Morgunblaðið - 28.11.1941, Page 6

Morgunblaðið - 28.11.1941, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. nóv. 1941. 1000 króna gjöí til Sálarrannsóknafjel. Islands Maður, sem ekki vill láta nafns síns getið, hefir af- h«nt mjer í hússjóð Sálarrann- sóknafjelagsins ÍOÖO kr., og úr öðrum stað á jeg von á álíka, ekki alveg enn ákveðin npphœðin. Pyr- ir þetta þakka jeg innilega. Fjelagið hefir í 20 ár verið að berjast við hugmyndina, að eign- ast sjálfstætt, hús fýfir starfsemi sína og miðað nokkuð í því, þótt þröskuldar hafi orðið í vegi- Pjelagið má í því efni ekki binda sig við einstakan söfnuð eða trúarstðfnu. Það vill vera og gera sem mest fyrir alla söfnuði, hvern- ig sem greining þeirra er til orð- in, og fyrir öll trúarbrögð og alla menn, en er sjálft ekki trúarflokk- ur eða bundið neinni stefnu. Sann- leikann sem það, ásamt iiðrum samskonar fjelögum, gengst fyrir að kunngera, þurfa allir menn jafnt að vita — ekki aðeins halda eða trúa —- hvaða trúarbrögðum eða stefnu og jafnvel trúleysi, sem þeir annars fylgja, þurfa að vita — eins og þeir aliir vit-a, að jörð- in gengur kringum sólina og að þeir munu eitt sinn deyja — að þá munu þeir þó halda áfram að lifa, hvort sem þeir kæra sig um það eða ekki og hvort sem heim- apekingar og aðrir yitsmunamenn telja þá vissu vera til meira eða minna eða jafnvel einskis gagns fyrir líferni manna og lífsskoðun að öðru leyti. Bn þar næst kemur til hinna einstöku trúarbragða og einstöku manna, að ráða við sig, 'hvernig þau og þeir geti og eigi að samlaga sjer þessa vísindalega sönnuðu þekking, því það er hún að dómi margra svo mikilla vís- indamanna, að aðrir hafa ekki' meiri verið. En út í alt þetta, sem er mikið mál, verður ekki lengra farið í þessu þákkarávarpi. Peningana hefi jeg lagt, og mun framvegis leggja það sem til mín áskotnast í hússjóðinn, sem mætti gjarnan verðá sem mest, í sparibók Landsbankans nr. 36855, sem gjaldkeri getur gengið að í tæka tíð. Kristinn Daníelsson. Vitar og sjómerki Skrifstofu vitamálastjóra til- kynnir: Á Dalatanga hefir verið kveikt aftnr. Ljósstyrkur og ljóseinkenni eíns og áður. : Á Kambnesvita hefir einnig ver- kveikt á ný. Ljósstyrkur vit- ahs er óbreyttur, en ljóseinkenn- nm hefir verið breytt og sýnir vit- i»n nú 1 blossa sjöttu hverja sek- ándu, þannig; ljós 1 sek. myrk- ur 5 sek. = 6 sek. Vinnutiæli S. I, B. S. Gjafir til Vinnuheimilis S. í. B. S. (afh. Morgunbl.): Starfsfólk Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson . . kr. 655.00 G. N.................. — 5.00 ónefndur ..............— 10.00 G. (áheit) ........... — 10.00 Vinir vorsins Stefán Jónsson: Vinir vorsins. ísafoldarprent- smiðja h.f., Rvík 1941.' fv að er reyndar. óþarft að kynna Stefán Jónsson kenn- ara fyrir lesöndunum. Hann hefir áður gefið út sagnasafn og birt allmargar smásögur í ýmsum tíma ritum og bera þær vitni ótvíræð- um rithöfundarhæfileikum. Og svo að segja hver maður kann eða kannast við „Guttakvæði" hans, sem náð hefir fádæma vinsældum meðal barna. — Hjer segir Stefán sögu sveitadrengs fyrstu tíu ævi- árin, alt til þess tíma, er hann verður að yfirgefa átthaga sína og flytjast til höfuðstaðarins með foreldrum sínum. Er höfundi sú list vel gefin, að líta á hvers- dagslega viðburði frá sjónarmiði hins fávísa en forvitna barns, sem hin fagra veröld opnast smám sam an í allri sinni dýrð. Það er vel farið, er rithöfundar þykjast ekki upp úr því vaxnir að skrifa fyrir unglinga. Líklegast eru engir les- endur þakklátari og langminnugri en þeir. Hjer er árlega gefinn út sægur þýddra unglingabóka, og við því er ekkert að segja, ef bæk- urnar eru vel valdar og málfar á þeim vandað. En sjerstaklega ber þó að fagna góðum, frum- sömdum bama, og unglingabók- um. Aldrei hefir verið meiri þörf á því en nú, þegar syndaflóð er- lendra áhrifa dynur yfir þjóð- ina, að glæða ást unglinganna á því, sem íslenskt er, og svala þeim íif brunnum íslenskrar menningar. Á þessum tímum er þjóðleg og skemtileg unglingabók meira virði en í fljótn bragði sýnist. Símon Ágústsson. Hallgrímskirkja í Reykjavík ¥7’ jársöfnun þeirra trúnaðar- *- manna, sem þegar hafa af- hent skrifstofu fjársöfnunarnefnd- ar eft.irfarandi upphæðif: K. E. 136.00. H. G. 149.00. K. II. I. 150.00. H. G.. 112.00. H. J. 42.00. M. P. 304.00. S. J. 1223.00. M. H. 517.00. Ó. S. 63.00. H. K. 126.00. K. V. K. 125.00. J. G. 'G. 46.00. O. H. 208.50. G. S. 140.00. M. Kr. G. 92.00. P. G. 123.00. K. S. 55.00. Á. G. G. 460.00. G. E. 82.00. Ó. Ó. 162.00. R. B. 558.00. M. G. B. 150.00. G. G. 251.00. S. H. 108.00. M. E. 80.00. S. O. 222.00. K. E. 723.00. I. G. 145.00. R. H. 82.00. K. P. 180.00. G. H. 110.50. Ó. Á. G. 89.00. J. E. G. 152.00. S. K. 200.00. Ennfremur hefir verið af- hent beint til skrifstofunnar eft- irfarandi peningagjafir: V. H. 50.00. M. L. 10.00. S. S. 50.00. II B. 50.00. J. E. G. 10.00. G. Á. 50.00. Ó. B. 10.00. S. S. 10.00. Þ. Á. 25.00. G. & K. J. 20.00. H. G. 100.00. A. G. 10.00. G. S. 20.00. B. Þ. 20.00. K. R. 50.00. H. H. 15.00. A. A. 50.00. E. E. 50.00. E. S. 5.00. L. J. 25.00. B., & G. 30.00. S. S. G. 5.00. H. G. 50.00. Afhent af síra Sigurbirni Ein- arssyni 1025.00. Bestu þakkir.N^1. h. Ilinnar alm. fjársöfnunarnefndar, Hjörtur Hansson. Húsaleigulögunum breytt Tfirhúsaleignnefnd stofnuð in þeirra laga, sem Alþingi það, er lauk störfum nýl. afgreiddi voru lög um breytingu og viðauka við húsaleigulögin. Eins og almenningi er kunn- ugt voru lög þessi gefin út sem bráðabirgðalög fyrr í haust. Alþingi gerði nokkra breyt- ingu á 1 mgr. 1. gr. bráðabl. í bráðabirgðalögunum var svo kveðið á, að „leigusala sje óheimilt að segja upp leigu- samningi um íbúðarhúsnæði, nema honum sje þess brýn þörf til eigin íbúðar að dómi húsa- leigunefndar (fasteignamáts- nefndar) og að hann hafi verið orðinn éigandi hússins, áður en lög þessi öðluðust gildi“. í meðferð þingsins var þessu ákvæði breytt þannig, að mgr. er nú þannig: „Leigusala er ó- heimilt að segja upp leigusamn- ingi um húsnæði nema honum sje þess brýn þörf til íbúðar fyr- ir sjálfan sig eða skyldmenni í beinni línu, svo og fósturbörn, að dómi húsaleigunefndar (fast eignamatsnefndar) og að hann hafi verið orðinn eigandi húss- Ins, áður en lög þ^ssi öðluðust gildi“. Felst breyting sú, sem á greininni hefir verið gerð aðal- lega í nokkru fyllra orðalagi hennar. önnur (bre.vtingin, og aðal- breytingin, sem þingið gerði á bráðabirgðalögunum er sú, að í 4. gr. þeirra er bætt inn nýju ákvæði um yfirhúsaleigunefnd. Segir svo um það í greininni: „Úrskurðum húsaleigunefnd- ar um mat á húsaleigu má á- frýja til yfirhúsaleigunefndar, er í eiga sæti fimm menn, og skulu þrír þeirra skipaðir af rík isstjórninni, en tveir af hæsta- rjetti, og sje annar þejrra lög- fræðingur og formaður nefnd- arinnar. Ríkisstjórnin setur yf- irhúsaleigunefnd starfsreglur og greiðist kostnaður af störf- um hennar úr ríkissjóði". Vinnuheimilis- sjóður S. í. B. S. Skilagrein . Blaðasala: Frá Patreksfirði (Ruth Jónsdóttir) kr. 1Q0.00. Gjaf ir: Safnað af Ruth Jónsdóttur, Patreksfirði kr. 138.00. Prá ó- nafngreindum, Borðeyri kr. 15.00. Safnað af Árelíusi Níelssyni, Stað kr. 45.00. Prá ónefndum, Bolung- arvík, kr. 100.00. Prá Jóhannesi Sigfússyni, lyfsala, Vestm. kr. 250.00. Prá Þ. J., Æsustöðum, kr. 5.00. Prá Gunnari Árnasyni, Æsu- st., kr. 15.00. Prá Sama (safnað) kr. 52.00. Prá Kaupfjel. Þingey- inga, Húsavík, kr. 500.00. Prá M og G. kr. 50.00. Prá O. G. kr. 7.00. Prá K. G. kr. 5.00. Prá Hauki Erlendssyni, loftsk.m. (áheit) kr. 25.00. Prá Nulli kr. 500.00. Kærar þakkir. S. Vagnsson. Skyndi-áhlaupa sveitir Breta Nýung i breska hernum Opinberar fregnir voru birG ar í London nýlega um sjerstaka herdeild í breska hernum, svonefnda „Komman- do“ herdeild, sem svarar til þýsku skyndiáhlaup-asveitanna. Sveit þessi var stofnuð í breska hemum í fyrra, eftir reynsluna, sem fekst í Frakklandi. „Kommando“-sveitin kom íýrst við sögu í apríl síðastiiðnum (segir í fregn frá London), þegar Þjóðverjar sóttu fram austur um Libyu. Breska herstjórnin í Egyptalandi ákvað þá að senda skyndi-áhlaupasveit til Bardia, til þess að blekkjá Þjóðverja, í þeirri von, að þeir hjeldu að um innrás Br'eta í Bardia væri að ræða, og drægju þess vegna nokkuð af skrið- drekum sínum og öðru liði frá landa- roærum Egyptalands og minkuðu með því þrýstinginn á víglínu Breta þar. Ennfremur fengu áhlaupasveitimar það verkefni, að eyðileggja vöm- skepimur og brýr og annað, sem óvin- unum mætti að gagni koma hjá Bardia. Kommandoamir lentu laust fytir miðnætti á sendinni strönd í vík, sem skerst inn í hamrana sem Bardia stendur á. Þeir lentu þar í fjómm flokkum á flatbotnuðum bátum og gátu gengið þar í þreíaldri fylkingu á land. Með þessu móti gekk landtak- a.n fljótt og árekstralaust. Hermennirnir hófu síðan klifið I hinum þverhniptu hömrum, og kom- ist upp í þorpið, án þess að þeirra yrði vart. Þar skiftu þeir sjer. Nokkru síðar heyrðist sprenging, s'ðan önnur og siðan hin þriðja. Tveir óvinahermenn á bifhjólum komu ná til að sjá hvað væri á seiði. En móttökurnar sem þeir fengu, voru á þann veg, að þeir hröðuðu sjer til bækistöðva óvinanna og tilkyntu, að Bretar hefðu gert innrás hjá Bardia. Markmiðinu var náð. Óvinímir sendu skriðdreka og ann- að lið frá víglínunni á landamærum Egyftalands. En þá voru bresku her- nvennirnir horfnir á bak og burt, og þrír af fjórum bátum þeirra komu heilu og höldnu til bresku víglínunn- ar. Breska herstjómin bað í fyma sjálfboðaliða úr hernum að gefa sig fram og ganga í þessa Sveit, og hafa sjálfboðaliðamir orðið fleiri, en hægt hefir verið að veita móttöku. Sigur í Atlants- hafsorustunni Stærsti skipafloti, sem nokkru sinni hefir farið yfir At- lantshaf, kom til Englands nýl., með nýtt kanadiskt lierfylki, og auk þess amerískt Rauða-kross lið. Kanada hefir nú sent yfir hundrað þúsund sjálfboðaliða til Englands. „Dagmál“ heitir Ijóðahók, sem kemur út um næstu mánaðamót. Höfundur bókarinnar er Ingólfur Kristjánsson frá Hausthúsum. Ilann er þegar orðinn kunnur fyr ir kvæði sín og sögur, sem birst hafa í blöðum og tímaritum á undanförnuin árum. Mun bók þessa unga skálds verða vel tekið af Ijóðaunnendum. Bylting i þfálf- un breska fót- gönguliðsins London. Jeg sá hermenn, sem voru með í Ijettum brynj- um, taka þátt í heræfingum, sem nú eiga sjer stað í Suður- Englandi (simar fr jettaritari Reuters). Heræfingar þessar fara fram við skilyrði, sem svipar til hernaðar árið 1941, eins nákvæmlega og unt er. Er jafnvel notað talsvert af venjulegium skotfærum við þess- ar æfingar“. Það er greinilegt, að bylting er að gerast í breska fótgöngu- liðinu. Markmiðið með þessum æfingum er að undirbúa fót- gönguliði undir að taka mikil- vægan þátt í nýtísku skrið- dreka- og flugvjelahemaði. Það hefir komið í Ijós í bardögunum i Libyu, að þetta er skriðdreka- og flugvjelastríð, en það er einnig fótgönguliðsstríð, eins og sjest af bardögunum á aust- urvxgstöð vunum“. „Skólinn, þar sem jeg sá her- æfingarnar fara fram, byggir á þýskri fótgönguliðshandbók frá árinu 1941. Þar segir: „Fót- gönguliðið er aðalvopnið. Á því hvílir meginþungi orustunnar, Það bíður mest manntjón. Öll önnur vopn eru því til aðstoð- ar“. v „Hugdjarfir en óæfðir í ný- tísku fótgönguliðs hernaðarað- ferðum — þannig skilst mjer að draumurinn um bresku her- mennina frá Noregi og til Krít- ar sje. Orsökin er talin vera, að einu æfingamar, sem þeir hafa hlotið, hefir verið á borgunum fyrir framan hermannaskálana eins og á dögum ,Waterloo-or- ustunnar og úti á víðavangi hafa þeir verið æfðir aðeins í skotgrafa- og herlínuhernaði“. Þegnskyldan i EngSandi PRAMH. AP ANNARI SÍÐU. þegnskylda er lögleidd fyrir konur. Þegnskylduvinna þeirra, sem fara í herinn verður sennilega bundin við aldurstakmarkið Í8 ár til 60 ára og það mun ná jafnt til kvenna, sem karla. Hinsvegar er litið svo á, að í fram- kvæmdinni muni ríkisstjórnin aðal- lega skylda konur á aldrinum 20 —25 ára. Eins og stendur, er karl- mönnum boðið til þegnskyldu 19 ára að aldri, en nú er útlit fyrir, að ald- urstakmarkið verði fært niður um hálft ár. Fólk yfir ferttigt mun vera kailað til að gegna borgaralegum vamar- skyldum og með því verður hægt að leysa unga menn, sem nú vinna borg- araleg skyldustörf og setja þá í her- inn. Kvenmenn, sem gegna þegnskyldu í heraum, munu ekki verða látnar inna af hendi vinnu við hemaðarað- gerðir, nema að þær æski þess sjálfar. Það er vonast eftir að umræðum um þessar tillögur ríkisstjórnarinnar geti verið lokið á tveimur dögum og að frumvarpið gangi á þessum tíma í gegnum báðar deildir og verði að logum. Síðan verði gefin út konung- leg tilskipun, eins og gert er þegar menn eru kallaðir í herinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.