Morgunblaðið - 25.09.1941, Page 5

Morgunblaðið - 25.09.1941, Page 5
Hjlmtudagur 25. sept. 1941. jPorgiisatf>l£t$td Otgef.: H.f. Árvakur, K«xkj»vlk. Rltatjörar: Jön Kjartansaon, Valtýr Stef&nason (kbrrcSarai.). Auglýsingar: Árnl Óla. Ritstjörn, auglýslngar og af*r«10aia: Austurstrœti 8. — Staal 1*00. Áakriftargjald: kr. 4,00 A mánuBi innanlands, kr. 4,60 utanlands. t lausasölu: 26 aura elntaklB, 30 aura meB Leabök. Eimskipafjelagið og Leyndin T T VERNIG stendur á þeirri miklu leynd, sem er látin vera yfir olíum opinberum mál- 'im, sem eru.á döfinni hjer í bæn- nm, lögrej^lu- og sakamálum ? Við blaðamenn vitum um mörg mál og sum stor og yfirgrips- mikil glæpamál, sem hafa verið 'Og eru hjer á döfinni, en blöðin fá enga vitneákju um. Þegar blöð- in spyrja lögregluna, fá þau jafnan eitt og sama svarið: Okk- ur er bannað að skýra frá mál- Tinum; það eru aðeins yfirmenn okkar, sem ráða því, hvað blöð- nm er sagt af gangi slíkra mála. Og þegar svo blöðin leita til yfir- mannanna, er svarið venjulega þetta; Það er ekki tímabært að ■skýra frá málinu. Þannig gengur þetta og lyktar venjulega þannig, að blöðin fá • skkert að' segja. Hvað á þessi leynd að þýða, Vitanlega getur verið góð og 'gild ástæiða, að halda leyndum gan gl sákamála eða yfirgripsmik- illa lögreglumála, meðan rannsókn istendur yfir. Það getur orðið til að torvelda rannsókn, að skýrt sje opinberlega frá gangi mál- anna. En þessi leynd er venju- ’lega Öþörf nema á frumstigi rann- sóknarinnar. Hitt er í alla staði óviðeígandi og óhafandi í lýð- frjálsu landi, að opinber mál sjeu grafin niður í skjalasafni þeirra emíbætta, sem um málin fjalla. Yfir þessum málum á engin leynd að vera. f öllum lýðfrjálsum löndum kafa blöðin greiðan aðgang að þeim stofnunum, sem eiga að gæta laga og rjettar í landinu. Þetta er og nauðsynlegt, því að það er ekki lítið öryggi fólgið í því fyrir borgarana, að þessi mál sjeu opin fyrir gagnrýni. Hjer hefir það og verið þannig undan- farin ár, að blöðin hafa liaft greið- an aðgang að þessum málum frá byrjun. En í seinni tíð hefir orð- ið gerbreyting á þessu. Nú virðist beinlínis að því stefnt, að þessura málum sje haldið leyndum fyrir blöðunum. Með því er almenningi algerlega varnað að fylgjast með gangi málanna. Blöðin hafa reynt að spyrjast fyrir um það, hverju því sætti, að þessi mikla leynd er viðhöfð um opinberu málin. En þau fá ■ekkert fullnægjandi svar. Segja má, að blöðin geti sagt það sem þau vita um málin og láta sig engu skifta hvað embætt- ismennirnir segja. Hingað til hafa blöðin ekki viljað fara þannig að, því að vitanlega er ekki altaf ör’- ugt, að þau fái sannar fregnir af málunum. Lögreglan og rannsókn- arrjetturinn á að vera trygging fvrir því, að rjett sje hermt. Það -aetti að vera í þeirra þágu líka, að ekki spvnnust missagnir og fleipur um þessi mál. PAÐ er eins og sumum blöðum landsins sje ómögulegt að minnast á hina vaxandi dýrtíð án þess að hnjóða í Eimskipafjelagið 0" kenna farmgjöldum þess um, hve altaf sje að verða dýrara að lifa í þessu landi. Þó ætti blöðum þessum að vera kunnugt um, að fjelagið hefir haldið farmgjöldum sínum óbreytt um frá 1. apríl 1940, að öðru leyti en því, að þegar hið nýja siglingabann Þjóðverja skall á í síðastl. aprílmánuði, og öll vá- tryggingargjöld þutu upp úr öllu valþi, þá voru farmgjöld frá Englandi hækkuð um 50% af hinni fyrri hækkun. Það virðist því ekki vel skiljanlegt, hvernig stöðugt vaxandi dýrtíð ætti að geta stafað af óbreyttum, eða að miklu leyti óbreyttum, farmgjöld- um. Þá er það ekki síður undarlegt, að þessi sömu blöð skuli nota sem tækifæri til þess að ráðast á farmgjöld Eimskipa, að dýrtíðar- vísitalan óx í síðastl. mánuði um 10 stig, þótt jafnframt væri upp- lýst, að þessi hækkun stafaði' af verðhækkun innlendra afurða. Þessar árásir á Eimskipafjelagið virðast sprottnar af því, að sam- kvæmt ársreikningi fjelagsins fyr ir síðastl. ár, sem lagður var fram á aðalfundi þess 7. júní þ. á., hafði tekjuafgangur þess á því ári orð- ið kr. 3.071.260)78, en jafnframt voru á reikningnum færðar til útgjalda kr. 1.249.106.27 sem ið- gjöld til vátryggingarsjóðs fje- lagsins sjálfs vegna sjálfsáhættu þess á mismunum vátryggingar- upphæða skipanna hjá vátrygg- ingarfjelögum og væntanlegs end urnýjunarkostnaðar skipanna, ,ef þau færust. Á aðalfundinum hjelt Skúli Guðmundsson alþm. því fram, að þessa iðgjaldaupphæð vegna sjálfsáhættu bæri að skoða sem tekjuafgang, og væri því reksturságóði fjelagsins árið 1940 ekki þessar ca. 3 milj. kr., sem reikningurinn sýndi, heldur ca. 414 milj. kr. Bar hann, ásamt öðrum manni fram á aðalfundin- um tillögu, um að upphæð er svaraði til tjeðrar ið- gjaldaupphæðar, yrði útborguð til lækkana farmgjalda á yfir- standandi ári. Á aðalfundinum varði fjelagsstjórnin reikninginn, eins og hann lá fyrir, og var hann samþyktur þannig með öllum þorra atkvæða, en tillaga Skúla feld. En síðan hafa sum blöð lands ins altáf verið að skrifa um þenna mikla gróða Eimskips og nefnt hann á fimtu miljón kr., til þess að gjöra sem mest úr honum, þó hann raunverulega væri ekki nema ca. 3 milj. kr. Ráðamenn Eimskipafjelagsins hafa ekki borið hönd fyrir höfuð sjer út af þessum árásum. En tveir menn hafa ritað greinar til þess að verja Eimskip í þess- um efnum. Brynjólfur Stefánsson, forstjóri Sjóvátryggingarf jelagsins, skrif- ^ aði grein, sem birtist í Morgun- f blaðinu 30. júlí þ. á. Hann, sá ^ tryggingarfróði maður, taldi of- angreinda ráðstöfun fjelagsstjórn- ( arinnar og meiri hluta hluthafa farmgjölöin nauðsynlega. Hann lagði áherslu á hina miklu áhættu, sem vofði yfir fjelaginu um að skip þess færust, en vegna hinnar miklu þarfar landsmanna myndi fjelag- ið verða að leggja mjög niikið í sölurnar til þess að eignast skip í staðinn, sjerstaklega að því er eina kæliskipið, Brúarfoss, snerti. Hann sagði, að fjelagið þyrfti að vera við því búið að endurnýjun- arkostnaður skipanna færi langt fram \ir vátryggingarverði þeirra að hann taldi sjálfsagt, að fyr- greind iðgjaldaupphæð, ca. 1% milj. kr., væri lögð „í sjerstakan vátryggingarsjóð, sem ekki getur losnað til frjálsra afnota nema áhætta sú, sem honum er ætlað | að standa undir, líði hjá, án þess 1 að til hans þurfi að taka. Þá fyrst mætti skoða hann sem inn- unna eign fjelagsins. Þá benti Brynjólfur Stefánsson forstjóri á það, að Eimskip hefði ekki hækkað farmgjöld sín neitt líkt því, sem farmgjöld hefðu hækkað annarsstaðar í heiminum og upplýsti, að samkvæmt skrán- ingu á frjálsum markaði í New York hefði skipaleiga næstum því sjöfaldast (700%) frá því um stríðsbyrjun 1939 til maí þ. á., en aftur á móti hefðu flutnings- gjöld Eimskips í Ameríkuferðum aðeins hækkað um rúmlega 56%. Ennfremur bendir Brynjólfur á það, að hin góða afkoma Eimskips stafi fyrst og fremst af því, að lánið hafi fylgt skipum þess, sigl- ingarnar hafi gengið slysa- og tafar minna en hægt var að gjöra sjer vonir um, rjett því að láta fjelagið njóta ávaxtanna af því til þess að tryggja sig sem best gegn yfirvofandi hættum. Lætur hann þess getið, að meðal árs- arður til hluthafa hafi verið 2 — tveir — % síðustu 20 árin, og með því að fjelaginu græðist fje, þá sje ekki verið að auðga hlut- hafana, heldur að tryggja fram- tíð fjelagsins og þá sje því jafn- framt verið að tryggja þjóðinni að flutningaþörfinni verði í fram- tíðinni sem best fullnægt, en það sje lífsnauðsyn. Loks telur hann, að flestir muni dæma ráðstafanir Eimskips ekki sem okur, heldur sem lofsverða fyrirhyggju. Hinn maðurinn, sem ritað hefir um málið, er Hallgrímur Jónsson, vjelstjóri. Grein hans birtist í ágústblaði sjómannablaðsins Vík- ings. Hann telur að umræddar að- finslur, sem Eimskip hafi orðið fyrir, sjeu fyllilega óverðskuld- aðar, vegna, þess hversu nauðsyn- legt sje að trvggja fjelagið gegn hættum þeim, sem vofa yfir því, það sje almenningseign, sje þann- ig til orðið, og hafi verið rekið þannig, hann álítur að „skamm- sýni sú 'og sýtingssemi, kem snúið Jiefir að Eimsjkipafjelaginu að undanförnu“ verði að hverfa, vegna þjóðarinnar þurfi fjelagið mikið fje til þess að geta endur- nýjað og aukið ’skipastól sinn. Telur Hallgrímur, að þæú 3 milj. kr., sem f.jelagið hafði í tekjuaf- gang síðastl. ár, nái skamt í því efni, og segir: „jafnvel 3 sinnum 3 miljónir er altof lítið“. Loks segir Hallgrímur meðal annars: „að varasjöðir fjelagsins eru vissu lega einhverjir þörfustu spari- s.jóðir landsmanna. Þeir eru trygg ing fyrir árlegum miljónagróða fyrir þessa þjóð í framtíðinni“. Þessir tveir greinahöfundar hafa þannig flutt svo röggsamlega vörn fyrir Eimskipafjelagið, að það er ef til vill óþarft að bæta þar nokkru við. Jeg hef þó aflað mjer hjá Eimskipafjelaginu vit- neskju um nokkur atriði í þessu sambandi, sem mjer virðist ástæða til að verði gjörð þjóðinni kunn. Þegar meta skal hvern þátt farmgjöld innfluttra vara eiga í hækkandi dýrtíðarvísitölu, virðist fyrst af öllu náuðsynlegt að at- huga grundvöll dýrtíðartölunnar, sjerstaklega hve mikil áhrif hinir ýmsu kostnaðarliðir eru látnir hafa á útreikning dýrtíðartölunnar. Kauplagsnefnd, sem með aðstoð Hagstofunnar reiknar út dýrtíð- artöluna, skal samkvæmt gildandi lögum byggja dýrtíðarvísitöluna á framfærslukostnaði í Reykjavík. Nefndin leggur því til grundvallar niðurstöðu, sem fjekst af hús- haldsreikningum 40 fjölskyldna í Reykjavík 1. júlí 1939 til 30. júní 1940. Samkvæmt þeirri niðurstöðu er talið (sbr. Hagtíðindi nr. 10— 12 1940), að af húshaldskostnaði manna sjeu: Matvörur .......... 44,2% Eldsneyti og ljósmeti 7,3% Fatnaður .......... 16,6% Húsnæði ........... 18,2% Ýmislegt .......... 13,7% Samtals 100% Af þessu sjest, að matvörur hafa hlutfallslega langmesta þýð- ingu að því er dýrtíðartöluna snertir. Þótt innlend matvæli sjeu talin hjer með, þá -er þó auðsjeð, að hvað framgjöld hjá Eimskip snertir, þá eru matvörurnar að- alatriðið, þar koma ekki til greina eldsneyti og ljósmeti, sem að mjög litlu löyti er flutt með skip- um Eimskips, fatnaður er að nokkru leyti innlendur, en húsa- leigu haldið í skefjum með laga- ákvæðum. Það er þýðingarlaust að ræða nú um farmgjöldin milli Norður- landa og íslands. Aðeins má geta þess, að þegar samgöngur tókust af við Norðurlönd í apríl 1940, þá höfðu farmgjöld á Norðurlöndum meira en fjórfaldast, en á sama tíma höfðu farmgjöld Eimskipa- fjelagsins ekki hækkað um meir en 200%. Að því er England snertir, hefir Eimskip síðan í' ófriðarbyrjun hækkað farmgjöld sín þahnig: 14/9 1939 hækkun 50% á frumt. 11/10 _ _ 100% - — 24/1 1940 — 200% - — 26/4 1941 — 300% - — Nú er vitanlegt, að matvörur hafa síðan í ársbyrjun 1940 nær eingöngu verið innfluttar frá Am- eríku. Farmgjöldin frá Englandi Eftir Sigurjón Jónsson forstj. hafa því mjög litla þýðingu fyrir dýrtíðarvísitöluna. Það eru því farmgjöldin fyrir matvörur frá Ameríku, sem eru þaufarmgjöld, er hafa aðallega áhrif á dýrtíðartöluna. En um farmgjöld J^mskips frá Ameríku er það að segja, að þau voru í stríðsbvrjun, liaustið 1939, þegar beinar Ameríkuferðir hóf- ust, hækkað um 25%. Hinn 1. apríl 1940 var sá taxti hækkaður um 25%, og var þá hækknnin frá’ farmgjöldum fyrir stríð orðin rúm- lega 56%, en eins og Brynjólfur Stefánsson forstjóri tekur fram í áðurnefndri grein sinni, þá hefir skipaleiga á frjálsum markaði í New York næstum sjöfaldast frá ágúst 1939 til síðastl. maímánaðar. Síðin 1. apríl 1940 hefir engin hækkun orðið á Ámeríku-farm- gjöldum Eimskipafjelagsins. Farmgjöld Eimskips milli fs- lands og Ameríku eru líka miklu lægri nú en í ófriðnum 1914—• 1918, sem sjest á því, að farm- gjöld fvrir smálest sumra vara frá Ameríku eru nú aðeins 132 kr., og eru þar í innifalin strand- ferðafarmgjöld frá Reykjavík til allra hafna úti um land, en þá voru tilsvarandi farmgjöld 164 kr. fyrir smálest til Reykjavíkur, og varð því auk þess að greiða allan. kostnað af sendingu varanna frá Reykjavík út um alt land. Niðurstaðan af þessum farm- gjöldum Eimskips fyrir matvörur frá Ameríku hefiV þá líka orðið' sú, að í fimm ferðum, sem Eim- - skip Ijet fara til Halifax í maí, júní, júlí og ágúst þ. á. varð halli í hverri ferð. að meðaltali 44 þús. kr. í ferð, eða um 40 til 50 kr. á hverri smálest. Gróði fjelagsins stafar því ekki af farmgjöldum fyrir matvörur, heldur fyrir aðrar vörur, sem ekki hafa verulega þýðingu fyrir vísi- tölu dýrtíðarinnar, svo 0g af flutn- ingi, sem á engan hátt getur haft áhrif á dýrtíðina í landinu yfir- höfuð. Síðasta farmgjaldshækkun í Am eríknferðum fór, eins og fyr er sagt, fram 1.* apríl 1940. Sú hækkun hefir verið komin til fullra áhrifa á dýrtíðartöluna fyrir apríl-júní 1940, sem birt var í lok júní 1940. Dýrtíðarvísitala kauplagsnefndar að því er mat- væli snerti, var þá eftir núgildandi reglum 132 og almenna vísitalan var þá, eftir sömu reglum, 127, en 1. f. m. var dýrtíðarvísitala matvæla' 204 og almenna vísitalan 167. Virðist augljóst, að farm- gjöldin geti ekki átt nokkurn þátt í þeirri hækkun. Þau eru því mjög röng og vill- andi öll blaðaskrifin um það, hversu mikið gróði Eimskips hafi aukið dýrtíðina í landinu, og sjer- staklega er þetta rangt að því er snertir dýrtíðartöluna, sem kaup- greiðslur fara eftir. f Tímanum, sem út kom 1. júlí þ. á., hefir Skúli Guðm. alþ.maður FRAMH. JL 8JÖTTU 8ÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.