Morgunblaðið - 23.11.1941, Page 3

Morgunblaðið - 23.11.1941, Page 3
Sunnudagur 23. nóv. 1941. MORGUNBLAÐIÐ I Rekduflin í torfum = 1 fyrir Austfjörðum [ Fjögur dufl sprungu 35 | í fyrrinótt í grend við | E Djúpavog niiHfliuiUHmiumuuummmiiiimimiimii uimmmiummmiuuiiiiuumutuimuuum Skípakaup frá Ameríku tílathugunar Isamningi þeim, sem gerður var við Bandaríkjastjórn í sum- ar, er svo fyrir mælt, að Banda- ríkin skuli sjá fslandi fyrir nauð- synlegum skipakosti til flutninga til og frá landinu. Bii skip þau, sem við nú höfum yfir að ráða, nægja okkur ekki. Hefir nú komið til mála að kaupa vöruflutningaskip vestra fyrir milligöngu Thor Thors sendi- herra. Bru nú fengin tilboð um kaup á tveim skipum, sem eru 3200 brúttósmálestir hvort, eða um helmingi stærri en stærstu skip þau, sem Eimskipafjelagið á nú. Skip þessi eru um 20 ára göm- ul. En ennþá vantar ýmsar upp- lýsingar um skipin og verður þeirra afiað sem fyrst, því ákveða þarf fyrir áramót hvort gengið verði að tilboðunum. Það verður ríkisstjórnin, sem gerir kaupin, ef úr þeim vérður, en óvíst hvort þau verða rekin sem ríkisskip eða Bimskipafjelagið taki við þeim. Fenflu döm fyrir kaup á stolnu sementi AÐFARANÓTT laugardags sprungu fjögur tund- urdufl í nánd við Djúpavog — eitt kl. 1.40, annað kl. 2.20, þriðja kl. 3 og f jórða kl. 3.05. Öll sprungu þessi dufl nálægt kauptúninu, eða aðeins 1—2 krn fjarlægð. Húsin í kauptúninu hristust og skulfu, en ekkert slys varð á mönnum. ÍÁ bænum Urðarteigi, skamt frá Djiipavogi var aðgangur svo mik- ill, að alt heimafólk flúði bæinn og fór til kauptúnsins. Tíðindamaður blaðsins á Djúpa- vogi skýrði svo frá, að svo mikið væri af rekduflum nú við suður- firðina, að þau væru í torfum. Á föstudag hefðu t. d. verið talin 13 dufl á reki í mynni Beruf jarð- ar. Eitt dufl rak á land skamt frá bænum Framnesi og sprakk. Ekki urðu þó skemdir á húsurn. Mörg dufl hafa rekið í Djúpa- vogi og grend, auk þeirra er áð- ur voru talin. Liggja þessi dufl víða í fjörum, ósprungin. Eru menn austur þar óttaslegnir yfir þessu og sjómenn þora varla að fara á sjó, því að allsstaðar. eru dufl á reki. Leikfjelag Reykjavíkur sýnir ieikritið Á flótta í kvöld kl. 8 og er það 10. sýning á þessum ágæta leik. Saln aðgöngumiða hefst. kl. 2 í dag. Igær var kveðinn upp í auka rjetti Reykjavíkur démur yfir fjórum mönnum, er höfðu haft óleyfileg viðskifti við setu- liðsmenn. Málavextir eru þeir, að þ. 7. ágúst í sumar, komst lögreglan að því að Ragnar Lövdahl húsa- smíðameistari, §em hafði 2 hús í smíðum fyrir sjálfan sig, hafði íengið til þess sement frá setu- liðinu. Við rannsókn málsins kom í ljós, að hann hafði keypt tæp- ar 80 tunnur af sementi af setu- liðsmönnum og fengið það frá tveim aðiljum, birgðaverði setu- liðsins á Melunum, fyrir milli- göngu Jóns Bergs Jónssonar, er var samverkamaður birgðavarð- arins, og kostaði pokinn 4 kr. Ilitt fekk hann frá breskum yf- irmanni í pípuverksmiðjunni og greiddi þar 20 krónur fyrir tunnuna. Jón Bergur fekk helming andvirðis þess senients, sem Lövdahl fekk fyrir milligöngu hans. Hann, ásamt Ragnari Lövdahl, var dæmdur fyrir hylmingu og brot gegn tollalög- unum, en samkvæmt þeim eru kaupviðskifti við setuliðið óheimiil. Helgi Sumarliði Einarsson bifreiðarstjóri flutti sementið frá pípuverksmiðjunni fyrir Lövdahl og hafði nokkra frek- ari milligöngu. Gísli Kristjánsson fekk 12 poka af sementi hjá Jóni Berg til viðgerðar á kjallara sínum. Ragnar Lövdahl og Jón Berg- ur voru dæmdir í 30 daga óskil- orðsbundið fangelsi hvor og voru sviptir kosningarjetti og kjörgengi. Helgi S. Einarsson fekk 300 króna sekt fyrir brot gegn tolllögunum og Gísli Krist- jánsson 300 kr. sekt fyrir brot gegn sömu 1. og 263 gr. hgl. um gáleysi við kaup á stolnum vör- um. Viðskiftin út á við Tveir mikilsvarðandi samningar undirrit- aðir í Washington Þrlggja aðilja „Iðns- og lelgu- samninguc“ - og viOskiftasamn- ingur milli Islands og U. S. A. Blóðsöfnunin gengur „eftir áætlun“ BlóðgfafasYeit skáfa Stofnfundur Kvenfjelags Nes- prestakalls verður haldinn í fyrstu kenslustofu Háskólans kl. 214 í dag. Nær helmingur þess fólks, sem þörf er á að gefi sig fram til blóðgjafar hjá Rauða Krossinum, hefir nú gefið sig fram, að því er Bjarni Jónsson læknir sagði blaðinu í gær. Er það tæplega 500 manns, sem ýmist hafa látið taka sjer blóð, eða munu láta gera það næstu daga. Margir nemendur Verslun- arskólans og Iðnskólans hafa nú gefið sig fram. En enda þótt blóðsöfnunin hafi hingað til gengið ,,eftir áætlun“, er þó ástæða til þess að hvetja al- menning til þess að gefa sig fram til blóðgjafarinnar. Enn þá vantar um 500 manns. Samkvæmt upplýsingum, er blaðið fekk í gær hjá Jóni Odd- geir Jónssyní, hafa skátar með sjer sjerstaka blóðgjafasveit. Eru í henni sjálfboðaliðar úr hópi skáta. — Hefir þessi sveit skáta tekist þá skyldu á herð- ar gagnvart sjúkrahúsum bæj- arins að vera jafnan reiðubúin til þess að láta þeim í tje blóð þegar sjúkrahúsin þarfnast þess. Láta sumir meðlimir þess- arar blóðgjafarsveitar skátanna taka sjer blóð oft á ári ef þess er þörf. Gáfu skátarnir þannig síðastliðið ár 16 þúsund grömm blóðs til sjúkrahúsanna. Af þessum ástæðum, að skát- arnir hafa sjerstakan samning við sjúkrahúsin um að vera jafnan reiðubúnir að láta taka sjer blóð, geta hinir sömu ekki einnig látið taka sjer blóð nú til blóðsöfnunar R. Krossins. En engu að síður hafa þeir tekið að sjer að rækja mjöð þýðingar- miklar skyldur í þessu efni. u NDIRRITAÐIR hafa verið í Ameríku tvéir þýðingarmiklir samningar, varðandi viðskifti okkar íslendinga. ^ Annar samningurinn er milli þriggja aðila, þ. e. Bandaríkjanna, Bretlands og ís- lands og er það „láns- og leigusamningur“. Hinn samri-- ingurinn er milli Bandaríkjanna og íslendinga, varðandi viðskifti þessara landa. Báðir þessir samningar voru undirritaðir í Washington á fimtu- daginn var, 20. þ. m. Daginn áður hafði Thor Thors sendiherra gengið á fund Roosevelts forseta og afhent forsetanum embættisskilríki sín. Pluttu þeir ávörp við þetta tækifæri, sendiherrann og forsetinn. Hafnflrskur sjómaður af- vopnar bresk- an hermann Jólamerki Thor- valdssensijelagsins ’I Slamerki Thorvaldívensf je- J lagsins eru nú komin út. Hefir Tryggvi Magnússon listteiknari gert þau, og eru þau hin smekklegustu. Ágóðinn af sölu merkjanna gengur til barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfjelagsins. Óperettan Nitouche verður sýnd í 60. sinn kl. 2.30 í dag. Til nokkurs áreksturs kom í fyrrakvöld um klukkan 10 í Hafnarfirði milli bresks her- manns og Islendings. Var það .með þeim hætti, að breskum hermanni var vísað út úr áætlunarbifreið, sem var að leggja á stað til Reykjavíkur, vegna þess, að hann gat ekki greitt farareyrir. Við þetta mun einhver æsingur hafa hlaupið í hermanninn, sem var nokkuð við öl. Sneri hann sjer að Islendingi sem stóð í námunda við bifreið- inga og sló hann. En Hafnfirð- jngurinn, sem var ungur isjó- maður, snerist til varnar og sló árásarlnanninn niður. Reis hann þá á fætur og dró byssusting sinn úr slíðrum og bjóst til að leggja honum í íslendinginn. Sá hann sjer þá þann kost vænst- an að hlaupa undir hermanninn og freista að ná af honum vopn- inu. Tókst íslendingnum að ná taki á úlnlið hans og síðan að ná byssustingnum af honum og forða sjer með hann til lögregl- unnar, þar sem hann afhenti vopnið. Varð ekki af frekari átökum. Islendinginn sakaði ekki nenja lítilsháttar á hendi af byssustingnum. Ekki hafa enn borist nánar fregnir af innihaldi samninganna, sem gerðir hafa verið. Vitað er þó, að „láns- og leigu- samningurinn“ fjallar um það, að Bandaríkin yfirtaki þá viðskifta- samninga, er við höfum gert við Breta, þannig, að andvirði þeirra afurða, er við seljum Bretum, verði greitt í dollurum. Er hjer þá aðallega um að ræða áridvirði þeírra afurða, er við seljum Bret- um samkvæmt fisksölusamningn- um. Ekki er fyllilega upplýst, hve- nær þetta kemur til framkvæmda, því að þetta atriði er óljóst í skeyti, sem utanríkismálaráðuneyt- ið hjer hefir fengið. En samning- urinn mun koma til framkvæmda mjög bráðléga. Á meðan skapast, millibilsástand 0g þann tíma greið ist andvirði útflutnings okkar á sjerstakan biðreikning. Hve langt þetta millibilsástand verðnr, er 6- víst ennþá. Ekki bafa heldur borist nánari fregnir af innihaldi hins samnings- ins, sem gerður héfir vérið milli Bandaríkjanna og- íslands. En sá samningur f jallar um , vörakaup okkar í Ameríku og má vafalaust ganga út frá, að við fáum allar okkar nauðsynjar keyptar vestra. Einni'g mun sá samningur fjalla um fyrirgreiðslu á flutningi var- anna til okkar. Loks hafa farið fram viðræður um ýms atriði varðandi tolla, en árangur þeii*ra mun væntanlegur síðar. Húsmæðrafjelagið heldur fund á Amtmannsstíg 4 annað kvöld kl. 8& , Fóstbræður syngja í Gamla Bíó í dag kl. 2%• Allir aðgöngumiðar seldust á skömmum tíma. Kórinn mun halda næturhljómleika næst- komandi þriðjudag og hefjast þeir kl. lli/o.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.