Morgunblaðið - 20.11.1941, Blaðsíða 5
Fimtudagur 20. nóv. 1941.
JlorgisittMaðid
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgTJarm.).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreibsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjaid: kr. 4,00 á mánutSi
innanlands, kr. 4,50 utanlands.
í lausasölu: 25 aura eintakib,
30 aura með Lesbók.
Ábyrgðin
HÚ N spáir ekki góðu um
framtíð ríkisstjórnarinn-
ar ræðan, sem forsætisráðherr-
ann flutti á Alþingi á þriðju-
dag, er hann tilkynti myndun
stjórnarinnar.
Af mörgu furðulegu í ræðu
forsætisráðherrans voru einna
furðulegust ummælin um dýr-
tíðarmálin, sem urðu stjórninrii
að falli. Ágreiningsatriðinu var
skotið til þingsins og þar fekk
það banahöggið.
Þegar svo Hermann Jónas-
son tekur að sjer myndun sam-
. steypustjórnar á ný, gefur hann
fyrir sína hönd og síns flokks
svohljóðandi yfirlýsingu:
„Það, sem jeg vil sjerstaklega taka
fram í sambandi við myndun þessar-
= ar stjórnar, er það, að með lausnar-
’ beiðni minni höfum vi8 ráSherrar
Framsóknarflokksins lýst yfir því, í
eitt skifti fyrir SII, að við tökum ekki
ábyrgð á þeinri stefnu, sem meirihluú
Alþingis heíír tekið í dýrtíðarmálun-
ura ...
Hvernig ætlar forsætisráð-
herrann að verja það fyrir þjóð-
inni, að taka að sjer stjórnar-
myndun og gefa um leið slíka
yfirlýsingu í málí, ’sem hann
sjálfur hefir margsinþis sagt,
að væri stærsta viðfangsefni
þirigs og stjórnar? Og hvernig
er hægt að vænta farsællar
lausnar á þessu máli, þegar sá
maðurinn, sem falin er forysta
í framkvæmdunum kastar því
þannig frá sjer?
Það út af fyrir sig er barna-
legt hjal, að ætla að telja þjóð-
inni trú um, að eina bjargráðið
í dýrtíðarmálunum sje, að það
I dýrtíðarmálunum sje, að það
sje sett í lög, að greitt skuli
hvarvetna á næsta ári sama
kaup og var á þessu ári. Þjóðin
veit, að slík lög yrðu dauður
’ bókstafur. Eftirspurnin eftir
vinnuaflinu er nú svo mikil hjer
í Reykjavík og grend, að af-
leiðing slíkra laga yrði hrun
: sveitanna.
Viðskiftamálaráðherrann ját-
aði og í ræðu, er hann flutti í
þinginu á dögunum, að frum-
varp hans kæmi alls ekki að
neinu haldi, ef eklci tækjust
samningar við setuliðið um af-
iiot íslensks vinnuafls. En það
hefir ekki einu sinni verið gerð
tilraun til að ná slíkum samn-
ingum, hvorki við setuliðið nje
verklýðsfjelögin eða fagfjelög
iðnaðarmanna. Og þó er þetta
írumskilyrði þess, að unt sje yf-
irleitt að gera nokkrar vitur-
legar ráðstafanir í dýrtíðarmál-
unum.
Sá forsætisráðherra sem ekk-
• ert hefir hirt um þessa hlið
rnálsins getur vissulega ekki
kastað frá sjer allri ábyrgð í
dýrtíðarmálunum, um leið og
'ihann sest I sætið á ný.
5
Hrafnarnir gera mikið tjón
í lambfje og varplöndum
Margar forynjur granda
nú sauðfje voru, ogr er
hrafninn einn bölverkur
þess.
Hrafninn gerir atlögn að hverri
sauðkind, sem kemst í klípu, hvort
sem hún lendir í dýi eða verður
afvelta, og rífur hana á hol, oft
lifandi, og er aðkoma fjárhii-ða á
þann vettvang oft hryllileg. Dæmi
em til, að hrafn slítur augun úr
lömbum, sem eru í burðarlið
mæðra sinna og slíkt hið sama
augun úr móður lambsins.
Samkvæmt 60 ára reynslu minni
lætur nærri, að ein sauðkind af
hverju hundraði verði hröfnum að
bráð, þ. e. a. s. 1000 af Imndrað
þúsundum sauðfjár. 5000 koma þá
á hálfa miljón sauðkinda og* svo
framvegis. Þó að hver kind sje
metin aðeins 20 kr., sem hrafninn
eyðileggur, nemur skaði allra
iandsmanna hundruðum þúsunda,
sá sem þessi vargur er valdur að
í sauðfjárhögum.
Nú eru hrafnar teknir til að
róta upp í jarðeplagörðum og ern
þar mikilvirkir. Þessháttar kvart-
anir berast úr öllum áttum og fær
ist sá usli í aukana ár frá ári.
Þá er hrafninn vargur I vjeum
varpanna. Því fer fjarri að æðar-
kollur fái varið hreiður sín fyrir
hrafninum og verður sá óleikur
því misjafnari, sem fleiri vargar
sækja að einni varnarlausri eggja-
móður. Varp.eigendur standa höll-
um fæti andspænis þessum flug-
vargi, sem Bólu-Hjálmar-gefur þá
einkunn í Hjaðningarímum, að
þeir sje Ileljar sinnar, járn-nefj-
aðir.
Svo örðugt sem varpeigendum
er að duga æðarkollum andvart
hrafnagangi, er þó langt um tor-
veldara að liðsinna mófuglum og
villiöndum. Hrafnar eiga hreiður
sín í öllum hömrum hverrar sveit-
ar og er næsta torvelt að ná til
hreiðranna, þó að gangskör væri
gerð að þeim.
Þessi vitri og' skygni vargur er
svo aðsópsmikill í eggjaleit, að
furðu gegnir. Hann fer til dæmis
inn í hraunskúta, djúpa og þrönga,
til eggjaráns. Hann finnur anda-
egg og rjúpna í . skógarkjarri.
Fundvísi hans sætir furðu.
Það er víst, að hver hrafnsfjöl-
skylda gleypir í sig á sólarhring
egg úr 5 hreiðrum, Hrafnahjón
verða að mata unga sína í 40—-50
sólarhringa, mestmegnis á eggjum,
og verða þá 250 hreiður — egg úr
þeim — hverri fjölskyldu að bráð.
Yfir minni sveit vofa 5 hrafna-
fjölskyldur hvert vor. Og svipað-
ur hrafnagangur mun vera annars
staðar á landinu. Má af þessu
marka, hver voði fuglalífi lands-
ins stafar af þessum vargi.
Eggjamæðurnar geta helst dul-
ist fyrir þessum fjendum þega**
líður á vorið og gras og lauf dvl-
ur hreiðrin. En ungar. sem eru
síðbornir, verða vanbúnir gegn
haustveðrmn og falla þá fyrir of-
urborð áður eu þeir geta forðað
sjer til hlýrri stöðva en hjerlend-
is eru. T. d. finnast ándir oft dauð-
ar — sennilega ungar — eftir
Eftir Guðmund Friðjónsson
haustáfelli (hríðar). Þá eru ung-
arnir ekki harðnaðir svo að þeir
geti spjarað sig.
Jeg reyni ekki að meta til fjár-
skaða þann usla, sem hrafnar gera
árlega í fuglalífi -landsins. Hitt er
og mikilsvirði, sem er í veði: sú
fegurð, sem fuglalífinu er nátengd
— fjaðraskraut og söngsnilli. Þjóð
in má eigi láta sjer í ljettu rúrni
liggja þá dásemd eða hætta henni
með andvaraleysi.
Tvö ár eru nú liðin síðan borið
var fram á Alþingi frumvarp um
eyðing svartbaks og hrafns. Sá
þáttur frumvarpsins, sem fjallaði
um veiðibjölluna, var gerður — á
hrakningi milli þingdeilda — að
viðundri. En hinn þátturinn, um
eyðingu hrafna, var feldur niður
og hrafninn blótaður á laun.
I nefndaráliti var þeirri lijegiljn
röksemd haldið á lofti, að hrafn-
inn anðgaði fuglalíf landsins!
Meiri hluti nefndarinnar sagði sem
sje, að löggjöfin mætti ekki stuðla
að því, að fnglalífíð gerðist fá-
breyttara en það er nú. Þá má
kalla furðulega -niðurstöðu. Ef tií
vill hefir vakað fyrir þessum mönn
um sú hætta, að hröfnum kynni
að verða útrýmt, ef fje væri lagt
þeim til höfuðs. En ekki er hætt
við því. Krummi er styggur og
ákaflega var um sig. Honum
mundi fækka að mun, ef fje væri
lagt til höfuðs honum, en því þarf
eltki að kvíða að honum yrði út-
j rýmt. Þessum sendiboðum myrkra
veldisins hefir stórum fjölgað, síð-
að nýræktin í fiskiþorpunum færð-
ist í aukana. Nýræktin er svo að
segja þakin með fiskúrgangi hvert
j haust. Og á þeim matföngiun lifa
hrafnarnir góðu lífi. Engin harð-
j indi sverfa að hröfnunum og öli
hin mikla hjörð lifir. Barnasjúk-
dómar heimsækja alls ekki hrafna-
hreiður. Æður, andir og kríur
missa-miga sína unnvörpum hvert.
vor og sumar. En þegar lirafna-
lijón koma me4 unga sína niður í
bygð úr hamravígi sínu, er hægt
að ganga úr skugga um það, að
þar hafa engin vanhöld orðið.
Ef lagt væri f je til höfuðs hröfn-
um með allsherjai1 skipulagning,
mundu kaupstaðabúar skjóta þá
við fiskætið á nýræktinni, þar sem
Jieir safnats saman og halda sig.
Það væri nokkur bót í máli að
koma til leiðar fækkun Jmssara ill-
fygla með skotum og með því að
eyðileggja hreiðrin, þar sem því
yrði komið til leiðar.
Sú hjátrúarheimska ríkir víða í
landi voru, að ógæfa falli þeim
mönnum í skaut, sem granda hröfn
um eða eggjum þeirra. Löggjöfin
getur ekki upprætt hjegiíjur. En
hún getur heimilað liispurslausri
skynsemi að taka nndan vörgum í
landi manna, sem halda hlífiskild:
hjátrúar yfir þessum skelmi, sem
eyrir hvorki sauðfje nje fuglum.
Jeg skora nú á alþingismenn
vora, þá sem gæddir eru heíl-
brigðri skynsemi, að hefja herfefð
til höfuðs hrafninum með því að
skipa ábúendum jarða að granda
hrafnseggjum og svo með því að
borgað sje, méira en skoti nem-
ur, fyrir að vega hrafn, t. d. krónu
Ríkissjóðian munar lítið um 10
þúsundir króna t. d. En ef 10 þús
undir hrafna fjellu í valinn árlega,
mundi sjá mun á mergð þessara
spellvirkja áður en langt um liði.
★
Margir mætir menn stefna nii að
því og starfa, að gera hlíðar og
mela að skóglendi. Sú viðleitni
ætti að geta orðið ]>ess valdandi,
að fugl yrði á hverjum kvisti,
fuglasöngur í * hver'jum lundi,
fylgsni handa eggjamóðnr undir
hverri laufkrónu, þegar fram líða
stundir. En því aðeins getur það
orðið, að ránfuglunum sje haldið
í skefjum, sem eru vargar í vje-
um fuglauna. Þeim verður ekki
fækkað með öðru móti en því, að
beitt sje gegn þeim skipulag&i
herferð, sem studd sje með afli
þeirra hluta, sem duga.
Það kann að þykja undarlegt,
að vargar hafi með sjer nokkurs-
konar skipulag. En Jió er þetta
dagsanna. Aldrei eru nema eint
hjón í hverju gili eða bjargi,
hrafna nje hanka, og því síður
arna. Með því móti verður lífvæn-
legra fyrir fjölskylduna, þegar
hún er ein um föngin á því Qg
því svæði. Og þegar vargur er í
liverju gili og hverju bergi lands-
ins, öðlast eggjamæðurnar varnar-
lausu engin afdrep. Hver þúfa,
sjerhver skorningur eru og verða
í „hers hönduirí* og „í vargakjöft-
um“. —
Þessi deiling veiðisvæða er ekki
íslensk fyrst og fremst. Hún er
einnig indversk. R. Kipling, fuaka
skáldið, getur Jiess í frásögum sín-
um frá Indlandi, að villidýrin þar
í frumskógunum skifti inyrkviðin-
um milli sín, í þeim tilgangi, aS
þau beri bráð úr býtum sjer tíl
nauðþurftar. Kipling vekur at-
hygli á því — ef jeg man rjett —
að engin villidýr drepi sjer til
gamans, heldur til viðurhalds lífs
síns. Maðurinn er eina dýrið á
jörðunni, sem drepur sjer tíl
dægrastyttingar menn og málleyB-
higja.
Maðurinn er grimmasta dýr
jarðar. Ekki þó allir menn. Þeir
mannúðardrengir, sem hafa æðra
og hærra markmið en það aJS
stuðla að drápgirni, verða, að koma
til sögunnar og stjaka við þeim
vörgum, sem ógna og bana sak-
leysingjum, fleygum eða ferfætt-
um.
Hjer í landi er ekki í annað hús
að venda en alþingislnisið þessa
máli til framdráttar. Ef þaS
bregst, að þar verði þessu máli
sint, má segja með sanni:
Svo bregðast krosstrje sem ön»-
ur trje.
Sjötug: Frú Elísabet Hafliðadóttir
1 dag er frú Elísabet Hafliða-
■ dóttir, Nönnugötu 8 hjer í
bæ, 70 ára. Hún er fædd í Hörgs-
hlíð í Mjóafirði vestra 20. nóv.
1871. Foreldrar hennar voru Haf-
iiði Rósinkranzson og Jónína Jóns
dóttir, bæði komin af merkum
bændaættmn í Mið-Djúpinu. Iíún
ólst upp hjá foreldrum sínum til
10 ára aldurs en þá dó móðir
hennar og fluttist- Elísabet þá til
sjera Sigurðar Stefánssonar alþm.
í Vigur
aldurs.
Arrð
Jón J.
dvaldist þar til 17 ára
1896 gekk liún að eiga
Hafliðason. Bjuggu þau
fyrst tvö ár á Gilsbrekku í Súg-
andafirði en fluttust síðan til Bol-
ungarvíkur. Þau Jón og Elísabet
áttii alls 8 börn og lifa nú 7
þeirra og eru þau þessi: Hafliði',
starfsmaður hjá Olíuverslun Is-
freyja í Þykkvabæ og Snorri,
framkvæmdastjóri hjer.
Elísabet misti mann sinn frá
forstöðu heimilisins 1911 og var5
það þá hennar hlutskifti að koma
upp öllum barnahópnum, sem
henni tókst, þrátt fyrir alla örð-
ugleika fátæktar og einstæðings-
skapar, vel og myndarlega. Eru
börnin bæði dugleg og vel mönn-
uð, þótt ekki hafi þau notið mik-
illar skólagöngu. Auk þessa mik-
ilvæga hlutverks, sem Elísabet
hafði á heimili sínu, fylgdist hún
jafnan vel .með almennum málum
og hafði ríkan áhuga, sjerstaklega
lands hjer í bæ, Iugólfur, búsettur á öllu því, sem verða mátti til
í Ilnífsdal, Jörgen, Hjörleifur og umbóta í sveitarfjelaginu. Þegar
Eyjólfur, sjómenn lijer, hinn síð- kvenfjelag Bolungarvíkur, „Bi'aut,
asttaldi var annar þeirra manna, in“, var stofnuð, 1914, gerðist hún
er bjargaðist þegar togarinn strax fjelagi þess og starfaði alla
Reykjaborg fórst, Jónma, hús-1 FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.