Morgunblaðið - 09.12.1941, Side 5
l»riðjudagur 9. des. 1941
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Ritstjörar: Jðn Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgöarmaSur).
Auglýsingar: Árni Óla. -*
Ritstjörn, auglýsingar og afgreitSsla: Austurstræti 8. —• Simi 1600.
Áskriftargjald: kr. 4,00 innanlands, kr. 4,50 utanlands.
1 lausasölu: 25 aura eintakiö — 30 aura meS Lesbðk.
Versti dagur sögunnar
vívirðilegasti dagurinn í sög-
unni. — Þánnig komst
Koosevelt forseti að orði í ræðu
sinni í gær, er hann lýsti atburð-
iim sunnudagsins.
Þann dag hafðist það af, að
styrjöldin næði umhverfis hnött-
inn, yrði hin yfirgripsmesta, hroða
legasta og þá sennilega sú afleið-
ingaríkasta, sem enn hefir skollið
yfir mannkynið.
Og nú eiga einveldisþjóðirnar
þrjár, Þjóðverjar, ítalir, Japanar,
í stríði við fjóra fimtu hluta alls
mannfólks á jörðinni, að því er
Winston Churchill sagði í þing-
ræðu sinni í gær.
Arásaraðferð Japana er mjög
eftirtektarverð. Þeir hafa sendi-
menn við samninga í Washington.
Þeir láta þá svara orðsendingu
Bandaríkjamanna á þá leið, að til-
gangslaust sj e, að halda samning-
um áfram, en ekkert er minst á
friðslit, eða yfirvofandi friðslit.
Á sömu stundu sem þeir afhenda
utanrílrismálaráðherranum í Was-
hington þetta svar sitt, eru jap-
anskir hermenn hyrjaðir að láta
sprengjum rigna yfir flotastöð
Bandaríkjamanna á Ilawai.
Cordell Hull komst svo að orði
um framkomu Japana í samning-
um um, að þeir hefðu sýnt hið sví-
virðilegasta fals og fláttskap, sem
hann hefði haft sögur af.
Tilgangur Japana.með samning-
unum í Washington var augsýni-
lega sá einn, að koma Bandaríkja-
mönnum sein mest á óvart. Það
var nazistaaðferðin, hin sama og
þeir hafa notað, bæði gangvart
nágranna þjóðum sínum, og eins
gagnvart eigin löndum sínum —
og jafnvel flokksmönnum, þegar
þannig hefir borið undir.
★
Það vakti sjerstaka athygli é,
• sunnúdaginn, hve Japanir gerðu
árásir víða samtímis.
Mönnum fanst í svip, að þetta
kynni að stafa af fljótræði eða
• óstjómlegum hernaðaræsing. Bn
hjer getur annað legið undir. Að
þeir hafi æflað með því að villa
andstæðingunum sýn, láta það síð-
ur koma í ljós, þegar í upphafi,
hvar væri meginárás þeirra.
Þeir gera árásir á sunnudaginn
á allaf þrjár meginstöðvar Banda-
ríkjamanna í vestanverðu Kyrra-
hafi, á flotastöðina í Honolulu, á
Manilla á Pilippseyjum og Wake-
eyju. Ennfremur á Hongkong,
bækistöð Breta og á Midwayeyju
á mánudag. Óstaðfest fregn herm-
ir, að þeir hafi flutt fallhlífarher-
menn til Pilippseyja.
Þeir gera innrás í Thailand og
leggja undir sig suðurhluta lands-
ins á nokkrum klukkustundum, til
þess að komast þaðan suður Mal-
akkaskaga og ráðast á Singapore
landmegin. Bn þar hafa Bretar
lengi haft viðbúnað og aukið hann
mikið alveg nýlega.
★
Hinar mörgu árásir Japana geta
líka bofið vott urn það, eins og
Mr. Churchill vjek að í ræðu sinni
í gær, að þeir sjeu vel undir
búnir í hvað sem vera skal. Þeir
•hafa orðið að undirbúa sig vand-
lega. Annars yrðu þeir fljótt magn
'lausir. Þeir hafa §ama og engar
olíulindir innan valdasvæðis síns.
Og til þess að sjá 100 miljónum
manna fyrir nauðsynlegum mat-
vælum heima fyrir, þurfa þeir
mikla aðflutninga.
Um flotastyrk Japana er mönn-
um ekki vel kúnnugt. Þeir höfðu
8 stór orustuskip í smíðum fyrir
þrem árum. Og kafbáta eiga þeir
marga, er geta farið til árása alla
leið yfir Kyrrahaf.
í lofti er styrkur þeirra talinn
tiltölulega minni, flugvjelar ekki
hinar bestu, fluglið ekki heldur,
sigrar þeirra í lofti í Kínastyrjöld
inni taldir byggjast á því, hve
Kínverjar hafa lítilfjörlegum flug
her á að skipa á móti.
En Japanar hafa gríðarmikinn
landher, fífldjarfa, þolna hermenn,
er geta mikið unnið, þar sem
þeim á annað borð verður við
komið.
★
Þegar þetta er ritað, hafa Þjóð-
verjar ekki enn komið beinlínis við
sögu þessara atburða 'sem eru að
gerast við Kyrrahaf. Aðeins lagt
orð í belg. Sagt, að þar hafi Roose-
velt fengið það stríð, sem hann
óskaði eftir(!)
En vafalaust eru hjer ráð á bak
við milli Þjóðverja og Japana, þó
Þjóðverjar þurfi ekki, samkvæmt
þríveldasáttmálanum, að segja
Bandaríkjunum stríð á hendur,
með Japönum, vegna þess að Jap-
anar eru hjer árásarþjóðin, eins
og það hafa verið Þjóðverjar sem
átt hafa upptökin áður og Jap-
anar því getað setið hjá, samkv-
samningi þessum.
Það kann að vera, að nazistum
þyki sjer hentugra að bíða enn
með það að segja Bandaríkjunum
stríð á hendur, ætlist kannske til
að Roosevelt verði fyrri tiL En
ekki getur það skift miklu máli, í
hvaða röð þær ákvarðanir koma.
★
Mönnum dettur í hug, að her-
stjórnartilkynning Þjóðverja í
gær sje í nokkru sambandi við
upphaf Kyrrahafsstyrjal darinnar.
Þar var það tekið skýrt fram, að
sóknin til Mpskva væri stöðvuð,
vetur genginn í garð, framvegis,
um sinn, yrði ekki nema um stað-
bundnar hernaðaraðgerðir að ræða
Þetta er í fyrsta sinn,
sem Þjóðverjar viðurkenna
opinberlega, að vetrarveðr-
áttan hafi álirif á hernað þeirra í
Rússlandi. Ólíklegt, að lijer geti
verið um herbragð að ræða. Þeir
ætli með þessu að gera rússnesku
hermennina andvaralausari.
Hitt getur manni dottið í hug,
að nazistar hugsi sjer að snúa sjer
nú af alefli í vesturátt, um leið og
þeir sjá fram á að þeir ná hvorki
Moskva eða Kákasus á þessum
vetri.
V ö ;
Samanburður á styrk
Bandaríkjanna og
Japan í Kyrrahafi
William Harlan Hale, höf-
undur þessarar greinar, er
kunnur amerískur sagnfræö
ingur og flotasjerfræðingur.
Við gætum .sprengt japanska
flotann upp af höfunum —
ef við gætum komist í færi við
hann. Þetta er fullyrðing ame-
rískra flotaforingja og skilyrði.
Þetta hefir lengi verið okkar
liernaðarlega kreppa. Mikið at
undanlátssemi okkar við Japana
undanfarið á rót sína að rekja til
þess arna. Það er ekki nóg fyrir
okkur að vera sterkir, við verðum
líka að hafa aðstöðu til að nota
okkur styrkleikann.
Japanar sækjast eftir hráefna-
lindum okkar á Malaya, 8500 míl-
ur frá San Francisco. Floti okkar
getur sótt lengra (2500 mílur) en
nokkur annar floti í heimi, eu
floti þeirra getur siglt með strönd
um fram', hjá Kína og notað á-
fangastaði til að birgja sig upp.
Við höfum hina miklu flotabæki-
stöð Pearl Harbour á Hawaii, sem
við getum notað sem áfangastað,
en þeir hafa Marshall- og Carolinu
eyjar, sem þeir geta notað sem
kafbátastöðvar gegn okkur. Við
höfum betri byssur, en þeir
geta hinsvegar komist undan okk-
ur. Við höfum skipin, en þeir hafa
landfræðilega aðstöðu.
ÞRENNSKONAR
BARÁTTA.
Það er þrennskonar barátta, sem
keppa verður um í Kyrrahafi:
skip gegn skipum, floti gegn flota
og herkænska gegn herkænsku.
Við höfum þegar unnið fyrstu
kepnina. Tökum dæmi:
Manni, sem er skipherra á or-
ustusleðanum Idaho, hefir verið
skipað að halda til Manila, sem
ráðist hefir verið á. Skip hans hef-
ir nákvæmlega sama fallbyssu-
styrkleika og það andstæðinga-
skipið, sem hann getur búist við
að mæta, japanska skipið Ise. En
Idaho hefir 14 þumlunga bryn-
skjöld um sig, og það er 2—4
þumlungum meira en varnir Ise.
(Bismarck hafði 15 þumlunga
brynskjöld gegn 12 þuml. á
Hood). Ameríska skipið hefir
einnig 10 þumlunga brynskjöld á
þilfari, til varnar gegn sprengj-
um. Ise hefir 6 þuml. Ameríska
skipið gengur hægar, en er betra
sjóskip en Ise, vegna þess að yfir-
bygging japanska skipsins er há
og mikil. Þar að auki getur ame-
ríska skipið sótt 1000 mílum
lengra án þess að taka olíu og
vistir. Það ætti því að vera örugt,
að ameríska skipið ætti í fullu trje
við Ise.
Eða ef ameríska skipið væri
beitiskipið Minneapolis. Það hefir
einni 8 þuml. fallbyssu færra um
borð en andstæðingsskipið Atago,
en það jafníir sig upp með því að
ameríska skipið er betur brynvar-
ið. Og þannig er það yfirleitt méð
amerísku skipin og þau japönsku.
Eftir William Harlan Hale
Amerísku skipin eru að jafnaði'.
ekki eins liraðskreið, en þau eru
sterkari, betri sjóskip, nýrri —
og þegar kemur til kasta flug-
vjelamóðurskipa, stærri og hrað-
skreiðari.
En jiegar floti er gegn flota, þá
er mismunurinn ekki svona greini-
legur. Fyr var fallbyssustyrkur
okkar gegn Japönum sem svarar
10 gegn 7. Það var áður en við
urðum að færa orustuskip, flug-
vjelamóðurskip og ef til vill 10
beitiskip út í Atlantshaf. Flotar
beggja hafa eru nú álíka stórir og
það er ekki fyr en að nýbygging-
ar fara að fylla í skörðin (við höf-
um tekið í notkun tvö orustuskip,
eitt flugvjelamóðurskip, um 20
tundurspilla og rúmlega 100 hjálp
arskip og minni skip, á þessu ári)
að við náum okkar gamla jöfnuði
á Kyrrahafi á ný.
Japanski flotinn hefir lagt á-
herslu á stóra, hraðskreiða kaf-
báta, sem geta komist yfir þvert
Kyrrahaf til árása á kaupskip
okkar við strendur Ameríku og
snúið heim aftur án þess að taka
nýjar olíubirgðir.
í okkar flota hefir verið lögð
áhersla á stór flugvjelamóðurskip,
sem geta siglt 15.000 mílur til að
sækja óvinina heiin í grenuni
þeirra á fjarlægum eyjum, eða til
að gera loftárásir á stöðvar hans.
Að lokum eru það hernaðar-
kænsku andstæðurnar.
Vafalaust er það Japönum hent-
ugast að verja vel 'sínar veikustú
varnarlínur, þar til þeim hefir tek
ist að veikja flota okkar með
tundurskeytaárásum á meðan við
sækjum fram í Vestur-Kyrrahafi.
Okkar herkænska liggur í að
fylgja kenningu Mahans flotafor
ingja, að halda yfirráðum á höf-
unum og leita upp óvininn og ráð-
ast á hann með miklum flotastyrk.
Erfiðleikarnir liggja í því, að okk
ar hernaðaraðferð gæti verið hent-
ugri fvrir Japana, en fyrir okkur.
Skip okkar munu koma í skot-
færi japanskra tundurskeyta, en
I l>að er ekki sagt að okkur takist
að komast í skotfæri við japönsk
skip. '
ÞÖRF FYRIR
BÆKISTÖÐVAR. ‘
Með öðrum orðum: Japanar
myndu helst vilja skyndiárása-
en við myndum kjósa að berjast
í stórorustum. En þegar þarf að
sækja óvininn heim, er betra að
hafa einhverjar bækistöðvar ekki
allfjarri, ef svo skyldi fara, að sá
sem ásækir vrði fyrir áfalli. En
síðan Japanar hófu að víggirða
allar eyjar í sínum helming Kyrra
hafsins, hafa okkar stöðvar verið
í hættu. Þurkvíin í Manilla er
ekki nógu stór til að hægt sje að
taka í hana orustuskip og Guam
er umkringd. Þessvegna hafa
flotaforingjar okkar haft áhyggjur
og verið í vafa um, hvort þein*
myndi nokkru sinni takast að ná
sjer niðri á Japönum.
En þeir eru ekki eins efagjarn-
ir og þeir voru. Þeir gerðu altaf
ráð fyrir að þurfa að berjast einir
við Japana. Þeim datt ekki í hug'
að þeip hefðu Rússa með sjer með
60 kafbáta. Floti HoIIendinga mun
aðstoða okkur frá Surabaya. Þeir
bjuggust heldur ekki við að Jap-
anar myndu verða þreyttir eftir
langt stríð í Kína og að þeir
myndu hafa tylft bækistöðva hjá
bandamönnum sínum, þar á meðal
Singapore.
Það getur verið að við fáum
bækistöðvar á rússnesku Kam-
chatkaneyju, sprengjuflugvjelar í
Vladivostock, kafbáta í Hong
Kong, beitiskip í Singapore, og
ef við skyldum verða neyddir til
að yfirgefa Manila, þá getum við
þó haldið áfram árásum okkar
frá Borneo, Moluccas og Ástralíu.
Skagstrendingasaga
Gísla Konráðssonar
■\T ýjasta bókin, sem ísafoldar-
v prentsmiðja hefir gefið út,
er Skagstrendinga saga, eftir
'Gísla Konráðsson, allmikil bók og
vönduð að frágangi. Páll læknir
Kolka ritar formála að henni.
Eins og kunnugt er, eru það ó-
kjörin öll, sem eftir Gísla liggja
af ritverkum og er mest af því
óprentað. Hefir hann dregið sam-
an meiri fróðleik um menn og mál -
efni, sagnir og önnur fræði, held-
ur en flestir aðrir. í ritum hans
er þessu vafið liverju innan um
annað, og þótt um heildarsögu sje
að ræða, þá er efnið oft annáls
kent, og jafnvel þjóðsagna bragur
á því. En alt sem Gísli hefir skrif-
að á sammerkt í því, að það er
skemtilegt aflestrar, og fróðlegt að
mörgu leyti, ]>ótt menn telji ekki
allar heimildir hans óyggjandi.
En það er víst, að margur mun
lesa þessa bók sjer til skemtunar,
og stór kostur er það við hana, að
henni fylgir ítarleg nafnaskrá.
Vinnuhæli S. I. B. S.
Gjafir til Vinnuheimilis S. f.
B. S. (afh. Morgunbl.):
S. J., Keflavík (áheit) kr. 10.00
Starfsim á Aðalstöðinni — 135.00
J. E...........
N. N. (áheit)
J. G. B........
.Sigga ........
G. B. (áheit)
10.00
25.00
15.00
5.00
11.00