Morgunblaðið - 20.11.1941, Page 6

Morgunblaðið - 20.11.1941, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 20. nóv. 1941. Weygand svífttír störftim? FRJEGNIR, sem bárust til Was- hington í gær hermdu, að Pe- tain og Darlan hefðu stigið nýtt spor til aukinnar samvinnu við Þjóðverja með því að kalla Wey- gand hershöfðingja til Vichy, og svifta hann störfum sem yfir- mann franska hersins í Algier og umboðsmann Vichy-stjórnarinnar í nýlendum Frakka í Norður-Afríku i Stjórnarerindrekar í Washing- t'on staðfestn í gærkyöldi (segir í;Reutersfregn) að fregn þessi sje rjett, og að ákyörðunin mn að syifta Weygahd stðrfum hafi ýer- ið tekin á fundi Viehy-stjórnar- innar í fyrradag. Utaiiríkismalaráðuneytið í Was- bington skýrði þó frá því í gær, að það,- kefði énga staðfest.ingu fengið á þessu frá sendiherra sín- um í Viehy, Leahy aðmírál, en sagt var að Leahy myndi ræða við Petain í gærkvöldi. ^En fregnin er þó tekin svo al- varlega í Washington, að því var lýst yfir þar í gær, að enga á- kvörðun væri hægt að taka nm béiðni Frakka um að fá matyæli frjá Bandaríkjunuin, fyr en áreið- anlegar npplýsingar hefðu borist Uin hvað íueft-væri í þessari Wey- gánd-frjett, ■ . Þýska frjettastofan skýrði frá því í nótt samkvæmt fregn frá Vjehy (segir Réuter), að Weygand hefði enn verið í Vichy í gær, þótt gert hefði Verið ráð fyrir að hann lejgði af stað þaðan til Norður- Afríku í gærrnorgun. Ýms samtöl áttu sjer , stað í gær milli helstti méðlima Viehystjórnarinnar, segir í ífregninni. -í þondon er Jitið svo á, að á- kvörðuniu um að svifta Weygand störfum hafi verið tekin að und- angengnum hörðum átökum á hak við tjöldiu um það, hver verða skyldi eftirmaður Huntzigers hers- höfðingja, sem liermálaráðherra. (Huntziger fórst nýlega í. flug- slysi.) Er látið í veðri vaka, að Þjóð- ýerjar hafi haft horn í síðu Wey gands, þótt hann ekki nógú auð- sveipnr gagnvart fyrirætlunum þeirra í Norður- og Vestur-Afríkn Honum hafi þessvegna verið fórn- að til þess að þóknast Þjóðverj - um og sýna vilja Frakka nm aukna þýsk-franska samvinnu. Nssta spor Breta gagnvart Flnnum Banúaríkin telja svar fFinna úfullnægiandi Spurningar voru bornar fram í breska þinginu í gær, um afstöðu Breta til Finna, Rúm- ena og Búlgara, og um það, hvenær sovjetstjórnin hefði far- ið þess á leit við bresku stjórn- ina, að hún segði Finnum stríð á hendur. Eden svaraði og sagði, að hann gæti ekki á þessu stigi svarað þessum spurningum, en lofaði að gera nánar grein fyr- ir afstöðu Breta síðar. Frjettaritari Reuters í Wash- inton pímaði í gæ’-kvöldi að svar Finna við orðsendingu Banda- ríkjanna væri „samkvæmt heim- ild kunnra erlendra blaða- manna“, álitið mjög ófullnægj- andi vestra. Sú skoðun er látin í Ijós í Washington, að svar Finna hafi verið skrifað aðeins í þeim til- gangi, að fá það staðfest, og að Finnar ætli að halda áfram hernaðaraðgerðum með það fyrir augum, að rúfa Murmansk brautina. Mjer er kunnugt um (segir Reuters frjettaritarinn), að Bandaríkin hafa vakandi auga á Finnlandi, vegna nauðsynar- innar, sem á því er að nota Murmanskbrautina til flutninga á hergögnum til Rússa, og mönnum er nokkur forvitni á að vita, hvað Bretar géra næst. Sú tilgáta hefir komið fram hjer, að Bretar ætli að skipa Finnum í hliðstæðan flokk og Frakkar eru í og miða aðgerðir sínar við það, að Norður-Finn- land sje hernumið af Þjóðverj- um, og þessvegna sje heimilt að fara þar með hernaði: • Stokkhólms frjettaritari Thp Times skýrir frá því, að Þjóð- verjar treysti á það, að þeim verði betur ágengt í Norður- Finnlandi í vetur, þegar þeir fara að geta notað skíðasveitir meir en hingað til. Þeir halda því fram að skíðasveitir þeirra sjeu betri heldur en skíðasveitir Rússa, og sjeu jafnvel jafnok- ar skíSasveitum allra annara þjóða, nema e. t. v. Finna og ‘ Norðmanna. £ Finskir sjerfræðingar líta svo á, að yfirhershöfðingi þýsku herjanna í Norður-Finnlandi. Dietl (kunnur frá Narvik), geti e. t. v. gert sjer von um árang- ur, ef hann fær liðsauka raun- verulega vel þjálfaðra og hug- djarfra skíðamanna. Það er íslensk kona, sem hefir samið bókina um Kína. Hafið bjer sjeð bók- ina? Sókn Breta Bardagarnir í Norður-Atríku i Rússlandi PRAMH. AP ANNARI BÍÐU. um, og bifreiðalestir, stundum allt að 50 km. langar, á vestur- leið“. Frjettaritarinn segist hafa dvalið tvo mánuði með bresku herjunum í eyðimörkinni, á meðan verið var að undirbúa árás- ina. „Þessi sókn hefir verið jafn vel undirbúin og þýska ríkið hefir undirbúið nokkurn sigur sinn“. PRAMH. AF ANNARI SÍÐU. þýska herdeild, tortímt þúsund þýskum hermönnum, 113 skrið- drekum og 27:» bifreiðum, auk margra fallbyssna. Þýska hérdeildin var undir stjórn von Kleist, Bresku herirnir eru undir stjórn þessara manna: Hernum stjórnar Sir Allan Cunningham hershöfðingi, sem stjórnaði bresku herjunum, sem rjeðust norður Somaliland alla leið til Addis-Ababa í Abyssiníu í vor. Flotanum stjórnar Sir Andrew Cunningham, bróðir Allans. —. Flughernum stjórnar Andrew Conyngham, sem nýlega var falin yfirstjórn breska flughers- ins í hinum nálægari austur- ■löndum. r frjettaskeyti frá Jacob, 'írjettaritara Reuters, sem er í för með her Breta í Libyu, segir að Bretar og Þjóðverjar heyi nú orústur á vígvöllum vestur-sandauðnaðarinnar, sem frægir urðu í sókn Wavells í fyrra. NÝJAR VÍGSTÖÐVAR „Kalli hinna rússnesku banda manna okkar, hefir verið hlýtt og nýjar vígstöðvar opnaðar gegn öxulsríkjunum". „Enda þótt þýsku hersveitirnar í Af- ríku sjer þar aðeins til að örva kjark ítala, því að ítalir eru miklu fjölmennari í Libyu held- ur en Þjóðverjar, þá skiftir mestu máli um bardagana, sem nú eru háðir, 1) að þetta er í fyrsta skifti sem Bretar og Þjóð ver.jar reyna afl með sjer frá því í Grikklandi og á Krít og 2) að það eru hermenn frá Bret landseyjum, sem taka mestan þátt í þessum hernaðaraðgerð- um, því að hlutfallslega minna er af samveldislandahermönn- um heldur en í fyrri herferð- inni. Bresku samveldislandaher- irnir leitast við leggja heldur til orustu við Þjóðverja, held- ur en ítali, og gera það með þeirri sannfæringu, að einn þýskur hermaður eyðilagður, samsvarar tylft hertekinna ít- aía. Kjörorðið er: „Sigrum hún- ana, og þá munu ítalir taka til fótanna“. „Óhætt er að segja, að ef okkur tekst að tvístra Þjóðverj- um, þá munu ítalir, sem treysta á h.jálp þeirra, tæplega veita herjum okkar viðnám len?i“. ORÐSENDING CHURCHILLS í fregn frá London í gær- kvöldi var skýrt frá því, að orðsending frá Mr. Churchill hefði verið lesin upp fyrir hermönnum allra herjanna, landhers, sjóhers og flughers, áður en sóknin hófst. I London hefir þessi sóbn ekki komið á óvart, að því er segir í fregn þaðan. Hefir verið búist við henni um márgra vikna skeið, þar sem angljóst þótti, áð hinar miklu loftárásir, sem gerðar hafa verið á hafnir Itala í Libyu og einnig í Italíu undanfarið, höfðu verið gerðar í ákveðnum tilgangi. Einnig hinar miklu árásir á skipaflota ítala, sem voru að reyna að flytja vistir til þýsk-ítölsku herjanna í Libyu. Það var einnig vitað, að bresku herirnir í Egyptalandi höfðu und- anfarið fengið mikinn liðsauka, og mikið af nýjum hergögnum, þ. á. m. flugvjelar af allra nýjustu gerð. Fyrstu fregnirnar, sem bárust til London í gær og sem gátu bent til þess að eitthvað óvenjulegt væri á seiði í f Norður-Afríku, hermdu að breskar flugvjelar hefðu í leiðangri yfir Cyrenaica í. fyrradag eyðilagt 18 flugyjelar ó- vinanna, en aðeins ein bresk flug- 'Vjeí kom ekki aftur til hækistöðva sinna. Áhrif bafnbannsins i Þýskalandi C ulltrúi breska viðskiftastríðs- *• málaráðuneytisins sagði í gær, að ýmislegt benti t-il þess að „hafnbannið væri farið að þrengja að Þjóðverjum, éftir tveggja ára viðskiftastríð". Var á það bent, að þýskir hermenn á austurvígstöðv- Unum væru farnir að klæðast loð- skiiínkápum kvenna, svo að skort- Ur virtist vera orðinn á ull. Þess þekkjast jafnvel dæmi, að þýskir sjómenn hafa klæðst brókum úr gerfisilki, pappír eða loðskinnum. Kjöt- og feitmetisskaintur þýska hersins var nýlega minkaður, en höfuðsönnun þess, að hafnbannið er farið að hafa áhrif, er talin, að fataskömtnnin þýska var minkuð fvrir nokkrum nlánUðum ilm 40%. Þýska herstjórnar- tiIkynnin{Ejin Þýska herstjórnin tilkynnir: ýjar árangursríkar árásir standa vfir á austurvíg- stöðvnnum. Bardagarnir síðustu þrjá dagana hafa borið þann á- rangur, að yfir 10 þús. fangar hafa verið teknir og 171 skrið- dreki eyðilagður. Loftárásir sem gerðar voru á Sehastopol-virkið höfðu í föi- með sjer ákafar sprengingar í skipasmíðastöðvum og t/undur- skemmum. Stórt vöruflutningaskip var laskað með sprengju í höfn- iniii. í gærkvöldi gerðu þýskar sprengjuflugvjelar loftárás á her- stöðvar í Moskva og Leningrad og einnig á samgönguleiðir , að haki vígsföðvum óvinanna á miðhluta víglínunnar. Á tímahjlinu frá ,9. nóv, til 15. nóv. nam tjón rússneska flughers- ins 242 ÍTugvjelum; þar af voru 122 skotnar niður í loftbardög- um og loftvarnabyssur skutu nið- ur 44, aðrar vorit eyðilagðar á jörðunni. Á sama tímabili misti þýski flugherinn 24 flugvjelar á austurvígstöðvunum. VONGÓÐIR UM HORF- URNAR í RÚSSLANDI. WASHINGTON í gær —: Það verður sjeð hve vongóð Bandá- ríkjastjórn er um liorfurnar í Rússlandi á því, að vjelaverkfæri að verðmæti 15 milj. dollarar, hafa verið send af stað þangað, þrátt fyrir að stjórnin hafi áður verið treg til þess að afgreiða þau, a£ ótta við það, að Þjóðverjar kæm- ust yfir þáu. (Reuter.) • t Framtlðaratvinna I t f ? | ♦X* »!♦ •!♦ ♦!♦ ♦ Vantar nú þegar 3 duglega rafvirkja. Johan Bönning^h.l. f t t Vantar í Skíðaskálann í Hveradölum matsvein og 3 stúlkur Upplýsingar gefur Steðnþór Krisf|ánsson Skíðaskálanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.