeirri, sem nemur
sölu opinberra verðbrjefa árlega.
Oryggi almennings er ekki trygt
með þessum lögum, eins og best
sjest á því, að fyrirmynd þeirra,
sænsku börslögin, gátu ekki kom-
ið í veg fyrir það, að Svíar áttu
og ólu stærsta verðbrjefasvindl-
ara, sem um getur í veraldarsög-
unni, og sem lauk lífi sínu með
sjálfsmorði' suður í París fyrir 8
árum, eftir þá að vera búinn að
svíkja út úr almenningi víðsveg-
ar ,um heim nokkur þúsund milj-
ónir króna.
Öryggi almennings byggist fyrst
og fremst á því, að heiðarlegir
menn veljist til þess að versla
með verðbrjef, ekki síður en aðra
vöru. Aron Guðbrandsson.
Mosfellsdalur.
Frá 1. apríl til 15. maí verður bætt við þessum ferð-
um alla daga:
Frá Reykjavík kl. 16, 17.30, 23.
Frá Reykjum kl. 17, 18, 23.40.
MAGNÚS SIGURÐSSON,
bifreiðastjóri, B. S. R.
Vanlar vjela
vanan Tuxham.
I I
ann
GUNNAR ÓLAFSSON,
Lokastíg 4.
Siglingar.
Vjer höfum 3—4 skip stöðugt í förum milli vestur-
strandar Englands og íslands. Tilkynningar um vörur
sendist
CuXliford & Clark Lta.
BRADLEYS CHAMBERS,
LONDON STREET, FLEETWOOD,
eða
Geir H. Zoega
Símar 1964 og 4017,
ER GEFUR FREKARI UPPLtSINGAR.
Þýska flugvjelin
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
Svo stóð á, að á sunnudags-
morguninn var lögregla bæjarins
nýlega lokin við loftvarnaæfingu
er bin þýska flugvjel birtist yfir
bænum og hjálparsveitir á nokkr-
um stöðum í bænum voru einnig
að æfingum um svipað leyti’. Hefði
því alt átt að ganga miklu greið-
legar við að koma fólki í byrgin.
En því miður kom í Ijós, að nokk-
ur loftvarnabyrgi voru ekki opnuð
í tæka tíð vegna þess að byrgis-
verðir voru ekki viðstaddir, eða að
þeir höfðu ekki lyklavöld að byrgj
unum. Hefði mátt halda, að þýska
flugvjelarheimsóknin á undan þess
ari hefði kent mönnum að vera
betur á verði hvað þetta snerti.
Fjölda sjónarvotta, sem Morg-
unblaðið hefir átt tal af, ber sam-
an um að flugvjelin hafi verið
búin að vera á sveimi nokkra
stund yfir bænum áður en skot-
hríðin hófst iir loftvarnabyssunum,
og töldu sumir að á þeim tíma
hefði flugvjelin getað verið búin
að sleppa sprengjufarmi sínum yf-
ir bæinn, ef svo hefði borið undir.
Til allrar hamingju kom það þó
ekki til, að sprengjum væri slept.
Þegar skothríðin loks hófst, varhún
mjög áköf og skotið var af vjei-
byssum af jörðu, þó flugvjelin væri
svo hátt uppi, að varla nokkur von
væri til að slík skothríð næði flug-
vjelinni. Margir bæjarbúar urðu
óttaslegnir er þeir heyrðu vjel-
byssuskothríðina, því sumirhjeldu,
að vjelbyssuskothríðin stafaði frá
þýsku flugvjelinni.
Reykvíkingar hafa nú þrisvar
fengið heimsókn þýskra flugvjela.
Enn hefir ekkert slys orðið á ís-
lenskum mönnum. En augsýnilega
er ýmsu áfátt um loftvarnir hjer,
og almenningur verður að gera
sjer ljóst, að ekki er víst að bær-
inn okkar sleppi næst eins vel og
hingað til. Er því nauðsynlegt að
gætt sje fylstu varúðar, þegar
merki um loftárás eru gefin.
Þýska Xiersffórnar-
tilkynningin
Þýska herstjórnin tilkynnir:
Lxýski flugherinn hjelt áfraiu
*■ árásum sínum á England í
gær, þrátt fyrir slæm veðurskil-
yrði.
Stórt kaupfar var hæft með
sprengjum í norður frá Thamesár-
mynni; hallaðist það mjög og lá
hreyfingarlaust eftir. Annað stórt
skip A^ar alvarlega laskað á At-
lantshafi.
Vopnaðar könnunarflugvjelar
rjeðust með góðum árangri á loft
skeytastöðvar hersins í Norður-
Skotlandi og á Shetlandseyjum.
í nótt var tundurduflum lagt í
mörgum hreskum höfnum.
í Miðjarðarhafi rjeðust sveitir
þýska flughersins í gær á tvo
flugvelli á eynni Malta, með góð-
um árangri. Sprengjuárásir voru
einnig gerðar á breskar hersveit-
ir í Norður-Afríku.
Bretar flugu hvorki að degi eða
nóttu inn yfir Þýskaland.
Best að auglýsa
í Morgunblaðinu.
65 ára:
Jónsson,
Pað var einhverntíma fyrir ló
-—20 árum. Við krakkarnir í
barnaskólanum á Bjarnastöðum í
Bessastaðahreppi vorum í holta-
leik á túninu þar í frímínútum
iokkar. f eitt skíftið náði jeg í
boltann og henti honum heim að
skólahúsinu. Boltinn geigaði' á
fluginu, lenti á glugga hússins og
mölbraut þar eina rúðu.
Menn geta gert sjer í hugarlund,
að jeg varð skelkaður. Slíkt spell
virki gat kostað mig meira en
lítið! Og ekki bætti það úr skák,
að í sömu svifum og rúðan brotn-
aði, tók jeg eftir kennaranum á
tröppum skólans. Hvað skyldi
hann nú gera við mig?
Hann kallaði á okkur inn í
kenslustofuna, hóf kensluna, eins
og ekkert hefði í skorist, og mint-
ist ekki einu orði á rúðuna. Og
þegar kenslunni var lokið og jeg
var að fara heim, kom hann til
mín og sagði: „Þú þarft ekki að
hafa neinar áhyggjur út af þess-
ari rúðu. Jeg sá, að þetta var
óviljaverk hjá þjer“.
Jeg hefði getað faðmað hann að
mjer af einskærum fögnuði. Síðan
hefir mjer altaf þótt vænt um
barnakennarann minn.
í dag er hann 65 ára.
Klemens -Jónsson er fæddur 1.
apríl 1876 í Jórvík í Álftaveri í
Vestur-Skaftafellssýslu, sonur hjón
anna Jóns Jónssonar og Guðríðar
Klemensdóttur, er þar bjuggu.
Framan af æfinni stundaði Klemenz
alla alm.enna sveitavinnu, ennfremur
sjómensku á opnum bátum og skútum.
En 22 ára að aldri rjeðist hann í að
fara í Flensborgarskólann. Ekki hjelt
hann náminu þar þó áfram, var t. d. 3
ár hvalskurðarmaSur vestur á Önundar-
firði. En árið 1903 lauk hann prófi frá
kennaraskólanum í Flensborg og var
næstu tvo vetur umferðakennari í Álfta-
Klemens
kennari
veri og MeSallandi. Vorið 1905 fór han»
til Kaupmannahafnar og tók þrjú nám-
skeið við kennaraskólann þar. Hausti®
1905 rjeðist hann kennari að barnaskól-
anum á BjamastöSum í BessastaSa-
hreppi og hefir verið það síðan.
Strax og Klemenz var sestur að í
BessastaSahreppi, hlóðust á hann ýms
trúnaðarstörf fyrir hreppsf jelagið.
Vorið 1909 var hann kosinn í hrepps-
nefnd, og ári síðar var hann kosinn
hreppsnefndaroddviti og sýslunefndar-
maSur. Öllum þessum störfum hefir
hann síðan gegnt óslitið fram til þessa
dags. I fasteignamatsnefnd Gullbringu-
sýslu var hann árið 1909 og eins við yf-
irstandandi mat.
1909 giftist Klemenz Guðbjörgu
Jónsdóttur. Hafa þau hjón eignast tíu
börn, sem nú eru öll upp komin.
Atvikið, sem ég sagði frá í uppbafi
þessa méls, sýnir ljóslega sanngimi og
velvilja Klemenzar við nemendur sína.
Við krakkamir vissum líka, að við mátt-
um treysta honum, ef við höfðuxn rjett
fyrir okkur.
Hin mörgu trúnaðarstörf, sem sveit-
ímgar Klemenzar hafa falið honum,
bera vitni um það traust, sem þeir bera
til hans. Mun og engu málefni sveitar-
fjelagsins ráðið til lykta, án þess að
Klemenz hafi verið til kvaddur.
Vinir Klemenzar óska honum alls vel;
farnaðar á komandi árum. G. E.
Verðikrá.
Meistarafjelag hárgreiðslukvenna í Reykjavík samþykti á
fundi fjelagsins þann 31. mars 1941 eftirfarandi verðskrá, sem
öðlast gildi nú þegar:
„Permanent“-hárliðun.
I alt hárið og í kring...................
Við íslenskan búning ....................
Við drengjakoll .........................
Liðun neðan í hár........................
Liðun, einstök spóla ....................
Permanent fyrir herra ...................
Hárgreiðsla og þvottur.
kr. 30.00
— 18.00
— 25.00
— 25.00
— -2.00
— 10.00—15.00
Vatnsliðun, fullkomin........................ — 3.00
Vatnsliðun, drengjakollur og peysuföt........ — 2.50
Vatnsliðun, án þurkunar...................... — 2.00
Þvottur einstakur .......................... — 1.00
Þvottur með þurkun .......................... — 1.50
Hárliðun með járnum.......................... — 3.00
Hárliðun með jámum, langt hár án uppsetningar — 2.50
Hárliðun með járaum, langt hár m. uppsetningu — 3.00
Pappírskrullur .............................. — 6.00
Uppkrulling neðan í hár...................... — 2.00
Uppkrulling alt í kring...................... — 3.00
Önnur vinna.
Andlitsböð algeng ......................... kr. 3.00—5.00
Handsnyrting ................................ — 3.00
Augnabrúna- og augnaháralitun ............... — 4.00
Augnabrúnir litaðar ......................... — 2.50
Augnahár lituð ................................ 2.50
Kvöldsnyrting ............................... — 3.00
Fyrir vinnu í heimahúsum 50% álagning.
Vegna vaxandi erfiðleika við innheimtu sjáum við okkur
ekki fært að lána vörur eða vinnu.
MEISTARAFJELAG HÁRGREIÐSLUKVENNA 1 REYKJAVÍK.
Slfómin.