Morgunblaðið - 25.09.1941, Side 7
Fimtudagur 25. sept. 1941.
MORGUNBLAÐIÐ
7
Minnlng: Frú Soffia Sigurjúnsdúttir
P rú Soffía Sigurjónsdóttir and-
* aðist að hoimili dóttur 'in.n-
ar, prófessorsfrúar Elsu Kuhn, í
Leipzig, hinn 5. sept. 1940, en
andlátsfregn liennar barst ekki
hingað til lands fyr en um jóla-
leytið. Jeg hefi ekki sjeð, að dán-
ardægurs Soffíu hafi verið getið
í blöðum og þótt seint sje, bið
jeg Morgunblaðið fyrir örfá minn
ingarorð.
Frú Soffía var fædd að hinu
þjóðkunna heimili Laxamýri í
Þingeyjarsýslu, 15. apríl 1876, og
voru foreldrar hennar Sigurjón
óðalsbóndi og dbrm. Jóhannesson
„ríka“ á Laxamýri’, Kristjánsson-
ar og konu hans, Snjólaug Þor-
valdsdóttir frá Krossum á Ár-
skógsströnd. Voru þau systkini
Soffíu 8, sem upp komust, og var
Jóhann skáld Sigurjónsson yngst-
ur þeirra (fæddur 19. júní 1880).
En nú eru þau öll látin, nema
frú Líney, ekkja Árna prófessors
Bjarnasonar, síðast í Görðum á
Álftanesi.
Soffía fjekk, eins og öll börn
þeirra Snjólaugar og Sigurjóns,
hið besta uppeldi í foreldrahúsum.
Sigurjón var sterk-efnaður á
þeirra tíma mælikvarða og var
ekki sinkur á fje. Sjerstaklega
var honum ant um að afla börn-
um sínum góðrar mentunar og
vildi þar síst spara til. — Soffía
var á Kvennaskólanum á Lauga-
landi 1891—93 og Kvennaskólan-
um í Reykjavík 1893—1894. Sigldi
til Kaupmannahafnar 1897, lærði
þar fyrst hússtjórnarstörf, síðan
nuddlækningar og lauk prófi í
þeirri grein með lofi. — Um 1910
kom hún alfari heim til íslands
ásamt dóttur sinni, Elsu, barn-
ungri. Hóf hún þá nuddlækningar
á Akureyri, undir handleiðslu
þeirra Steingríms Matthíassonar
og Vald. Stefensen, og Ijetu þeir
þáðir svo um mælt, að skyldurækni
og samviskusamari persónu í
starfi sínu, en Soffíu við nudd-
lækningarnar, væri ekki unt að
óska sjer.
Á Akureyri starfaði svo Soffía
rúmlega 20 ár og vann sjer þar
hylli og virðing allra er eitthvað
kvntust henni. Auk nuddlækning-
anna starfaði hún mjög að góð-
gerða- og hjúkrunarmálum, og var
t. d. lengi í stjórn hjúkrunarfje-
lagsins Hlíf.
Um 1928 giftist Elsa dóttir
hennar, Hans Kuhn, háskólakenn-
ara í Köln, og flutti þá burt frá
Akureyri með honum. Eftir það
festi Soffía lítt vndi, því mjög var
ástúðlegt með þeim mæðgum.
Flutti hún til þeirra hjóna 1931
og dvaldi hjá þeim til dauðadags,
fýrst í Köln en síðast í Leipzig,
þar sem tengdasonur hennar var
skipaður háskólaprófessor haustið
1938. En ávalt saknaði Soffía
Jslands. Sumarið 1938 kom hún
heim, ásamt tengdasyni sínum,
dóttur og 3 sonum þeirra og
dvöldu þau hjerlendis, lengst á
Akureyri, nokkrar vikur. — Nú
hvílir hún í erlendri mold.
Með frú Soffíu Sigurjónsdóttur
er mæt kona og mikilhæf til mold
ar gengin. — Sunnudaginn 29.
desember síðastl. var haldin minn-
ingarathöfn um hana í hinni nýju
Akurevraikirkju, að tilhlutun ætt-
ingja hennar og vina. Flutti sjera
Fr. J. Rafnar vígslubiskup ræðu,
en söngflokkur Akureyrarkirkju
söng. Kirkjan var ljósum skreytt
og fór athöfnin prýðilega fram.
Þingeyingur.
Minning frú Jórunnar
D. Thorlacius
Frú Jórunn D. Thorlacius and-
aðist 2. september s.l. á elli-
heimilinu hjer í bænum. Húu var
dóttir Daníels Thorlacius kaup-
manns og umboðsmanns í Stykk-
ishólmi og Guðrúnar (f. Skapta-
sen) dóttir Jóseps Skaptasens
læknis að Hnausum í Himaþingi.
Guðrún var hin metsa fríðleiks-
kona, vel greind, þrekmikil og
hinn mesti kvenskörungur, eins
og hún átti kyn til. Maður henn-
ar misti heilsuna og gat enga
björg sjer veitt síðustu æfiárin.
Er mjer minnisstætt, hve kona
hans stundaði hann með mikilli
alúð og innileik svo árum skifti.
Frú Jórunn Thorlacius var tví-
gift. Fyrri rnaður hennar var
Magnús Þórarinsson frá Bakka við
Bakkafjörð. Myndarmaður og
þjóðhaga smiður. Hann var kom-
inn af merkum bændaættum þar
eystra. Fyrst bjuggu þau hjón á
Steintúní við Bakkaf jörð, en fluttu
síðan til Stykkishólms. Keypti
Magnús þar Norska-húsið svo
nefnda. Það var ættaróðal og
æskuheimili Jórunnar konu hans.
Magnús hafði' þarna verslun og
þilskipaútgerð í nokkur ár, en
varð að hætta því vegna heilsu-
bilunar. Flutti þá Magnús með
konu sína og tengdaforeldra til
Reykjavíkur og síðar austur að
Bakkafirði aftur. Þar misti Jór-
unn mann sinn. Seinni maður
hennar var Þórarinn Yaldimars-
son, bróðursonur Magnúsar. Eftir
nokkurra ára sambúð misti' hún
hann einnig Þeim hjónum varð
ekki barna auðið. En með fyrra
manni sínum átti .Jórunn þrjú
börn. Tvo syni, Þórarinn og Jós-
ep og dóttur, Theódóru að nafni,
myndarlega cg góða stúlku. Hún
dó um tvítugsaldur. Frú Jórunn
fór því engan veginn á mis við
mótlæti og andstreymi í lífinu. En
hún bar það með einstakri þolin-
mæði og jafnaðargeði.
Um ættfeður Jórunnar, Thor-
lacius-feðga, má lesa í ágætri rit-
gerð í II. h. Sagna af Snæfells-
nesi, eftii Óscar Clausen.
Auðurinn er ekki ættrækinn.
Hann endist ekki að jafnaði í
marga ættliði, en mannkostirnir
ganga í ættir mann fram af manni.
Og það voru þeir, sem Jórunn
erfði og átti í ríkum mæli, enda
nutu þess margir.
Jórunn var glæsileg kona, fríð
sýnum og fyrirmannleg í fram-
göngu og fasi, áður en heilsan
bilaði. Góðgerðasemi og hjálpfýsi
var henni í blóð borið. Komu þess-
ar dygðir jafnan niður á þeim,
sem voru umkomulausir og áttu
við bág kjör að búa. í einu orði
sagt var Jórunn góð kona, í þessa
orðs fylstu merkingu.
x Húnvetningur.
Átfikin
ú Miðjarðariiafi
r tilkynningu bresku herstjórn-
arinnar í Kairo í gær var
skýrt frá hernaðaraðgerðum
breskra kafbáta á Miðjarðarhafi.
Var greint frá árás á ítalskt
skip, sem breskur kafbátur sökti
með tundurskevti vestur af Sikil-
ey. t V
í breskum blöðum er á það
bént, að skipatjón ítala á Mið-
jarðarhafi fari mjög vaxandi og
sje þegar orðið mjög tilfinnan-
legt.
B. S. í.
Sfmar 1540, þrjlr lfnor.
Géðír bflar. Fljót afgreiMa
í norska útvarpinu frá London
í gærkvöldi var sagt frá vaxandi
ólgu í norskum skólum gegn
harðstjórn Þjóðverja. Terboven,
landstjóri Þjóðverja hefir reynt
að koma í veg fyrir starfsemi
skólafjelaga innan æðri skólanna,
en nemendur láta bann hans ekki
á sig fá og halda fuúdi sína í íeyni
Sími 1380. _ LITLA BILSTÖÐIN zr Mr
UPPHITAÐIR BÍLAn.
Kaupiö saltkjðtið af
þeim sem verða
að salta
Kiötverðlagsnefnd hefir á-
kveðið verð á saltkjöti kr.
400,00 pr. tunnu, 130 kg.
Rjett er að vekja athygli
Revkvíkinga á því, að þetta
verð er mun lægra en ef menn
kaupa hjer nýtt kjöt og láta
salta niður í tunnu. Hjer kostar
nýtt 1. fl. dilkakjöt í kroppum
kr. 3,25 kg., eða 130 kílóin kr.
422,50, og er þá tunnan ekki
talin með. Sjest af þessu, að jafn
vel þótt menn hafi tunnu til þess
að salta kjötið í, verður mun
ódýrara að kaupa saltkjötið á
þeim stöðum, sem verða að
salta.
Sumir kynnu e. t. v. að óttast
að þeir fengju ekki eins gott
saltkjöt með því að kaupa það
þannig ósjeð. En fyrir þessu á
að vera næg trygging. því að
allt kjöt er metið og flokkað.
Þær verslanir, er hafa saltkjöt á
boðstólum munu og sjá til þess,
að kjötið sem þær selja, sje gott.
En það hefir þýðingu fyrir
kjötneysluna alment, að ekki
sje saltað á öðrum stöðum en
þeim, sem hafa ekki önnur úr-
yæði en að salta kjötið. Nú er
ekki neinn markaður fyrir salt-
kjötið annarsstaðar en hjer
jnnanlands. En víða hagar svo
til hjer á landi, að ekki er hægt
að frysta kjötið.
Hjónaefni. Nýlega hafa opiu-
berað trúlofun sína ungfrú Ágústa ;
Jónasdóttir, Laufásveg 4 og Jón
Bergmann, Ljósvallagötu 24.
Dagbók
• ••••<»<»••••• •••••••••••«
1.0.0. F. 5 = 1239258 Ú2 = 9 II
Næturlæknir er í nótt Ólafur
Jóhannsson, Gunnarsbraut 38. —•
Sími 5979. .
Næturvörður er í Ingólfs Apó-
teki og Laugavegs Apóteki.
92 ára er í dag Steinunn Jóns-
dóttir, Elliheimilinu, Ilafnarfirði.
50 ára er í dag frú Ingibjörg
Snorradóttir. Austurgötu 17,
Ilafnarfirði.
Trúlofun síiia hafa nýlega op-
inberað ungfrú Guðrún Stein-
dórsdóttir, Sólvallagötu 68 og
Pjetur Pjetursson, Sólvallagötu
33.
Bíl stolið. I fyrradag var stol-
ið bifreiðinni R. 1773. Hafði þjóf-
urinn og bifreiðin ekki fundist
þegar síðast frjettist í gærkvöldi.
Bifreiðin var einkabifreið. Hún
stóð fyrir utan bifreiðaverkstæði
Sveins Egilssonar, er henni var
stolið.
Stúdentarí Munið fund Stú-
dentafjelags Reykjavíkur í Há-
skólanum í kvöld.
Útvarpið í dag:
12.00—13.00 Hádegisútvarp.
15.30—16.00 Miðdegisútvarp.
19.30 Hljómplötur: Valsar.
19.40 Lesin dagskrá næstu viku.
20.00 Frjettir.
20.30 Minnisverð tíðindi (Axel
Thorsteinsson).
20.50 Hljómplötur: „Feðgamir“,
saga eftir Gunnar Gunnarsson
(ungfrú Solveig Guðmundsdótt-
ir). ^
21.25 Útvarpshljómsveitin:
a) Mars eftir Teike. b) Vals
eftir Moszkowsky. c) Indversk
ástalög eftir Woodford-Finden.
d) Krýningarmars eftir Meyer-
beer.
21.50 Frjettir.
Grammofónplötur.
Mikið úrval af orkestur plötum.
Nýtísku dansplötur.
Klassiskar plötur.
Komið á meðan nógu er úr velja.
H1 jóðfærahúsið.
Sonardóttir mín
ODDNÝ ODDSDÓTTIR
andaðist í gærmorgun. Jarðarförin auglýst síðar.
Valgerður Einarsdóttir,
Laugarnesveg 73.
Jarðarför föður og tengdaföður okkar,
ÞORSTEINS MATTHÍASSONAR frá Tungu
í Fróðárhreppi, fer fram laugardaginn 28. þessa mánaðar frá
heimili hans, Kirkjuveg 12, Hafnarfirði, kl. iy2 e. h.
Fyrir hönd systkina og annara vandamanna.
Karlotta Þorsteinsdóttir.