Morgunblaðið - 09.12.1941, Síða 6

Morgunblaðið - 09.12.1941, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. des, 1941. Rústsland: „Veturinn setur svip i hernaðar- aðgerðirnar" Gagnsókn Rússa við Moskva Ræða Roosevelts Þýska herstjórnin tilkynti í gœr, að „framhald hern- aðaraðgerða og tilhögun her- stjórnarinnar á austurvígstöðv- unum rríiðaðist upp frá þessu við það að vetur væri genginn í garð. Á mörgum hlutum víg- stöðvanna eru nú háðar aðeins staðbundnar hernaðaraðgerð- ir“. 1 fregn frá London í gær- Jkvöldi var skýrt frá því, að full- Irúi þýsku stjórnarinnar hafi sagt í gær að svo gæti farið, að Þjóðverjar tælcju Moskva ekki iyr en í vor. Hann sagði, að þýska herstjórnin ætlaði ekki að fórna hermönnum sínum í vetrarbardögum í kuldum hjá Moskva. Fulltrúinn sagði, að kuldarnir á Leningrad-vígstöðv unum hefðu verið svo miklir, að jafnvel olían hefði frosið. j 1 tilkynningu þýsku herstjórn arinnar er skýrt frá því, að útrásartilraun Rússa frá Lenin- grad hafi verið hrundið. Herstjórnin skýrir einnig frá ' tilraun Rússa til að setja lið á íand á vesturströnd Krímskag- ans, hafi verið hrundið, og enn- , fremur að Þjóðvcrjum og ítöl- um miði nokkuð áfram í árás á Donetzsvæðinu. Rússneska herstjórnin til- kynti i gær; Þ. 8. desember börðust herir olckar við óvjn- inn á öllum vígstöðvum. Á nokkrum stöðum á vestur (Moskva) vígstöðvunum gerðu hersveitir okkar gagnárásir og cllu óvinunum miklu mann- tjóni og hernaðartjóni og hrakti fcann út úr nokkrum bygðalög- •um“. | ,,Pravd.a“ skýrði frá því í ígær, að Rússar hefðu tekið aft- jur þjóðveginn milli Tula og Moskvá. • Herstjórnin skýrir frá því, að Þjóðverjar hafi mist 44 flug- ivjelar í fyr'radag, en sjálfir segjast Rússar hafa mist 11 og jen.nfremur segir herstjómin, að j;4 þús. smál. flutningaskipa ó- jvinanna hafi verið sökt í At- lantshafi. Bretar sækja á I Libyu j tilkynningu bresku herstjórn- arinnar í Kairo í gær var skýrt frá því, að árásirnar á ó- vinina fari vaxandi um alt bar- dagasvæðið. Bretar hafa tekið Sidi Rezegh aftur, og setidiðið í To- bruk hefir aftur tekið hönduin saman við suðurherinn. FRAMH. AF ANNARI 8ÍÐD ur fyrir svívirðu, rjeðist floti og flugher japanska keisararíkis- ins alt í einu og af ráðnum hug, á Bandaríkin. Bandaríkin bjuggu í friði við þá þjóð og áttu, enn, samkvæmt ósk Jap- ana, samtöl við stjóm þeirra og keisara með varðveislu friðarins í Kyrrahafi fyrir augum. Það var jafnvel svo, að klukku- stundu eftir að flugsveitir Jap- ana hófu að varpa sprengjum á amerísku eyjuna Oahu, afhenti sendiherra Japana í Bandaríkj- 'jnum og starfsbróðir hans ut- anríkismálaráðherra okkar svar við amerískri orðsendingu, sem nýlega var send, og var í svari þessu skýrt frá því, að það virtist tilgangslaust að halda á- fram samningum þeim, sem stóðu yfir, en í því fólst engin ógnun eða bending um styrjöid eða vopnaða árás. Það mun verða í frásögur fært, að fjar- lægðin frá Japan til Hawai, gerir það augljóst, að árásin var undirbúin af ráðnum hug íyrir mörgum dögum eða jafn- vel vikum. En á þessu tímabili hefir jap- anska stjórnin af ráðnum hug reynt að blekkja Bandaríkin með fölskum yfirlýsingum og tjáning vonar um áframhald- andi frið. Árásin á Hawai eyjar hefir valdið sjóher og landher Bandaríkjanna mjiklu tjóni. Mjer þykir leitt að þurfa að segja ykkur, að mjög mörg am- erísk líf hafa farist. Þar að auk hafa borist fregnir um að am- erísk skip hafi verið skotin í kaf, á hafi úti milli San Frans- cisko og Honolulu. í gær hóf japanska stjórnin oinnig árás á Malaya. í gær- kvöldi rjeðst japanskur her á Hong Kong. í gærkvöldi rjeðst iapanskur herafli á Guam. í gærkvöldi rjeðst japanskur her- afli á Filipseyjar. í gærkvöldi rjeðust Japanar á Wake-eyjar cg í morgun rjeðust Japanar á Midway-eyjar. Japan hefir þess vegna gert skyndiárás, sem nær yfir alt Kyrrahaf. Staðreyndir dags- ins í gær og í dag tala sínu eig- in máli. Bandaríkjaþjóðin hefir þegar tekið sína ákvörðun og mun skilja að þetta er barátta um líf og öryggi þjóðar okkar. Sem yfirmaður hers og flota, hefi jeg látið gera ráðstafanir til varnar, en ávalt mun öll okk- ar þjóð minnast þess með hvaða hætti á okkur var ráðist. (Fagn- aðarlæti). Það skiftir engu máli, hve iengi það tekur okkur að vinna bug á þessari undirbúnu inn- rás, ameríska þjóðin mun í hrafti rjettlætis síns vinna end- anlegan sigur. (Gleðióp og fagn aðarlæti). Jeg trúi því, að jeg- túlki vilja þjóðþingsins og þjóðar- innar, þegar jeg held því fram, að við munum ekki aðeins verja okkur sjálf til hins ítrasta, held- ur munum við búa þannig um hnútana, að við eigum ekki á hættu, að samskonar svik sem þessi endurtaki sig. (Fagnaðar- læti). Ófriðarástand er ríkjandi. Það er ekki nokkur vafi á, að þjóð okkar, landsvgeði okkar og hagsmunir okkar eru í ál- varlegri hættu. í trausti til hins vopnaða herstyrks okkar, með ákveðinni framkomu þjóð- arinnar, mun okkur auðnast sigur, guð hjálpi okkuú til þess. (Gleðihróp og fagnaðar- læti). Jeg bið þjóðþingið að lýsa yfir, að ófriðarástand hafi verið ríkjandi milli Bandaríkjanna og japanska keisaradæmisins frá því hin tilefnislausa og rag- menskulega árás Japana var hafin, sunnudaginn 7. desem- ber 1941. (Löng fagnaðarlæti og gleðifcróp). Flugher og floti Jopana I apanar hafa lagt áherslu á ^ smíði flugvjela, sem fluttar eru með skipum, meir en nokkur önnur þjóð. Eru flug- vjelarnar fluttar með sjerstök- um fulgvjelamóðúrskipum, en Japanar nota einnig mikið svo- kalaðar .,katapult“ flugvjelar. Flug-vjelamóðurskip Japana eru minni, heldur en t. d. bresk flugvjela- móðurskip. Bresku skipin geta borið 60—70 flugvjelar, en japönsku skip- in yfirleitt ekki nema 45 flugvjelar. Japanar eiga, svo vitað sje 7 flug- \jelamóðurskip, og auk þess 2 í smíð- um. Japanar hafa jafnvel smíðað sjer- stök sjóflugvjelamóðurskip. En marg- ir sjerfræðingar líta svo á, að þær muni ekki koma að miklu gagni, nema sem njósnaflugvjelar. í Englandi hefir verið áætlað að Japanar ættu 3—4 þús. flugvjelar, sem hægt væri að senda þegar í stað í fremstu víglínu (til samanburðar má geta þess, að áætlað hafi verið í Englandi áð Þjóðverjar eigi um 9 þús. flugvjelar í fremstu víglínu). Meir en helmingur þessara flugvjela er áætl- aður vera í þjónustu flotans. Aðrir sjerfræðingar áætla áð það sje of hátt áætlað áð Japanar eigi 3 þús. flugvjelar. Einnig er á það bent, að flugvjelar Japana þoli ekki samanburð við flug- vjelar annara stórvelda. Flugvjelarn- ar sjeu smíðaðar eftir erlendum fyr- irmyndum, þýskum, frönskum, banda- ríkskum, breskum og ítölskum, en það sje sjaldan, sem eftirmyndirnar sjeu jafngóðar og fyrirmyndirnar, m. a. vegna þess, að nýjustu breytingar til umbóta, eru sjaldan gefnar upp erlendum þjóðum. Hinsvegar eiga Japanar öflugan fiota. Ekki er þó vitað hversu öflug- an, því að frá því 1936 hafa þeir engar upplýsingar gefið um flota sinn. En talið var árið 1938, að þeir ættu þá 8 45 þús. smálesta or- ustuskip í smíðum, til viðbótar við 10, sem þeir áttu þá. Fyrir 1936 hafði engin flotaþjóð smíðað stærri orustuskip en 35 þús. smálesta (að Hood undantkenu). Ennfremur eiga Japanar öflugan kafbátaflota. Er talið að þeir eigi 70 kafbáta. Hvernig árái- in hófst FRAMH. AF ANNARI Blöö af henni hlaust afar mikið. Það var opinberlega tilkynt í Was- hington í gærkvöldi, að 3000 manns hefðu særst eða farist, þar af yfir helmipgur farist, auk þess hefði einu gömlu or- ustuskipi (sagt vera 29 þús. smálesta skipið ,,Oklahama“, smíðað árið 1914) sökt skipinu, hvolfdi öðru og tundurspillir hefði sprungið í loft upp. Enn- fiemur er tjón sagt hafa orðið á allmörgum öðrum orustu- skipum og öðrum herskipum, » og öðrum skipum. í hÍRni opinberu tilkynn- ingu í gærkvöldi er skýrt frá því, að mörgum jap- önskum flugvjelum og kafbátum hafi verið kom- ið fyrir kattarnef og að hernaðaraðgerðir „gegn árásaherafla Japana um- hverfis Hawai“ hjeldu á- fram. Laúsáfregn um að japönsku flug vjelamóðurskipi hafi verið sökt við Hawai hefir á hinn bóginn ekki fengist staðfest. í tilkynningu, sem japanska herstjórnin birti í gær um árásina á Pearl Harbour, segir, að tveim orustuskipum Jiafi verið sökt, 4 orustuskip hafi verið löskuð og auk þess 4 stór beitiskip (af A- gerð). Japanar segjast ekkert tjón haf i beðið í árásinni. IJAPAN / Það var ekki fyr en mörgum klukkustundum eftir að þessi ár- ás á Honolulu var gerð, að jap- anska stjórnin í Tokip afhenti sendiherrum Breta og Bandaríkja- manna þar stríðsyfirlýsingu Jap ana. í fregn frá Tokio segir að ýfirlýsingu þessari fylgi lönc; greinargerð. Ilm sama léyti birti Japanskeis- ari ávarp til þjóðar sinnar, þar sem þjóðinni var skýrt frá stríð- inu. Tojo forsætisráðherra flutti útvarpsræðu, .þar sem hann hvatti „100 miljón Japana að gefa föður- landi sínu alt það, sem þeir ættu til“ Bandaríkjaþjóðin fjekk fyrstu fregnirnar af styrjöldinni með til- kynningu frá Roosevelt forseta, sem birt var uin miðian dag (eft- ir staðartírna) á sunundaginn o;; þar sem skýrt va.r frá árásunum á Honolulu. FILIPPSEYJAR Aðrar tilk. fylgdu á eftir með litlu millibili, þar sem skýrt var frá árásum Japana á önnur land- svæði Bandaríkjanna í Kyrrabafi (eins og rakið er í ræðu Roose- velts á öðrum stað í blaðinu). Japanskar flugvjelar gerðu strax fyrsta kvöldið árás á tvær borgir á Filippseyjum, aðra á uyrstu og stærstu eyjuna, Luzon, og varð þar manntjón nokkuð, en hina á borgina Davoa, sem er ein af svðstii eyjunum. Fulltrúi Banda ríkjanna sagði í gær, að ainerfskt flugvjelamóðurskip hafi verið hæfi þar. Höfuðborgin á Filippseyjum, Manilla, varð ekki fyrir árás fyrsta kvöldið, en í fregn frá New York í gærkvöldr var skýrt frá því, að loftárás á Manilla stæði þá yfir, GUAM Japanskar flugvjelar gerðu einii ig árás á eyjuna Guam, sem ligg- ur vestast allra landsvæða Banda- ríkjanna í Kyrrahafi, næst Jap- an. Byja þessi er aðeins 206 fer- mílur (íbúar 20 þús.) og Banda- ríkin hafa oft ætlað að víggirða hana, en látið það undir höfuð leggjast til að styggja ekki Jap- ana. Japanskar flugvjelar - flugu lágt yfir þessa eyju í fyrrakvöld og ollu þar miklu tjóni. M. a. var kveikt þar í olíubirgðum. Lausafregnir hafa borist um að japönsk herskiji hafi umkringt eyjiina. t Ameríkuþjóð- irnar sameinast FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. stjórnmálasambandi við Japana. Þessar Ameríku þjóðir hafa lýsl yfir eða ern um það bil að lýsa yfir styrjöld á hendur Japönum: Costa Rica, Nicaragua, Honduras, Salvador, Ilaiti, Dominicán-lýðveld. ið og Cuba. Einnig hefir forsetí Mexico lýst yfir því, að hann muni fara fram á að lýst verði yfir styrjöld á hendur Japönum. Panama ætlar að segja Japönum, Þjóðverjum og Itölum stríð á hendur. Forseti Uruguay 'sagði í gær í útVarpsávarpi til þjóðar sinnar. að nú yrði að gera að veruleika hernaðarlega samvinnn Ameríku- þjóða. Forseti Brasilíu hefir lýst yfir því, úð brasilianska stjórnin hafí í einu hljóði samþykt að lýsa yfir samstöðu (solidarity) íneð Banda- ríkjunum. MEÐ JAPÖNUM. Á hinn bóginn, með Japönum. hefir stjÖrnin í Manschuko sagt Bretum og Bandaríkjamönnum stríð á hendur. Skákþíng Norðíendmga Akureyri í gær. Q kákþing- Norðlendinga hófst á Akureyri um síðustu helgi T 1. og meistaraflokki eru 10 þátttakendur af Akureyri: Jóhann Snorrason/ Jón Þorsteinsson, Unn- steinn Stefánsson, Margeir Stein- grímsson, Stefán Sveinsson. Frá Húsavík; Sigurmundur Halldórs- son, núverandi skákmeistari Norð- lendinga, Hjálmar Theódórsson, Kristján Theódórsson. Frá Þórs- höfn : Daníel Sigurðsson. Frá Dal- vík: Þorgils JSigurðsson. í 2. flokki eru 6 þátttakendur. Búist er við, að skákþingið st.andi vfii' í vikú.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.