Morgunblaðið - 04.09.1941, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.09.1941, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 4. sept. 1941, Iran og Riza sjah Pahlavi FRAMH. AF FIMTU SÍÐU, trúa í hverri borg, til þess að breyta húsum og strætum í ný- tísknhorf. „Ríkið það er jeg sjálfur“, gæti Riza sagt ekki síður en Lúðvík XTV. Hann tekur skatta og skyld- nr af þjóðinni, en hefir enga á- nægju af að nota tekjurnar til eigin þarfa. Hann leggur þær í jnannvirki, sem stuðla að alþjóðar heill. Þannig bygði hann járn brautina miklu, frá Kaspíahafi til Bandar Sjahpur skuldlaust. Hann hefir ekkert fyrir því að semja f járlög — heimtar aðeins ákveðna skatta af þinginu, en þingið í ír- an hefir lítil völd gagnvart sjah- inum. Það stingur að vísu upp á stjórn, en hún er aðeins ráðgef- andi, en sjahinn ábyrgðarlaus og einvaldur og hlýðir engu fyr eu vopnin standa á honum. ★ Þó að hinn máttugi einvalds- herra transbúa hafi notfært sjer reynslu Evrópuþjóða í verk- legum framkvæmdum, var hann enginn aðdáandi þeirra í stjórn málaháttum. Undir eins og honum úx fiskur um hrygg, tók hann að svifta þær ýmsum forrjettindum, sem þær höfðu náð í íran; þann- ig átti hann í snarpri deilu við Breta út af samningi, sem bresk olíufjelög höfðu gert við fyrver- andi Persastjórn og átti eftir að gilda mörg ár enn. Og fremur andaði köldu frá honum til Rússa út af forrjettindum, sem þeir höfðu náð. Hinsvegar gerði hann sjer far um að halda góðu samkomulagi við nágranna sína. Hann gerði vináttusamning við Tyrki árið 1926 og við Afganistan 1927, en að því loknu afnam hann út- lendu forrjettindin (árið 1928) og bitnaði það einkum á Bretum. Það var að mörgu leyti ekki nema eðlilegt, að hann hallaði sjer að Þjóðverjum, eftir að sker- ast fór í odda með þeim og vest- lurveldunum og Rússum. Og þeim mun eðlilegra varð þetta, eftir að Þjóðverjar höfðu snúið við blað- inu fyrir tveimur árum og gert vináttusamning við Rússa. Því að þó að Riza sjah vildi gjarna eyða rússneskum áhrifum, þá gekk hann þess ekki dulinn, að Rússar voru voldugur nágranni. En sem ,,vinir“ hinna þýsku sjerfræðinga áttu þeir að geta verið meinlaus- ir. Nú hefir vináttan snúist við og íran varð eins og lús ínilli tveggja nagla: Englands og Rúss- lands. Hermanninum Riza sjah var því nauðugur einn kostur að kjósa frið í stað blóðsúthellinga. Skúli Skúlason. Villiminkar Vænar kartöflur. í sýningar- glugga Morgunblaðsins eru til sýnis vænar kartöflur. Stærsta kartaflan er um 800 grömm, en til jafnaðar eru þær 500—600 grömm. Kartöflur þessar eru frá Jakobi Erlendssyni bónda áð Reykjum í Biskupstungum. Þær hafa sprottið á hverasvæði. Út- sæðið var íslenskt. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU tók hann þar með höndunum. Hægt er stundum að handsama þá lifandi úti á víðavangi. — Hvernig miðar því áfram að drepa minkinn í Hvassa- hrauni. — Það hefir ekki tekist enn- þá. Maður sá, sem fenginn hef- ir verið til þess að ráða niðurlög- um þeirra, heldur að þeir kunni að vera þar einir 8. Þó er ekki víst að þeir sjeu svo margir, að hann hafi tvítalið suma. — En í Hafnarfirði? — Þar hefir ekki orðið vart við mink síðan í fyrra. Manni virðist sem sömu minkar haldi sig mjög á sömu slóðum, þar sem best er um æti. Efelst við sjó eða veiðiár og vötn. — Hafa menrx ekki orðið var- ið við villiminka annars staðar á landinu en hjer í nágrenninu? — Jú. En jeg veit ekki bet- ur en alstaðar annars staðar hafi tekist að ná þeim. Lang erfiðast að eiga við þá þar sem hraun eru. Þar er erfiðast að ná til þeirra. Og hjer við Elliðaárn- í r var líka sjerstaklega erfitt að eiga við þá í vetur. Því jörð var auð mestallan veturinn, En þeg- ar snjór er á jörð er auðvelt að rekja slóðir minkanna. Orvsgisútbúnaður skipa Hval, um eða yfir 20 álna lang- an, rak s. 1. sunnudag á Yíkur- fjöru í Mýrdal. Var hvalurinn hauslaus, en virðist lítt eða ekki skemdur og er nú í óða önn verið að skera hann. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU skulu hafa suSuáhald af viðurkendri gerð. 5) Einn a.f bjargbátum skipsins skal vera vjelbátur, búinn öllum fleytigögn- um og útbúnaði, sem aðrir bjargbátar skipsins, og auk þess fleytigögnum, sem pvara til þunga vjelarinnar og ann- arra áhalda, sem vjelbátur þarf að hafa. í vjelbátum skal vera hæfilega langur og gildur dráttarkaðall, og fest- artæki á bátnum til að festa hann við. í hverjum vjelbát skal vera eldsneyt- isforði í 48 klst-. með fullhraða. Sje I í vjelbátnum bensínvjel, skal henni I fylgja varakveikja, geymd í vatns- heldu íláti, eða að svo sje um vjelina búið, að sjór geti alls ekki að henni komist, enda þótt báturinn fyllist af ejó. 6) Einn af bjargbátum skipsins skal vera með loftskeytatæ'k.jum, er dragi að minnsta kosti 100 sjómílur. 7) Á botni bjargbátanna að utan- verðu, skal vera handlisti til beggja hliða. 8) í hverjum bjargbát skal vera út- búnaður til að þjetta batinn eftir kúlna-J göt og þess háttar. 9) Ef þess er kostur, skulu bétarnir búnir fallkrókum (Sliphager). BJARGFLEKAR EÐA BJARGBÁTAR MEÐ HLEYPISÚÐ. 3. gr, Auk bjargbáta þeirra, sem skipið á að hafa, .skal það einnig hafa I bjargfleka eðá bjargbáta með hleypi- í súð nægilega stóra til að geta tekið alla I á skipinu. j Bátar þessir eða bjargflekar, skulu um gerð, útbúnað og fólkstölu, full- nægja alþjóða ákvteðum, en þurfa þó ekki að hafa vara árar, eða varahluta. Tala þeirra sem flekinn tekur, skal "ákveðin samkvæmt alþjóðareglum, og mörkuð á hann ásamt nafni skipsins, en útbúnaður flekans skal vera þessi: 1) Sem fleytigagn skal ekki eingöngu nota loftkassa eða tunnur, heldur sje einnig haft hæfilega mikið af korkiý vel fyrir komið. 2) Á sjerhverjum fleka skal vera vatnskvartil f’ult af góðu drykkjar- vatni, 1 lítri á mann. og brauðkassi með- hörðu brauði, p. kg. á mann, 3 dósir mjólk á mann og 1 kg. haframjöl á mann. Ennfremur vatnsheldur dunkur með sárabindum, 2 góðir vasalampar, merkjaskammbyssa (Signalpistol) méð 6 -skotum, eða 6 flugeldar, stormeld- spýtur, flugeldastengur, 6 olíufatnaðir og 6 peysur eða heitar flíkur í olíupoka,. og fáni. 3) Á flekanum skal vera, skjólsegl, vel fest við hann, er sje 40 sm. á hæð, 2 árar, krókstjaki og öxi. 4) Kassarnir á flekanum skulu þann- ig gerðir, að þeir komi að fullum not- um, hvor hlið flekans sem upp snýr. Skipstjóri ákveður flekanum stað á skipinu, og hvemig honum gkuli komið fyrir á því., 5) Vjð bjargflekann skal festa sjálf- kveik.jandi blys, er kvikni á, um leið og bjargflekinn kemur í sjó. 4. gr. Til viðbótar við þann forða, sem á að vera í bétummi skal ennfrem- ur vera í bátnum og á flekanum, forði af niðursoðnu kjöti í % eða 1 kg. dós- um, er nemi 1 kg. á mann. Bjargtækjum þeim, sem nefnd eru í 3. gr., þarf ekki að vera komið fyrir undir bátsuglum, en þau skulu höfð á þeim stað á skipi og þannig komið fyr- ir, að þau fljóti upp, ef skipið sekk- ur. Sjerstakar reglur eru einnig settar um útbúnað annara fisk- tökuskipa en togara, og strand- ferðaskipa. Hús - Bátar - Jarðir Hús í Reykjavík til sölu: Nýtt steinhús við Flókagötu. — 2 hæðir, 4 herbergi, eldhús og bað á hvorri hæð, og kjallari með 5 her- bergjum og eldhúsi. — Bílskúr. Nýtt steinhús við Bergstaðastræti. — 2 íbúðir, 3 herbergi og eldhús og 1 íhúð, 2 herbergi og eldhús. Stórt timburhús við Laugaveg með óbygðri bygging - arlóð. — 2 hæðir, 5 herbergi og eldhús á hvorri, 4 herbergi og eldhús í kjallara og 2 herbergi og eldhús í risi. Timburhús og steinhús (sambygð) við Vitastíg. — 6 litlar íbúðir, verkstæði o. fl. — Gefa góðar leigu- tekjur. Stórt steinhús við Leifsgötu með 5 íbúðum, 2 her- bergi og eldhús hver. Nýtísku steinhús við Mánagötu. — 5 íbúðir, 2 her- bergi og eldhús- hver og 1 íhúð, 1 herbergi og eldhús. Lítið steinhús við Fálkagötu. — 3 herbergi og eldhús. Steinhús við Bragagötu. — 4 íbúðir, 2 herbergi og eldhús hver og 2 verslanir. Steinhús innarlega við Laugaveg. — 3 herbergi og eldhús, 4 herbergi og eldhús og 2 íbúðir, sem eru 1 herbergi og eldhús hyor. — TJtiskúrar Stórt timburhús með erfðafestulandi við Laugarnes- veg. Steinhús við Þverholt, með öllum þægindum. — 3 hæðir, 4 herbergi og eldhús, 3 herbergi og eldhús, 2 íbúðir, 2 herbergi og eldhús hvor og 1 herbergi í risi. Stórt timburhús við Miðstræti. — 2 íhúðir, 4 her- bergi og eldhús hvor, 1 íbúð 3 herbergi og eldhús og 1 íbúð, 2 herbergi og eldhús (laust 1. okt.) Kjallari góður fyrir verkstæði og útiskúr. Nýtt steinhús við Vífilsgötu. — 2 íhúðir, 3 herbergi og eldhús hvor og 2 herbergi og eldhús í kjallara. — Bílskúr. Stórt- timburhús í Miðbænum. Nýlega standsett og með öllum þægindum. — 5 skrifstofuherbergi, laus 1. okt. — 4 herbergi og eldhús á 2. hæð og 2 herbergi og eldhús í risi. Höfum marga kaupendur að minni húsum. Hús fyrir ufan bæinn fil söln: Sumarbústaður hjá Grafarholti. —- 3 herbergi' og eldhús. — Góðir garðar. Vandað hús í Digraneslandi. — 3—4 herbergi og eldhús. — Erfðafestuland 1 ha. — Laust til afnota. Nýlegt timburhús í Garði. — 3 herbergi og eldhús. — Tún og garðar. Nýtt steinhús í Grindavík. — 3 herbergi og eldhús, með þægindum. Tún, garðar, útræði. Timburhús á Stokkseyri. — 5 herhergi og eldhús. Utihús, tún og dálitlar engjar. — Skepnur geta fylgt. Býli við Langholtsveg. — 3 herbergi og eldhús — Gripahús. — Ca. 4 hektarar í rækt. Laust til afnota. Steinhús 1 Hafnarfirði. — 2 hæðir, 2 herbergi og eldhús hvor hæð, ris og kjallari. Timburhús í Hafnarfirði. — 2 hæðir, 3 herbergi og eidhús hvor hæð. Jarðír til s>ölu n>. a.: Stórbýli á Kjalarnesi með vönduðum byggingum og- vel ræktuðu iandi. % jörð í Rauðasandshreppi — Gamalt höfuðból. — Hlunnindi óvenju mikil. — Stórt vjeltækt tún og góðar engjar. Hlunnindajörð nálægt Siglufirði. — 16 hektara tún. 24 ferkm. land. — íbúðarhús úr timhri, 15 herbergi og eldhús. Hálflenda í Flóa. — Húsa lítil. — 800—1000 hesta sljett flæðiengi. Stórbýli í Holtum. — Stendur við þjóðbraut. — Mikiar byggingar. — 500 hcsta tún, alt vjeltækt. — Góð beit. Tilvalinn veitingastaður. Jörð í Laugardal. Vandaðar, steinsteyptar bygging- ar. 350 hesta tún, vjeltækt. 800 hesta engjar, þar af helmingur vjeltækur. — Rafiýst. — Veiði. Mótocbáfar tll söln: 8 tonna mótorbátur með 15—25 hestafla Unionvjei. Snurruvoðaspil og veiðarfæri fyigja. — Báturinn er 14 ára gamall. 0 29 tonna mótorbátur með 70 hestafla Völundvjel. — Ný veiðarfæri og spil getur fylgt. 71/2 tonna trillubátur með 20 hestafla Scandiavjel. 5 tonna trillubátur með 12 hestafla Sólóvjel. — Yfirbygður staf og vjelarhús. 10—11 tonna mótorbátur, nýklassaður. Er með nýrri 30 hestafla Tuxhamvjel. — Á að seljast í skiftum fyrir 13—15 tonna bát. 90 tonna skip fæst ennfremur keypt hjá okkur. Afhngiö. Um margar fleiri eignir cr að ræða en þær, sem hjer hafa verið taldar. T. d höfum við verið beðnir um að selja stórt og gott minkabú í nágrenni hæjar- ins, með úrvals dýrum. Leitið upplýsinga hjá okkur, áður en þjer kaupið eða seljið verðbrjef — hús — báta — jarðir. GUNNAR & GEIR Hafnarstræti 4. (Gengið inn frá Véitusnndi). Sími 4306.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.