Morgunblaðið - 29.10.1941, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 29. okt. 1941.
KVENDJOÐIN OG HEÍMILIN
FW altur I tlsku
Flauel er aftur komið á markað-
inn og er sjerstaklega mikið notað
að hafa það með silkiefni í kjól.
Mittið á kjólnum er yfirleitt neðar
lega og ermarnar ná aðeins niður
fyrir olnboga.
M eðferð
ullarfata
Nú fer að kólna í veðri
«g ullarfötin koma aftur að góðu
lialdi. Einn ókosturinn við þau er
þvotturinn. Það virðist oft erfið-
leikum bundið að þvo þau Jiannig,
að þau hlaupi ekki og verði ónot-
hæf eftir nokkra þvotta, þó að
þau sjeu að öðru leyti heil. Margt
liefir verið ráðlagt í þessum efn-
nm, mismunandi gott, en eftirfar-
andi aðferð er eflaust með þeim
betri: Setjið 2—3 bnefa af salti
í bala af köldu vatni. Látið ullar-
fötin iiggja í vatninu 1—2 daga
og skolið þau síðan vel úr köldu
vatni. Ef þessi aðferð er notuð,
hlaupa ullarfötin ekki, og verða
•eins og ný eftir þvottinn.
Kjötforði til vetrarins
Niðursuða og geymsla
Munið - -
— — að það verður að fara
varlega með krystal. Þegar á að
þvo krvstalinn, er gott að fara
þannig að: Látið muni þá, sem
þjer ætlið að þvo, vera nokkra
•stund í heitu herbergi; hafið vatn
ið vel heitt og látið dálítið af
salmiakspíritus út í ]>að. Berið
sápu á stífan bursta og burstið
■duglega allar skorur. Hkolið svo
úr vatni, jafnheitu og fyrsta vatn-
5ð. Látið dálítið af línsterkju í
•iseinasta vatnið, þá verður krystall
inn tær og fallegur. Þurkið hann
að lokum með mjúkum klút.
Allar hygnar húsmæður reyna
að gera sem best innkaup á
allskonar matvörú, þegar tækifæri
býðst. Nú á þessum tíma, slátur-
tímanum, er tækifæri til að fá
bæði kjöt og aðrar sláturafurðir
með heldur vægara verði, heldur
en á öðrum tíma ársins. Þessvegna
er ástæða fyrir húsmæðurnar að
athuga það, að nota meira af þess-
um ágætu fæðuefnum og kaupa
svo mikið til vetrarins sem efni
leyfa og geyma það á þann hátt.
að það haldist óskemt og sje lyst-
ugt, þegar nota á.
Lambskrokkar, sem eru yfir 15
kg., eru 1. fl. Kg. kostar 3.25 upp
og ofan. Við kaupum lambsskrokk,
sem vegur 15 kg. og kostar 48.75.
Sje þett^, kjöt keypt. í smásölu,
kostar það 55 aurum meira kílóið
og mundi þá skrokkurinn kosta
57.00.
Kjöt má salta, reykja, súrsa eða
sjóða niður, en mest er það geymt
í frystihúsum.
Kjöt og aðrar sláturafurðir, sem
nú er völ á að fá í sláturtíðinni, er
ódýrara en endra nær. Auk þess
er kjötið miklu bragðbetra nii en
á öðrum tíma árs.
Eins og áður er sagt er ódýrast
og best að kaupa heilan skrokk í
einu. Þó munu margar húsmæðnr,
sem fátt fólk hafa í heimili, segja:
„Hvað á jeg að gera með heilan
skrokk í einu?“ En það er mis-
skilningur, því einn iítinn lambs-
skrokk má matbúa á fjölda, marg-
an hátt, og þótt fleiri væru. Hjer
skiftir aðallega máli að geta geymt
kjötið á sem hagkvæmastan hátt
til vetrarins, svo gott sje að grípa
til þess síðar.
Jeg ræð því öllum húsmæðrum
til að kaupa einn eða fleiri heila
skrokka í einu.
Hangikjöt úr frampart og
læri.
Húsmæður fá 2 lambskrokka,
sem eru hjerumbil 15 kg. hvor.
Hálsinn er skorinn af og skrokk-
arnir sagaðir eftir endilöngum
hryggnum. Hupparnir skornir af,
þvínæst lærin og er síðan fylgj-
andi með bógnum.
Tvö lærin eru reykt og 2 fram-
partar. Tvö lærin eru soðin niður
og úr tveimur frampörtunum, sein
eftir eru, er soðin kæfa. Úr slög-
unum eru lagaðar rúllupylsur. Það
er heppilegt að rúllupylsurnar sjeu
litlar, sje fátt fólk í heimili.
011 rifbein eru skorin frá að
innanverðu með beittum hníf.
Hryggurinn skorinn í burtu, bein-
in skorin úr bógnum. Nú er frant-
parturinn beinlaus.
Beinin og hálsinn er soðið, og
kjötið notað í kjötkássu, en soðið
niður í kjötkraft.
Saltblanda.
600 gr. salt. y2 tesk. salt-
pjetur. 4—5 matsk. sykur.
Þessu er blandað saman, og er
blandan mátuleg á 10—12 kg. af
kjöti, sem reykja á.
Nokkru af saltblöndunni er
nuddað innan í sárið á bógnum og
síðuna. Kjötið er vafið fast sam-
an 4 langa pylsu, þannig að síðan
komi utan um. Saumað eins og
rúllupylsa.
Síðan er enn nokkru af salt-
blöndunni stráð á botninn í byttu
eða bala. Kjötpylsurnar og lærin
eru nudduð vél utan með blönd-
unni, lagt í ílát og þar yfir stráð
því sem eftir er. Bíði þannig 3—4
daga. Verður að snúa kjötinu á
hverjum degi. Sje saltið ekki bráð
ið, er því nuddað inn í kjötið
smátt og smátt. Seglgarn er vafiö
um pylsurnar eins og rúllupylsu,
og kjötið reykt á venjulegan hátt.
Verður mjög gott og fallegt hangí-
kjöt úr frampartinum sje þannig
farið með það.
Smásteik, niðursoðin.
Kjötlærin eru hreinsuð, þerruð
mej heitum klút og skorin í jafna
ferkantaða bita, sem brúnaðir eru
móbrúnir á vel heitri feiti á pönnu
Bitarnir eru jafnóðum lagðiríhrein
niðursuðuglös, þegar alt kjötið hei
ir verið brúnað, er vatn látið á
pönnuna og það saltað eftir
smekk. Vatnið er soðið í 5—10
mín., þvínæst er soðið síað og helt
yfir kjötbitana í glösunum. Glös-
unum iokað. Látin í pott með
pappír á botninum og milli glas-
anna; vatn sem hefir sama hita-
stig og glösin, er látið á. Eftir að
suðan kemur npp eru glösin soðin
í 1 klst., tekin, upp og vafin inn í
þurku, meðan þau eru að kólna.
Þegar smásteikin er borðuð, er
henni helt í pott ásamt soðinu, þar
saman við má setja brúnaðan lauk
og grænmeti, svo sem rófur, gul-
rætur eða kartöflur, sem brúnað
er í smjöri og hálfsoðið í litlu
vatni. Smásteikin verður miklu
ljúffengari og drýgri, sje græn-
metið iátið saman við. Þvínæst er
sósan jöfnuð með hveitijafning,
sósulitur og krydd látið í. Borðað
með hrærðum kartöflum.
Barið buff, niðursoðið.
Kjötlærið er þerrað með klút,
sem undinn er upp úr heitu vatni,
skorið í sneiðar þversum á þráð-
■ 111111111111111111 ■ 111111111111111111 < 11 ■ 11 ■■ 11111 ■ 11111 f 11111111111111111 r 111 ri 1111 ■ 11111 ■ 111111 ■ 111111M11111 ii 1111111111111 ■ i ii 11 ■ 11111 ■ 111111111«r 11111111»«
Káptiefní
Svart, dökkblátt og aðrir fallegir litir,
tekið upp í dag.
Vcrsl. Snót
Vesturgötu 17.
iitiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiniiitiiiiiitiiMitfiniiiiminiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiii
unum og barið með kjöthamri í
jafnar sneiðar. Tólg og smjörlíki
er brúnað á pönnu, buffsneiðarn-
ar brúnaðar móbrúnar við mikinn
hita, salti stráð yfir sneiðarnar
og þeim raðað jafnóðum niður í
vel hrein niðursuðuglös. Ofurlitlu
soðnu vatni er helt á pönnuna, salt
og pipar iátið í það eftir smekk,
soðið í nokkrar mínútur, síað og
helt yfir buffið í glösunum. Glös-
unum lokað og soðin í 1 klst.
Þegar borða á buffið, eru buff-
sneiðarnar brúnaðar í smjöri á
pönnu, sett á fat og brtinaður
laukur settur yfir. Borðað með
soðnum kartöflum.
Barið buff, með fituloki.
2 kg. lrjötlæri. 300 gr. tólg.
100 gr. smjrölíki. 2 1- vatn.
2 msk. salt. 2 msk. pipar.
Kjötið er þurkað með heitum
klút, skorið sneiðar þversum og
barið með kjöthamri, svo það verði
meyrar og jafnar sneiðar. Feitin
brúnuð á pönnu, kjötsneiðarnar
brúnaðar í henni móbrúnar, látn-!
ar í pott jafnóðum. Þegar alt kjöt- (
ið er brúnað er vatn látið á pönn-
una ásamt salti og pipar, soðinu
helt vfir buffið í pottinum. Soðið
við hægan eld í 3—4 stundarf jórð-,
unga eða þangað til stinga má
með prjóni í gegnum buffsneiðarn
ar.
Geyma má buffið í hvaða íláti'
sem er, en best er að hafa leir-'
krukku eða emailleraða fötu, sem
ekkert er brotið úr. ílátið er þveg
ið vel úr mörgum lieitum vötnum,
það látið ofan í pott með sjóðandi
vatni. Þegar ílátið er orðið vel
heitt, er buffið látið í það ásamt
soði, sem þarf að fljóta yfir kjöt-
ið, hlemmur látinn yfir ílátið og
]>að soðið þannig í 15-—20 mín.;
þá er það tekið upp úr og hlemm-
urinn ofan af. Meðan buffið er að
kólna verður að ýta því ofan í,
svo ekki nokkur ögn standi upp
úr. Þegar fitan er storkin ofan á
því, er brædd tólg látin yfir, svo
! fitulokið verði 2—3 cm. á ]>ykt.
Geymist á köldum stað. Aðgæta
verður buffið öðru hverju, því
springi fitulokið, verður að borða
buffið sem fyrst. Þess verður að
gæta, að hafa ekki meira en í 1
máltíð í hverju íláti, því tæplega
geymist buffið lengi eftir að búið
er að taka af því. Á þennan hátt
á buffið að geta geýmst í 3—4
mánuði, hafi hreinlæti verið fnll-
komið.
Þegar buffið er borðað, er fitu-
lokið tekið ofan af, sett í pott og
hitað, jafnað með hveitijafning,
salt pipar og sósulitur sett í eftir
smekk. Látið á fat, brúnaður lauk-
ur settur yfir, borðað með soðnum
kartöflum.
Smásteik með fituloki.
2 kg. kjöt. 300 gr. tólg. 200
gr. kjötfeiti eða smjörlíki. 2
msk. salt. 1 tsk. pipar. 1 y2 I.
vatn.
f smásteik má nota alt sæmilega
gott kjöt, þó það sje smátt, jafn-
vel það sem skafið er utan af bein
unum. Kjötið er þerrað með klút,
sem undinn er upp úr heitu vatni,
skorið í jafna, ferkantaða bita,
sem ekki eru nema munnbiti á
stærð. Tólgin er hituð á pönnunni,
smjörlíkið bnmað þar í, kjötbit-
arnir látnir með jöfnu millibili á
pönnuna. Þeir mega ekki snerta
hvern annan, því að brún, hörð
skorpa verður að myndast utan á
þeim, og sje það brúnað með
hægan eld, sýðst kjötkrafturinn út
í feitina. Þegar kjötið er vel brún-
að, er það látið í pott, vatn látið
á pönnuna, þegar það sýður er því
helt í pottinn, þar í látið salt og
pipar og soðið við hægan eld þang
að til kjötið er orðið svo meyrt,
að stinga megi í gegnum það með
prjóni.
Geymist á sama hátt og barið
buff með fituloki.
Þegar borða á smásteikina er
'fitulokið tekið ofan af og soðinu
með kjötinu helt í pott og hitað-
Mikill bragðbætir er að láta brún-
aðan lauk saman við, og drýgja
má kjötið með því að láta brúnað-
ar rófur, kartöflur eða gulrætnr
út í. Steikin er jöfnuð með hveiti-
jafningi, salt og pipar látið í eftir
smekk og sósulitur, sje þess þörf.
Sett á fat og hrærðar kartöflur í
kring. H. S.
VetrarffrakM
Einfaldur og hentugur „swagger"
úr þykku, einlitu efni, með stórum
vösum.