Morgunblaðið - 12.08.1941, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. ágúst 1941.
MORGUNBLAÐIÐ
missir
tollinn og þjóðin
lalenskur læknir
iiiiiMiMtiisrawmíii-iríiflPiafiiiíi
á vepm
nar
í %mh1 íslénsktim tdekni,1! Biiriii
SigurSssyni frá Veðramóti
hefir iyeist ;franii að vera gef*.
inn kostur á aS vinna um eins
árs skeið við hina frægu læknis-
vísindastofnun Rockefellers í
Bandarík i unum. ’
Er hann nýlega farinn vestnr
með ' fjölskyldu sinni og mun
dvelja þar algerlega á vegum
stofnunarinnar, sem kostar alla
dvöl hans þar og ferðina vestur.
Er mikill fengur að því. að ís-
lenskur læknir skuli eiga þess
kost að vinna við slíka stofnun sem
mun ein hin kunnasta og viður-
kendasta yísindastofnun heimsins.,
Björn Sigurðsson mun dvelja í
Princeton í New-Jersey.
Stofnun Rockefellers þar, sem
nefnist Institute for animal and
plant pathologi, vinnur aðallega
að rannsókn svokallaðra, virus-
sjúkdóma, en virus nefnist sjer-
stök tegund sýkla, sem eru miklu
minni en venjulegir sýklar og eru
að mörgu leyti annars eðlis, en
valda mörgum lítbreiddustu sjúk-
dómum.
Björn Sigurðsson lauk prófi í
læknisfræði við Háskólann árið
1937. Árin 1938 og 1939 dvaldi
hann í Danmörku við rannsóknir
á krabbameinssjúkdónmm og naut
til þess styrkjar úr Generalkonsul
Karlsens og Hustru’s Mindelegat.
Starfaði Björn við Carlsberg-
fondets biologiske Institut, en
Rockefeller starfrækir þá stofnun.
Hefir próf. Albert Fischer for-
stöðu hennar, en hann er talinn
meðal færustu vísindamanna
Dana. Mun Björn hafa hlotið á-
gæt meðmæli próf. Fischers fyrir
starf sitt og rannsóknir.
JÉ
na
Innflutningur og verslun
við ameriska hermenn
ER ekki velgengni í verslun ykkar matvörukaup-
mannanna eins og meðal ýmsra annara um
þessar mundir? spurði tíðindamaður blaðsins
formann Fjelags matvörukaupmanna, Guðmund Guðjóns-
son í gær.
— Eins og allir vita, segir GUðtnundút, höfum við matvörukaup •
menn borið skarðan hlut frá borði á undanförnum árum. Og það ér
eins og altaf þurfi: pittbvað að vera. sem geri okkur óþarflega erfitt
fyrir. Nú, er, hfegt §ð sflja það, sem maður' hefír á boðstólum. En þá
íremúr það, að þurð ér'mikil á ýmsum þeim vörútégundúm,' séni mest
f t'tjrspurn er eítir á þessum tíina árs. • : r ■' 'i:;
Maður fóthrotnar. Það slys vildi
til s.l. laugardag í Sogamýri, að
Valdimar Runólfsson að Brekku
í Sogamýri varð fyrir bresku hif-
hjóli og fóthrotnaði. Slysið vildi
til með þeim hætti, að Valdimar
var að koma úr strætisvagni og
gekk aftur fyrir vagninn út á göt
una, 6n í sömu mund bar breska
bifhjólið að.
Stafar þetta að nokkru.leyti af
því, að uú hefir kaupéndum fjölg-
áð: 1 þégái- hermeruiírúir 1 éiú brðn -
ir viðskiftamenn oklcar. Á jeg þar
v.inkum við i ameráskuúhermenuinai
Bretur hafa stnar búðir, sem kunn-
ugt er, i þa.r, sem þeir | versla,, Par
erú engin viðskifti gerð1 við ís-
lendinga, 'sém rjétt ér og sjálf-
ságt. En siðan hínir aðkomnménn-
ifhir komu til sögunríár, ér okk-
pr það mjög þagalegt, að ekkert
eðfi saipa óg ekkert er, til, af þejm
vörutegundum, sem ,þeir sækjast
mest eftir. Þeir yirðast hafa mikil
peningaráð. En þeir verða að snúa
við svo búið úr búðunum, af því
þeir fá ekki það. sem þeir biðja
um,,
I margar vikur heíir t. d. verið
hörgull á ýmsum íslenskum fram-
leiðsluvörum. svo sem kexi,
súkkulaði og sælgæti öllu yfirleitt.
Laukur hefir oft verið ófáanleg-
ur. Ymsar innlendar niðursuðu-
vörur hefir alls ekki verið hægt
að fá, ellegar þá mjög af skorn-
um skamti, t. d. niðursoðið kjöt,
sem mikil eftirspurn er eftir með-
an sumarferðalög standa yfir. Svo
algeng vara sem fiskabollur fást
nú ekki lengur. Virðist þá langt
gengið. Ekkert sultutau fæst, saft-
líki eða „marmelade“. Og fleiri
tegundir mætti telja, sem tilheyra
vöruflokkum þeim, er við verslum
með.
— Af hverju stafar þessi vöru-
þurð ?
— Vafalaust. verður að telja
upp ýinsar mismunandi orsakir, ef
telja skal alt, er þar kemur til
greina.
En aðalorsökin er, að framleið-
endur þess varnings, sem gerður
er hjer innanlands, vantar efni-
vörur, að þvi er þeir segja. Verk-
smiðjurnar geta ekki starfað, til
að fullnægja eftirspurninni. Eink-
um er sykurskorturinn tilfinnan-
legur. Getum við ekki betur sjeð,
segir Guðmundur, en hjer komi
fram ákaflega bagaleg þröngsýni.
Ur því hægt er að selja þessar
vörur, ætti að vera ástæða til að
framleiða þær. En að útiloka
í FBAMH. Á SJÖTTD SÍÐU
■ r
n
um siomonnum
Isíðustu ferð sinni að vestán
rakst „Selfoss“ á lítinn bát
(doríu), sem í voru tveir fransk-
r sjómenn. Sjómenn þessir höfðu
vilst frá skipi sínu í þoku og ekki
tekist að finna það aftur.
Sjómennirnir höfðu verið átta
daga að hrekjast í bátnum, er
,,Selfoss“ fanii þá. Þeir voru þó
ekki neitt tiltakanlega illa á sig
komnir.
„Selfoss“ kom með sjómenn-
ina hingað.
Skipið, sem Frakkarnir voru
frá, hafði farið frá Frakklandi
9. apríl síðastliðinn og verið að
[veiðum á Nýfundnalandsmið-
um. Eins og kunnugt er, nota
Frakkar og íleiri þjóðir, sem þar
stunda veiðar þá aðferð við veið-
arnar að fiskimenn róa til fiskj-
ar á litlum „doríum“ frá skipi
jsínu og koma með aflann á
kvöldin. Vegna þess hve þoku-
samt er þama, kemur það fyrir
að fiskimenn tapa af skipum
sínum, eins og átt hefir sjer stað
með þessa tvo frönsku sjómenn.
★
Sjómenn þessir segja m. a.
þær frjettir heiman frá Frakk-
landi, að ekki óttist almenning-
ur í Frakklandi mikið loftárásir
þreskra flugvjela á Frakkland
vegna þess, hve skyttur Breta
hitti vel skotmörk sín, sem
jafnan sje hernaðarstaðir. Eng-
in ástæða sje því fyrir almenn-
ing að óttast loftárásirnar. —
Sömu sögu hafa flóttamenn frá
Noregi og öðrum löndum sagt
um hæfni breskra flugmanna.
a 1
Uiför Marteins Hólabiskups
Iðnskólanemar, sem útskrifuð-
ust í vor, halda með sjer fund í
Iðnskólanum annað kvöld kl. 8.30.
Silfurkrossinn í fararbroddi líkfylgdarinnar. — Ljósm.: Loftur.
Vírðaleg athöfn í Krísts-
kírkja í Landakoti í gær
,J TFÖR hans herradóms Marteins Hólabiskups
Meulenberg f ór fram í gærmorgun frá Rrists-
kárkju í Landakoti og hófst kl. 10 f. h., að við-
stöddu miklu fjölmenni. oC'V'ííí:!
Fyrst var kistan borin úr heimahúsum hins látna í kij*kju., Á
ímdáii kistúmti var borinn silfúrkross einn mikill. Þar á eftir: gengii,
smáklerkar og bárii bagál og mítur. Mítrið var gullstungið og sett
gimsMhúm. Þá; Vórú Bbrin heiðursmerki þau, er hinn látni hafði,h:lot-T
ið í’ borgafalegú lífi. Fyrir kistunni gekk einnig varafulltrúi páfa á
Islainlí. síra Jóhatines Gunnarsson.
______________________________ Þegar í kirkjuna þpin var lík-
inu tekið með fyrirlmMium og söng
og síðan bófst venjuleg sálumpspa,;
Viðstaddir voru við jarðarför
ina sendiherrar erlendra ríkjá hjeirS
í bæ, Dr. de Uontenay, Mr.. IJo-
ward Smith, herra Ai -EsmamhiTOgi
aðrir fulltrúar erlendravrítejá, þar
á meðal formaður ræðismannafje-*-
lagsins, herra Arent Claessen.
Einnig voru viðstaddir æðstu
menn þjóðkirkjiiniiar, herra bisk-
upinn Sigurgeir Sigurðsson; yígslii;
biskup Bjarni Jónsson, dr. dún,
Helgason fyrv. biskup, Uriðrik
Hallgrímsson dómprófastur. Voru
þeir allir í embættisskrúða sínum.:
Þá voru fulltrúar frá ríkisstjóra,
ríkisstjórn og Reykjavíkurbæ, auk
annars stórmennis.
Þegar kistan hafði verið borin
í kirkju var sett á bana mítrau,
bagallinn og patína. Við fótstal!
kistunnar voru sett heiðursmerki
og skjaldarmerki bins látna bisk-
ups, en í kaþólskum sið eru bisk-
upar ávalt aðalsmenn. Að venju-
legri sálumessu lokinni flutti síra =
Jóhannes Gunnarsson líkræðu,
Nú var biskup afleystur fjóruití
sinnum og gerðu það fjórir prest-
ar, sem stóðu við sitt hvort born
kistunnar. Atböfn þessi lýsti
greinilega, hve kaþólska kirkjan
er alþjóðleg, ]iví þó hinti
andvana biskup hefði upphaf-
lega verið þýskur og væri nú
íslenskyr borgari, voru klerk-
ar þeir, sem framkvæmdn af-
lausnirnar, af ýmsum þjóðum,
hollenskur, enskur og skoskir
klerkar tveir. Að loknum aflausn-
um báru klerkar og leikmenn kist-
una úr kirkju að kórbaki, þar sem
gerð hafði verið hvelfing. Þar
verður líkið geymt fyrst um sinn.
Var öll athöfnin hin virðuleg-
asta og hátíðlegasta.
Stúdentafjelag Reykja-
vfkur efnir til Þing-
vallaferðar stúúenta
Stúdentafjelag Reykjavíkur
efnir n.k. laugardag til al-
mennrar skemtifarar stúdenta,
eldri og yngri, og gesta þeirra til
Þingvalla.
Verður haldið austur kl. 3 og
kl. -U/2 á laugardag.
Þegar til Þingvalla kemur munu
stúdentar safnast saman að Lög-
hergi kl. 6 og mun Benedikt
Sveinsson bókavörður flytja þar
minni Þingvalla, ef veður leyfir,
en ella yfir borðnm í Valhöll.
KI. 7 verður áameiginlegt borð-
hald í stóra salnum í Valhöll. Þar
mun prófessor Sigurður Nordal
flytja stutt ávarp, Árni Jónsson
frá Múla og Pjetur Jónsson syngja
tvísöng. Þá verða og frjáls ræðu-
höld og söngur yfir borðum.
Að loknu borðhaldi verður svo
stiginn dans.
Bifreiðastöð Steindórs hefir tek-
ið að sjer að annast flutninga til
og frá Þingvöllum, en vegna
þrengsla í Valhöll er enn óvíst,
hve margir stúdentar geta fengið
gistingu, en stjórn Stúdentafje-
lagsins mun gera það sem unt er
til þess að útvega þeim gistingu,
er það kjósa.
Að loknum dansleiknum á laug-
ardagskvöld verða bifreiðar til
taks, er flytja stúdenta til Reykja
víkur.
Þess má vænta, að stúdentar
fjölmenni til Þingvalla að þessu
sinni. All-langt er liðið síðan stú-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU,