Morgunblaðið - 12.06.1941, Side 4

Morgunblaðið - 12.06.1941, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Flmtudagur 12. júní 1941, Dýrtíðarf ru m varpið Samtal við Magnús Jónsson PRAMH. AF ÞRIÐJTJ SÍÐU. Frumorsök meinsins. — Hvernig horfir þá málið vit frá vðar sjónarhól? — Hvernig horfa hlutirnir við í hálfrökkri? spyr M. -J. Það fyrsta, sem hefði þurft að gera var að fá skýrar upplýsingar í málinu. Hver er orsök meinsins? Hve brýn er þörfin á aðgerðum og hvað er til ráða, hvar á að setja gluggann á kofann? Jeg er Gísla Sveinssyni alveg sammála, þar sem hann, í viðtali sínu við Mgbl. telur rangt gengi á íslenskri krónu frumorsök meins ins. í samræmi við það er það fyrsta, sem sú nefnd stakk upp á, ]jað, að stjórnin leitist við að fá þar gerða leiðrjetting á. En ein- mitt þetta atriði er felt iir í frum- varpinu, sem fram.er komið. Á þetta atriði verður að líta nánar. Áður en gengi ísl. krónu var lækkað, var hið ofháa verð hennar að sliga framleiðsluna. Alt, sem selt var úr landi gaf offáar krónur, og það sem keypt var kostaði óþarflega fáar krónur. Ut- flutningurinn var vængstýfður, en innflutningúrinn örvaður, en jafnframt reynt að berjast móti öfugstreyminu með innflutnings- höftum — revnt að bera sólskinið í fötum. Sífeldur skortur á er- lendum (of verðlágujn) gjaldeyri og skuldasöfnun eriendis, var af- leiðingin, jafnhliða því, að hjer lieima virtist nóg af hinum hátt- skráða innlenda gjaldeyri. í apríl 1939 var svo loks ráðist í það, að hætta stritinu og gera í þess stað glugga. Krónan var þá færð úr því, að 22.15 þurfti gegn einu pundi niður í það, að 27 þurfti til hins sama. Krónan var feld um 22%. Því miður kom stríðið þá svo stuttu síðar, a'ð verkanir þessarar lækkunar krón- nnnar komu ekki í ljós. Pundið fór að falla og krónan fylgdi því fyrst. En síðan var krónan tengd við dollar, og lækkaði þá pundið aftur í verði móti krónu, svo að það komst jafnvel niður fyrir það, sem það hafði verið áður, en gengislækkunin var gerð, eða nið- Tir í eitthvað um 21 krónu. En þá er það hækkað aftur í einu stökki npp í kr. 26.22, án þess að gengi dollars væri breytt. Krónan er verðfeld gagnvart pundi. Og þetta gilti alla síðustu mánuði ársins 1940 og fram á þennan dag, þ. e, meðan allar miljónirnar af pund nm. hafa verið afreiknaðar. Þetta er sú ráðstöfun, sem að mínu viti er frumorsök þess meins, sem við eigum nú að kljást við. Kaupgetu dælt inn í landið. — II vers vegna var þetta gert? spyrjnm vjer. — Ja, jeg held að óhætt sje að segja, að við höfum ekki verið oinir í ráðum um það. Viðskifta- málaráðherrann hefir nú upplýst, að þetta hafi verdð samkvæmt sainningum við Englendinga. Eu verkanirnar komu strax í ljós .Alt snerist við. Nú varð erlendur gjaldeyrir eins og gi-jótið á möl- ’inni. Skuldirnar hurfu og inneign- ír komu í staðinn. Eins og hið of háa verð krónunnar leyndi sjer <*klci áður, eins leyndi það sjer «kki, að nú var verðið á krónuniu tkráð altof lágt. Og með þessu ofháa verði hafa svo verið yfirfærðar miljómr punda. Utflutningurinn hefir ver- ið ofborgaður í íslenskum krón- um, Bretavinnan hefir verið oí'- borguð, alt hefir verið ofborgað, sem greitt er í pundum og yfir- fært í íslenskar krónur með þessu ofháa gengi, þ. e. oflágu verði á íslenskri krónu. Jeg treysti mjer ekki til að segja, hve mikilli kaupgetu hefir þarna verið dælt inn í landið um- fram það rjettmæta, án þess ao framboð á verðmætum hafi komið í staðinn. Það er eitt af því, sem hefði átt að ligg.ja fyrir. En það eru margar, margar miljónir, tug- ir miljóna, og það eru þær fyrst og fremst, sem hafa gert uslann í þjóðarbúskapnum. Ef hægt hefði verið að þyrja að verðhækka krón- una á síðari mánuðum ársins sem leið og halda því áfram hægt og hægt, stæði alt. málið öðruvísi. Þá hefði erlenda verðlagið ekki þurft að hækka að neinu ráði. Og þá liefðum við hjer vísitiilu, sem væii alt önnur en sú, sem nú er, án þess að það væri verra á nokk- urn hátt, nema kannske fyrir fáa menn. — Ilvað álítið þjer þá að ætti að gera? spyrjum vjer. — Jeg er eklíi í neinum vafa uni hvað „ætti“ að gera. Það ætti að byrja nú þegar, þó seint sje, að verðhækka krónuna. Alveg eins og jeg 1 jet undan þeirri nauðsyn, að lækka krónuna 1939, þó að jég fengi af því óvinsældir, eins er jeg viss um, að nú á hún að hækka. Hitt er annað mál, hvort það er hægt, og skal jeg koma að því síðar. En best er að gera sjer greín fyrir málinu alveg eins og engar hindranir væru. — En bankarnir? spyrjum vjer. Þola þeir skel'linn af verðfalli á þeim miljónum punda, sem þeir eiga nú? M. J. yptir öxlum: Það er bú- ið, sem búið er. Það er búið að kaupa miljónir punda fyrir 26.22 og það verður ekki aftur tekið. Nokkuð af þessu hefir líka verið „bundið“ í Englandi á reikningi útflytjenda, og þeir fá þá hall- ann á því. En það er óbifanleg sannfæring mín, að af þessu kem- ur skellur, fyr eða síðar, hvernig sem að verður farið. Það þýðir ekki að bíða þess vegna. Málið tvíjjætt. Ef þetta væri gert, er málið tvíþætt. Annars vegar er ]>að, hvernig á að bera skaðann, sem orðinn er. Hitt er hvað gera skal svo fram- vegis. Sanngjarnast væri, að þeir bæru skaðann, sem hafa haft hagnað- inn af þessari röngu skráningii pundsins. En hvernig á að finna ])á? Þessi varhugaverði hagnaður er aðallega í tveim flokkum. Annars vegar eru þeir, sem fengið hafa ofborgaðan útflutning, og hinsveg- ar eru þeir, sem hafa fengið bretapeningana. En báðir þessir flokkar eru afardreifðir. IJtflutn ingsverðmætið hefir farið í þús- undir staða, t. d. til þeirra, sem fiskað hafa og selt fiskinn, til þeirra, sem keypt hafa, ílutt út og selt og loks til þeirra, sem hvorttveggja hafa gert. Allir þess- ir hafa fengið geysihagnað, þeg- ar litið er á heildina. Það er eins og sumir líti í þessu sambandi á stórútgerðina eina, en það nær engri átt. Þá hafa bretapeningarn- ir ekki dreifst minna, en einnig þar er um geysifje að ræða. En þó að ekki sje hægt að tína alla þessa menn úr hópnum til þess að láta þá endurgreiða þjóð- fjelaginu það, sem þeim hefir ver- ið ofborgað, þá get jeg ekki bet- ur sjeð, en taka verði fult tillit til þess, þegar verið er a.ð ræða um skatt í þessu skyni. í greinargerð frumvarpsins er verið inn á þessu. Þar er talið sjálfsagt að afla þessa fjár „þar, sem um beinan og ótvíræðan hagn- að vegna styrjaldarinnar er að ræða“. Er svo nefnt útflutpings- gjald. Þá er með rjettu talað um „framkvæmdir breska setuliðsins“. En ályktunin af því er einkenni- leg. Þar segir: „Virðist því rjett- | mætt, að greitt sje nokkurt gjald ' af hreinum tekjum“. Ójafnt skift. Hjer er eins og gengið sje út frá því, að „framkvæmdir breska setuliðsins“ og yfirleitt öll þessi ofborgun, sem fram hefir farið vegna rangs verðs á krónunni, hafi skifst jafnt milli allra. En þessu fer mjög fjarri, segir M. J. Pyrst er hópur manna, sem hef- ir beinlínis tapað á þessu. Má þar nefna þá, sem hafa tekjur af pen- ingaeign. Verðmæti þeirra hefir beinlínis verið rýrt og }>að gífur- lega. Með sömu vöxtum hefðu þeir verið sviftir allri uppbót af rýrn- un gjaldeyrisins. En ank þess hafa vextir stórlækkað, sumpart með lækkun innlánsvaxta og sum- part með verðhækkun verðbrjefa. — Þá má nefna húseigendur, sem banuað er að taka sjer verðlags- uppbót, þó að allir, sem í húsun- um leigja, hafi stórhækkað í lauu- um að krónutali. Þá má segja að fjöldi ínaiina hafi staðið í stað. Það eru állir þeir, sem fastar stöður hafa og hvorki hafa fengið hærri laun nje meiri atvinnu en áður. Verðlags- uppbótin á að tryggja þeim sörnu aðstöðu og áður, hvorki verri nje betri. Allur þessi hópur sténdur því raunverulega utan við þennau leik. Hann hefir ekkert unnið og ekkert mist. Loks eru svo þeir, sem beint eða óbeint hafa grætt á hinu oflága krónugengi og afleiðingum þess. Það eru þeir, sem fengið hafa hlutdeild í útflutningsverðmætum eða bretavinnunni, hvort sem er með hærra kaupi, lengri vinnu- tíma eða öðru. Það getur nú vitanlega ekki náð nokkurri átt, að þeir sem annaðhvort hafa ekkert grætt eða jafnvel stórtapað á ástandinu eigi að greiða skatt til þess að lag- færa það, til jafns við hina, sem grætt hafa — eða að minsta kosti á að reyna að hlífa þeim. Niðurstaðan um þennan þátt málsins er þá sú, að ríkissjóður verður að bera meginþunga þess, sem borga verður til uppbótar þeim rýrnuðu verðmætum, sem bankarnir sitja nú með í pund- um, og að ríkissjóður á að ná því með skatti, sein reynt er að miða við það, hvar gróðinn kom niður umfram rjettmæti. 'Ætti því að mínu viti fyrst og fremst að nota stríðsgróðaskatt- inn í þessu skyni, og aðra ógengd - arskatta síðasta árs, og að svo mikhi leyti, sem það ekki dugar, á að taka þetta með einhverskon- ar skatti á tekjuauka. Vitanlega væri sjálfsagt að reyna að kom- ast eins Ijett út af þessu eins og mögulegt væri. Breytt gengi. En svo er hinn þáttur málsins, framtíðin. Um hann ségir M. J.: Ef gengi krónunnar kemst nærri rjettu ætti ekki að þnrfa að gera neinar sjerstakar ráðstafanir í bráð. Verð erlendu varanna á þá að lækka þegar í stað og innlenda varan lækkar þá einnig. Dýrtíðar- vísitalan lækkar. Og hún lækkar fljótt vegna þess, hve oft hún er tekin Mjer finst, að miða ætti sem allra flest við vísitöluna, því að þessháttar ósjálfráðar tilfærsl- ur eru miklu brotaminna en hin- ar, sem ákveða þarf. Ef til vill þyrfti einhverra aðgerða, við til stuðnings, en annars hvgg jeg naumast að óttast þyrfti mikla verðþenslu eftir að gjaldeyris- gengið hefði verið rjett ákveðið. — En Bretavinnan? Oss skilst á ummælum Jóns Blöndal í Alþ.bl., að kaupið þar þurfi að standa í stað í krónum, og því þurfi Bret- ar að borga fleiri pund ef þau eru lækkuð, segjum vjer. — Þetta er misskilnihgur hjá I. B., segir M. -T. Puridslækkunin leið- ir til verðlækkunar og þá einnig vísitölulækkunar, sem gerir það að verkum, að færri þarf krónurn- ar. Þó verður aldrei fullvrt að þetta standist alveg, en það ætti ekki að muna svo miklu, að það stæði í vegi. — En eru ekki örðugleikar á því að hækka krónuna? — Það er nú upplýst af við- skiftamálaráðherra, að um þetta hefir beint verið samið við Breta, segir M. J. En jeg sje ekki annað en að Alþingi megi láta í ljós vilja sinn í því efni. Færeving- ar skrá sína krónu 22,40, og er það ekki lítill munur eða 26,22. Setjum svo að við lækkuðum pundið um þessa 14—15%. Eð'i þá í sama verð og það hafði um langt árabil, í 22,15, eða um 15þ2%- Jeg skil varla í að neinn gæti baft á móti því, ef við gerð- um ekki mun á pundi og öðrum gjaldeyri, t. d. dollar. Að vísu er engin veruleg ástæða til þess að breyta genginu gagnvart dollar, en Englendingum myndi sennilega vera það viðkvæmt mál, ef við færum að fella pundið sjerstak- lega í verði. En ef engu verður breytt í þess- um snildarlegu samningum viS Breta, þá finst mjer rjettast að gera það, sem næst því er, en það er að skattleggja, eftir því sem við verður komið, það, sem hagn- að fær af hinu ranga gengi. Þann. skatt yrði svo að nota til þess að færa niður aðfluttu vöruna, eins og verða myndi ef gengi værí breytt. Ef til vill mætti einnig verja af honum til niðurfærslu á innlendri framleiðslu. Furðulegt plagg. Jeg vil svo að lokum segja það, segir M. J., að jeg er alveg undr- andi yfir því, að viðskiftamála- ráðherra og fjárhagsnefnd skuii láta frá sjer fara frumvarp með öðrum eins frágangi og er á þessn dýrtíðarfrumvarpi. Það er alt svo óljóst og illa orðað, að fádæmnm sætir. Það var gert gys að því á sínum tíma, þegar „klauflax4*- frumvarpið vár borið fram, og hófst með því að segja, til hvers ætti að nota peningana, sem inn kæmu. Hjer er í 1. gr. afaróljóst orðalag um það, hvað gera eigi. Svo kemur 2. gr. með heimild tií þess að ákveða farmgjöld, og það er það eina, sem berum orðum er sagt að gera megi. Þá kemur 3. gr. með það, að verja megi 5 milj- ónum úr ríkissjóði „í því skyni, er í 1. gr. getur“, sem enginn get- ur vitað hvað er, en til farm- gjaldalækkunar má ekki verj.i því. Er þá meiningin, að af allri verðlækkandi starfsemi í landinu sjeu farmgjöld það eina, sem ekki megi verja fje til? En nú er það alkunna, að flutningar milli landa á lífsnauðsýnjum eru að verð* eitthvert allra erfiðasta mál, sem til er í veröldinni, og gæti verið full ástæða til þess að hvetja þar til dáða meira en nokkursstaðar annars. Svo koma skattaákvæðin í 4. og 5. gr„ og eru það víst hæstu skattaheimildir, sem sjest hafa í íslenskum lögum, en jafnframt þær allra óljósustu. IIví ekki að setja nánari reglu-r um útflutn- ingsgjahl, ef það þarf á að leggja, og bæta lireinlega við tekjuskatt- inn, ef þess er þörf að brand- skatta alla? — en um sanngirni þess hefi jeg áður tulað. Og eiga sömu aðiljar, ef svo ber undir, að bera hvorttveggja, útflutnings- gjaldið og tekjuskattinn ? Mjer sýnist það vera á valdi stjórnar- innar. Yfirleitt er alt lagt- hjer á vald stjórnarinnar. Jeg er stuðn- ingsmaður þessarar stjórnar og vona að henni farnist vel. En mjer er líka ant um Alþingi, og mjer sýnist verk Alþingis fara að verða vandalítið — og gagnslítið, ‘f svona á að afgreiða málin. Væri þá ekki rjettara fvrir Alþingi að afgreiða málið heldur lireinlega með þingsálvktun svohljóðandi: „Alþingi heimilar ríkisstjórninni að gera allar ráðstafanir, sem hún telur nauðsynlegar út af dýrtíð- inni (eða verðbólgunni, ef menu vilja hafa það fallega orð) og innheimta það fje, sem hún þarf til þess og með því móti, seru henni þóknast“. Skrifstofa Verkakvennafjelags ins Framsókn er opin ld. 4—5.30 alla daga, nema laugardaga kl. 10 —12. Geta konur fengið þar upp- lýsingar um dýrtíðaruppbót verkakvenna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.