Morgunblaðið - 24.08.1941, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.08.1941, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. ágúst 1941, ■> * Ffimlugnr f dag: Árni lónsson írá Múla alþingismaður 3 ,1 fixn.is ,TUív).4)i[v;d v r u it. I h; [, ~i rt“ uv- < mmtr mé m :■ ■ . > i'íMi1!1 1 > T “ 41 íw./ ' I ‘jK^ú'ýJ, iW . fföí'f tm . (m ■ •"!«■• .m Arni JónsHon ftá Múla, alþm. verður fimtugur í dag. Hann hefir verið þjóðkuimur lengi vegna ‘stjórnmálastarfa sinna og annara yerba og viðskipta við almenning -. ritstjóri og blaðamað- nr hefir hann lengi verið, verslun arstjóri, forstöðumaður Brunabóta- fjelags íslands og alþingismaður nm tvö kjörtímabil. Þá er hann og bunnur sakir for- eldris síns, því að Jón í Múla, fað- ir hans, var inn mesti atkvæða- maður og aðsópsmikill í sjón og raun, málafylgjumaður, orðsnjallur og rökvís, hagmæltur vel og skáld í eðli sem þeir frændur fleiri. Hann var sonur Jóns skálds Hinriksson- ar að Helluvaði og langfeðgum að telja af inni nafnkunnn Skarð- verja-ætt fornu, en móðurætt hans var ið næsta Sktitustaða-ætt við Mývatn, er margir hæfileikamenn eru af komnir. Valgerður kona Jóns og móðir Arna var og vitur kona og mikilhæf, komin af tveim- nr nafnkunnnstu ættum Þingeyj- arsýslu á 19. öld. Var Jón faðir hennar Þjóðfundarmaður (1851), einn Reykjahlíðarbræðra, og kona hans Kristbjörg, móðir Valgerðar, dóttir Kristjáns Jónssonar á 111- ugastöðúm í Fnjóskadal, systir Kristjáns amtmanns. Áf þessum ættum er margt atkvæðamanná komið, svo að telja má á þriðja tug af náfrændum Arna, sem átt hafa setu á Alþingi síðan það var endurreist. Af því, sem nú hefir verið á drepið, sjest, að Arni á til þeirra að telja í allar ættir, er verið liafa atkvæðamenn meðal þjóðarinnar. Kippir honurn mjög í kyn. — Hann er manna hæstur og gildleg- astur á velli, glæsimenni í allri framgöngu og auðkendur frá öðr um mönnum. Hann er mætavel talaður á mannfundum, á líka lund sem faðir hans. Styður að því rómur og Íáfbrágð. Hagmæltur er hann vel sem þeir frændur, en neýtir þess lítt. Mundi honum þó liggja ljett fyrir að ;,gerast skáld gott“, svo sem kveðið var að orði fyrrum um þá, er vel þóttu yrkja. Gleðimaður er hann á mannamót um og tilkippilegur til, viðræðna hvar seni hann hittist, er honum það leikur að haga úmtáísefni og framsetning 'orða siilná við hæfi þeirra, er hann á orðum við að skipta. Árni var nokkura vetur við skrifstofustörf í Bnglandi á unga- aldri; er hann því næsta leikinn í enskri tungu. Hann hefir og gegnt margvíslegum störfum og víða farið. Br hann því alvanur marghliða viðskiptamálum og ná- kunnugur hag lands og þjóðar, og því inn liðgengasti að rökræða mál, hvort sem er við blaða- mensku, sem hann hefir tamið sjer lengi, eða á Alþingi. Málaefnin liggja honum ljóst fyrir og hefir hann bæði sköruleg og skáldleg til þrif á meðferð efnisins, en þekk ing góð á tungu vorri, smekkvísi og þróttmikil skapgerð hefja mál- far og flutning oft, hátt yfir það, er lengstum tíðkast í ræðu og riti. Söngmaður er Árni einhver inn tilkomumesti. Þykir það in besta skemtan, hvort sem hann syngur einsöng, eða með öðrum góðum söngmönnum. Hefir hann bassa- rödd mikla og djúpa, sem ekki fá aðrir lýst til hlít.ar1 en söngfræð- ingar, en hitt er víst, að mjög mikið lof getur hanu sjer jafnan, er hann syngur á mannfundum, og er því löngum sótst eftir honum á skemtisainkomur til þess að auka þar mannfagnað. Hann er tryggur í lund og vin- sæll meðal þeirra, er þekkja hann rjett. Árni er kvæntur ágætri konu, Ragnheiði Jónasdóttur frá Brennu. Eiga þau fimm börn upp komin og mannvænleg. Nú mun hann sitja fund mætra manna á Egilsstöðum í. Il.jeraði eystra í dag. Sendum vjer honum þangað bestu kveðjur og óskum honum langra og góðra lífdaga. B. Sv. öngþveitill I dýrtíðar- málunum JLT Þ8IBJD BÖ)L herra, er hann að gefa í skyn, að það sjeu aðrir en ráðherrar Fram- sóknarflokbsins, seín beri ábyrgð- ina á því, að ekkert sje aðhafst í dýrtíðarmálunum. Þar segir m. a. svo: „Framkvamidum þessara mála er þannig háttað, að þær héyra úndir ýtns ráðuneyti. Uíidif fjár- iúálaráðherra heyrir að fvrirskipa útflutningsgjaldið óg tollalækkun- ína, en atvinnumálaráðherra að takmarka flutningsgjöldin. Þótt meiri hluti ríkisstjórnarinn ar kunni að verá þessum fáðstöf- unum samþykkur, géta þær; ekki' komist í framkvæmd, nema hlut- aðeigandi ráðherra vilji fyrirskipa þær. Það má óhikað segja, að ráð- herrar F’ra iti sók narfI ok ksi n s hafa. e.kki látið sitt oftir liggja að þoka þessuip máluin áleiðis. Þrátt. fyrir það hefir ekki verið ineira að- hafst“. H.jer gefur Tíminn í sk.yn, að það sje á valdi einstakra ráðherra að hindra framkvæmd dýrtíðar- laganna. En þetta er mesti mis- skilningur og alveg gagnstætt þyí, sem forsætisráðherrann lýsti yfi'r í efri deild við 2. nmræðu dýrtíð- armálanna þar. Bjarni Snæbjömsson gerði þá fyrirspurn til ' forsætisráðherra, hvað gert yrði ef ríkisstjórniu gæti ekki komið sjer saman um framkvæmd laganna. „Verða þá atkvæði' látm skera úr á ráðherra fundi, eða hvaða aðferð verður viðhöfð?“, spurði Bjarni. Forsætisráðherrann svaraði þessu þannig, að þar sem þjóðstjórn sæfi að völdum — og gilti reyndar ,alveg sama um flokksstjórn — væri ekki unt að hafa aðra starfs- aðferð en þá, að láta atkvæði skera úr á ráðherrafundi. Að því er snertir dýrtíðarlögin er það og beinlínis fram tekið í lögunum sjálfum, að allar fram- kvæmdir sjeu í höndum ríkis- stjórnarinnar, en ekki éinstaks eða einstakra ráðhetra. Af þessu er og Ijóst, að það e'- blekking hjá Tímanum, er hann segir að þessi framkvæmd hvíli h.já þessum ráðherra og þessi hjá hinum og verði því ekkert að- hafst, ef þeir fást ekki til að fyr- irskipa framkvæmdirnar. Ríkisstjórnin á s.jálf á ráðherra fundi að ákveða hvaða ráðstaf- anir skuli gerðar. Þarf þá vitan- lega ineirihluti ráðherranna að vera fylgjandi ákvörðuninni. En þegar slík ákvörðun hefir verið tekin á ráðhérrafundi, er hi'tt al- gert aukaatriði, hver ráðherranna frainkvæmir verkið. Alt, sem gert er, er í umbóði ríkisstjórnarinnar allrar. Er það þessvegna ekki til neins fyrir Tímann, að ætla sjer að þvó ráðherra Framsóbnarflokksins hreina af þessu máli. Þeir eru í sömu sök seldir og hinir. 011 rík- isstjórnin ber lyjer óskifta ábyrgð. ★ En hvernig stendur á því, að ríkisstjórnin aðhefst ekkert í þessu máli og horfir þeg.jandi á meðan dýrtíðin vex hraðara en nokkru sinni áður? Aðeins ein skýring er hugsan- leg á þessu. Hún er sú, að ríkis- stjórnin sje með öllu horfin frá því, að nota heimildir dýrtíðar- laganna. Hún s.iái fram á, við nánari athugun, að ]>ær ráðstaf- anir, sem þar eru hugsaðai’, komi að litlu eða engu gagni til þess að ráða bug 4 dýrtíðinni. Enda eru dýrtíðarlögin svo laus í bönd- unum, að varla er annars frá þeira að vænta en káks. Aft.ur á móti hugsi stjórnín sjer að fara hina leiðina, að hækka gengi krónunnar og fá þannig reistar skorður við dýrtíðinni. Vafalaust væri það hyggilegast, eins og málum nú er komið, að hækka gengi krónunnar og fá dýrtíðina á þann hátt, þokaða nið- ur. Hingað til hefir þetta, piál (gengið) strandað á samiiingum við; Breta. Eú, pú mun ríkisstjórn-; in hafa, lagt áherslu á, að fá þessu breytt. þannig að við verð- um .sjálfráðir með okkar gengi. Að yísu.er sá galli á. að geng- ishækkunin hefir engin áhrif á verðlag úmlendu vörunnar, en það er einmitt hún, sem undanfarið liefir valdið mestu um hækkun dýrtíðarinnar. En ]>ess er þá líka að gæta, að verðið á innlendu vörunni er jafnan hæst þessa sum- armánuði, en fer lækkandi þegar kemur fram á haustið. Það hefir og áhrif á dýrtíðina, til lækkunar Annars er það ákaflega baga legt, að ríkisstjórnin skuli ekkert láta frá sjer heyra um það, hvað hún ætlast fyrir í^dýrtíðarmálun um. Almenningur býst við róttæk- um aðgerðum á hvaða augnabliki sem er. Afleiðingin er sú, að vöru birgðirnar hrúgast upp hjá heild- sölum í Reykjavík, því kaupmenn og kaupf.jelög reyna að kaupa sem minst af yörum, ef ske kynni' að þær lækkuðu skyndilega í verði, vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Þetta hefir að sjálfsögðu illar afleiðingar. Æskilegast er, að vör- urnar dreifist strax sem mest um alt land og að almenningur taki þær heim til sín. Ráðabrugg, en aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar verður þess beinlínis valdandi, að vörurnar safnast fyrir á þeim stað, sem þær eiga síst að vera. Ríkisstjórnin verður því að láta eitthvað frá sjer heyra. Óvissan, sem nú ríkir, skapar glundroðá og getur beinlínis orðið til þess, að stórtjón hljótist af Tapað • Fuiidllf SILFURARMBAND tapaðist í gær. Skilist á Skólavörðustíg 29, niðri. Um jarðhitasvæði Þingeyjarsýslu FRAMH. AF FIMTU SÍÐU, mundsdóttir. Við laugina hafa þau allmikla garða á lieitu landi,. gerða og girta af mestu vand- virkni og hirða með þeirri prýði, að fágætt er. Um 30 ár eru nú liðin síðan garðrækt var byrjuð þar, en hvergi sá ieg þar illgresis- plöntu. Þar leið ræktunarplöntun- um vel, enda hafði þar alt góðan þroska og vel og ski'pulega var niður sett. Þarna vorú kaitöfhir, káj; gulrætur, ráúðrófur og fleirá — og 12 poka af kartöflum (stór- um Skola) liafði Gumiar bóncíi sent á markaðinn. meðan verðið var 60 kr. á pokanum. Þarna var hvert kartöfluafbrigði út af fyrir sig, eins og vera ber — en er þó svo sjaldgæft fyrirbrigoi á landi h.jer, Virtist mjer hóndi ýera éi’úú af þeim mönnum, sem gerir alt vel sem hann 'gerir, og ,,býr ekki til meira deig en lianii getur bak- að“, eins og danskt orðtæki ségir. Það er gaman að koma á slíka staði. Iiaugin er um 90° heit og vatns- renslið allmikið. Vafalaust er ekki lítið hlýtt land í kringum garða þá, sem þegar hafa verið gerðir, og niður við Fnjóská erU volgr- ur, 60° heitar. Allmikla mold hef- ir Gunnar orðið að flytja að í garðana og erfitt er að ná þar köldu vatni til vökvunar og laug- in er alllangt frá hænum. Grjótgarðaruir í kringum garð- ana eru vmndlega hlaðnir og á elstu garðana eru gróðursett trje. sem náð hafa ágætum þroska. Er þar björk, lævirki og reynir. En vestasti garðurinn er fyrir augað, skrúðgarður. Tje, runnar og hlóm dafna þar vel og sumar tegund- irnar ná þar vexti, sem er sjald- gæfur. Þessi garður kostar mikla vinnu, en gefur bóndanum ekkert ,,í aðra hönd“, en veitir auganu skraut og huganum yndi, sem aldrei verður of hátt virt. Garðyrkja er yfirleitt. mikið að aukast norðanlands, jafnvel í hin- um nýrstu sVeitúm, eins og t. d. á Melrakkasljettu, þar sá jeg víða mat.jurtagarða með vel þroskuð- um tegundum. En s.já má einnig suinstaðar, að fólkið er ekki nógu vel að sjer í að nota matjurtirn- ar. Mikið hefir verið gert til að útbreiða og auka garðræktina í landinu, en nú þyrfti að gera enn meira en gert er til að auka þekk- ingu alþýðunnar á hagnýtingu matjurtanna. Almenningur er mjög þakklátur yfirleitt fyrir leið beiningar á þessu sviði, því menn skilja vel, hve þýðingarmikill lið- ur garðyrkjan er að verða í hú- skap landsmanna. Ragnar Ásgeirsson. Vandað steinhús, með nýtísku þægindum í einu fegursta villuhverfi bæjar- ins til sölu. Sex herbergja íbúð laus 1. október. Tvær aðrar íbúðir hafa. 3—4 herb., búr. eldhús og böð. Mikil geymsla. Stór bílskúr. Fagurt útsýni. Útborgun þarf, að vera kr. 70.000.00. — Tilboð sendist blaðinu, auðkent, „Sólríkt hús“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.