Morgunblaðið - 29.10.1941, Page 5
w
\
Mlðvikudagur 29. okt. 1941.
orgtmHiifttft
i Útgef.: Æl.f. Árvakur, Reykjavík.
>Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrg'Sarm.).
Auglýsingar: Árni óla.
■'Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 4,00 á mánuöi
innanlands, kr. 4,50 utanlands.
•í lausasölu: 25 aura eintakiS,
30 aura með Lesbók.
Japanska þjoðin er orðin
þreytt á styrjöldinni
Skiól leynúarinnar
eðal þeirra þjóða, sem telja
XTX sjg fylgjandi lýðræðisskipu-
lagi, er málfrelsi og umræðnrjettur
á opinberum vettvangi talinn til
frumstæðustu mannrjettinda. Er
það að vonum. Hyrningarsteinn
sjálfs lýðræðisins er, að fólkið
viti hverju fram vindur um með-
ferð mála sinna og skapist þannig
aðstaða til þess að geta dæmt
ba.na, áfellast það sem miður fer,
en. viðurkenna eða hafa það, Sem
vel er ráðið.
I einræðislöndunum er þessu var
íð með gagnstæðum hætti. Þar
«ru allar raddir fólksins kæfðar,
aðrar en þær, sem syngja valdhöf-
■ unum lof. Þar eru það þröngar
klíkur, sem leggja til línuna, sem
fávíst og óupplýst fólkið er teymt
eftir. En með þessu er fólk-
ið vanið af að hugsa, kryfja
þjóðfjelagsleg vandamál og við-
fangsefni til mergjar með sjálfu
sjer.
★
Það er ekki úr vegi að þessi
munur á því, hvað fólkið má vita,
og hvaða leynd er látin hvíla yfir
í einræðis- og lýðræðislöndum, sje
gerður að umræðuefni hjer nú.
Úlfaþytur sá, sem orðið hefir
bæði í sumum hlöðum og jafnvel
á Alþíngi, út af frásögn hjer í
blaðínu af afstöðu Alþingis tii
máls, sem þjóðin átti kröfu til
að vita um, er ástæða þess. MáJ
það, sem um ræðir, samningsgerðin
við Breta, snerti f jölmarga menn,
- og hafði af óhlutvöndum mönnum
verið notað sem árásarefni á ein-
staka forvstumenn þjóðarinnar.
Samningurinn hafði verið gagn-
rýndur, að sumu leyti maklega,
af öðru leyti af þekkingarleysi og
fimbulfambi pólitískra hlaupa-
gikkja, sem töldu sjer sæmandi’
að gera samningsmál, sem mikið
valt á fyrir þjóðina, að fíflskap-
armáli.
Þegar að þetta mál kom til
ályktunar á Alþingi, á lokuðum
fundi, standa einstaka þingmenn
á blístri af vandlætingu yfir því
trúnaðarbroti. sem framið er með
J>ví að skýrt et frá atkvæða-
greiðslu um málið hjer í blaðinu
og jafnframt greint frá því til-
boðí, sem Islendingum barst, um
riftnn samningsms. Þessir menn
kusu að leyna fólkið því sem gerst
hafði.
Morgunblaðið kaus það gagn-
stæða og það hefði kosið að greina,
nánar frá þessum málum, sem ým-
islegt hafði þegar kvisast um frá
binum þöglu ásum við Austurvöll.
Það er rjett að gera sjer þess
glögga grein, að þingleynd er á
höfð fyrst og fremst til öryggis,
cn síðnr sem skálkaskjól og til
bakferli við almenning. A
’ þessvi virðast sitma bresta skilning.
1 Þeir kjósa aðferð einræðisins,
: skjól lejuKlarinnar.
Japanar eru orðnir þreyttir
á styrjöldinni. Her þeirra
hefir unnið marga sigra í
Kína, en langt er enn til
styrjaldarloka. Þjóðin er orð
in langþreytt á að færa fórn-
ir og þola harðrjetti fyrir
þessa löngu baráttu.
Japanar, sem eru löghlýðin þjóð,
hafa ekki neitt á móti 72 klnkku-
stunda vinnuviku. En þeir eru á
móti sykurskömtuninni, sem er
ekki meira en 4/5 úr pundi á mán-
uði, fjórar eldspýtur á dag, mjólk
fæst ekki nema í einstaka hjeruð-
um, hrísgrjón eru skömtuð, smjör
fæst ekki, ekkert hveiti er til og
engin bómull nje ull til fatagerð-
ar. Eftir því, sem erfiðara héfir
reynst að fá fatnað og matvæli,
eftir því hefir dýrtíðin aukist og
nemur hækkunin 300—500%.
Utlit er fvrir að mesti hrís-
grjónaskortur, sem langalengi hef-
ir komið í -Tapan, sje nú í vænd-
um. Þúsundir bænda hafa verið
teknir í herinn og hergagnaiðnað-
inn; það er því minna ræktað ar
hrísgrjónum en nokkru sinni fyr.
\ sama tíma eru sendir heilir
skipsfarmar af hrísgrjónum til
hermannanna í Kína. Af þessum
ástæðum er aðalfæðutegund Jap-
ana skömtuð.
Mjóllc er varla fáanleg. Súkku-
laði er ekki lengur flutt til lands-
ins. Alt munngæti, sein Japönum
þótti svo gott, er ekki lengur á
markaðnum. Jafnvel hin fasta
regla í Japan, að veita vín við
jarðarfarir, hefir verið bönnuð.
Amerískt og evrópiskt kvenfólk
í Japan kaupir silkisokka sína frá
Los Angeles eða San Francisco.
Hið opinbera hefir eftirlit með
silkiframleiðslunni og silkifram-
leiðendurnir í heimalandi silkisins
græða ekki eyri á framleiðslunni.
Annars er eltki framleitt neitt
silki nema til útflutnings.
Eiginkonur japanskra ltaup-
manna og sendimanna, sem koma
frá Ameríku, eru með farangur
eins og umferðasalar. Frú Ken-
suke Ilorinouchi, kona fyrverandi'
sendiherra Japán í Washington,
kom til Tokio í nóvember í fyrra
með mjólkurduft í dósum, smjör,
niðursoðna ávexti, ullarföt, sápur,
te, andlitskrem, lyf, sykur og
ósköpin öll af appelsínum og sítr-
ónum. Ein amerísk appelsína eða
sítróna er nú seld á sem svarar
einum dollar í Japan.
Til þess að fyrirbyggja innflutn
ing á bómull frá Bandaríkjunum
var sala bómullarfatnaðar bönnuð
í Japan fyrir tveimur árum. í
þess stað var sett á markaðinn
gerfiefni sem nefnt var „föður-
landsástar efni“. En það leið ekki
á löngu áður en kvenfólkið bar
upp kvartanir sínar: Efnið grotn-
ar sundur eftir nokkra þvotta.
Nú er syo komið, að bómull í
sárabindi er ófáanleg, nema út á
skömtunarseðla. Sjúkrahús eru í
vandræðum með sárabindi. Sama
er að segja um ýms lyf, sjer-
Eftir James R. Youns:
Höfundur þessarar greinar, James R. Young, dvaldi
13 ár í Japan sem frjettaritari og auglýsingamaður. Mr.
Young er Bandaríkjamaður. Hann kom heim frá Japan
s.l. sumar, eftir að japanska lögreglan hafði handtekið
hann. Young hóf blaðamenskuferil sinn 12 ára gamall og
hefir unnið sig upp frá því að vera prentlærlingur, upp
í ritstjóra.
staklega er hörgull á deyfingar-
meðulum.
Yegna pappírsskorts eru blöðin
aðeins 4 síður. 3000 frjettablöð og
tímarit hafa orðið að hætta að
koma út. Pappírsvörur fást ekki
lengur x búðum. Ríkisstjórnin gef
ur út póstkort á þynnri pappír en
áður tíðkaðist og símskeytaeyðu-
blöð hafa verið minkuð til muna.
Það sjást ekki lengur útflúruð
brúðkaupskort eða boðskort. Það
sparar bæði pappír og kopar í
myndamótin. Pappírsskorturinn
hefir áhrif á skólahald og ekki'
hvað síst pappírsrúðurnar í jap-
önsknm heimilum.
Það er einnig skortur á vatni —
sjerstaklega í iðnaðarborgunum
Tokio, Osaka og Nagoya. Yatns-
skorturinn stafar af aukinn notk-
un, einkum í hernaðariðnaðinum,
og einnig vegna aukins fólksf jölda
í borgunum. í Tokio einni liefir
íbúum fjölg^ð um eina, miljón síð-
an fyrir stríð. Vatn er skamtað og
þeir sem geta komist í bað á laug-
ardögum, þykjast himinn höndum
tekið hafa. — Japanar eru ákaf-
lega hreinleg þjóð og finst liart
að geta elrki komist í bað. Rensli
vatnsins er svo lítið í vatnsleiðsl-
unum, að hús, sem standa á hæð-
um, fá elikert vatn. Kona mín fór
á hárgreiðslustofn einu sinni til
að láta þvo hár sitt. Hárgreiðslu-
itofan var á þriðju hæð hússins
og það varð að bera vatnið upp í
fötum neðan úr kjallara, Eldsvoða-
liættan er gífurleg vegna vatns-
skortsins.
Vegna kolaskorts hefir raf-
magnsframJeiðslan minkað. Fólki
var fyrst í stað slúpað að draga
,,sjálfviljugt“ úr rafmagnsnotkun
sinni um 35%. Þegar þetta tókst
ekki, skipaði ríkisstjórnin fyrir að
Joka fyrir’ rafmagnið á ýmsum
stöðum annanhvern dag. Raf-
magnsofnar,* strokjárn og fleiri
rafmagnsáhöld eru ekki lengur
framleidd. Það er erfitt að lesa á
kvöldin. í Tolrio er dregið úr raf-
magnsstraumnum klukkan 9 á
ltvöldin. Annars eru hvergi leyfð-
ar stærri ljósaperur en 30 kerta.
Fólk læsir inni vatnsdælur sínar
að nóttu til, því að vatnsþjófar
stela vatni og málmaþjófar dæl-
unum til að selja þær sem brota-
járn til hérgagnaframleiðslunnar.
Járngrindum er stolið og yfirleitt
öllu, sem úr málmi getur kallast,
jafnvel dyrahúnum. Það er ekki
lengur hægt að lcaupa eldavjel
eða ofn, ekld einu sinni smá blv-
rörsbút. Vegna skorts á koparvír
og skiftiborðum hefir símnotenda-
gjald hækkað upp í 500 dollara.
Þeir sem hafa síma geta grætt á
honum eins og bíl eða dráttarvjel.
Bensínnotkun er undir ströngu
eftirliti. Leigubílar eru ekki á ferð
inni frá miðnætti til klukkan 6 að
morgni. Ríkið greiðir sem svarar
500 dollara styrk til hvers, almenn
ingsvagns eða vöruþíls, sem notar
viðarliol til eldsnevtis.'
Díana Bjarnar Árnadóttir Árni Heimir Árnason
F. 19. febr. 1932. D. 4. sept. 1941.
Horfin á burt
úr lieimi sorgar
ástkæru böru
á æsku morgni.
Samleið ei áttum
saman lengur.
Þannig oft vina
vonir bregðast
F. 3. okt. 1934. D. 13. okt. 1941.
Alfaðir ræður
æfidögum,
ákvörðun Iians
í engn breytist,
Þó hjeðan vina
'hverfið sjónum,
Jifið ]>ið sæl
í ljóssins ríki
Frændi.
Japanskur kunningi minn sagði
við mig, að það væri heppilegast
að verða veikur snemma í mán-
uðinum. Bensínskamtur sjúkrahúu-
anna endist þeim sjaldan lengur
en til 20. hvers mánaðar. Eftlr
þann tíma eru Iítil líkindi til að
sjúkrabílar spítalanna geti sótt
sjúklinga söknm bensínskorts.
Ferðamenn. sem áðnr voru mikil
tekjulind fyrir Japana, sjást nú
vart ög' þeir fáu ferðamenn, sem
enn koma til Japan, kvarta. mjög
undan gistihúsunum. Til viðbótar
fæðuskortinum kemur, að bannað
er að nota bómullarsængurföt,
lyftivjelar mega ekki vera í gangi
og líltur eru til að gistihús sjeu
köld vegna kolaskorts. Japanar
þurfa sjálfir að nota járnbrautar-
lestir sínar til herflutninga og til
þess að flytja særða hermenn, svo
ferðamenn og almenningur eiga
erfitt með að komast með járn-
brautum. Þetta þykir Japönum
slæmt, því þeir hafa yndi af að
ferðast.
Japanar, sem eru bæði auðsveip-
ir og milrlir föðurlandsvinir, tóku
öllum hömlum til að byrja með
sem nauðsynlegum fórnum. En
fjöldi fólks er orðinn svartsýnu
vegna stríðsins. Þeir sem eiga pen-
inga eru farnir að „hamstra" og
taka þátt í óleyfilegum verslun-
arháttum. Hrísgrjón eru seld í
leynisölu, einnig bómullarvörur,
leður, bensín og aðrar verðmætar
nauðsynjar.
Vegna þessa ástands er landið
fult af fjárhagslögreglu og lög-
reglu, sem á að gæta þess, að fólk
brjóti ekki settar reglur í hugsun-
arleysi. í fyrri deildinni eru lög-
reglusveitir, sem á einum tveimur
árum hafa handtekið 688.000 kaup
menn, sem grunaðir hafa verið um
leynisölu nauðsynja. Fangelsi eru
ekki til fyrir allan þenna hóp og
þessvegna hafa flestir fengið
skilorðsbundinn dóm — en flestir
hafa brotið af sjer oftan en einu
sinni. Fjárhagslögreglan á líka að
hafa gætur á, að ekki sje eytt
vatni og rafmagni til ónýtis.
Hugsunarleysisafbrotalögreglan
sem er óeinkennisklædd, handtek-
ur þá, sem hún telur að ekki
hugsi eftir þeim reglum, sem
stjórnin hefir sett. Þessi deild lög-
reglunnar á að sjá um þá, sem
voga sjer að kvarta út af ráðstöf-
unum stjórnarinnar í kvöldboðum
eða í samtölum manna á milli. Með
al þeirra þúsunda, sem teknir
hafa verið höndum, eru um 1200
konur.
Amerískur kaupmaður, sem ný-
lega er kominn heim frá Japan,
eftir 30 ára dvöl í landinu, hefir
skýrt stjómardeild í Washington
svo frá, „að hreinasta móðnrsýH?
ríki í innanríkismálnm í Japæn.
Skorturinn muni aukast enn. Út-
lendingahatursáróður stjórnar-
JTRAMH. Á SJÖTTD SlÐD-