Morgunblaðið - 25.09.1941, Side 2

Morgunblaðið - 25.09.1941, Side 2
MORTtUNBLAÐIÐ Fimtudagur 25. sept. 1941'. Leningrad: „Óvinurinn við borgarhliðin Aðvörun Breta til Finna Stjórnmálafrjettaritari „The Times“ skrifar í gær um að- vörun, sem hann segir að breska stjórnin hafi sent finsku stjórn- inni. Orðsending hefir verið send frá London til Helsingfors (segir frjettaritarinn), þar sem Finnar ern varaðir við því, að ef þeir 'halda áfram innrás í hreinlega rússneskt land, eigi Bretar ekki annars úrkosta en að fara með þá eins og óvini bæði nú og þegar sá tími kemur, að friður verður saminn. Norski sendiherrann, sem verið hefir um kyrt í Helsingfors, af- henti orðsendinguna finsku stjórn inni. Timesfrjettaritarinn heklur síð- an áfrarn: — Margir Finnar vænta þess, ,að hægt verði að semja vopnahlje eftir að finski herinn er kom- inn að gömlu finsk-rússnesku landamærunum, en vonir þeirra hafa brugðist. Mannerheim hefir lýst yfir því, að stríðið verði að halda áfram og Þjóðverjar hafa boðið nýjar mútur til þess að hernaðinum verði haldið áfram. Fram til þessa hafa finskir ráð- herrar lýst yfir því, að þeir tækju ekki þátt í styrjöld Þjóðverja, heldur ætluðu þeir aðeins að nota þetta tækifæri til að ná aftur á sitt vald landi, sem þeir mistu fyrir 18 mánuðum. Slíkar tilraunir til að gera greinarmun á hinum ýmsu víg- stöðvum í stríði Þjóðverja gegn Rússum, hafa aldrei haft mikinn sannfæringarkraft og nú hafa þær mist alt gildi. Hvert fet, sem Finnar fara liandan við gömlu landamæri sín, er árás, hrein og ómenguð. Orðsending Breta var send, eft- ir að breska stjórnin hafði rætt málið ítarlega við Sovjet-stjórn- ina. Þjóðverjar herða sóknina á Leningrad og Odessa Tvö orustuskip Rússa hæfðM FREGNIR FRÁ BERLÍN og London í gærkvöldi hermdu, að orusturnar um Leningrad og Odessa væru nú háðar með nýjum liðsauka af hálfu Þjóðverja og af meiri ákafa en nokkru sinni áður. í þýskum (D. N. B.) fregnum var skýrt frá því, að þýsk- ar fótgönguliðssveitir hefðu í fyrradag brotist inn í varn- arvirki Leningrad og að barist væri nú í útborgum hennar. Frjettaritari Reuters í Moskva símaði í gærmorgun, að orusturnar við Odessa hefðu blossað upp aftur og að Rúmenar tefldu fram tveim nýjum herfylkjum, sem ný- lega væru komin til vígstöðvanna. Frjettaritarinn símaði að áhlaupinu hefði verið hrundið með miklu mannfalli fyrir Rúmena. í fregn frá London í nótt var skýrt frá því, að Moskvaútvarpið hefði í fyrsta skiftið í gærkvöidi notað orðin: „Óvinurinn er við borgarhliðin“, í frásögn af bar- dögunum við Leningrad. I frásögn þýsku frjettastofunnar af þessum bardögum segir að þýskt fótgönguliðsherfylki hafi ráðist inn í nýtísku virkjaröð við borgina og brotið það niður. Annað þýskt fótgönguliðsherfylki var sagt hafa ráðist inn í varnarvirki Rússa, og tekíð allstóra borg, en þriðja herfylkið var sagt hafa brotist inn í brynvagnavarnarlínu Rússa og að barist væri hús úr húsi í annari útborg. Skipuleggur Wavell varnir Kákasus ? l-v að var tilkynt opinberlega * í London í gær, að Wavell hershöfðingi, yfirmaður hreska hersins í Indlandi, hefði nýlega verið í London á ráðstefnu með breska samveldisherráðinu. — Hann kom til London með flug- vjel og er nú farinn aftur þaðan. I fregn frá Berlín í gær, var skýrt frá því, að Wavell væri nú kominn til Tilsit í Kákasus, til þess að skipuleggja varnir sov- jetríkjanna 1 Kákasus. Samúð íslendinga til Svía I fregn frá Stokkhólmi í gær var skýrt frá því, að Vil- hjálmur Finsen, charge d’affair íslendinga, hefði gengið á fund sænska utanríkismálaráðherr- ans Gúnthers, og látið í ljós samúð íslensku ríkisstjórnar- innar og íslensku þjóðarinnar, út af slysinu, er Svíar mistu með voveiflegum hætti þrjá tundurspilla sína. í Berlínarfregn er skýrt frá því, að rússneskt orustuskip og beitiskip hafi reynt að hlutast í orusturnar við Leningrad, með því að skjóta á herstöðvar Þjóð- verja á ströndinni fyrir vestan borgina, en þýskar steypiflug- vjelar eru sagðar hafa neytt herskipin til að stöðva skothríð- ina og forða sjer. í sjálfri herstjórnartilkynn- ingu Þjóðverja í gær segir þó ekki annað um bardagana við Leningrad, en að næturloftárás- ir hafi verið gerðar á borgina, og einnig á Moskva. Miklir eld- ar sáust koma upp í Moskva. ' Þýska herstjórnin skýrði að öðru leyti frá því að þýskar sprengjuflugvjelar og steypi- ílugvjelar hafi hæft orustuskip og tundurspilli í flotahöfninni Kronstadt við Leningrad. Þýska frjettastofan segir, að orustuskipin sem hjer um ræðir sjeu frægustu orustuskip Rússa, „Marat“ og „Októberbylting- in“. Frjettastofan segir, að or- ustuskipið „Marat“ hafi verið hæft þann 18. september síðast- liðinn,’ og flutt þá lskað til Kronstadt. í fyrrinótt (segir frjettastofan), var það hæft aft- ur með þrem sprengjum og þeg- ar frá var horfið var það komið að því að sökkva. Frjettastofan segir að orustu skipið „Októberbyltingin“ (23.- 500 smál.), hafi verið hæft fram arlega 21. september síðastlið- inn og í fyrrinótt veittu þýskir flugmenn því athygli, að það lá með stefnið undir sjó. Frjettastofan skýrir lol^ frá því, að rússneskt herskip hafi nálgast herstöðvar Þjóðverja á eynni „Ösel“, en þýsku fallbyss- urnar hefðu stöðvað það, og kveikt í því. Lá það hreyfingarlaust þegar fi'á var horfið. Bandamenn á ráðstefnu í London Búl^aría Ráðherra ber fil baka /"'l abrovsky, innanríkismála- N-* ráðherra Búlgara, skýrði frá því í gær, að rannsókn hcfði nú leitt í Ijós, að fallhlífather- mennirnir, sem settir voru nið- "ur í Búlgaríu fyrir nokkrum dög- um, voru rússneskir og hergögn þeirra rússnesk. En ástandið í landinu væri nú komið í samt lag aftur. Hann bar það til baka, að herlög hefðu verið sett í Búlgaríu og að almenn hervæðing færi fram í landinu. Búlgarar, sagði ráðherrann, hafa ekki árás í huga gagnvart nokkurri þjóð. Hann sagði, að fregnirnar, er birtar hefðu verið um að Búlg- arar ætluðu að senda herfylki til austurvígstöðvanna væru úr íausu lofti gripnar. Ráðstefna Bandamanna hófst í London í gær. Mættu þar fulltrúar stjórna þeirra, sem her- numdu löndin hafa sett upp í London, fulltrúar bresku stjórn- arinnar og samveldislandanna ásamt fulltrúum Sovjet-Rúss- lands. Anthony Eden, utanríkis- málaráðherra Breta var í for- sæti á fundinum. Flutti hann ræðu þar sem hann minti á hina 8 punkta Atlantshafssamþykt-. arinnar, sem sú barátta, sem Bretland nú ætti í, bygðist á. — Yjer munum framkvæma þær meginreglur sem í þeim felast. Hið sameiginlega markmið Bandamanna er frelsi þjóðanna og vjer munum eftir stríðið snúa oss að uppbyggingu og frið- sömu starfi. En Hitlerismann verður að sigra fyrst, sagði Mr. Eden. Maisky, sendiherra Rpssa í London flutti einnig ræðu. Ræddi hann hina örlagaríku baráttu, sem nú væri háð. Þao verður að sigra árásarseggina, sagði hann. Hann kvaðst geta fallist á að Atlantshafssamþykt- in fæli í sjer það styrjaldar- markmið sem allir þeir, sem berjast vildu gegn fascismanum gæt u sámeinast um. Fimtug’ er í dag frú Sigurbjörg Jónsdóttir, Klapparstíg 9 hjer í bæ. / Breskur flugher I Lenlngrad Fyrstu 7 þýsku ílug- vjelarnar skotoar niður T7I rá því var skýrt í London í gær, að breski flugherinn, sem sendur var til Rússlands, væri byrjaður að taka þátt í or- ustum á austurvígstöðvunum og ein flugdeild var sögð hafa þeg- ar skotið niður 7 þýskar flug- vjelar. Talið er að flugherinn berjist á Leningradvígstöðvunum. Það var tekið fram að í flughernum sjeu flugmenn frá Bretlandi, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjá- lar.di. 6000 tonna þýsku skipi sökt T~> reska flugmálaráðuneytið ^tilkynti í gærkvöldi að 6000 smálesta þýsku skipi hefði verið sökkt við Noregsstrendur. Gerðu breskar flugvjelar árás á það og huldi það sig þá reykj- armekki. Flugvjelarnar lækk- uou þá flugið niður úr reykský- inu og tókst að hæfa skipið með sprengjum sínum. Óeirðir í París Þjóðverjar beita Frakka harð- ræðum Fregnir bárust um það í gær til Vichy, að óeirðir hefðu brotist út í París. Hefði jafnvel svo mikið kveð- ið að þeim, að heil hverfi í borg- inni hefðu verið lýst í hernaðar- ástandi. Fregn um þetta hafði þó ekki feíigið staðfestingu í Vichy. Víðar frá hinum hernumda hluta Frakklands berast nú fregn- ir um óeirðir og vaxandi and- spyrnu gegn Þjóðverjum. En allri slíkri mótspyrnu er mætt með hinum harðneskjuleg- ustu ráðstöfunum af liálfu Þjóð- verja. T. d. hefir það komið fyr- ir, er þýskir hermenn hafa orðið fyrir tilræðum a£ hálfu Frakka og ekki hefir tekist að hafa upp á tilræðismönnunum, að saklausir borgarbúar hafa verið teknir af handahófi og ýmist skotnir eða hneptir í fangabúðir. Á Tobruksvæðinu kom í gær til lítilsháttar viðureignar framvarða- sveita.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.