Morgunblaðið - 09.11.1941, Blaðsíða 3
Sfmnudagur 9. nóv. 1941.
MORGUNBLAÐIÐ
3
Ríkisst]óri ræðir á ný við
formenn ílokkanna
Hann vill kanna til þrautar bvort
til er grundvöllur Þjóðstjörnar
RÍKISSTJÓRI hefir nij á ný hafið viðræður við
formenn flokkanna, er stóðu að þjóðstjórn-
inni, þá ólaf Thors, Jónas Jónsson og Stefán
Jóhann Stefánsson.
Sennilega mun vaka fyrir ríkisstjóra, að fá úr því skorið, hvort
fyrir heodi er möguleiki á sainstarfi flokkanna áfram, þrátt fyrir
snurðu þá, er hljóp ý. samstarfið. _______
Finnist enginn grundvöllur til
nýs samstarfs, verður að leita
annara. möguleika til stjórnar-
myndunar.
En hvaða möguleikar ern á því,
að þingræðisstjórn verði mynduð,
ef ekki er til nýr grundvöllur
þjóðstjórnar?
★
Alþingi er sem stendur skipað
45 þingmönnum og vantar þann-
ig 4 til'þess að það sje fullskipað.
Tvö kjördæmi (N.-ísafjarðarsýsla
og Snæfellsnes- og Hnappadals-
sýsla) hafa nú engan þingtpapn;
f!inn þingmaður (Ásg. Ásg.) er
f jarverandi (dvelur nú í Ameríku)
pg annar (Bergur -Tónsson) hefir
ekki getað mætt á þingi, sakir
veikinda.
Flokkaskipunin er sem stendur
þannig á Alþingi: Framsóknar-
flokkur 18, Sjálfstæðisflokkur 16,
AJþýðuflokkur 5, Kommúnistar 3,
Bændaflokkur 2 og einn utan
flokka (Hjeðinn Vald.).
Af þessu er Ijóst, að enginn
ílokkur er svo fjölmennur á þingi,
að hann geti einn myhdað stjórn.
Spurningin er þá sú, hvort líkur
eru til þess, að tveir eða flein
flokkar geti komið sjer saman og
myndað samsteypustjórn.
★
Einhver kynni að líta svo á,
að eðlilegast væri að Sjálfstæðis-
flokkurinn og Alþýðuflokkurinn
mynduðu stjórn, þar sem þeir
stóðu að falli dýrtíðarfrumvarps
Framsóknarflokksins. En þessir
möguleikar eru þegar útilokaðir
af þeirri ástæðu, að flokkarnir
hafa ekki þingfylgi til stjórnar-
myndunar. En þess utan myndi
slík samsteypustjórn aldrei koma
til greina, vegna hins mikla djúps,
sem ríkjandi er milli þessara
flokka um grundvallarstefnur
þjóðmálanna.
En svo er einn möguleikinn sá,
að Framsókn og Alþýðuflokkur-
inn myndi samsteypustjórn. Þess-
ir flokkar hafa til samans 23 þing-
menn og geta því myndað þing-
ræðisstjórn. Þeir hafa og sameig-
inlegt áhugamál, skattalagabreyt-
inguna, sem Framsókn hefir borið
fram. Er og yfirlýstur stuðningur
kommúnista við framgang þessa
máls.
Hefir þótt rjett að skýra fyrir
fólki hvernig flokkaskiftingin er
í þinginu, til þess að það geti
betur áttað sig á viðhorfinu.
Væntanlega fæst úr því skorið
mjög bráðlega, hvaða afstöðu
flokkarnir taka.
Ríkísstjóri
fluttur að
Bessastöðum
Ríkisstjóri er nú fluttur að
Bessastöðum, þótt breyt-
ingum á húsáskipan sje ekki að
iullu lokið þar.
Gabbró hjá
Akureyri
Athuganir dr. Trausta
Einarssonar
Akureyri í gær,
¥ „íslendingi'1, er kom út í gær,
* skýrir dr. Trausti Einarssou
mentaskólakennari frá því, að
hann hafi fundið gabbró í jörðu í
nánd við Akureyri. Gabbróið kem-
ur fram í fjallstindunum Bónda
og Þríklökkum, sunnan við fjallið
Súlur, sem er hin alkunna bæjar-
prýði Akureyrar.
Dr. Trausti Einarsson segir í
grein sinni:
„Gabbróið er eins og kunnugt
er dílótt, stórkornótt bergtegund,
sem líkst getur granit og hefir
glitrandi brotsár, sem stafar af
fjölda speglandi kristalflata. Það
má nota í legsteina eða tröppur,
súlur, húðun og til skrauts í
bvggingar.
Aðal fundarstaður gabbrós hjer
á landi' er við Hornafjörð. En það
hefir einnig verið talið fundið yst
á Snæfellsnesi. Á ferðalagi s.l.
sumar fann jeg einnig mikið af
því hjá Vatnsholti, innan á nes-
inu, en flutningskostnaður þar
hamlar því, að þetta gabbró verði
notað að nokkru ráði'.
Gabbró það, sem nú hefir fund-
ist hjá AkuVeyri, er talsvert smá-
gerðara en Ilornafjarðargabbróið,
en með tilliti til flutningskostnað-
ar o. fl. er hjer um athyglisverðan
fund að ræða“.
Frjettaritari.
70 ára afmælis
Stúdentafjelags
Reykjavíkurminst
PANN 14. þ. m. verður Stúdentafjelag Reykja-
víkur 70 ára. Er fjelagið stofnað þann mán-
aðardag árið 1871.
í tilefni þessa afmælis fjelagsins hefir stjórn þess á-
kveðið að þess verði minst n.k. föstudag, sem er 14.
nóvember.
Hefir ítíkisútvarpið fengið fjelaginu rvim í dagskrá útvarpsins
um kvöldið. Flytur fonnaður þess þá stutt ávarp, en Árni Pálsson
prófessor minnist starfs fjelagsins og stefnu á liðnum árum, Að ræð-
unum loknum vei’ða síðan sungnir stúdentasöngvar.
Þá efnir fjelagið og til hófs um kvöldið. Verður það haldið að
Hótel Borg og hefst með þorðhaldi.
Breskur her-
maOur verður úti
ð ReykjaheiOi
Breskur hermaður varð úti á
Reykjaheiði aðfaranótt fimtu
dag (símar frjettaritari Morgun-
blaðsins á Húsavík).
Leitarmenn frá Húsavílt fundu
lík hans í gær.
Hermaðurinn hafði ásamt fje-
laga sínum verið að koma austau
yfir Œteykjaheiði á bíl s.l. miðviku-
dag. Festist bíll þeirra í snjó og
fóru þeir til Húsavíkur gangandi
til að ná í hjálp.
íslenskur bílstjóri fór Jftur með
þá á bíl sínum. Tókst þeim ekki
áð ná. hinum breska bíl og ætluðu
því aftur til Húsavíkur til að
sækja fleiri menn. En á leiðinni
þangað festist íslenski' bíllinn í
snjó.
Islendingurinn hjelt. þá af stað
gangandi til Húsavíkur til að
sækja hjálp, en sagði Bretunum
að bíða sín í bílnum.
Þegar íslendingurinn kom með
hjálparmenn til baka var aðeins
annar hermaðurinn eftir í bílnum.
Hinum hafði leiðst biðin-og ákveð-
ið að fara gangandi til bygða.
Stórhríð var og viltist hermað-
urinn af leið og mátti sjá af því
hvar hann fanst, að hann hafði
gengið í þveröfuga átt.
Leit var hafin strax á fimtu-
dag. Voru það aðallega hermenn,
sem þátt tóku í þeirri leit.
f gær fann hópur íslenskra leit-
armanna slóð hermannsins og
skömmu síðar lík hans.
Hjónaband. í gær voru gefin
saman í hjónaband af síra Bjarna
Jónssyni Áslaug Árnadóttir og
Steingrímur Guðmundsson. Heim-
ili þeirra er á Njálsgötu 15 A.
Verða þar fluttar ræður og á-
vörp, en að lokum verður stiginn
dans.
Má vænta þess að stúdentar,
eldri sem yngri fjölmenni þangað,
þar sem minst er svo merkilegs
afmælis elsta og virðulegasta ís-
lenska stúdentafjelagsins, sem er
starfandi á landinu.
Stúdentafjelagið er nú fjölment
og hefir eflt starfsemi síná mjög
á þessu ári, farið fjölmenna hóp-
ferð stúdenta til Þingvalla í sum-
ar, haldið nmræðufundi og kvöld-
vöku. Mun það ætlan stjórnar fje-
lagsins, að þetta sjötugasta starfs-
ár þess beri meiri vott áhuga og
þróttar en ellimarka á fjelaginu.
Þær aðstæður sýnast og vera
fyrir hendi í íslensku þjóðlífi nú,
að það sje vel farið, að menta-
menn þjóðarinnar eigi vel vakandi
fjelagsskap, þar sem rædd sjeu
þau fjölþættu vandkvæði, sem að
þjóðinni steðja.
Stúdentafjelag Reykjavíkur hef
ir jafnan látið sig miklu »kifta
þau mál, sem íslensku þjóðina hafa
mestu varðað, frelsismál hennar
og þjóðernismál. Mun svo vera
enn.
Stjóm de Gaulle
viðurkend
London í gær.
C ftir að bresk;i og rússneska
*“* stjórnin höfðu viðurkeht
stjórn þá, sem de Gaulle myn’daði
nýlega, hafa stjórnir Belgíu, 'Pól-
lands og Tjekkóslóvakíu lýst yfir
því, að þær væru reiðubúnar til
þess að semja við stjórn de Gaulle
um öll mál, sem snertu samstarf
Bandamanna og áframhald stríðs-
ins.
Alvarlegur
árekstur ame-
riskra hermanna
og Islendinga
i Hafnarfirði
Til alvarlegra árekstra kom í
gærkvöldi í Hafnarfirði milli
amerískra hermanna og nokkurra
fslendinga. Skutu hermennimir á
fslendingana og hæfðu tvo menn,
annan í kviðinn og hinn í fót.
Nánari atvik þessa atburðar
voru þau, að því er blaðið frjetti
seint í gærkvöldi, áð kl. um það
bil 10.45 komu nokkrir amerískir
hermenn inn á veitingastofu í
Hafnarfirði og voru nokkrir fs-
lendingar þar fyrir. Kom til mis-
klíðar milli þeirra, og hermann-
anna og lyktaði henni ineð því,
að farið var út úr stofunni út á
götuna til þess að útkljá deiluna
með barsmíðum.
Lauk þeim svo, að hermennirnir
urðu undír. En þá greip einn
þeirra til skammbyssu siunar og
skaut mörgum skotum úr henni,
fyrst í götuna við fætur þeirra,
sem þarna voru, en hæfði, síðan
tvo menn, annan í kviðinn og f jell
hann við, en hinn í ristina, eins og
áður er getið. Var hinn fyrnefndi
hinna særðu manna fluttur á
sjúkrahús.
Bresk herlögregla kom á stað-
inn og tók árásarmennina hönd-
um.
Vinnuhæli S. I, B. S.
G
,V“
jafir til Vinnuhælis S.
S. (afh. Morgunbl.).
kr.
Flækingur (áheit) —
D. —
Stúdentar 82 —
Einhver —
Fríða Berg —
Veggfóðrarinn h.f, —
Verkamenn hjá H. Bene-
diktsson & Co. —
Kassagerð Reykjavíkur —
Starfsfólk í Kassagerð
Reykjavíkur —
Vikurfjelagið —
Starfsmenn Vikurfjel. —
Á. B. —
Starfsfólk Kaupfjelags
Árnesinga —
Safnað á Selfossi —
Álieit frá Z. —
Erna og Guðíaundur —
í. B.
10.00
10.00
10.00
200.00
5.00
10f00
500.00
120.00
500.00
352.27
50.00
60.00
5.00
292.00
440.00
20.00
30.00
Húskapur. , í gær voru gefin
saman í hjónaband af síra Friðrik
Hallgrímssyni, ungfrú Hansína
Hjartardóttir og Evjólfur Eyjólfs-
son. Heimili þeirra verður á Lang-
eyrarveg 14, Hafnarfirði.
Sveitarstjórnarmál. Nýtt tímarit,
sem nefnist „Sveitarstjórnarmál",
hefir nýlega hafið göngu sína. Til-
gangur ritsins er aðallega sá, að
flytja greinar, skýrslur, frjettir og
annan fróðleik, sem sjerstaklega
varðar þá menn, er hafa með hönd
Um stjórn sveitarstjórnarmála. —■
Ritið á að koma út ársfjórðungs-
lega. Ritstjóri þess og útgefandi
er Jónas Guðmundsson eftirlits-
inaðun sveitarstjórnamála.
I