Morgunblaðið - 23.04.1941, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.04.1941, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 23. apríl 1941. MORGUNBLAÐÍÐ Varðarfundurinn FRAMH. AF ÞRIÐJIJ SÍÐU. óskað, um skattaívilnanir fyrir al- menning, að þetta væri, ef að lögum yrði, mikilvægasti fengur flokksins, sem enn hefði fengist með stjórnarsamvinnunni. Annað mál væri það, að ekki væri hægt að búast við því, að skattalögin ins, því í engum málum væru yrðu eindregin eftir stefnu flokks- stefnur stjórnarflokkanna eins sundurleitar eins og í skattamál- um. Um sjálfstæðismálið talaði ræðumaður næst. Sagði hann að ríkisstjórnin hefði komið sjer saman að mestu leyti um ákveðnar tillögur í því máli, og yrðu þær nú lagðar fyrir flokkana. Hann mintist á greinargerð þá, sem hann birti hjer í blaðinu um þetta mál, snemma í fyrra mánuði, og sagði, að hann liti svo á, að at- burðir þeir, sem síðan hefðu gerst, hefðu allir frekar hnigið í þá átt að ganga lengra. en hann þá hefði álitið rjett. .-í»á talaði hann oin stöðvun siglingánna og komst in. a. að orði á þesa leið: „Jeg veit, að ríkis- stjórnin hefir átt almenna samfið manna, er hún átti þátt í því, að síglingar stöðvuðust í bili, meðan verið var að átta sig á því, hvern- ig hættan væri, og hvað hægt væri að géra til að draga úr henni. En við fáurn ekki lengi stað- ist> ef sigiingar * leggjast niður. Birgðir af neysluvörum eru ekki miklar * í Iandinn“. Harin sagði ennfremur, að hann tæki nærri sjer, ef harin hvetti nokkurn mann tíl að tefla lífi o limuiu í y.oða. En „hi^s,, yæri að gæta, að svo gæti farið, að hætt an yrði líka fyrir dyrum þeirra, sem í landi væru, þó eigi skyldu menn festa hngann við hrakspár. •Síðan mintist hann á vandræð- in sem stafa af því, hve< margt riianna fer í vinnu til Breta {Rannsókn hefir leitt í ljós, að venjulega koma 4000 manns frá kjávarsíðu á vorin til sumarvinnu jí sveit. Ef þetta bregst nú, er framleiðsla sveitanna í voða. ÍFramleiðsla minkar, búf járeign jfíinkar og |?fetþa sagntjhais sem að putningar stoðvast, Syndi hann jfram á, hvílíkur" V’óði væri fvrii jdyrmn af þessu öfugstréymi. Að lokum mintist hann á vá trvggingarlög, sem væru í undir- jbúningi og kosningar í vor eða síðar. ! . ^ : Formaður fjelagsins Arm Jóns son frá Múla þakkaði ræðumanni fróðlegt 'og vel flutt erindi. Fleiri off fleiri kaupa STUART í TRILLUNA. Aldarminning m Dalhoff Halldórsson gullsmið Dagbók I dag (2J. apríl) eru hundrað ár liðin frá fæðingardegi Dalhoffs Halldorssonar, gullsmiðs. Faðir hans var Halldór Þórðarson, gullsmiður og ieturgrafari, sonur Þórðar lögmanns í Vestmannaeyj- um. Halldór lærði gullsmíði í Kaupmannahöfn hjá Dalhoffs- bræðrum, sem voru ltonunglegir gullsmiðir, og vann Halldór oft fyrir hið konungborna fólk. Það an er Dalhoffs-nafnið komið. Dal- hoff lærði gullsmíði hjá föður sín- um. Dalhoff bjó um langt skeið að Háarifi í Neshreppi utan Ennis og stundaði þar búskap og sjó- róðra og gidhsrþíði í hjáverkum. Hann var. söngelskur og glírnn- maður góður. Atti þátt í því að endurreisa glímiina ásamt. Sigurði heitnum Gunnarssyni, sem lengi var prestur í Stykkishólmi. Vftí* .Dalhpff um mörg ár bæði meðhjálpari og forsöngvari í Ingj- aldshólskirkju. Árið 1898 fluttist Dalhoff til Reyhjavíkur og rak þar gullsmíði tiDæfiloka 4. ágúst 1931. Dalhoff VarL nijög fær í iðn sinni og einkum fínn víravirkis- smiður. Hann var gleðimaður og æfinlega ljettur í lund, en hæg- látur' og prúður maður í hvívetna, skemtilegur og aðlaðandi í allri framgöngu. Var hann kvæntur Margrjeti Sveinsdóttur, ættaðri úr Dölum, hinni ágætustu konu. Vaír hún af gáfufólki komin. Móðir hennar var’ iriiklum gáfum gædd og skáld gott. Var heimili þeirra Dalhoffs-hjóna mjög aðlaðandi og gestrisni mikil og áttu því margir leið sína þangað, því þeim var mesta vndi að því að hafa. hjá sjer gesti ög vini. Jeg, sem þessar línur rita, átti því láni að fagna að hafa um nokkurra ára skeið aðsetur í sama húsi og Dalhoffs- hjónin og kyntist þeim því og fjölskvldú þeirra og á um þann tíma mínar bestu endurminningar og átti hann, sem eðlilegt var, mestan þáttinn t því. því áð oft skemti jeg mjer við að sitja hjá honum við vinnuborðið hans og tala vi& hann og fræða.st af hon- um um ýmsa hluti. einkum frá vngri árum hans, því hann var tninnugnr mjög. Frú Margrjet andaðist 23. nóv. 1932. Þau h jón eignuðust 8 börn. Eru þau öll dáin — nema tvær dæt- Ur — Gróa og Torfhildur. Hafa ]<ær báðar lært gullsmíði hjá föð- ur síninn og halda þyí áfram lífs- starfi hans. J. Á. I. 0. O. F. Spilakvöld. Síðasta skifti á vetrinum. Næturlæknir er í nótt Þórarinn Sveinsson, Ásvallagötu 5. Sími 2714. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Guðsþjónusta í dómkirkjunni sumardaginn fyrsta kl. 6 síðd. Ástráður Sigursteindórsson prje- dikar. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú María Jóhannsdóttir frá Norðfirði og Jóhann P. Guðmundsson húsgagna smiður, Barónsstíg 41. Kvenrjettindafjelag fslands heldur aðalfund sinn í Þingholts- stræti 18 í kvöld kl. 8.30. Svigkepni KR-inga. Innanfje- lagsmót í svigi hjeldu KR-ingar í Skálafelli s.l. sunnudag. Fyrst- ur varð Georg Lúðvíksson á 91.7 sek., annar Bragi Brynjólfsson á 98.0 sek. og þriðji Magnús Þor- steinsson á 99.0 sek. Þátttakendur voru alls 20, en um 100 manns voru á skíðum í Skálafelli á sunnudag. Kepniu fór fram norð- vestan til í fellinu og var braut- 111 um 300 m. löng. Veður var hvast, en þurt. Tannsmiðafjelag íslands var stofnað s.l. laugardag og eru tann- smiðir frá Reykjavík og Akureyri stofnendur fjelagsins. í stjórn voru kosin: formaður Guðmund- ur Hraundal, gjaldkeri Laufey Grísladóttir, ritari Björg Jónas- döttir. I varastjórn vpru kosnar: Ásta Hallsdóttir, Helga Árdgl og Nína Þórðardóttir. Handknattleiksmótið. f kvöld keppa Haukar og Vainr í T. fl. og Víkingur og í. R., einnig í I. fl. Þsér stúlkur, sem voru á fyrsta matarnáiriskeiðinu á • Laugarvatni 1931, undir stjórn Helgu Sigúrð- ardóttur, matreiðslukennara, ástla að fara í heimsókn þangað austur í tilefni afmælisins um fyrstu helgi í maí næstk. f undirbúnings- nefnd fararinnar eru Ragnheiður Bjarnadóttir, Valgerður Trvggva- dóttir og Loftey Káradóttir, og geta þær, sem taka ætla þátt í förinni, fengíð allar upplýsingar hjá frk. Ragnheiði, í síma 3520. Kartakór Reykjavíkur biður þá, sem pantað hafa aðgöngumiða að samsöngnum í kvöld. að sækja þá fyrir hádegi í dág, annars verða þeir seldir öðrum. Leiðrjetting. f síðasta hluta greinar G. Þ. í gær um húsaleigu- lögin misritaðist kr. 1500 fvrir 2000. Útvarpið í daff: (Síðasti vetrardagur). 15.30—-16.IK) Miðdegisútvarp. 20.80 Kviild.yaka stúdenta: a) A-, varp (Þorgeir Gestsson st ud. med., form. stúdéntaráðs). b) Kórsöngur (Stúdentak'órinri, söngstj. Ilallg.r. Helgason). e) Erindi: Spámaðurinn Amos (Jens Benediktsson stud. theol.). d) Einleikur á píanó (Viggó Tryggvason stud. jur.) e) Er- indi: Hagmælska (Andrjes Björnsson stud. mag.). f) Tví- söngur. g) Stuttur leikþáttur (revýa). h) Kórsöngur (Stúd- entakórinn). 22.10 Frjettir — danslög. Sumarfagnaður Sjálfstæðis- fjelaganna I Hafnarfirði verður í Goodtemplarahúsinu í kvöld kl. 9. 1. Söngur: Blandaður kór undir stjórn Sigurjóns Arn- laugssonar. 2. Ræða: Jóhann Hafstein. 3. Söngur: Blandaður kór. 4. Alfreð Andrjesson: Gamanvísur 0. fl. DANS — HIJÓMSVEIT. Aðgöngumiðar seldir í Verslun Einars Þorgilssonar og Jóns Mathiesen. Allnr ágóðinn rennur tll sumardvalai barna. Sumarfagnaður GLÍMUFJELAGSINS ÁRMANN verður í Iðnó í dag, (síðasta vetrardag) kl. 10 síðd. Til skemtunar: Danssýning — Gamanvísur — Dans HIN ÁGÆTA HLJÓMSVEIT IÐNÓ LEIKUR. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó frá kl. 5 í dag. Góð bújörð í Borgarfirði til sölu nú þegar. Laus til ábúðar í fardögum. r Olafur Þorgrímsson hrm., ' Austurstræti 14. Sími 5332. Tilkynning frá By^gÍD^avsani¥fnn«i» fjelagfl Reylvjawfikur Þeir fjelagsmenn, sem óska að taka þátt í byggingti íbúða, ef hægt 'verður að byggja í sumar, gefi áig fram við formann fjelagsins, Guðlaug Rósinkranz, Ásvallagötu 58. Sími 2503, kl. 6—7 næstkomandi föstudagskvöld. STJÓRNIN. HPBHi 'jF'- •'/. -*•' ■ T A U G A Ð hvílist rneð gleraugum frá THIELE HILDUR JÓHANNESDÓTTIR, Litlabakka, Akranesi andaðist að VífilsstöSum sunnudaginn 20. þ. m. Aðstandendur. Jarðarför ÖNNU BERNDSEN fer fram föstud. 25. þ. m. og hefst á Elliheimilinu kl. 3 e. h. Aðstandendur. Innilegt þakklæti til allra f jær og nær, er sýndu samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför mannsins míns GUÐMUNDAR ÓLAFSSONAR. Fyrir mína hönd og annara vandamanna Sigurveig Magnúsdóttir, Núpum, Ölfusi. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.