Morgunblaðið - 12.08.1941, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.08.1941, Blaðsíða 5
l»riðjudagur 12. ágúst 1941 JPlorgtfttMa&id Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. ; Rttstjörar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrctJarm.). Auglýsingar: 'Árnl Óla. Rltstjörn, auglýsingar o( afgrelbsla: Austurstræti 8. — Sfatl 1800. Áskriftargjald: kr. 4,00 & mánuttl innanlands, kr. 4,50 utanlands. f lausasölu: 25 aura elntaklC, 30 aura meO Lesbök. Skjót umskifti SIJMIR menn eru þannig ger'Ö- ir, að þeir þurfa altaf að setja út á verk annara. Jafnvel þót.t þeir með sjálfum sjer viður- kenni að vel sje gert og eltki hefði betur tekist, þótt þeir hefðu sjálf- ir unnið verkið, þykir samt sjálf - :-sagt að skamma hina og svívirða á allan hátt. Skrif sumra blaða í sambandi '•við bresk-ísl. viðskiftasamninginn nýja sanna átakanlega þenna :skapbrest í fari íslendinga. Þegar við vorum að missa skip- in okkar og sjómennina í Bng- ; landsferðum, var hvarvetna við- kvæðið þetta: Hví erum við að hætta skipum okkar og sjómönn- ■ nm í þessar Englandsferðir ? Hví geta Englendingar ekki sjálfir : sótt fiskinn til okkar? Þegar svo samið er um það, að ! Englendingar sæki fiskinn til okk- ■ ar, án þess þó að þetta sje bind- andi fyrir allan fiskiflotann, þá í koma sömu menn og hrópa : Þarna sjáið þið svívirðuna! Nú á arður- : inn af starfi íslenskra handa að rrenna í hít erlendra gróðamanna! Við getnm án efa verið sam- : mála um, að við hefðum haft ým- ; islegt á annan veg í samningnum, ef við hefðum einir mátt ráða • 511u. Útgerðarmenn og sjómenn hefðu sjálfsagt þegið að hafa ■ fiskverðið hærra. En við megum bara ekki gleyma hinu, að við vorum lijer að semja .og tókum það besta, sem fáanlegt var. Ef sú verður reyndin, að þeir samn- ingar aðrir, sem ógerðir eru við Breta og nú standa yfir, verða ■ okkur ekki óhagstæðari en þessi fyrstí, getum við eftir atvikum vel við unað. Okkur er gjarnt að gleyma því, íslendingum, að við erum elrki einráðir um okkar viðsþiftamái á þessum tímum. Bændur landsins .'.befðu t. d. áreiðanlega þegið, að fengist hefði í fyrra að selja nllina og gærurnar til Svíþjóðar, 'því að hlutur þeirra hefði þá orð- íð alt að tvöfaldur móts við það, ■er hann varð. En þessi viðskifti voru stöðvuð af þeim, sem valdið hafði og fengum við ekkert að gert. Svona er þetta á öllum svið- ttm. En nú höfum við í höndum ó- ' tvíræð loforð tveggja stórvelda fyrir því, að vænta megi hag- stæðra viðskiftasamninga. Þessum loforðum hljótum við að treysta. Við trúum því ekki, að þessi vold- ngu stórveldi, Bretland og Banda- ríkin, gefi slík loforð, ef eklti er ætlunin að efna þau, enda væri slíkt ósæmandi af þeirra hálfu. Það verður væntanlega ekki langt að bíða þess, að við sjáum hverjar verði efndir þessara lof- orða. Öll íslenslta þjóðin væntir þess, að þær verði í samræmi við. loforðin, sem gefin voru. HARRY SINDER: Sir Archibalð Wavel MorRuninn 9. desember 1940 voru ameríkansk- ir or enskir blaðamenn í Kairo kvaddir fyrirvara- laust á fund hjá herstjórn- inni. Þar hittu beir fyrir Sir Archibald Percival Wav- ell, yfirhershöfðingja Breta í vestlæg-um Austurlöndum. Hann hallaði sjer fram á snoturt skrifborðið, með pappírsörk í hendinni, og sagði formálalaust: „Herrar mínir! f dögun í morgun hóf herlið okkar árás á Sidi Barrani. í fyrstu tilkynning- unni frá vígvellinum segir, að tveimur tímum eftir að árásin hófst höfum við náð fyrsta mark- inu. Viðureignin heldur áfram“. Þetta voru merkustu ensku stríðsfrjettirnar síðan flutninginn frá Dunkirk. Um leið og Wavell hershöfðingi leit á andlit blaða- mannanna brosti hann eilítið, svo að línurnar í grjótkjálkunum á honum milduðust. „Það væri gam- an að fá að vita, hvort nokkur ykkar hafði lmgmvnd um, að á- rásin væri hafin“, bætti hann við. Svarið við þessu var neitandi, jafnvel af hálfu þeirra blaða- manna, sem höfðu verið með hern- um í eyðimörkinni fyrir tveimur dögum. Wavell hafði hrakið, þá hermálakenningu, að síðan njósn- ir í lofti hefðu fullkomnast væri ómögulegt .að láta hernaðaraðgerð ir í eyðimÖrkinni koma eins og' þjóf á nóttu. Wavell sagði, að þetta áform hefði verið ráðið í haust: „Jeg sat á skrifstofunni minni dag eftir dag og liorfði j uppdráttinn af herstöðvnm ítala. Loks sannfærðist jeg um, að þess- ar stöðvar væru gallaðar, og að við gætum gert. aðsúg að ítölum, þó við hefðum miklu minna lið“« Arásin bygðist á fyrirtaks h.er- bragði. Við veginn til Sidi Barr- ani höfðu Bretar stórar gerfi- herbúðir, sem virfust eiga að verða framrásarstöð. Dag og nótt óku langar lestir af flutningavögnum til herbúðanna og frá, eins og þær væru að flytja þangað vopn og' vistir. Skriðdrekar tir timbn, flutningavagnar og hergagnakerr- ur voru smíðaðar. En meðan þessu fór fram var hinum, eiginlegu her- búðum, sem voru miklu minni, komið upp sunnar í eyðimörk- inni. Þegar liðið hafði verið aukið svo, að ekki voru nema tveir ít- alir á móti hverjum einum bresk- um þegn, gaf Wavell skipun um að hefja árásinaí Fótgönguliðið var á göngu all- an daginn fyrir og stefndi eins og það ætti að gera atlögu framan að Sidi Barrani; það þyrlaði upp moldreyk, sem ítalir í Sidi Barrani sáu mjög greinilega. Um nóttina var liðið flutt á bifreiðum til hinna rjettu framvarðaherbúða, en þar var brynjaða hersveitin fvrir, og' í dögun var árásin haf- in. Brvnvarða sveitin ítalska hafð. bækistöð sína fvrir sunnan Sidi Barrani; kom atlagan henni svo á óvart, að ekki vanst tími til að koma áhöfnunum í nema fáa af skriðdrekum hennar. Eftir fyrstu — MaOurina sem slýiði leiftursóko Breta f Afrfku atlöguna umluktu Bretar Sidi Barrani frá öllum hliðum. Meðan breska sóknarliðið ranu fram eins og sigurverk og tætti .sundur hvert ítalska vígið eftir annað, þangað til veldi ítala í Norður-Afríku var brotið á bak aftur, þreyttist heimurinn ekki á að samsinna með þ.ýska hershöfð- ingjanum Keitel, að „Wavell er besti hershöfðinginn, sem Bretar eiga, og hann er mjög, mjög dug- legur“. ★ Wavell hershöfðingi sendir út hinar víðtæku fyrirskipanir sínar frá lítitti, fátæklegri skrifstofu í Cairo. Mikið af tíma hans fer í heimsóknir hjá hernum og hann flýgur til hinna fjarlægustu út- varðarstöðva Breta. Hann kann vel við að koma eins og fjandinn úr sauðarleggnum í fjarlægar her- búðir, setjast hjá yfirmanninum og ræða ítarlega við hann um á- stand og horfur þar á staðnum. Ekki löngu áður en hann hóf vestursóknina var hann staddur uppi á hæð einni í Eritreu, þús- und mílurn sunnar, og horfði þar á viðureign Breta og ítalska hers- ins, sem var að hörfa undan, með gleraugað fyrir góða auganu. Með- an á sókninni í Libyn stóð var hailn sífelt á flugi milli Cairo og vígstöðvanna. Wavéll ver miklum tíma til starfs síns, en gefur sjer þó tíma til líkamsæfinga og sinnir dálítið samkvæmislífinu. Á morgnana svndir hann og fer á hestbak og eftir hádegisverðinn setur liann stundum níu holur í golf áður en hann fer til vinnu sinnar aftur. Seint síðdegis lítur hann stundum inn á gildaskálann Mena House og fær sjer glas og á sunnudögum safnast fjöldi manns saman á heimili Wavellshjónanna og fær cocktail. Snuðrarar í Cairo og ítalskir njósnarar hafa að jafnaði komist iililega á villigötur þegar þeir hafa reynt að fá nasasjón af hern- aðarleyndarmálum með því, að fylgjast með daglegu lífi Wav- ells. Daginn fyrir árásina miklu í vestur-eyðimörkinni sat hann á svölunum við Mena Ilouse og drevpti á cocktail við og við. Þetta hefir Verið vfirlagt ráð til þess að villa Itali, en aðalundir- búningi sínum undir .sóknina hafði Wavell lokið löngu áður. Haún lætur hvorki tafir nje hepni breyta nokkru í áætlun sinni, en fylgir heniii fram jafnt og þjett. Ekki datt honum í hug að sleppa morgunsundinu sínú í nóvember, þegar honum barst frjettin um að Berbera, höfuðborg Breska Somali- lands væri fallin í hendur ítala. Og í desember fór hann í veiði- ferð með Farouk konungi þremur dögum eftir að vestursóknin hófst. Wavell er fallega limaður en nokkuð gildur vexti. Hánn er jafnlyndur og svo fátalaður að hann hefir verið kallaður „Guinea- Wavell hershöfðingi. fyrir-orðið“. Greindarmaður hinn mesti og hefir ritað 12 greinar í Encyclopaedia Britannica; hann er víðlesinn og hefir mætur á Shake- speare, Browning og P. G. Wode- house. Wavell var stórfylkismajór ! heimsstyrjöldinni. Hann var sæmd- ur herkrossinuni, misti vinstra augað í orustunni við Ypres og fjekk megnustu óbeit á hinni blóð- ugu stritbaráttu, sem háð var í skotgröfunum í Frakklandi. Hann trúir á „leifturárásina, eldsnara hrinu af höggum, sem látin sjeu dynja á uppnæmum andstæðing- um, og sigur með öngvitshöggi“. Þar er snilli Wavells fólgin. Hann lærði listina í Palestínu af Allenby, meistara öræfahernaðar- ins. Undir hans umsjá varð Wa- vell foringi herforingjaráðsins og lærði mörg af brögðum þeim, sem hann hefir beitt ítali síðan. „Góð- ur hershöfðingi á ýmislegt skylt við fjárhættuspilara“, segir Wa- vell. Á síðastliðnu ári gaf hann út æfisögu hins mikla átrúnaðar- goðs síns: Allenby, A Study in Greatness heitir hún og er einkar eftirtektarverð og læsileg bók. Hann hefir komið til Rússlands eitthvað um sex sinnum síðan heimsstyrjöldinni lauk og lært að tala rússnesku af mikilli leikni; getur sú kunnátta komið breskum hershöfðingja að góðu haldi í þess- ari styrjöld. Hann var mjög hrif- inn af tilraunum þeim, sem Rúss- ar voru að gera með fallhlífaher- sveitir, skrifaði skýrslur um þær og sendi heim, en hermálaráðu- nevtið stakk þeim undir stól. t fyrravetur varð Wavell til þess, fyrstur allra enskra hershöfðingja, að nota fallhlífahersveitir. Wavell er frumlegur í skoðun- um og þess vegna var hann árum saman þyrnir í augurn skrifstofu- herfræðinganna í Englandi. Árið 1936 voru heræfingar í Aldershot og þar mætti hann með herdeild ásamt öllum farangri, sem átti að fylgja hernum, áamkvæmt settum reglum. Þar var fótgöngulið, múl- asnar og' bifreiðar alt í einum hrærigraut. Ein afleiðing þessa varð sú, að herinn var losaður við mikið af úreltum tækjum. En önn- ur varð sú, að Wavell var skolað til Palestínu á öldum ónáðar þeirra sem rjeðu. ★ Hernaðarálit Breta hafði beðið hnekki við ýmislegt af því, sem gert hafði verið í Palestínu, landið helga hafði orðið gröf þess. Wa- vell kom þangað árið 1937 þegar upphlaup Araba og Gyðinga voru í algleymingi, og hann beitti járn- hendi til þess að bæla niður upp- þotin. Þetta var ógeðfelt verk, en hann kom reglu á aftur. Hann var skipaður yfirherstjóri vestlægra Austurlanda í júlí 1939, en þang- að til Frakkland fjell var herlið Breta í Egyptalandi ekki annað en staðbundið setulið, sem ætlað var að starfa undir æðstu skipxm- um Weygands. Það var ekki fyr en eftir júní í fyrra, sem Bretar fóru að koma upp her þeim er Wavell stjórnaði til sigurs í des- ember. Alríkisherinn við Níl er meir ósamkynja en nokkur her mítíma- sögunnar. Mæniásinn í honum er skipaður 100.000 Bretum og 30.00» Áströlum og Ný-Sjálendingum. En þar eru líka innfæddir hermenn frá Afríku, Indlandi og víðar nr Asíu, og þar eru bandamannaher- sveitir,- frjálsin Frakkar, Tjekkar og Pólverjar. Hver flokkur hefir sína eigin búninga og venjur. Hver einasti enskur yfirboðari erlendra sveita talar móðurmál þeirra. Gestur, sem kemur í herbúðirnar að kvöldi dags, má búast við því, að sjá Maoria dansa þjóðdansa kringnm varðeldana, Hindúa iðka yoga og Múhameðssinna bvggja Allah alt- ari. Maður verður forviða á að sjá hvernig leyst er úr fæðisspurs- máli þessa herliðs, því að Waveli ljet sjer ekki til hugar koma, að ætla að fæða alt þetta fólk á enskum mat. Þarna eru rísgrjóo handa Aröbum og Hindúum, sjér- stakar grænmetistegundir handa Ný-Sjálendingum, rauðvín og brauð handa Frökkum og makka- roni handa hermönnunum frá. Malta. Með því að leyfa hverjum þjóð- flokki að halda háttum sínum hef- ir Wavell tekist að gera herinn áhugasaman í hernaðinum. Inn- fæddir foringjar koma til hans og biðja um að lofa sjer að’vera í sóknarbroddinum næst. Oft her það við í eyðimörkinni að Waveli gáir til veðurs á morgnana, kann- ar sandinn undir fótúm sjer og segir svo: „Jæja, piltar, mjer finst sandurinn vera svo ástralskur í dag, og að sólin sje svo frönsk. Það er best að Ástralir og Frakk- ar verði fremstir í sókninni núna“ Her Wavells var fyrsti banda- mannaherinn í þessari styrjöld, sem gekk syngjandi til atlögu og við þau tækifæri hafa Ástralir gert „The Wizard of Oz“ frægan sem hersöng. Foringjar Wavells eru látnir hafa mikið svigriim til athafna, innan ákveðinna takmarka, og þeir fá fulla viðurkenningu þegar þeim verðuq vel ágengt,. f Libvu- stríðinu urðu að minsta kosti tveír FBAMH. k BJÖTTU SÍÐO.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.