Morgunblaðið - 25.09.1941, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 25. sept. 1941.
Minning Guðrún-
ar Ásgeirsdóttur
Við fylgjum til "rafar í dag
konu, sem aldrei blífði sjer
meðan kraftarnir entust.
Það er gott að starfa og sigra,
en- að starfa og bíða ósigur er
þjáning. Hún hafði reynt hvort-
tveggja, ósigur móðurinnar, sem
sjer á bak ástvinunum, sem hefir
vakað við sjúkrabeðinn í von um
líf þeirra og heilsu, og hvin er
ein þeirra mæðra, sem fengið hafa
fregnina af hafimi um að sonur
hennar kæmi ekki heim framar,
en hun hjelt áfram að starfa samt
og bar vissulega sigur tir býtum,
því þún var mikil þrekkona bæði
lil sálar og líkama.
Prú Guðrún var fædd að Leirá
í Borgarfirði 25. sept. 1863, og
voru foreldrar hennar Asgeir
Möller og Regína Petrína Riist.
Hún fluttist ung til Reykjavíkur
og giftist hjer fyrra manni sín-
um Guðmundi Þorsteinssyni.
Þeim varð þriggja barna auðið,
en Guðmundur Ijest, þegar börn-
in: voru kornung, og kom þá til
hennar kasta að halda ein í horf-
inu. Síðar giftist hún eftirlifandi
manni sínum, Stefáni Runólfs-
syni í Eskihlíð, sem margir Reyk-
víkingar kannast við, og hefir
sambúð þeirra verið löng og far-
sæl.
Frá fyrra hjónabandi misti frú
Guðrún tvö börnin í bernsku, en
eitt þeirra, Regína. fór til Vestur-
heims og er þar gift kona. Þau
Stefán mistu einnig uppkominn
son í sjóinn, mjög mannvænleg-
an, en annar sonur þeirra er
Kjartan kaupmaður á Bragagötu
38, og hafa gömlu hjónin dvalið
hjá honum og hans ágætu konu,
Ragnheiði Jónsdóttur. Þriðja
barn þeirra h.jóna er frú Guð-
mundína, gift Valgarði Stefáns-
syni frá Fagraskógi'.
Stefán maður Guðrúnar varð
fyrir miklu slysi á síðastliðnu
vori og liggur nú rúmfastur á
Landspítalanum. Er nú sár harm-
ur að honum kveðinn, er hann
verður að sjá á bak sínum góða
og trausta förunaut. En börn
hehnar og barnabörn fylgja henm
til hinstu hvíldar með hjartans
þakklæti í huga og við aUir vin-
ir hennar.
Guðrún Stefánsdóttir.
Fyrsta hlutavelta ársins. Næ*t-
komandi sunnudag heldur K. R.
stóra hlutaveltu í garðyrkjusýu-
ingarskálanum við Túngötu. Eru
K. R.-ingar þegar farnir að safna
á hlutaveltuna og væntir stjórn
fjelagsins, að þeim verði eins og
áður vel tekið af kaupmönnum og
verslunarfyrirtækjum bæjarins.
Eimskipaf jelagið ...
FRAMH. AF FIMTU SÍÐT/
birt grein, þar sem hann telur
framannefnd sjálfstryggingargjöld
með rektsurságóða Eimskips á ár-
inu 1940 og telur því hreinan
ágóða þess um 4 milj. 300 þús.
kr. Á þeim grundvelli reiknar
hann út, að hreinn ágóði fjelags-
ins hafi síðastl. ár numið rúm-
lega 52 kr. á hverja smálest af
vörum, sem fjelagið hafi’ það ár
fiutt til landsins og frá landinu
(innflutt 51,531 smál., útflutt
30,302 smál.). Umrædd tryggingar-
gjöld eru, eins og fyr er sagt, kr.
1.249.106.27, samkvæmt reikningi
fjelagsins, og ef þau eru ekki
talin reksturságóði, þá er ágóðinn
kr. 3.071.260.78, en samkvæmt því
er hreinn ágóði rjett talinn kr.
37.53 á hverja smálest.
Þenna ágpða álítur Skúli Guðm.
alþ.maður svo áhæfilega og óþarf-
lega háan, að hann vill láta rík-
isvaldið skerast í leikinn, ákveða
hámark farmgjalda fjelagsins og
miða það við, ekki aðeins hvað
sjeu hæfileg farmgjöld eins og nú
stendur, heldur einnig taka tillit
til þess, að fjelagið hafi haft ó-
hæfilega mikinn gróða á síðastl.
ári, Hann vjll, að því er virðist,
með þessu móti koma í fram-
kvæmd fyrnefndri tillögu, sem
hann bar fram á aðalfundi fje-
lagsins 7. júm þ. á., um að fje-
lagið skyldi' útborga upphæð, sem
hjer um bil svaraði sjálfstrygg-
ingargjöldunum, til lækkana farra
gjalda á yfirstandandi ári, en á
áðalfunndinum var þessi tillaga
feld með 14464 atkv. gegn 3244.
í sambandi við þetta virðist
rjett að athuga, hvernig reksturs-
ágóða fjelagsins var háttað í fyrri
heimsstyrjöldinni, ef hann er reikn
aður út á sama grundvelli, sem
Skúli Guðm. alþ.maður gjörir í
áðurnefndri grein — hvað snertir
reksturságóðann síðastl. ár — þá
verður niðurstaðan þessi:
Arið 1917 var reksturságóðinn
kr. 75.75 á hverja smálest.
Arið 1918 var reksturságóðinn
kr. 105.70 á hverja smálest.
Árið 1919 var reksturságóðinn
kr. 74.54 á hverja smálest.
Það kemur þannig í ljós, að þótt
reiknað sje á grundvelli Skiila.
Guðm. alþ.m., þá var reksturságóði
fjelagsins hlutfallslega hjer um
bil 50 til 100Í% hærri á fyrri
stvrjaldarárunum, heldur en hann
var síðastl. ár. Þá kom samt ekki
nokkur rödd fram um það, að
ágóði fjelagsins væri óhæfilega
hár. Menn voru þá það framsýnir,
báru í brjósti svo mikla umhyggju
fyrir velferð fjelagsins og töldu
það svo þýðingarmikið fyrir þjóð-
fjelagið, að á aðalfundi fjelags-
ins 1916 var meira að segja borin
fram tillaga um, að það „hagi flutn
ingsgjöldum skipanna um sinn
nokkuð eftir því, sem önnur fjelög
á Norðurlöndum gera og hafa
gert síðan er ófriðurinn hófst“.
'Stjórn fjelagsins vildi aftur á
móti leggja til grundvallar þarfir
og öryggi fjelagsins og sömu
stefnu er enn fylgt í ákvörðun
flutningsgjalda fjelagsins. Sbr.
yfirlýsing f jelagsstjórnarinnar i
aðalfundi, 8. júní 1940.
Hvernig fór svo eftir fyrri
heimsstyrjöldina ? Sýndi reynslan,
að farmgjöldin hefðu verið of há?
Varasjóður fjelagsins komst upp
í ca. 1 y3 milj. kr., en tapaðist
algjörlega vegna afleiðinga styr-
jaldarinnar.
Þessi reynsla fjelagsins ætti að
geta sannfært alla þá, sem vilja
Uyggja framtíð þess, um það, að
farmgjöld þess nú eru ekki svo
há, sem þau þyrftu að vera, til
þess að veita fjelaginu svipað
öryggi því, er jafnvel reyndist
ófullnægjandi eftir heimsstyrjöld-
ina 1914—1918, og hver getur með
nokkurri skynsemi haldið því
fram, að ekki sje þörf sama ör-
yggis níi sem þá?
8. sept. 1941.
Sigurj. Jónsson.
★
Síðan grein þessi var skrifuð,
hefir birst í Morgunnblaðinu 11.
þ. m. grein eftir Einar Sigfússon,
þar sem hann leiðir meðal annars
rök að því, hversu nauðsynlegt
sje, ekki aðeins fyrir Eimskipa-
fjelagið sjálft, heldur einnig fyrir
þjóðina í heild, að fjelagið eflisí
fjárhagslega svo mikið sem mögu-
legt er.
„Sumargjöf*
kaupir hús
fyrir dag-
heimili barna
Bí.rnavinafjelagið „Sumar-
gjöf“ hefir ráðist í það
þarfaverk, að festa kaup á húsi
fyrir dagheimili., leikskóla og
vöggustofu fyrir börn. Húsið,
sem fjelagið hefir fest kaup á
er Tjarnargata 33, sem var eign
Lárusar Fjeldsted hrm.
Hús þetta er hið vandaðasta
og mjög hentugt fyrir starfsemi
,,Sumargjafar“. — Kaupverðið
mun hafa verið 100 þúsund kr.
Ætlun ,,Sumargjafar“ er að
hefja starfrækslu í húsi þessu
þegar um næstu mánaðamót.
Þarna verður dagheimili fyr-
ir um 40—50 börn, leikskóli
fyrir um 40 börn og vöggustofa
fyrir um 15 börn.
Talið er að mánaðargjald
fyrir dagheimilisbörn verði um
75 krónur og 20 krónur fyrir
leikskólabörn, en ekki hefir
verið ákveðið gjald fyrir vöggu-
stofubörn.
Forstöðukona starfseminnar
verður Þórhildur Ólafsdóttir, en
hún hefir veitt dagheimilum
„Sumargjafar“ forstöðu undan-
farin ár og farist það prýðilega
úr hendi.
Flýðultil
Tvrklandst
Ifregn frá Berlín í gær, var
skýrt frá því, að margir
sovjet-rússpeskir liðsforingjar á
landamærum Tyrklands og
Rússlands í Kákasus, hefðu
undanfarið farið yfir á tyrk-
neskt landssvæði.
Liðsforingjar þessir hafa ver-
ið afvopnaðir og kyrsettir.
4
Atvinnuástand Hnifsdælinga
FRAMH. AF ÞRIÐJU StÐU.
1936—1937 mistum við tvo góða
báta. Ástandið var þá orðið svo
slæmt, að eitthvað varð að gera
til úrbóta. Var þá hafist handa
um bátabyggingar og síðan 1937
hafa verið bygðir nýir og stærri
bátar. Hafa þeir verið bygðir á
ísafirði. En auk þess var, eins og
áður er sagt, 50 tonna vjelskip
keypt og haldið úti frá staðn-
um. Nú er í ráði að byggja tvo
15 tonna vjelbáta. Verða stofnúð
hlutafjeicg um hvorn þeirra.
Gætir mjög aukinnar bjartsýni
um afkomumöguleika útgerðar-
innar og mun það fje, sem græðist,
jafnharðan lagt í frekari eftingu
atvinnulífsins á staðnum.
Við hina auknu útgerð hefir
skapast aukin atvinna og þar
af leiðandi bættur efnahagur
fólksins í þorpinu. Hins bætta
efnahags fólksins gætir og í bættri
afkomu hreppsfjelagsins.
— Þið hafið nýlega stofnað með
ykkur kaupfjelag?
— Já, snemma á árinu 1939
stofnuðu sjómenn og útgerðar-
menn kaupfjelag, aðallega með
það fyrir augum, að kaupa og
verka fisk þann, sem bátarni.’
®kkar veiddu. Jafnframt var opn-
,uð sölubúð með Uauðsynjavarn-
i'ngi. Páll Pálsson útgerðarmaður
er formaður fjelagsins, en jeg
hefi haft framkvæmdarstjórn með
höndum Rekstur kaupfjelagsins
hefir gengið sæmilega. Flestir sjó-
menn og útgerðarmenn hafa gerst
fjelagsmenn og töluverður hluti
verslunar þorpsbúa er við fjelagið.
Er hin besta samvinna meðal
fjelagsmanna og engrar pólitískr-
ar togsíreitu gætir um stjórn
þess.
— Hvað er frystihúsmáli' ykk-
ar komið ?
— Alt fram til þessa tíma höf-
um við aðeins haft frystihús, sem
fryst hefir með snjó. Er það að-
eins til bcitugeymslu. Nokkur
brögð voru að því, að beitan
skemmdii t í því og auk þess ó-
fullnægjandi að stærð. En um
síðustu áramót var hlutafjelag
stofnað um byggingu hraðfrysti-
hiiss. Safnaðist 55 þús. kr. hluta-
fje í þorpinu og meðal Hnífs-
dælinga búsettra í Reykjavík. Þá
fjekst og loforð fyrir láni frá
Fiskimálsnefnd og Fiskiveiðasjóði.
Áætlaður kostnaður er 130—140
þús. kr Geri jeg ráð fyrir, áð
íshúsið geti tekið til starfa næstu
daga, a. m. k. sem beitugeymslu-
hús. En nokkur dráttur hefir
orðið á að hraðfrystitækin kæmu.
í húsinu er geymslurúm fyrir
ca. 200 tonn af beitu og frystum
fiski. Á það að fullnægja beitu-
þörf útgerðarinnar. Stjórn fje-
lagsins skipa: Páll Pálsson út-
gerðarmaður. formaður, og með-
stjórnendur: Hjörtur Guðmunds-
son útgerðarmaður og jeg. Má
vænta þess, að í framtíðinni verði
atvinnulífi þorpsins mikill styrk-
ur að þessu fyrirtæki.
— Hvernig er ræktunarmálum
ykkar Hnífsdælinga varið?
— Ræktunarmöguleikum þorps-
búa almennt er fremur þröngur
stakkur skorinn Garðrækt er þó
nú þegar orðin töluverð og nokkr-
ir eiga kindur. Annars fá þorps-
búar landbúnaðarafurðir frá bænd
unum í dalnum.
Vegagerð fram í Hnífsdal en
komin nokkuð áleiðis. Er mikill
áhugi fyrir því, að hann komist
lengra fram dalinn, en við það
skapaðist aðgangur að auknu land
rými til ræktunar. Annars eru
atvinnumál okkar komin það á
rekspöl, að naumast ætti að vera
hætta á atvinnuleysi og þröng, ef
sæmilegt verð helst á fisbinum.
— Hvaða framkvæmdir teljið
þjer mest aðkallandi hjá ykkur
nú sem sakir standa?
— Tvímælalaust lengingu
bryggjnnnar. Hún er nú 35 metra
löng, eins og áður er grúint, en
þarf nauðsynlega að verða helm-
ingi lengri. Með stækkun báta-
flotans hefir skapast aukin þörf
fyrir bryggju. En svo grunt er
við hana ennþá, að bátarnir fljóta
naumast við hana um fjöru, og
geta alls ekki' komist að henni í
vondum veðrum. Er mibil nauðsyn
á að fá þessa framkvæmd unna
þegar á næsta ári. Verður að
ætla, að ríkissjóður sjái sjer fært
að kosta hana að verulegu leyti.
Það, sem þegar hefir verið gert,
hefir hreppurinn kostað að %, en
ríkissjóður aðeins að %. Fyrir
útgerðina er þessi lenging bryggj -
unnar bráðnauðsynleg. Raunar má
segja, að- bryggjubyggingin hafi á
sínum tíma komið í veg fyrir að
plássið legðist niður sem útgerðar-
staður. En að því hefði verið hið
mesta tjón, þar sem Hnífsdalur
liggur ágætlega við einum allra
bestu fiskimiðum hjer við land,
þar sem fiskur er svo að segja
allan ársins hring, sem hvergi
mun annarsstaðar hjer við land.
Það er von mín og vissa, segir
Elías Ingimarsson að lokum, að
þegar sjávarútveginum hjá okkur
hafa verið skipuð sæmileg skil-
yrði til vaxtar og viðgangs, get-
um við snúið okkur að ræktunar-
málunum og komið þeim í það
horf, að þorpsbúar almennt geti'
að einhverju leyti haft stuðning
af jarðarnytjum.
oooooooooooooooooooooo<xxxxxxxx>ooooo<.
o Fóðnriíld.
$ Sá sem getur tekið á móti og losað 100 tunnur
^ af síld strax, fær innihaldið, ca. 100 kíló af síld,
0 fyrir 7 krónur tunnuna. Minsta afgreiðsla 25 tunnur.
$ Upplýsingar í dag kl. 1—2.
0 SOPHUS ÁRNASON,
0 Þingholtsstr. 13. a
0 *
oooooooooooooooooooooooooooooooooooo<
8EST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU.