Morgunblaðið - 29.04.1941, Blaðsíða 6
MORGUN BLAÐf t)
t»riðjudagur 29. apríl 1941
6
AfmælissundmótÆgis
annað kvðld
^ undf jelagið ,,Ægir“ gengs*
^ fyrir sundmóti í Sundhöll-
inni annað kvöld í tilefni af af-
mæli fjelagsins.
A sundmótinu verða mörg
skeiiitileg og spennandi sund. Sjer-
stalkega má minnast á 8x50 metra
boðsund, sem keppendur frá fje-
lögunum þremur, Ægi, Ármanni
og K. R., taka þátt í. Einnig
4x50 metra brindusundsboðsund.
Þá verður kepni í 200 metra
snndi, frjáls aðferð. Verður þar
sennilega aðalkepuin milli Stefáns
Jónssonar og Loga Einarsson.
Börnin
FEAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
faeðingu til 4 ára.) En auk þess
er mjög mörgum mæðrum kom-
ið fyrir með ungbörn á sveita-
h'eimilum einum til 5 saman eft-
ir ástæðum. Sumar þessara
mæðra vinna fyrir sjer og börn-
um sínum, aðrar fá húsnæði en
sjá að öðru leyti um sig sjálfar.
Framkvæmdanefndin hefir
þó lagt megináherslu á að
tryggja húsnæði fyrir barna- og
mæðraheimili, áður en raðað
hefir verið niður í heimilin.
Þetta hefir tekist ,en þó þannig,
að orðið hefir að taka skóla í
kauptúnum og heimangöngu-
skóla til viðbótar við hjeraðs- og
heimavistarskóla. Af þessu verð
ur stofnkostnaður all verulegur.
Ii sambandi við greiðslur að-
standenda viljum við taka fram:
Framkvæmdanefndin samþykti
áfundi sínum 18. apríl að leggja
til grundvallar varðandi greiðsl
ur aðstandenda með mæðrum
og börnum, framfærslukostnað
hjer í Reykjavík eins og hann
nú er, ef framfærendur eru heil-
brigðii- og hafa fulla vinnu.
Til skýringar á framfærslu-
kostnaðinum gat nefndin þess,
að lágmarksgjald með barni
(5—8 ára) yrði 85 kr. á mán-
uði, enda sje aðstandandi barns
vinnandi og hraustur. Sjeu tvö
börn á vegum sama aðstand-
enda, er lágmarksgjaldið 65
kr. á mánuði og 90—95 kr., ef
börnin eru 3.
Þess misskilnings hefir gætt
hjá sumum aðstandendum
barna, að dvalarkostnaðurinn
væri mismunandi mikill, eftir
því á hvaða stað eða hvers veg-
um börnin væru. öll dvölin á
fcarnaheimiliunum eru á vegum
Sumardvalarnefndar og fjár-
hagsgrundvöllurinn því sá
sami alls staðar.
Af þessu leiðir líka það, að
allir verða að sætta sig við
þann aðbúnað, sem í tje er lát-
inn, Nefndin leggur áherslu á,
að aðbúnaður barnanna verði
góður, en enginn luxus. Sjer-
staklega verður reynt að hafa
aðbúnaðinn þannig, að dvölin
verði börnunum heilsusamleg.
Nefndin treystir á þegnskap
þeirra, er þurfa fjárhagslegla
aðstoðar með í sambandi við
dvöl barnanna, að þeir greiði
það sem þeir geta „og aðrir, sem
betri aðstæður hafa greiði þá
ríflega, sem þeim ber.
Hátiðahöld
Sjálfstæðis-
manna 1. mai
O jálfstæðisf jelögin í Reykjavík
^ gangast fyrir hátíðahöldum
1. maí n.k.
Verða þau með svipuðu sniði og
áður, að öðru leyti en því að rvti-
skemtanir verða engar. En inni-
skemtanir verða svipaðar og áður.
Barnaskemtun verður í Nýja Bíó
kl: 2% og skemtun fyrir fullorðna
í Gamla Bíó á sama tíma.
Um kvöldið verður svo sameig-
inlegt hóf Sjálfstæðismanna að
Hótel Borg.
Lýðfrelsið, blaði Sjálfstæðis-
verkamanna, kemur út og verður
selt á götunum, ásamt fylgiritinu
„Stjett með stjett“. Er fylgiritið
helgað málefnum verkamanna.
Er þess að vænta að Sjálfstæð-
ismenn kaupi blaðið og taki þann
þátt í hátíðahöldum dagsins, sein
aðstæður leyfa.
Amerískur blaðamað-
ur, sem ætlar hjeöan
til Grænlands
F7yrir skömmu kom hingað til
Reykjavíkur amerískur blaða-
maður, Mr. Guy Murchie, frá
„Chicago Tribune“.
Mr. Murchie mun ferðast hjer
eitthvað um og er nú á leið til
Norðurlands. Hjeðan hygst hann
að fara til Grænlands og er í ráði
að hann leigi hjer vjelbát til þeirr-
ar ferðar. Vildi hann gjarnan fá
fleiri með sjer til þess ferðalags,
ef einhverja hjeðan fýsti í slíkt
ferðalag.
Mr. Murchie hefir dvalið í Eng-
landi í eitt ár og sent blaði sínu
frjettír þaðan. Hann mun vera
eini blaðamaðurinn, sem hjer hefir
sjest í einkennisbúningi stríðs-
frjettaritara. En sá búningur er
líkur liðsforingjabúningi, að öðru
leyti en því, að stríðsfrjettaritar-
ar bera ekki merki, sem sýna
stjett í hernum.
Nýja skipið
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
Skipverjar voru 9 frá Halifax, en
þaðan ljet skipið í haf.
Allmikinn brotsjó fjekk skipið
þó á sig eitt sinn og sópaði hann
burtu öðrum björgunarbát þess og
brant vjelarsíma þess og stýri,
sem er óyfirbygt aftarlega á þil-
fari. Engan skipverja sakaði þó.
Skipið fór ágætlega í sjó og var
hið stöðugasta þótt stundum væri
djarft siglt, en undir því er 60
tonna blýkjölur.
Kvað skipstjóri sig fullkomléga
ánægðan með ferðina og hvernig
skipið hefði reynst.
Ber að fagna því að íslenska
flotanum hefir, fyrir framtak
Magnúsar Andrjessonar, bæst
nýtt og vandað skip í það skarð.
sem nú þegar er orðið fyrir skildi.
Ræða Churchills
Loftur Jónsson
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU
hyrgð, sem á mjer hvílir, en það er að
leiða þjóðina til sigurs úr hinum miklu
hörmungum, sem yfir hana ganga nú
og hún verður að þola.
Sómi þjóðarinnar gengur framar
Öllu öðru í augum Breta og' þjóðar-
sóminn skal verða vor leiðarstjama nú
sgm fyr.
30 ÞÚS. MANNA HER.
Churohill vjek nú að sókn og sigrum
brpska hersins í Libyu í vetur og sagði,
að, menn myndu verða forviða á að
heyra þær staðreyndir, að Wavell hers-
höf'ðingi hefði aldrei haft meira liði á
að skipa en tveimur herfylkjum (divis-
iong), eða um 30 þúsund manna her.
Þegar her Wawells var kominn til
Benghasi, kom kallið frá Grikkjum.
Við hefðum verið minni menn í augum
heimsins og okkar sjálfra, ef við hefð-
um ekki svarað þessu kalli um hjálp
fré bandamönnum vorum.
Churchill rakti því næst hinar hetju-
legu baráttu Grikkja og tildrögin að því
að Bretar sendu þangað lið.
Svo stóð á. sagði Churchill, að ein-
ustu hersveitimar, sem hægt var að
senda til Grikklands vora hersveitir frá
Ástralíu, Nýja Sjálandi og um helm-
ingur hersins voru Bretar frá heima-
lándinu. Jeg heyri sagt, að þýski áróð-
urinn geri tilraun til að spilla sambúð
Ástralíumanna og Breta. Jeg læt Astra-
Ííumenn um að svara þeim áróðri.
Churchill gat þess, að Bretum hefði
jafnan verið ljóst, að þeir gátu ekki
sent svo inikinn her nje hergögn til
Grikklands að þa.ð hepnaðist þeim og
gríska hemum að stemma stigu fyrir
innrás Þjóðverja, en viS vonuðum í
lengstu lög að nágrannar Grikkja
myndu taka upp aðra afstöðu gagnvart
innrásarþjóðunum.
Það á eftir að koma í ljós síð,ar
hve nærri hurð skall næiii hælum,
að svo yrði-
Churchill vjek einnig að Júgóslafíu í
ræðu sinni og sagði frá atburðunum er
þar gerðust fyrir og eftir að júgóslaf-
nesku stjórninni var steypt af stóli,
„vegna þess að þjóðin heimtaði að Þjóð
verjum yrði veitt viðnám. En þá var alt
orðið um seinan. Tími vanst ekki til að
hervæðast og hinar öflugu vjelaher-
sveitir Þjóðverja mddust yfir landið
áður en her Júgóslafa hafði tóm til að
komast til landamæranna. Þrátt. fyrir
þetta væri enn harist í fjöllunum í Júgó
slafíu.
eða Þjóðverjar. Áð minsta kosti
vildi jeg ekki óska bess, að her
Wawells hershöfðingja væri í spor-
um þýska og ítalska hersins í Li-
byu nú með hinar löngu og erfiðu
leiðir og samgöngur til allra að-
drátta.
ERFIÐIR TÍMAR.
„Við eigum eriiða tíma fyrir hönd-
um við Miðjarðarhaf og miklar oriistur.
Jeg hefi aldrei gert of lítið úr hcrnað-
arstyrkleika Þjóðverja, þvert á móti
hefi jeg oft og mörgum sinnum varað
við hve sterkir þeir væm hernaðarlega
og hefðu góðum hermönnum og vopnum
á að skipa. En þar með er ekki sagt, að
þeim veitist auðveldara en áður fram-
sóknin, er þeir nú hafa látið blóðlæk
haturs og hefnigirni skilja á milli sín
og tveggja Balkanþjóða, sem þeir
verða að hafa mikið saman við að
sælda í framtíðinni.
Það gæti verið, sagði Churehill, að
styrjödlin hreiddist út til Spánar og
Gihra.Itar og jafnvel Marokko, eð^.
jafnvel til Tyrklands.
Vel gæti og verið, að Þjóðverjar
reyndu í bili að nó yfirráðum yfir
Ukrainu og olíulindunum í Káka-
aus og þeir gerðust alsráðandi við
Svartahaf, en hvert sem Hitler
leitar fyrir sjer með her sinn mun-
um við vera reiðubúnir að fylgja
á eftir.
En það væri sama hvað Hitler reyndi
að fara langt austur á bóginn, eða hvel
hann vnni marga og mikla sigra i Aust-
ur-Evrópu eða jafuvei í Austur-Asíu.
Hitler getur ekki sigrað í þessu
stríði nema að hann sirgi okkur
hjer á Bretlandseyjum, éða ef hon-
um tekst að skera í sundur lífæð-
ina milli Bandaríkjanna og Bret-
lands með því að hefta samgöng-
umar á sjó. Það verður í vestri en
ekki austri, sem lokaorustan fer
fram. ,
Hvernig fer. ef ekki verður unt a.ð
f'lytja matvöra og hergögn til þessa
lands? Churchill rreddi þetta nokkuð
frekara og sagði svo, að hann hefði
fengið fregnir af því fyrri skemstu,
og orðið mikill hugarljettir að, að
Bandaríkin hefði ákveðið að auka eft-
irlitsgæsluna á siglingaleiðum á vestur-
hluta Atlantshafs og aðvara skip um
hættur af völdum kafbáta utan styrj-
aldarsvæðisins, en af þessu leiddi, að
Bretar gæti beitt meira af flota sínum
og flugher til þesss að fást við kafbáta
og flugvjelar óvinánna á siglingaieið-
„HEIMSMET“
MUSSOLINI.
. Ráðherrann gat þess næst hvemig
herjir Grikkja ög Breta urðu að hörfa
(Uiidain hervjel Þjóðverja, sem sótti
suðnr Grikkland. En hver blettur var
varinn og Þjóðverjar hafa beðið mikið
afhroð. Heimsmet kvað það vera í ó-
skammfeilni, er Mussolini, sem hann
kallaði „sjakal“ hefði sent her sínum
heillaóskir fyrir viusklega framgöngu,
er ítalski herinn loks sótti fram með
hjálp Þjóðverja, eftir að Grikkir höfðu
varist hetjuvörn í 6 mánuði-
Miljónir manna í Bretlandi og
Bandarikjunum munu bíða þess dags
með óþreyju er þessi ósvífni þörpari
verður dreginn fyrir dóm almennings-
álit.sins í heiminum.
Mr. Churchill vjek nú að undanhaJdi
Breta í Cyrenaica. Sagði hann, að gert
hefði verið ráð fyrir því, að þaS eina
herfvlki, sem þar var skilið eftir til
vamar myndi geta varist til miðs maí-
mánaðar, en þetta hefði farið á annan
veg og þýddi ekki um a.ð sákast. „Jeg
er ekki vanur að spá neinu um orústur,
sem ekki hafa verið háðar, sagði Chur-
chill og fer ekki að taka upp á því mi,
én þetta vil jeg seg.ja:
Það á eftir að koina í ljós, hver
liefir gert mistök í Libyu, Bretar
unum á austanverðu Atlantshafi.
Chnrchill sagði, að þegar hann hefði
síðast fíutt' útvarpsræðu, í fcbrúar-
mánuði hafi innrás verið talin vfirvof-
andi. Sú innrós væri ekki enn byrjuð.
Sjðan hefðu Bretar aukið mjög varnir
sínar og ykju þær með hverri viku sem
liði.
Þó Bretar ættu mikla erfiðleika
framundan yrðu þeir aldrei eins miklir
og erfiðleikamir, sem þegar hefðu verið
yfirannir, eins og til dæmis í ágúst og
september í fyrra þegar Bretar hefðu
sigrað þýska loftflotann í tilraun hans
til innrásar í England. Þega.r jeg sagði
fyrir 10 vikum: Fáið oss verkfærin og
við skulum ljúka við verkið, átti jeg við
að verkía>rin yrðu færð okkur svo við 1
gætum náð til þeirra. En það er það,
sem Bandaríkin eru að gera.
★
Blöð í Bandaríkjunum og Bretlandi
hafa tckið ræðu Churehills fádæma vel.
Sænski sendikennarinn, frk.
Ostermann, flvtur fvrirlestur í
Háskólanum næstkomandi mið-
vikndag kl. 8.15 e. h., er hún
nefnir: ,,Svo niæltu skáldin". (Les
upp kvæði eftir ýms skáld, eldri
og yngri). Ollum frjáls aðgangur.
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
og heppinn formaður, og gerðist
brátt ágætur húsa- og bátasmið-
ur. Árið 1886 kvæntist hann Ingi-
björgu Kristínu Þóroddsdóttur,
systur síra Pálma á Hofsós, er þá
var nýtekinn við Fellsprestakalli.
Þau hjón hófu búskap að Höfða
á Höfðaströnd, en bygðu síðan ný-
býli á Mýrum í Sljettuhlíð, og
stundaði hann þar ýmist sjósókn
eða smíðar með búskapnum. Árið-
1912 misti hann konu sína, flutt-
ist þá til Siglufjarðar og stundaði
þar iðn sína, smíðarnar, til 1920,
að hann fluttist til Reykjavíkur.
Síðustu 16 árin átti hann heima
á Vegamótum hjá Onnu dóttur
sinni og Einari kaupmanni Einars-
syni manni hennar.
Lofti og Ingibjörgu konu hans
varð 8 barna auðið, dóu 2 þeirra
á barnsaldri, en 6 komust til full-
orðinsára. Þau eru: Jón stórkaup-
maður, Pálmi forstjóri Skipaút-
gerðar ríkisins, Þóranna, ógift,
Jórnnn, ekkja, Anna, sem fyr get-
ur, og Jonna, gift í Rvík.
Loftur bar aldurinn með ein-
stakri prýði. Hann var maður í
lægra lagi, en þjettur í herðum og
burðamaður, hraustmenni fram á
síðustu stund. Hann var góðum
gáfum gæddur, prýðilegur skrif-
ari, tillögugóður og varð gott til
vina. Hann mundi langt og mundi
best hið góða, sem fram við hann
hafði komið. Og út frá kynningu
minni við hann virðist mjer hann
hafa komist langt í listinni að
lifa — lifa illindalaust og fagurt
í brevskum heimi.
Slíks manns er gott að minn
ast, G. M. M.
Afríka
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU
mæra Egyptalands. Bretar telja
sig hafa stöðvað framsókn óvina
sinna á þessu svæði .
Bretar halda enn Tobruk og
hafa varist öllum árásum á
horgina. Bretar tilkynna að
flúglið þeirfa hafi haft sig mjög*
í frammi í Norður-Afríku um
helgina og gert miklar loftárás-
ir á Benghasi og aðrar borgir í
Norður-Afríku.
DJIBUTI.
Frá aðalstöðvum frjálsra
Frakka í London var í gær gef-
in út tilkynning þess efnis, að
frá Vichy væri borinn út sá orð-
rómur, að hersveitir frjálsra
Frakka og Breta hefðu gert til—
raun til árása á Franska Somali-
iand.
^r í tilkynningunni, að
ekki sje kunnugt um þetta í að-
alstöðvum frjálsra Frakka og
hljóti hjer að vera um að ræða
uppreisn setuliðsins í Djibuti
gegn Vichy-stjórninni. Er á það
bent í fregnum frá London, að
frá Djibuti nýlendunni hafi bor-
ist fyrsta beiðnin frá nýlendum
Frakka um að hald'a barátt-
unni áfram frá nýlendum, eftir
að Frakkland fjell og að vitað
sje að setuliðið þar sje hlynt
de Gaulle.