Morgunblaðið - 20.11.1941, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.11.1941, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 20. nov. 1941. <-:-x~x~x~:~x-:~x~x~x~:~:~x~x~:~x~x~x~:~x~x~:~x~:~x~:-x~x-x~x~x FYRIRLIGGJANDI Gjafakassar margar tegundir. Takmarkaðar birgðir. • Heíldvarsliin Árna Júnssonar Hafnarstræti 5, Sími 5805. >i~i»**+*i**i**i*+i~i~******i*+***i~i*\~**»i**i*\*****i*****i**i~***i**i**i+**~*»*i»****i»*i**i“*»*i***+*i****+i**i+****i**i++t+**+K+*y*i** M.s. „Faoranes11 M b „HeindH4 annast ferðirnar næstu daga. Afgreiðslan. Mig vantar: 1 skrifstofumann 1 sendisvein 2 útvarpsvirkja (eða ,,amatöra“) 2 rafvirkja 2 unglinga 1 loftskeytamann Lysthafendur tali við mig sem fyrst (ekki í síma). OTTO B. ARNAR, Hai'narstræti 19. jiiuiiiiiiiiiiiiiiuiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiMiiiMifiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiimiiiiiiiiiiiim 1 I I 5 notuð bildekk, 1 I I stærð 450x17, til sölu með tækifærisverði. I Uppl. í sölubúð P. Stefánssonar, Hverfisgötu 103. 1 Sími 3450. lönnimiuiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiuimuuiuuiuiuuiuimiiuuiuiuuiuuiiiiiiuiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiMiiiiiiinhi Skrifstofumaður. Ungur maður vanur bókhaldi og annari algengri skrifstofuvinnu óskar eftir framtíðaratvinnu. Tilboð merkt „1941“ leggist inn á afgr. Morgunblaðsins fyrir næstk. laugardag. luiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiumiiiumuimiiuimiiuuimiimiiumuuiiimiuiiiiimiiiiiiimmmi I Dnglegur (Sendisveinn [ 14 ára gamall, óskast strax. Getur komist að síðar sem járnsmíðanemi. Landssmiðjan. ( Ymniiiinniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiimiiiimiimiiiiiiiiuiiiimimiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiumiimiimiuuiiimiiumufiii Úfför Þórðar §igurðssonar fer fram í dag Sunnudagurinn 9. nóvember var óvenjulegur dagur í Ilafnarfirði, alvara, hrygð og óhug ur hvíldi sem mara yfir bænum. Leifturhratt hafði sá fregn breiðst út, að kveldið áður hefði einn af æskumönnum bæjarrins, Þórður Sigurðsson, hlotið skotsár af völd- um amerísks hermanns og lægi nú hættulega sjúkur á St. Joseps- spítala. Með kvíða, milli vonar og ótta, fylgdist allur Hafnarfjörður með líðan Þórðar 4og hvar sem menn komu saman, var spurningin þessi: Iivernig hefir Doddi það, en svo var Þórður nefndur og þá er harmfregnin barst út, þriðju daginn 11. nóvember, um lát hans, fylti sorg og hrvgð hugi manna. Skal hjer í stuttu máli getíð helstu æfiatriða hins látna. Æfi hans varð stutt og saga hans ekki margbrotin, því hann átti enn flest ógert. * Þórður Sigurðsson var fæddur "0. desember 1919 í Hafnarfirði. Sonur hjónanna Sigurðar Jónsson- ar fiskimatsmanns og konu hans, Þórolínu Þórðardóttur. — Bar snemma á þeim eiginleika hjá Þórði, sem Amrð hans einkenni’ til hinstu stundar, en það var hreysti og dugnaður, enda valdi hann sjer það starf, er hraustum dreng sæmir; hann gerðist sjó- maður. Jafnhliða sjómensku lagði hann gjörva hendi á margt. Var hann til dæmis mörg sumur starfs- maður við Síldarverksmiðjur rík- ■isins á Siglufírði og eignaðist þar viui og kunningja. ★ Þórður var maður gáfaður og hlaut mentun. Árið 1935 útskrif- aðist hann úr Flensborgarskóla. Iþróttamaður A-ar hann. Lagði hann mikla rækt við knattspyrnu og var ágætur knattspyrnumaður; var því mörg ár í kappliði knatt- spyrnufjelagsins „Haukar“. Tók hann mjög Arirkan þátt í starfsemi þess fjelags og var einn af bestu meðlimum þess og um skeið í stjórn ,,Hauka“. Skaði ekki stærra bæjarfjelags en Ilafnarfjarðar er stór, við að missa einn af mannvænlegustu sonum sínum. Hrygð og sorg bæj- arbúa er mikil yfir láti Þórðar Sigurðssonar. Þó er eftirsjáin mest og sorgin dýpst hjá foreldrum og öðrum skyldmennum; hjá þeim geymist lengst og best minningin um góðan dreng. Hermann Guðmundsson. ★ Kveðja frá vinum. (Lag: Eg horfi yfir hafið). Við reynum harm að hylja og hjarta djúpstæð tár, en það er þungt að skilja að þú sjert orðinn nár. Þú gelcst frá okkur glaður með góðleiks bros um kinn, og hugur bar þig hraður, þú, hraustur æsku maður, en þá í síðsta sinn. Og ef vjer að því gáum jafnt yfir kaust og vor. Vjer áfram ekki sjáum vor yfir næstu spor. Um örlaganna vegi vjer eigum bágt með rök, á landi jafnt sem legi á lífsins hæðsta degi er falin feigs manns vök. Þjer Ijek svo ljett í liendi að leika á bjartan streng. Þig enginn annað kendi en allra besta dreng. Þú sást þig sífelt bundinn við sókn á hafsins slóð, í hættum heil var lundin og hetjusterk var mundin er svall þitt sjómannsblóð. En kom þitt óvænt kallið, var klökt hjá vinum mál og feikna bjarg er fallið á foreldranna sál. Þó svelli sorga vefir og sárin ýfi geir og myrkt sje moldu yfir er minningin sem lifir og orðstýr aldrei deyr. En lokað er ei leiðum, það ljómar bak við ský. Á morgun himni lieiðum rís heilög sól á ný. Þær instu vonir ölum að eftir hinsta blund vjer duft úr jarðar dölum í drottins himna sölum þá eigum endurfund. J. B. P. □i——jeii--1 BBa i—-iBr^ia ! KAUPIOG SELÍ allskonar | Verðbrjef og | j fasteignfr. j n Garðar Þorsteinsson. j Símar 4400 og 3442. □I-H=3h=3EH=]CII Hr=il—==113 Nýtt rit ura þjóðrjettarstöðu íslands vo heitir ný bók eftir hinn ^ þekta þjóðarjettarfræðing og Islandsviu dr. jur. Ragnar Lundborg. Bók þessi kom upp- haflega út á þýsku í ritasafninu Internationalrechtliche Abhandl- ungen, er prófessor Herbert Krans ge.fur út, en Þjóðrækisf jel íslend- inga í Vesturheimi gaf bókina út á íslensku. Á leiðinni að vestans fórst megnið af upplaginu, svo aðeins 200 eintök komu á mark- aðinn. Bókin er 95 stórar bls. a3 stærð og kostar kr. 10.00 Aðalút- sala hennar er hjá Jóni Dúasyni, Þingholststræti 28, Rvík, sími 3081. Miðaldra mönnum og eldri' mun minnisstætt, hvernig dr. Landborg gekk fram fyrir fylkingar í sjálf- stæðisbaráttunni og varði hinn sögulega rjett íslands á erlendum vettvangi. Síðan Danir viðurkendn fullveldi íslands hefir dr. Land- borg verið sískrifandi gegn þeiio mönnum erlendis, er vefengja landsrjettindi Islands. — Þetta er síðasta bók dr. Landborgs og hin einasta af bókum hans, er komið hefir út á íslensku. Fjölmenn templara- heimsókn til Hatoar- fjarðar Oóðtemplarastúkurnar, Frón nr. 227 í Reykjavík og Leið- arstjarnan nr. 240 í Iveflavík, heimsóttu stúkuna Daníelsher nr. 4 í Hafnarfirði á fund hennar síð- astliðið þriðjudagskvöld. Var mik- ið fjölmenni samankomið í Qóð- templarahúsinu, alt að 200 manns samtals, þar af 30 frá st. Frón og 23 frá st. Leiðarstjarnan. Enn- fremur um 40 manns frá st. Morg- unstjarnan nr. 11 í Hafnarfirði. Við þetta tækifæri var frú Vig- dís Thordarsen gerð að heiðurs- fjelaga st. Daníelsher, en hún á í þessum mánuði 40 ára templara- afmæli. Hún gékk í st. Verðandí nr. 9, 15. nóv. 1901, en hefir lengst af verið í st. Daníelsher og starf- að mjög mikið í þeirri stúku og barna- og unglingastúkunum þar á staðnum. Að loknum fundinum hófst kaffisamdrykkja og voru margar snjallar og áhrifamiklar ræður fluttar varðaudi Regluna og ann- að. Móttökur Hafnfirðinga við slík tækifæri eru jafnan hinar rausn- arlegustu og myndarbragur á ölln Tilgangurinn með slíkum heim- sóknum er fyrst og fremst sá, að auka viðkynningu templara inn- byrðis og efla stúkurnar til þrótt- meira starfs og sameiginlegra á- taka. Ilefir jafnan orðið hinn besti árangnr af slíkum heimsókn- um. Sögur perluveiðarans er kærkomin bók ðllum stálpuðum drengjum timiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimttiiiitiiiiimiiiimiiiiimiiiiiiiiii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.