Morgunblaðið - 09.12.1941, Side 4
4
Þið þekkið öll kvæðið um hann Gutta:
Andlitið er á þeim stutta Hvað varst þú að gera,
oft sem rennblautt Gutti minn?
moldarflag. Geturðu aldrei skammast
Mædd er orðin mamma þín
hans Gutta að koma svona inn?
mælir oft á dag: Rjettast væri að flengja
ræfilinn.
Nú er komin út ný bók eftir sama höfund (Stefán
Jónsson kennara), sem heitir
VINIR V ORSIN8
Þar segir frá litlum snáða, fyrstu 10 ár æfinnar. Hann er
fæddur í sveit og elst upp með vinum vorsins. Þetta er góð
bók og vel skrifuð. Öll börn hafa gagn og gaman af að lesa
bókina. Sendið kunningjum ykkar út um sveitir bókina í
jóiagjöf. Bókaverslun ísafoldarprentsmiðju.
inilllllllllllllllllllllllllll!llll!lll!lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllll!lllllllllllillillllllllllllllllllllllllllllllllllllllltllllllllllll|
lilkynning
E Það tilkynnist hjer með öllum viðskiftavinum vorum, að reikn- I
s ingsviðskiftum verður ALVEG LOKAÐ um áramótin fyrir 1
þeim, sem ekki hafa GREITT UPP fyrir 1. jan. 1942.
Bifreiðastöðvarnar í Reykjavík. |
Ei ==
nmiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuuiinnnuuuiiiiiiiíi
Hðsln Vesturgðtu 2 Hafnarfirði
til söln.
l. Timburhús járnklætt 18x12 m. 2 hæðir. 2. Steinhús 10x12
m. , ein hæð og kjallari, ásamt 625 fermetra hornlóð, sem
er eignarlóð.
Besti verslunarstaður 1 Hafnarfirði.
Tilboð sendist JÓNI ÓLAFSSYNI lögfræðing, Lækjar-
torgi 1, Reykjavík, fyrir 15. des. 1941. Rjettur áskilinn að
taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum.
^4«*V4**f»H»,*«*V,»t4**V****»,*******«M»**♦* ♦**♦*VVVV V%”.*%**«**♦”♦*%%**♦”♦**♦”♦**♦* ♦ ♦ ♦ ♦* V VVV%”»*V * ♦ ♦
z
?
I
t
i
I
í
¥
Y
Jólm 1941
Barnaleikföng úr járni, trje, gúmmíi, celloloi i3
taui, pappa, mikið úrvaL
Loftskraut
Jólatrjesskraut
Kerti — Spil
Borðbúnaður úr stáli
Silfurplett, mjög vandað
Fallegt Keramik
Glervörur o. m. fl.
K. Einarsson & Bjðrnsson
I
t
SIGLINGAR
milli Bretlands og Islands halda áfram.
eins og að undanförnu. Höfum 3—4
skip í förum. Tilkynningar um vöru-
sendingar sendist
Culliford & Ciark Ltd.
BRADLEYS CHAMBERS,
LONDON STREET, FLEETWOOD.
MORGUNBLAÐIÐ
Churchiil
stríð
Þriðjudagur 9. des. 1941.
segir Japönum
á hendur
F) egar Mr. Churchill ók til
* breska þingsins í gær,
til^þess að lýsa yfir stríði á
hendur Japönum, var hann
hyltur af mannfjölda sem
safnast hafði saman á göt-
unum.
í þinginu var honum einnig tek
i8 með dynjandi fagnaðarlátum,
er hann stóð upp til að flytja
ræðu sína, og hvað eftir annað
undir ræðunni, ljetu þingmenn í
ljós samhug sinn með forsætis-
ráðherranum.
Ræða Churchills fer hjer á eftir
orðrjett eins og hann flutti hana
í þinginu (skv. Beutersskeyti frá
London): .
Strax og jeg heyrði það í gær-
kvöldi, að Japanar hefðu ráðist
á Bandaríkin, fanst mjer nauð-
synlegt að kalla þingið saman þegar
í stað. Stjórnarkerfi okkar krefst þess,
að þingið taki sinn þátt í öllum mik-
ilvægum stjórnarathöfnum og þegar
stórtiðindi gerast, í framkvæmd striðs-
ins.
Með fullu smaþykki þjóðarinnar
og alríkisins, gaf jeg loforð Stóra-
Bretlands fyrir um það bil mánuði,
um það, að ef Bar.daríkin drægjust
mn í stríð við Japana, myndi stríðs-
yfirlýsing Breta fylgja eftir innan
stundar. Jeg talaði þess vegna við
Roosevelt um Atlantshafssímann í
gærkvöldi, með það íyrir augum að
ákveða tímann, hvenær yfirlýsingar
okkar skyldu gerðar. Forsetinn sagði
rajer, að hann ætlaði að senda þing-
inu boðskap nú í morgun, en þingið
getur auðvitað eitt lýst yfir stríði af
hálfu Bandaríkjanna. Jeg fullvissaði
hann um, að yfirlýsing okkar myndi
koma strax á eftir.
En það kom brátt í ljós, að breskt
landssvæði á Malakkaskaga hafði
einnig orðið fyrir árás af hálfu Jap-
an og síðar var það tilkynt í Tokio, að
japanska herstjórnin, ekki japanska
stjórnin, heldur japanska herstjórnin
hefði lýst yfir þvi, að stríð væri hafið
milli Japana og Breta og Bandaríkj-
anna. En þegar svo var, var engin á-
stæða til að bíða eftir yfirlýsingu frá
Bandaríkjaþingi.
Þar sem amerískur tími er næstum
6 klst. á eftir okkar tíma, samþykk-
ir stjórnin á fundi sínum kl. 12,30 í
dag, að lýsa strax yfir stríði við
Japana. Fyrirmæli í þessa átt voru
send sendiherra konungs í Tokio og
orðsending var send sendifulltrúa
Japana hjer kl. 1 í dag, sem hljóðaði
svo: Að kvöldi þess 7. desember frjetti
stjórn konungs í Bretaveldi, að jap-
anskur her hefði, án undangenginnar
aðvörunar eða úrslitakosta með skil-
yrðum um stríðsyfirlýsingu, reynt að
lenda á strönd Malakka og varpað
sprengjum á Singapore og Hong Kong.
Með tilliti til þess að þessar á-
stæðulausu aðfarir eru tilefnistaus á-
lás, gerð þvert ofan í alþjóðalög og
sjeffetaklega fyrstu grein Haag-sam-
þyktarinnar, sem fjallar um upphaf
ófriðar, og sem bæði Japanar, Bret-
ar og Bandaríkin eru aðilar að, hefir
sendiherra konungs í Tokio verið fal-
ið að tilkynna japönsku stjórninni í
nafni bresku stjórnarinnar, að stríð
or hafið milli þessara tveggja þjóða.
Sendifulltrúa Japana hefir nú verið
afhent vegabrjef hans.
I Japan hafa um langt skeið verið
hernaðarleg fjelög, leynifjelög, sem
hafa komið f Am skoðunum sínum' um
það, hver utanríkismálastefna Banda-
ríkjanna ætti að vera, með því að
myrða þá ráðherra, sem ekki voru
nægilega uppivöðslusamir, samkvæmt
„Leiðarljósið, sem lógar
skært um lönd og höf“
smekk þeirra, og þessi fjelög verður
að gera ábyrg fyrir hinum ofbeldis-
fullu aðförum Japana, jafn örlagarík
og þæf eru fyrir framtíð þeirra.
En ófriðurinn var þegar byrjaður.
Jc.panar byrjuðu að setja her á land
í Norður-Malakka klukkan um eitt (á
staðnum) í gær, og herir okkar, sem
vöru viðbúnir, lögðu þegar í stað til
orustu við þá.
Ráðstafanir gegn japönskum þegn-
um hjer heima hófu t kl. 10.45 í gær-
kvöldi. Þingið sjer þannig að við bíð-
um ekki boðanna, heldur gerðum við
betur heldur en við vorum skuld-
bundnir til.
Hollenska stjórnin lýsir yfir sam-
stríði með Bretlandi og Bandaríkjun-
um þegar kl. 3 í nótt. Sendiherra Hol-
lendinga skýrði breska utanríkismála-
ráðuneytinu frá því, að hollenska
stjórnin myndi tilkynna japönsku
stjórninni, að með tilliti til óvinsam-
legra japanskra aðfara gegn tveim
þjóðum, sem Hollendingar höfðu
nána vinsamlega sambúð við, litu
þeir svo á, að stríð væri hafið milli
Hollands og Japan.
Jeg veit ekki hvaða hlutverk Siam
(Thailandi) verður fengið í þessu nýja
stríði, en fregnir hafa borist um að
japanskt herlið hafi verið sett á land
í Singapore í Sidam, við landamæri
Malakka, ekki fjarri þeim stað, er her
hefir verið settur á land innan breskra
landamæra. En rjett áður en Japan-
ar hófu stríðið, sendi jeg forsætisráð-
herranum í Siam eftirfarandi boð,
snemma í gær.
„Yfirvofandi hætta kann að vera á
því, að Japanar ráðist inn í land yð-
ar. Ef ráðist er á ykkur, verjið þið
ykkur. Varðveisla fullkomins sjálf-
stæðis og fullveldis Thailands er
hagsmunamál Breta og við munum
líta á árás á ykkur, sem árás á okk-
ur“.
Það er þess vert, að stungið sje við
fæti og það athugað, með hvaða
hætti Japanar rjeðust á hinar ensku-
mælandi þjóðir. Allar aðstæður voru
notaðar til að framkvæma vel undir-
búin og einkennandi svik gagnvart
Bandaríkjunum.
Fulltrúar Japana, Nomura og Kur-
usu, fengu fyrirskipanir um að
iramlengja dvöl sína í Bandaríkjun-
um og halda viðræðunum áfram á
meðan verið var að undirbúá skyndi-
árásina, sem framkvæmd skyldi áður
en stríðsyfirlýsingin væri borin
fram.. Einasta svarið við orðsendingu
forsetans til keisarans, sem margir
þingmenn hafa vafalaust lesið — hún
hefir verið birt hjer í blöðunum —
var þetta dýrslega svar.
Engin getur efast um að Banda-
ríkjastjórn hefir gert alt, sem hægt
hefir verið til að ná friðsamlegri
lausn og hin mesta þolinmæði hefir
verið sýnd þrátt fyrir vaxandi hættu,
sem af Japönum hefir stafað. ,Nú
þegar þetta hefir skeð, er ekkert, sem
hin tvö miklu lýðræðisríki geta gert,
annað en að horfast sameiginlega i
augu við hlutverkið, sem framundan
er af öllu afli, sem guð m'un veita
þeim. Jeg held að við getum talið
okkur heppin og jeg þori að segja, að
forsjónin er okkur ekki slæm, að Jap-
anir skyldu ekki ráðast á okkur eina,
þegar verst stóð á fyrir okkur eftir
Dunkirk, eða á einhverjum öðrum
tima árið 1940, áður en Bandaríkin
skildu til fulls þær hættur, sem að
heiminum steðjuðu og áður en Banda
ríkin höfðu gert nauðsynlegar hern—
aðarlegar ráðstafanir.
Ástandið var svo slæmt hjá okkur
þá, að við þorðum ekki að sýna þáí
samúð, sem við ávalt höfðum fyrir
hinni hraustu kinversku þjóð. Við vor
um meira að segja neyddir til að Joka
Burmaveginum stuttan tíma árið
1940. En síðar, í byrjun þessa árs,
náðuðum við okkur svo, að við gátum
tekið upp alt aðra stefnu og þing-
menn munu minnast þess, að bæði jeg
og utanrikismálaráðherrann gáfu op-
inskáar yfirlýsingar um vináttu okl*-
ar og hinnar kínversku þjóðar og hin-
um mikla leiðtoga þeirra. Chiang Kaí
Shek.
Við höfum allir verið vinir. I gær-
kveldi sendi jeg hershöfðingjattum
símskeyti og fullvissaði hann um, að
hjeðan í frá myndum við horfast
sameiginlega í augu við óvininn. Þrátt
íyrir hinar bráðnauðsynlegu þarfir
ófriðarins í Evrópu og Afríku gangí
á auðlindir okkar okkar og þó að þess-
ar þarfir fari stöðugt varandi, mun
deildin og breska heimsveldið hafa
tekið eftir því að sum af bestu skipuirt
hins konunglega flota komu í höfn í
Austurlöndum á hinu heppilegasta
augnabliki. Allar ráðstafanir hafa
verið gerðar og jeg er ekki í nokkrum
vafa um að við munum standa okkur
vel. Hin nánasta samvinna hefir ver-
ið tekin upp við hinn sterka ameríska
her, bæði sjó- og flugher og einnig við
hinn trausta og duglega her hinnar
konunglegu hollensku ríkisstjómar í
hollensku Austur-Indlandseyjum.
Þegar við hugsum til hinnar brjál-
uðu valdafiknar, sem kom þessu
sorglega útþenslustríði af stað, þá
verður oss á að halda, að brjálæði
Hitlers hafi smitað hugi Japana og
að undirrót hins illa og allir árar
vinni saman.
Það hefir hina mestu þýðingu, að
ekki komi upp neinar hættur til að
glíma við, hvorki hjer eða í Banda-
rikjunum. Ovinuripn hefir gert árás
af óskammfeilni, sem getur stafað af
íífldirfsku, en sem einnig getur staf-
að af því, að hann telur sig öruggan.
Það er ekki nokkur vafi að við eigum
ýmsa örðugleika fyrir hönd)um, en
þegar við litum á kringuní okkur í
heiminum, þá erum við ekki i vafa um
rjettlæti okkar málstaðar, nje að við
rnunum hafa styrk og nægjanlegan
vilja til að sigrast á þeim.
Við höfum að minsta kosti 4/5 hluta
mannkynsins með okkur og við ber-
iim ábyrgð á öryggi þess og framtíð.
Áður höfðum við leiðarljós, sem
flökti, nú höfum við leiðarljós sem
Iogar skrert og i framtíðinni mun
leiðarljós ökkar lýsa sem bál yfir öll
lönd og höf. (Fagnaðarlæti).
„Boðafsss"
Fer væntanlega vestur og
norður laugardaginn 13. des-
ember. Yiðkomustaðir: ísa-
fjörður, Siglufjörður, Akur-
eyri. Yörur tilkynnist oss
fyrir hádegi á fimtudag.