Morgunblaðið - 03.05.1941, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 03.05.1941, Qupperneq 7
Laugardagur 3. maí 1941. MORGUNBLAÐIÐ 7 Forðum í Flosaporti“ leikin til ágóða Slysavarnafjelaginu •••••••••••• •••••••••••• Dagbók ••ocoocecas* ooo«oooooooo Vart mun þarfari fjelagsskap- ur lijer á landi en Slysa- 'varnafjelagið. Þau eru ekki fá mannslífin, sem með þess hjálp hafa verið hrifin úr hinni köldu greip hafsins. Hefir fjelagið kom- ið upp á síðari árum fjölda stöðva um land alt, sem vinna og hafa Tinnið að hjörgun manna úr sjáv- arháska. Ekki hafa kvennadeildir fje- lagsins unnið hvað minst af al- huga og fórnfýsi’ fyrir þetta mikla þjóðþrifafyrirtæki. Er þess skemst að minnast að Kvennadeild fje- lagsins hjer í Reykjavík gaf 25 þús. krónur til fíæbjargar, sem konurnar hafa safnað algerlega sjálfar með merkjasölu, skemtun- um o, fl. Má svo heita að þær hafi ekki sparað neitt erfiði nje tíma til að vinna að þessu áhuga- máli sínu. Nú hefjast konurnar enn handa í fjáröflunarskyni. Hafa þær þeg- ar gefið 10 þús. krónur til bygg- ingar skipbrotsmannaskýlis á söndunum í Skaftafellssýslum. Er þess skemst að minnast, að 3 er- lendir sjómenn urðu úti þarna fyr- ir austan í vetur, aðeins af því að skýli vantaði, þegar þeir þó höfðu bjargast í land af strönduðu skipi sínu. Nauðsyn á framkvæmdum þarna er því auðsæ og hafa kon- nrnar skorið upp herör um út- vegun fjár í því skvni. ' Fónx því konurnar þess á leit við hofúndana, leikara og starfs- fólk Revýunnar „Forðum í Flosa- þorti“, að þessir aðilar gæfu eina sýningú á leik þessum til ágóða skýlisbyggingunni. Var það auð- sótt mál, og fer sú sýning fram á morgun kl. 3 í Iðnó. Yerð að- göngumiða er mjög lækkað frá því sem tíðkast hefir á þessum leik. t Ættu bæjarbúar að fylla Iðnó á morgun, bæði sjálfum sjer til skemtunar og góðu málefni til stuðnings, því hver evrir, er inn kemur fyrir sýninguna, | rennur allur og óskertur til byggingar skýlis á söndunum. Munið það, að þeim krónurn er ekki illa xmrið sem lagðar eru af mörkum til björgunar bæði okk- ar og anixara hraustra sjómanna. X. A U G A Ð hvílist með gleraugum frá Dvagnó KAUPI OG SEL allskonar Vevðbrjef og fastelgnir. Símar 4400 og 3442. Garðar Þorsteinsson. Næturlæknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Laugaveg 79. Sími 3272. Næturakstur: Aðalstöiðn. Sími 1383. Messur í Dómkirkjunni á morg- uii;' Kl. 11, síra Bjarni Jónsson (ferming). Kl. 2, síra Friðrik Hall- grímsson (ferming). Hallgrímsprestakall. Messað * í Dómltirkjunni á morgun kl. 5, síra Jakob Jónsson. Messað í Laugarnesskóla á morg un kl. 2, síra Garðar Svavarsson. Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. h. Nessókn. Guðsþjónusta í Elli- heimilinu Grund við Hringbraut á morgun kl. 2, íra Jón Thoraren- sen. Fríkirkjan. Messað á morgun kl. 2 (ferming), síra Árrd Sig- urðsson. Frjálslyndi söfnuðurinn. Messað í Fríkirkjunni í Reykjavík á morg un kl: 5Y2, síra Jón Auðuns. Alt- arisganga. Messur í kaþólsku kirkjunni í Landakoti á morgun: Lágmessa kl. 6% árd. Hámessa kl. 10 árd. Bænahald og prjedikun kl. 6 síðd. Þjóðkirkjan í Hafnarfirði. Mess- að á, morgun kl. 2 (fermiúg), síra Garðar Þorsteinsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mess- að á morgun kl. 2 (ferming), síra Jón Auðuns. Lágafellskirkja. Messað verður á morgun kl. 12.30, síra Hálfdan Helgason. Messað í Keflavíkurkirkju kl. 5 á morgun, síra Eiríkur Brynjólfs- son. Kl. 2 bafnaguðsþjónusta. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband Rósbjörg Hulda Magnxxsdóttir og ETríkur Beek sjómaður. Heimili ungxx hjónanna er á Lágholtsstíg 6. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband af síra Ragn- ari Benediktssyni ungfrxx Kristín Elísabet Waage og Guðmundur Karlsson. Heimili xxngxx hjónanna verður á Bragagötu 29 A. Stutt athugasemd. í tilefni af grein H. F. í blaðinxx í gær, sem hann nefnir íþróttavÖllinn og góða veðrið, vill íþróttavallarstjórnin taka eftirfarandi fram: Það er langt síðan að sjálft æfingasvæðið var fært til æfinga, enda byrjað að æfa, á því fyrir löngxx. í miðj- um apríl x-ar völlurinn opnaður til æfinga, var þá vallarvörður skipaður, heitt og kalt bað ’ og húsakvnni upphituð, Um miðjan apríl var æfingataflan send fje- lögunum, en það tekur altaf nokk- xxrn tíma, fyrir fjelögin að koma æfingum á stað. Að sjálft knatt- spyrnxisvæðið var svona fljótt þxxrt, þrátt fyrir hin löngxx frost sem gengu í vetxxr, telxxr vallar- stjórnin því að þakka, að lok- Vfel I bil ? ? x Chevrolet-vjel, X óskast, f model 1930, Enn fremur head á $ sama model. $ Ólafur O. Guðmundsson, X Keflavík. Sími 21. taspil Vil kaupa. dragnótaspil. I ÓLAFUR E. EINARSSON, Keflavík. ræsin voru sett í völlin og álítur hún að þeim beri að fjölga. Um- hverfið, þar sem lokræsin eru, er byrjað að laga og var ekki hægt að gera það fyr vegna þess hve frost fór seint úr jörðu. Að öðru leyti þakkar vallarstjórnin höf- undi fyrir áhuga hans á vel- gengni íþróttanna. Hallgrímskirkja í Reykjavík. Afhent af síra Jakob Jónssyni frá Þ. Erl., Grettisg. 57 B 200 kr. Kærar þakkir. — G. J. Skógræktarfjelag fslands lijelt útvarpskvöld í gærkvöld. Þar töl- uðu þessir menn: Valtýr Stefáns- son ritstjóri um garða í bæjuin og í kauptúnum. Próf. Sig. Nor- dal um Heiðmörk, en svo vill hann nefna hið fyrirhugaða friðland Reykvíkinga. Hákon Bjarnason hvatti bæjarbúa til þess að leggja skerf sinn til þes$ að friðunin megi sem fyrst komast á. Guðm. Marteinsson verkfræðingur um skógræktarfjelög og starfsemi þeirra. Því næst talaði dr. Helgi Tómasson um nauðsynina á að rækta barrtrje og barrskóga og aukið fjármagn til skóggræðslu. Að síðustu talaði H. J. Hólmjárn ríkisráðunautur um ábúð og ör- tröð á landi hjer. Milli erindanna voru leiknar hljómplötur. Til Hallgrímskirkju í R.eykjavík. Áheit frá N. N. 2 kr. Áheit frá Rósu 2 kr. Áheit frá ónefndum 10 kr. — Afhent síra Friðrik Hall- grímssyni. Útvarpið í dag: 20.30 Leikrit; „Fjölskyldan ætlar út að skemta sjer“, eftir Mabel Constandxiras, þýtt og staðfært af Ilans klaufa. (Haraldur Á. Sigurðsson, Arndís Björnsdóttir, Alda Möller o. fl. — Leikstj.: Indriði AYaage). 21.00 Illjómplötxir: Söngvísur á Norðurlandamálum. 41—45 þúsund komusl undan Brottflutningi breska her- liðsins frá Grikklandi er nú lokið, var tilkynt í Kairo í gær. Enn hefir ekki verið kom- ið tölu á alla þá sem undan kom ust, en í stað 48 þúsunda sem sagt var í fyrradag að hefðu komist undan voru nefndar tölur frá 41—45 þúsui)dir í gær. Breskur herforingi í Egypta- landi telur að 43 þúsund manns hafi komist undan. Talið er að um 500 manns hafi látið lífið leiðinni frá Grikklandi vegna árása Þjóðverja á herflutninga skipin. Þjóðverjar segjast hafa tek- ið 8200 breska fanga á Pelo- ponneskaga. Bretar viður- kenna, að þeir hafi orðið að skilja þar eftir hermenn í þús- undatali vegna þess að þýskar hersveitir króuðu Breta inni. í Kairo gera menn sjer von- ir um að enn eigi eftir að bjarg- ast margir breskir hermenn frá Grikklandi og að þeir muni halda áfram að komast undan næstu mánuði. Grikkir eru Bretum vinveittir og gera alt, sem í þeirra valdi stendur til að fela þá fyrir Þjóðverjum. I Iðnó i kvöld HIN ÁGÆTA HLJÓMSVEIT IÐNÓ LEIKUR. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6. — Tryggið ykkur þá tímanlega. Aðeins fyrir íslendinga. OliraQlv menn fá ekfei aðgang. Hfer með er skorað á alla þá er bafa lefeið að sfer werfe fyrlr bresfeu herslfórnlna að gefa viðsklflainálaráÓuneylinu skýrslu um hvað af erlendu efnl þeir hafa notað lil fram- bwœmdar werkslns frá 1. fan. sl. að telfa. Viðskiftamálaráðuneytið 2. maí 1941. Skotæfing. Skotæfing verður haldin, ef veður leyfir, 5. maí 1941 frá kl. 10.30—11.30 í nágrenni við Gróttu. Skotið verður til sjávar. , Reykjavfk— Stokkseyri. Höfum byrjað aftur okkar vinsælu kvöldferðir til Stokks- eyrar. — Farið frá Reykjavík alla daga kl. 7 síðd. og frá Stokkseyri kl. 9.30 árd. Steindór. Sfmar 1540, þrffir ttnnr. Gfiðlr bflar. Fljót ulgrtSM* B. S. í. Jarðarför SVEINS BERGSTEINSSONAR, Eiðikoti, fer fram mánudaginn 5. maí og hefst með bæn að St. Jósefsspítala, Hafnarfirði kl. 2 e. m. Jarðað verður að Görðum. Vandamenn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför JÓHÖNNU þorsteinsdóttur frá Hnappavöllum í Öræfum. Aðstandendur. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför GISSURS GUNNARSSONAR, Bygðarhorni. ' Ingibjörg Sigurðardóttir, börn og tengdabörn. c

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.