Morgunblaðið - 28.11.1941, Page 5

Morgunblaðið - 28.11.1941, Page 5
Föstudagur 28. nóv. 1941 S JPorjgimfclaí>id Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgfTJarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Rltstjórn, auglýsingar og afgrelbtla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áakriftargjald: kr. 4,00 á mánuOi innanlands, kr. 4,50 utanlands. í lausasölu: 25 aura eintakiO, 30 aura meO Lesbók. Jeg veit ekkerí! HVAÐ er að fr.jetta af <lýr- tíðarmálunum Hefir ríkis- stjórnin nokkrar ráðstafanir í nndirbúningi í þessum málum Þessar spurningar kveðst. rit- stjóri Tímans hafa lagt fyrir viðskiftamálaráðherrann. „Jeg get eklti, eins og sakir standa, gefið upplýsingar um væntanlegar framkvæmdir ríkis- st jórnarinnar í dýrtíðarmálun- um, og það þegar af þeirri á- stæðu, að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa algerlega tekið að sjer framkvæmdir í þeim máhim---------—“. „Við ráðherrar Pramsóknarflokksins höfum í sam ræmi' við vilja flokksins alger- lega neitað að bera áb.yrgð á þessu máli -— — — Þannig hljóðaði svar viðskifta- málaráðherrans. Ritstjóri Tímans hefir sýnilega verið búinn að steingleyma því, að viðskiftamála- ráðherrann var „ábyrgðarlaus" og vissi þ. a. 1. ekki minstu vitund um það, sem var að gerast. Hann var t. 1. alveg nýlega búinn að - senda frá sjer nýja vísitölu. Hún sýndi þriggja stiga hækkun fra síðustu vísitölu. Bn það einkenni- lega vár, að hækkunin stafaði frá alt öðrum vörum en ráðherrann var með í dýrtíðarfrumvarpi. Sínu og vildi verðfesta. Hverhig stendur á þessu? spyrja menn. Hafði viðskiftamálaráðherrann blundað á vaktinni og gleymt eft- irlitinu með verðlaginu? Eða má- ske ráðherrann sje einnig orðinn „ábyrgðarlaus“ gerða sinna á þeim vettvangi 1 Ekki myndi þjóðin harma það, ■ að vald þessa ráðherra minkaði' á sviði viðskiftamálanna. Tjónið, sem þjóðarheildin hefir biðið fvr- ir skammsýni hans, er orðið svo mikið, að þar er vissulega ekla á bætandi. Og enn í dag heldur ráðherrann dauðahaldi í tvö rán- dýr skrifstofubákn, sem hafa þao aðalhlutverk að vinna, að torvelda innflutning nauðsynja til lands- ins. Skrifstofubákn þessi kosta landið 3—400 þús. krónur á ári. Myndi þessu fje ekki betur varið til þess að brúa einhverja tor- færuna, t. d. Jökulsá á F.jöllum ? Síðasta árið fyrir ófriðinn lögðu. nágrannalönd okkar liöfuðáherslu á að safna birgðum nauðsynja- vara. Þau attu því mjög miklar birgðir fyrirliggjandi, er ófriður- inn braust út, sennilega tveggja til þriggja ára birgðir. En okkar viðskiftamálaráð- herra — hvað gerði hann? Hann gerði alt, sem hann gat, til þess að sporna við innflutningi nauð- synja. Hami herti stöðugt á höft- unum. Og liann hjelt þessu áfram lengi, eftir að stiíðið var skollið á og sýnilegt var, hvert stefndi. Þannig var framsýnin hjá þess-' um manni. Þá hefði hann vissu- íiega mátt vera „ábyrgðarlaus". Dýrtíðarmálin og stjórnarsamvinnan FRAMH. AF ÞRIÐJU SIÐU ar ef frjálsa leiðin yrði ekki þeg- ar í stað dauðadæmd, en frum- varp um lögfestingu flutt af rík- isstjórninni allri. Hvernig má slíkt verða, spyrja menn. I Eins og í dýrtíðarmálinu er um . tvær lausnir að ræða, og hvoruga þó góða. Annaðhvort hefir eitt.hvað ó- vænt að borið innan Pramsóknar-. flokksins á þessum eina sólar-j hring, svo sem að flokkurinn hafi kúvent, eða borið ráðherra sína ofurliði, og þarf þó fleira til. Eða, að við þessir þrír ráðh. Alþ.fl. og Sjálfstæðisfl. höfum verið svo gersamlega sljóir og skyniskroppn ir, þegar við vorum að ganga til endanlegra úrslita við starfsbræð- ur okkar í ríkisstjórninni um það mál, sem við undanfarna mánuði höfðum rætt hvað mest, og lýst sem eitt aðaltilefni til þess að kveðja saman ]>ing, að engan okk- ar skyldi svo mikið sem gruna, að aðstaða ráðh. Framsóknarfl. væri eitthvað óskýr eða tvíræð, því ella hefði væntanlega einhver okkar talið ástæðu til að ganga betur úr skugga um þetta en gert var, áð- ur en við fórum á fund í flokk- um okkar til þess að skýra frá því, að sættir hefðu tekist. Sem sje, að Framsóknarfl. ætlaði að ganga inn á frjálsu leiðina. Það er sannarlega „undarlegt þegar slík æfintýri gerast með þjóð vorri“, en því verður hver einn að trúa sem hann telur senni- legast. ★ Um forsögu málsins læt jeg þetta nægja. Eins og kunnugt er baðst for- sætisráðherra lausnar fyrir sjálf- an sig og ráðuneyti sitt, og nú tók þingið til „óspiltra málanna“. Jeg mæli fyrir munn allra ís- lendinga þegar jeg segi, að þetta þing verði engin prýði talin á þingsögu íslendinga, og vildu víst allir velviljaðir menn óska þess, að ríkisstjórnin hefði aldrei lagt til að það vrði kvatt saman. Af afrekum þess mun sagan geyma þetta; 1. Pramsóknarflokkurinn krefst þess, að fáist ekki allir ráð- herrarnir til þess að gerast flutningsmenn að ákveðnu frumvarpi, þá skuli ríkisstjórn- in beiðast lausnar. 2. Þrír af fimm ráðherrum neita að verða við þeirri kröfu. 3. Porsætisráðherrann, sem er Framsóknarmaður, beiðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. 4. Prámsóknarflokkurinn leggur frumvarp um ágreiningsmálið fyrir Alþingi. 5. Alþingi fellir frumvarpið. 6. Sami forsætisráðherra myndar „nýja“ stjórrf. Sömu flokkar. Sama verkaskifting! Sömu menn. 7. Þingi slitið. Þjóðin átt.i erfitt með að átta sig, en rnargir sögðu: Alt óbreytt. Sú breyting hafði þó á, orðið, að þegar sumir, margir, flestir eða kannslte allir af þessum ,,sömu“ voru settir „undir smásjá tveggja stórvelda“ og einnar smáþjóðar, þá stækkuðu þeir ekki, heldur minkuðu. ★ Orðheppinn maður sagði um þ jóðstjórnina: „Það vilja allir hafa hana, en enginn kannast við hana“. I þessu felst. sa sannleikur, að fleiri hafa veist að stjórninni en þeir, sem vilja hana feiga. Mjer hefði því fallið vel að stjórnin J segði af sjer á þessu þingi í því skyni að flokkarnir ættu þess kost | að breyta um ráðherra. Hefði þá annað tveggja orðið, að þjóðin hefði fengið skárri ráðherra, eða ráðherrarnir traustari aðstöðu, og myndi hvorttv.eggja til bóta. Hinsvegar lít jeg svo á, að mis- ráðið hafi verið að hugsa til slita á samstarfi um löggjöf og stjórn landsins, svo sem nú er háttað högum Islendinga, og skal jeg ekki rökstyðja það sjerstaklega. Jeg skal nú gera þá hreinskilnu játningu, að mjer er með öllu ó- skiljanlegt, hvað ráðið hefir þeirri ákvörðun Framsóknarfl. að ætla að slíta samvinnunni út af ágrein- ingnum um úrlausn dýrtíðarmál- anna. Ilitt skil jeg, að úr því sú skvssa á annað borð henti flokkinn, telji hann sjer lífsnauð- syn að gera sem allra mest úr á- greiningnum. Út frá þessu sjónar- miði ber að lesa og skilja full- yrðingu svo sem þessa, sem er í ræðu þeirri, 'er forsætisráðherra flutti á Alþingi, er hann tilkynti okkur að hann hefði myndað hið „nýja“ ráðuneyti; „Við sem viljum fara lögbind- ingarleiðina teljum að svo mik- ill munur sje á henni og frjálsu leiðinni, að raunverulega sje hjer um andstæður að ræða“. Og ennfremur: „Prjálsa leiðin táknar ekki annað en uppgjöf og úrræða- leysi í því niiltla vandamáli, sein fyrir liggur“. Jeg svara aðdróttun forsætis- ráðherra um uppgjöf og úrræða- levsi því einu, að jeg hafi fyr hevrt menn fullyrða mest, þegar sannfæringin var minst. Og jeg bæti því við, að ef við rerum ekki daglega á sama borð í barningn- um, og gerðum ]>að sem okkar litla geta leyfir til þess að verja þjóðarfleyið áföllum, myndi jeg finna hjá mjer freistingu til að tilfæra hjer ýms ummæli, er hann síðasta mánuðinn hefir látið frá sjer fara, og reyna að gera þeim ]>au skil, að sumt yrði að minsta kosti af einhverjum fremur tekið sem gott grín. en djúp og hátíð- leg speki. Á jeg þar einkum við þann samanburð, sem beint og ó- beint er gerður á hans flokki og mínum. Nei, hinar tvrer leiðir í þessu deilumáli eru ekki ,.andstæður“. Þær liggja samhliða, falla á löng-: um köflum samau og leiða ná- kvæmlega að, eða framhjá, sama markinu, eftir því hversu til tekst, svo sem nú skal sýnt. Jeg skal reyna að hafa rökin fá, einföld og auðskilin. Um verðlag á aðkeyþtri vöru þarf ekki að fjölyrða, vegna þess að báðar leiðir beita sömu vopn- um í þeirri viðureign. Það sem á milli ber varðar verð- lag innlendrar framleiðsluvöru, enda ræður það 4/5 hlutum vísi- tölunnar. Framleiðandinn segir: Jeg get ekki lofað að hækka ekki fram- leiðsluvöru mína, nema trvgt sje að kaupgjaldið ha'kki ekki. Kaupþeginn segir: Jeg get ekki lofað að hækka ekki káupið, nema trygt sje að innlenda framleiðslu- varan hækki ekki. Lögfestingarstefnan segir: Lög- festum óbreytt kaup og afurða- ''•erð. Prjálsa leiðin segir-. Þess þarf ekki. Með frjálsum samningum er búið að tryggja, að engar breyt- ingar geti orðið á kaupgjaldinu alt næsta ár, ef vísitalan hækkar ekki. Jafnframt er vitað, að inn- lendar afurðií' aðrar en mjólk eru flestar verðfestar til næstu slátur- tíðar, en mjólkina má bæta úr dýr- tíðarsjóði. Af þessu sjest, að frjálsa leiðin býður upp á sama öryggi eða ör- yggisleysi, sem lögfestingin, þ. e. a. s. til næstu sláturtíðar. En, og það bið jeg menn vel að athuga, lögfesting Framsóknarfl. bauð heldur ekki upp á neitt ann- að eða meira öryggi. Hún átti ein- göngu að gilda til 1. september næstkomandi, eða til næstu slát- urtíðar, það er að segja, nákvæm- lega meðan engin þörf var á henni, og ekki stundinni lengnr. Jeg á svo aðeins eftir einföld- ustu og haldbestu rökin, þau sem enginn sannur Pramsóknarmaður fær staðist. Þegar hin nýja stjórn var mynd uð, voru menn strax á eitt sáttir um skilmálana, 'að öðru leyti en því, að Framsóknarfl. setti eitt, og að- eins eitt skilyrði. Það var svo- hljóðandi; „Pramsóknarflokkurinn legg- ur til að dýrtíðinni sje til næsta þings haldið niðri í olctó- ber-vísitölu, með því að nota heimild giklandi laga“. Er þetta ekki dásamlega skýrt. Menn gleyma því vonandi ekki, að lögfestingin var ekki samþykt, heldur feld. Menn láta sjer skiljast, að úr því svo fór, er frjálsa leiðin ein- asta haldreipið, eini „grundvöllur gildandi lagá“. Loks skulu menn syo mintir á, að það eru ekki flokkamir sem liigðn til að frjálsa leiðin væri farin, heldur flokkurinn, sem ætlaði að slíta samvinnunni út af því að nokkur skyldi dirfast við orða það. að reyna hana, sem nú krefst þess —ekki að reynt sje að halda dýr- tíðinni niðri eftir ráðum frjálsu leiðarinnar, heldur að dýrtíðinni ,.sje til næsta þings haldið niðri í 1 október-vísitölunni". En meðal annara orða. Sje frjálsa leiðin ekkert nema „upp- gjöf og úrræðaleysi“, hvernig er þá hægt að halda dýrtíðinni ó- breyttri í marga mánuði með slík- um ráðum. Og sje hægt að halda október-vísitölunni óbreyttri til 1. mars næsta ár með þesskonar „uppgjöf og úrræðaleysi“, þá hlýt- ur líka að vera hægt að halda sömu vísitölu með sömu aðferð óbreyttri í nokkra mánuði í við- bót, til 1. september, í stað 1. mars, eða til þess dags sem lögfest ing Framsóknar átti að gilda. Þessi rök eru auðskilin. Engum eru þau ljósari en foringjum Framsóknarflokksins. Það mega menn marka á því, að ílokkurinn krafðist forystu ríkisst.jórnarinnar, enda þótt búið væri að fella fyrir honum frumvarpið, sem hann gerði að ágreiningsefni. Slíkt ger- ir enginn stjórnmálaflokkur sem ekki vill teljast siðlaus, ef hann í raun og veru telur hina ráð- andi stefnu þjóðhættulega. Og staðhæfing forsætisráðherra um að hann sje orðinn „ábyrgðarlaus" í dýrtíðarmálunum, vegna þess að Alþingi viti, að hann hafi aðra stefnu í þeim en þingið, er auð- vitað bara orðaleikur, gamansemi. Væri um smámál að ræða, mætti finna slíkum orðum stað. En þegar um ræðir mál, sem flokkur for- sætisráðherra telur svo mikilvægt, að hann segir slitið samvinnunni, þá er ekkert um að villast: Hvað sem forsætisráðherra seg- ir, }>á er honum fyllilega ljóst, að báðar leiðirnar veita svipað öryggi. Ella myndi hann ekki hafa tek- ið að sjer forystuna að nýju. Eða, hver myndi taka við skip- stjórn, ef hann vissi, að kölski stæði við stýrið? Og hver við forystn í þjóð- stjórn, ef hann sæi glögt, að stefnan væri mörkuð beint inn á braut. ógæfu og upplausnar? ★ Þjóðstjórnin var í öndverðu mynduð m. a. af ótta við að ó- friður kynni að brjótast út. Styrjöldin hefir nú geisað í á þriðja ár, og í landi voru liafa nú setu herlið tveggja stórvelda. Slík þjóðstjórn, sem auk þess hefir gefið þjóðinni hið sterkasta fyrirheit um friðsamlegfan ásetn- ing, sem yfirleitt er hægt að gefa, með því að eiga frumkvæði að frestun þingkosninga, slík stjórn má ekki leyfa sjer að taka út úr mörgum viðfangsefnum eitt ein- asta, sem auk þess lítið ber á milli um, og láta það valda frið- rofum. Og enn fráleitara er þetta þó, þegar þess að gætt, að allir viðurkenna, að ekkert algjört ör- yggi er hægt að öðlast í barátt- unni við dýrtíðiua, og að sjálfnr flutningsmaður ágreiningsmálsins — dýrtíðarmálsins, hiklaust við- urkennir, að frumvarp hans sje með öllu haldlaust, nema trygt sje, að Bretar láti að óskum ís- lenskra stjórnarvalda um afnot ísl. vinnuafls, en um það hefir enn ekki verið svo mikið sem spurt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.