Morgunblaðið - 29.10.1941, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐID
Miðvikudagur 29. okt. 1941.
Þjóðverjar 20-25
km. frá Rostov
Rostov fyrsti
áfanginn í sókn
suður í Kákasus
Samkvæmt fregnum, sem borist höfðu til London
í gær, hafa Þjóðverjar getað sótt lítið eitt
fram á Moskva-vígstöðvunum síðustu vikuna,
en framsveitir þeirra eru þó hvergi sagðar komnar nær
borginni en 50—60 km. í vestur frá henni. En harðir
bardagar eru sagðir standa yfir þrátt fyrir slæm veður-
skilyrði, norðan frá Moskva og suður að Rostov.
Horfurnar eru enn sem fyr alvarlegar á suðurvíg-
stöðvunum, einkum hjá Rostov. Þjóðverjar eru sagðir vera
í 20—25 km. fjarlægð frá Rostov.
Horfurnar hafa einnig versnað á Krimskaga. Blaðið „Rauða
stjarnan“ skýrir frá því, að Þjóðverjum hafi á laugardaginn tek-
ist, með miklum mannfórnum að brjótast inn í víglínu Rússa á
Krímskaga, Og viðurkennir blaðið, að horfurnar sjeu þar ískyggi-
legar.
Roosevelt sagður
ætla að slíta stjórn-
málasambandi
við Þýskaland
Fregnir frá Washington í gærkvöldi hermdu, að
enda þótt ræða Roosevelts hafi ekki opnað
forsetanum leið til þess að fara í stríðið
gegn Þjóðverjum, þá sje þó talið meðal stjórnmálamanna
vestra, að brautin sje nú rudd fyrir Roosevelt til að slíta
stórnmálasambandi við Þjóðverja, við fyrsta tækifæri, sem
býðst.
Sjerstök athygli er leidd að því, að Roosevelt ljáði því ein-
dreginn stuðning, að róttækari breyting yrði gerð á hlutleysislög-
unum, en farið hefir verið fram á af hálfu hins opinbera til þessa,
þ. e. að felt verði úr lögunum ákvæðið, sem bannar amerískum
skipum að sigla til hafna ófriðaraðila.
, Yfirleitt er látin -í ljós sú skoðun vestra (segir í fregn frá
London) að ummæli hans að þessu sinni hafi verið ákveðnari en
áður, meir skýJaus og blátt áfram.
Steven Early, fulltrúi Roosevelts skýrði frá því í gær, að í að-
eins einu af hverjum átta brjefum, sem forsetinn fjekk í gær,
með dómum um ræðuna, hafi falist gagnrýni.
En forsetanum hefir þó ekki tekist að telja einangrunarsinn-
unum hughvarf. Þeir ráðast ákaft á forsetann og Nye öldunga-
deildarmaður sagði, að ræðan væri ein hin ómerkilegasta, sem
nokkru sinni hafi verið flutt af forseta Bandaríkjanna.
Aðeins þrisvar sinnum áður er talið að hlustendur hafi verið
ja'fnmargir að ræðu íorsetans. Er áætlað að 51% af útvarpshlust-
endum í Bandaríkjunum hafi hlýtt á ræðuna, eða um 50 miljónir
manna.
Ræða forsetans fer hjer á eftir (í útdrætti).
Þýska herstjórnin mintist
hvorki á Moskva nje Rost-
ov-vígstöðvarnar í gær,
sagði aðeins að hernaðar-
aðgerðum miðaði þar á-
fram. En á Donetz-víg-
stöðvunum tilkynti hún nýj
an sigur, með töku iðnaðar-
borgarinnar Kramator-
skaya, þar sem mikilvaeg-
asta skriðdrekaframleiðslu
verksmiðja Rússa er.
Herstjórnin skýrði einnig frá
því, að ungverskar hersveitir
hefðu náð ýmsum öðrum mikil-
vægum borgum á Donetz-svæð-
inu á sitt vald.
I rússneskum fregnum er ekki
talað um bardaga annars stað-
ar í Norður- eða Mið-Ukrainu,
en hjá Kharkov. Útvarpið í
Moskva skýrir frá því, að barist
sje í sjálfri borginni, en í Lond-
cn er á það bent, að engar opin-
berar fregnir hafi borist ennþá
frá Rússum um það, hvernig
vígstaðan sje hjá Kharkov. Er á
það bent, að skynsamlegast sje
að gera ráð fyrir, að Rússar geti
ekki haft gagn af verksmiðjun-
um í Kharkov lengur.
ROSTOV
Höfuðathyglin virðist bein-
ast meir og meir að Rostov-víg-
stöðvunum. Loka-takmark Þjóð-
verja þar er ekki álitið vera
Rostov, heldur Astrakhan, hafn
arborgin við Kaspiahaf, í 650
km. f jarlægð frá Rostov. En þótt
vegalengdin sje löng, þá er á
það bent, að yfir sljettlendi er
að fara, og því fljótfarið fyrir
vjelahersveitir.
Með töku Astrakhan myndu
Þjóðverjar rjúfa sambandið
milli norðurherja Rússa og rúss-
neska hersins í Kákasus, sem nú
er undir stjórn Timoschenkos.
Áður en Þjóðverjar gætu þó haf
ið sókn suður í Kákasus, yrðu
þeir að eyðileggja baráttuþrek
herjanna, sem norðar eru, því
FRAMH. Á SJÖUNDU ffiOU
Þjóðlegt samstarf
[ Danmðrku
O járlagadagur var í danska
* þinginu í gær. í umræð-
unum lögðu fulltrúar allra að-
alflokkanna áherslu á hið þjóð-
lega samstarf sem ríkti í Dan-
mörku, og einn þingmannanna,
Ole Björn Kraft, fulltrúi íhalds-
manna, sagði að þetta sam-
starf myndi standa á meðan
stríðið stæði yfir og e. t. v. leng-
ur.
Ole Björn Kraft vakti athygli
á því, að lýðræðisskipulagið
hefði oft verið gagnrýnt, en hið
þjóðlega sámstarf í Danmörku
sýndi, að þessi gagnrýni væri
okki á rökum reist.
Alsing Andersen hermálaráð-
herra talaði fyrir hönd jafnað-
armanna. Hann sagði, að allar
tilraunir til að rjúfa hið þjóðlega
samstarf í Danmörku, myndu
koma fyrir ekki.
Fulltrúar vinstri flokksins,
radikala flokksins og bænda-
flokksins töluðu einnig og allir
lýstu yfir fylgi við stefnu stjóm-
arinnar í utanríkismálum.
Tyrkir aðvaraðir
um, að hættan sje
ekki liðin hjá
Refik Saydam, forsætisráð-
herra Tyrkja flutti í gær
ræðu í tilefni af því, að átján ár
eru liðin frá stofnun lýðveldis
í Tyrklandi.
Ráðherrann lýsti þeim ásetn-
ingi Tyrkja, að varðveita sjálf-
stæði sitt og fullveldi. Þótt horf-
urnar væru betri nú fyrir Tyrki
FRAMH. Á SJÖUNDU 8fiDU.
M ussolini
flytur ræðu
E gær voru liðin 19 ár frá því
■ að fasistar tóku við völdum
í Ítalíu.
í ræðu, sem Mussolini flutti af
svölum Feneyjarhallarinnar fyrir
gífurlegum mannf jölda, er safnast
hafði saman á torginu fyrir fram-
an höllina, sagði hann að ítalska
þjóðin horfði fram á hið nýa ár
staðföst og einbeitt. Hann sagði
að verið væri að uppræta bolsje-
vismann og að Churchill og kump
ánar hans myndu þar engu fá um
breytt. „Við munum brjótast fram
'til sigurs“, sagði Mussolini.
Gislarnir (á að halúa
lííi skv. ósk Hitlers
Stiilpnagel, yfirhershöfðingi
Þjóðverja í Frakklandi, ljet
tilkynna í útvarpið í París í gær,
að samkvæmt sjerstakri ósk
Hitfers, hefði verið horfið frá að
taka af lífi gislana, 50 í Nantes
og 50 í Bordeaux.
„Franska þjóðin fær nú síðasta
tækifærið til þess að hjálpa til
við það, að finna hina seku, og
til þess að hverfa af braut hinna
þrælslegu morða þýskra lier-
manna“, sagði hershöfðinginn.
„Enginn mun verða fegnari en jeg,
ef ekki þarf að grípa framar til
hinna ömurlegu gagnráðstafana,
sem við höfum neyðst til að gera“.
Það er látið í veðri vaka að
Darlan hafi skorist í leikinn sam-
kvæmt kröfu Petains, og átt þátt
í því að gislarnir fá að halda lífi.
Pólitískar fanga-
búðir í Noregi
Stockholms-Tidningen“
skýrði frá því í gær, að
hætt væri við að halda rjettar-
höld í málum norsku verklýðsleið
toganna, sem teknir voru fastir
í siðastliðnum mánuði. í stað þess
verða þeir, samkvæmt sjerstöku
boði Jonasar Lie, dómsmálaráð-
herra í Oslo, geymdir í fangabúð-
um þar til stríðinu er lokið.
Lie hefir gefið út lög, þar sem
svo er ákveðið, að norskir þegn-
ar, sem valda með pólitískum
undirróðri, ókyrð. í landinu, skuli
settir í fangabúðir og geymdir þar
til stríðsloka.
ENGINN ÁREKSTUR
regnin um árekstur Rússa
og Japana á landamærum
Manschukuo var borin til baka í
Tokio í gær. Því var lýst yfir, að
þar væri ekkert kunnugt um
þenna atburð.
Það var rússneska Tass-
írjettastofan, sem upphaflega
birti fregnina um áreksturinn.
Þjóðverjar
senda Roose-
velt íóninn
Þýskalandi er dómurinn um
*• ræðu Roosevelts þessi:
,,Blekking“, ,,falsanir“, ,,brjál-
æði“.
Amerískir blaðamenn í Beríín síma
að fulltrúi þýska utanríkismála-
ráðimeytisins hafi sagt í gær, að ekki
gæti verið um það að tala, að skýra frá
neinum opinberum þýskum undirtekt-
tim, hið mesta sem hægt væri að gefa.
væri mlknisleg hjálp.
Fulltrúinn sagði, að hann hefði ver-
io vakinn kl. 5' í gærmorgun, af ritara
sínum, sem hefði lesið fyrir honum ræð-
tma. Hann kvaðst fyust hafa haldið að
ritarinn væri brjálaður.
Hann sagði, að svipuð „andleg van-
heilsa“ gerði vart við sig hjá Roosevelt,
eins og hjá Leopold II., sem eitt sinn
var konungur í Bayem, og sem sagður
er hafa verið haldinn ýmsum hugarór-
um.
Lundúnaútvarpið vitnaði í gær í sum
ummæli þýskra blaða, þar sem m. a. var
spgt,„ að ræðan væri þrungin lágum
hugsunarhætti, skepnuskap og brjálæði,
og flutt af andlega brjáluðum manni“.
Roosevelt er kallaðnr „stríðsbófi“, í
hondum ábyrgðarlausrar Gyðingaklíku.
Sænska þing'ið á
lokuðum fundum
Báðar deildir sænska þings-
ins sátu á lokuðum fundi
í gær. Fyrst kom neðri málstof-
an saman og sat á fundi í 3 klst.
og strax á éftir var fundur hald-
inn í efri málstofunni og stóð sá
fundur í 4 klst.
Amerískum skipum hefir veiið sökt
í Norður- og Snður-Atlantshafi. Amer-
íski tundurspillirinn „Greer“ varð fyr-
ir árás 4. sépt., og annar tundurspillir,
„Kearny“ varð fyrir árás og haafður 17.
október. Ellefu óbreyttir, dyggir am-
ei-ískir menn voru drepnir.
Við vildum komast hjá því, að hleypt
yrði af skoti. Skothríðin er þegar byrj-
uð. Það hefir þegar verið skráð á blöð
sögunnar hver hleypti fa fyrsta skotinu,
en þegar til lengdar læturpþá skiftir það
ekki mepu máli hver hleypti af fyrsta
skotinu, heldur hitt, hver hleypir af síð-
asta skotinu (dynja.ndi fagnaðarlæti).
H.jer hefir verið ráðist á Ameríku,
en ekki aðeins á flotaskip. Tundurskeyti
Hitlers hefir hæft hvern einasta Ame-
ríkumanna. Markmiðið var áð hræða
okkur af höfunum. Fá okkur til að
hörfa skjálfandi til okkar eigin strand-
ar. En þetta er ekki í fyrsta skifti, sem
Hitler skjátlast um hug Bandaríkja-
rnanna. Þessi hugur er nú vakiiaður. Ef
við hefðum farið að vilja Ilitlers, þá
hcíðum við orðið að draga kaupskip
okkar og herskip aftur fyrir hverja þá
línu, sem Hitler þóknaðist að draga sem
endamark ófriðarsvæðis síns. Að sjálf-'
sögðu vísuðum við þe^sari blægilegu
hugsun á bug. Við gerðum það í sjálfs-
varnaskyni, a£ siðferðislegum ástæð-
um og til þess að efna orð okkar. Það
er og mun altaf vera utanríkismála-
stefna okkar að frelsi ríjci á höfunum.
LEYNISKJÖLIN.
Hitler hefir reynt að telja okkur trú
um, að fvrirætlanir hans nái ekki til
vesturálfu hei-ms.
En .jeg hefi t. d. í höndum leynilegt
landabrjef, sem þýjska stjórnin hefir
látið gera. Landabrjef þett.a er af
Suður- og Mið-Ameríku, sem þýsku
heimsskipulagningamennirnir hafa
verið að rjála við. I Suður- og Mið-
Ameríku eru 14 ^sjálfstæð ríki, sem
þýska stjórnin hefir gert úr þeim 5
skattlönd. Meðal þessara rík.ja er
Panama, og lífæð Bandaríkjanna Pan-
amaskurðurinn: „Þetta er fyrirætlan
FRAMH. Á SJÖTTU SlÐU.