Morgunblaðið - 28.01.1942, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.01.1942, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Nýjar lækningaaðferðir á styrjaldartímum. EXTÍU særðir hermenn voru Urslitin i kaupstöðunum o nýlega fluttir á sjúkrahús í EjRÍl* A. P. Lliscoillbc Whyte Bretlandi. Þeir voru svo illa út- leiknir, að enginn læknir — fyrir £tráð á sárin. stríð — hefði hugað fimtán þeirra' líf. Leit út fyrir, að álíka margir mundu missa limi. Svo fór, að aðeins tveir þess- ara manna dóu, en enginn misti lim. Þetta var eingöngu að þakka nýjum, dásamlegum lyfjum og lækninga-aðgerðum, sem teknar hafa verið upp síðan þessi styrj- öld hófst. Maður nokkur, sem er sjer- fræðingur á þessu sviði og hefir gert baráttuna gegn dauða og ör- kumlum að sjerstöku rannsókn- arefni, skrifar á þessa leið: „Hefðum vjer í síðasta stríði átt eins mikla kunnáttu, sömu handleikni og jafn fullkomnar lækninga-aðferðir og vjer höfum nú yfir að ráða, þá hefði dauðs- föll þeirrar styrjaldar sennilega orðið 40% minni en þá varð“. „Lífeðlisfræðingar í tilrauna- stofum breska heimsveldisins og í Bandaríkjunum, læknar og hjúkrunarkonur, vinna nú stór- sigra, sem engan grunaði fyrir nokkrum árum síðan“ — var ný- lega ritað í sambandi við þessi nýju lyf. „Töfraduftið“ — sem á vísinda- máli heitir „Sulphanilamide“, — er hvítt duft, sem stráð er ofan í opin sár. Það kemur í veg fyrir sýklagróðurinn og græðir sárin á örskömmum tíma, borið saman við það, sem áður þótti eðlilegt. Ný meðferð sjúkdóma. Nýjar lækninga-aðferðir, sem nú eru notaðar, ná jafnt til með- ferðar sára, beinbrota og varna gegn smitun. Hættuleg bruna- sár eru nú grædd á ótrúlega skömmum tíma, en vamir gegn sjúkdómum, sem herir allra tíma eiga á hættu, hafa orðið örugg- ari. Þess vegna eiga hermenn nú betri aðstöðu en fyrirrennar þeirra á árunum 1914—18. Þessar uppgötvanir, sem marg ar hafa verið gerðar í þágu hers- ins, hljóta að verða eftirtíman- um til mikillar blessunar. Það er nú komin á gagngerð bylting í meðferð sára. I síðustu styrjöld ljetu miljónir lífið af sárasótt, en þeím hefði orðið bjargað, ef þekk- ing nútímans hefði þá verið fyr- ir hendi. Þrátt fyrir nákvæma að- hlynningu, notkun sótthreinsandi ljrfja, tíðar og oft sársaukafullar skiftingar á umbúðum, hljóp oft' ilt í sárin á þeim dögum og varð D[egis sárslluk!u ham hundraðstölu hmna særðu að bana. Vísindamenn hafa nú fundið og fullkomnað nýja aðferð, sem lam ar hina eitruðu sýkla og veitir ör ugga og einkennilega fljóta lækn ingu þeim, sem hljóta meiðsl í hardögum eða í loftárásum. — Þetta lyf er í daglegu tali nefnt „töfra-duftið“, en það er ný blönd un hinna mörgu „Sulphanamide“- lyfja, sem virðist búa yfir ótak- mörkuðum möguleikum. — Hið fyrsta, sem fanst, var hið nafn- togaða M og B 693, en það virtist á síðustu árum hafa gjörsigrað lungnabólguna. I kjölfar þess komu mörg fleiri. það sýklana á svipaðan hátt. Ennþá fara fram rannsóknir á eiginleikum þessa undralyfs. — Læknir nokkur á Guy’s spítala í London skýrði nýlega frá því, er 300 særðir menn voru fluttir frá Dunkirk. Fimmtán þeirra höfðu tekið lyfið inn áður en þeir komu. Enginn þeirra, sem tekið höfðu lyfið, fengu sárasótt. Hinir fengu duftið á sár sín og þeir greru fljótt. — Hermaður nokkur var fluttur á sjúkrahús með ljótt, opið beinbrot og var komið drep í sárið. 24 tímum eftir að duftið hafði verið látið á sárið, var hann úr hættu. Rannsóknarstofa John Hopkins háskólans hefir fundið lyf og lát- ið hemum í tje, sem er eitt af þessum nýju „Sulph“.lyfjum, en það hefir gefið „dramatískan ár- angur“, eins og það er orðað, við blóðkreppusótt. Önnur blanda af sömu ætt hef- ir raunverulega sigrast á heila- mænusótt, því að dauðsföll, sem áður voru talin 10 af hundraði, eru nú aðeins einn tíundi af þeirri tölu. verður líkt og beygjanlegur glófi, sem verndar sárið, stöðvar bólg- ur og flýtir lækningu. Volg salt-böð eru einnig notuð við brunasár. Þá er sárið baðað varlega úr upplausn af söltum, sem unnin era úr blóðinu. Þessar aðferðir og margar fleiri, hafa dregið mjög úr ógn- um brunasára og þær koma einn- ig í veg fyrir að ljót ör myndist. Menn með ný andlit. Á þessu sviði koma einnig til greina handlækningaaðgerðir. — Eru sjerstök sjúkrahús, sem fást við að lækna ör með handlækning Ef lyfið er gefið í pillum, eins og gert er á vígstöðvunum, deyðir um ~ °2 fá menn Þar Jafnvel OOOOOOOOOOOOOOOOOO Hemingway er einn af frægustu nútímarithöfundum, en ein besta bók hans er: Ogr SÓlin rennur upp. íXXXXXXXXXXXXXXXXX> Þessar nýju sáralækninga-að- ferðir hafa að miklu leyti útrýmt skiftingum sáraumbúða, sem voru bæði erfiðar og sárar. Menn hafa nýlega komist að þeirri nið- urstöðu, að sár „læknar sig sjálft“ miklu fljótar og öruggar en áður, ef það er vel hreinsað og síðan steypt yfir það gibsum- búðum. Líkamsvefimir fá þá hvíld, sem þeir þurfa og lækninga kraftur líkamans sjálfs fær að njóta sín, íhlutunarlaust. Þessi að ferð fanst í spönsku styrjöldinni og er nú notuð á öllum sjúkra- húsum og hefir komið á byltingu í allri sárameðferð. Brunasár hafa verið tíðari í þessari styrjöld en í hinni síð- ustu, sjerstaklega á flugmönn- um. En nú er svo komið, að hræði leg brunasár, sem til skamms tíma hefðu orðið að bana eða að minsta kosti til varanlegra lýta, gróa nú á skömmum tíma. Ein af nýju aðferðunum við brunasár er notkun „Sulph“- smyrsla. Er sárið hulið þessum smyrslum, en það storknar og ný andlit. Flugmaður nokkur, sem kom fyr ir skömmu af bresku sjúkrahúsi, hafði fengið nýja höku, hluta af nefi, ný augnalok og augnabrún- ir. Allt var þetta sett saman af mestu list úr húð, beinum og vef j um, sem tekið var úr öðrum lík amshlutum á honum sjálfum. Grammófón-lækningar. Meðferð taugaáfalla vegna sprenginga (shell-shock) og annara taugasjúkdóma, mætti skrifa um langt mál. En hjer verður að eins minst á ,eina. Á hermannaspítala nokkrum eru menn, sem veikir eru af sprenginga-taugaveiklun. Þeim éru gefnar „hljóð-sprautur“. — Leiknar eru grammófónplötur, með öllum hávaðanum og gaura ganginum, sem loftárás er sam- fara. Þar veina sírenur, springa byssukúlur, steypiflugvjelar ýlfra og hvellir af sprengingum heyrast. Breska læknablaðið (British Medical Journal) seg- ir frá manni, sem læknast hafði á þennan hátt, en íann hafði þjáðst af „shell- shock“ síðan í Dunkirk. Eftir sex daga var hann algjörlega róleg- ur og heilbrigður. FRAMH. AF FYRSTU SÍÐU 785 atkv., 4 menn kjörnir, Al- þýðuflokkur 987 atkv., 5 menn, óháðir 129 atkv., engan. 1938 voru úrslitin þessi: Sjálfstæðisfl. 969 atkv. og 4 menn, Alþýðufl. 983 atkv. og 5 menn. Akranes. Þar var nú í fyrsta skifti kosið til bæjarstjórnar, samkvæmt hinum nýju lögum, er veittu Akranesi kaupstaðar- rjettindi. Úrslitin urðu þessi: Sjálfstæðisflokkur 405 atkvæði og 5 menn kjörna, Framsóknar- flokkur 115 atkv., 1 mann, Al- þýðuflokkur 312 atkv. og 3 menn. Við síðustu hreppsnefndar- kosningu urðu úrslitin þessi: Sjálfstæðisfl. 353 atkv. 3 menn, Framsókn 145 atkv., 1 mann og Alþýðufl. 277 atkv., 3 menn. ísafjörður. Sjálfstæðisfl. 378 atkv., 2 menn, Alþýðufl. 714 atkv. og 5 menn, öháðir 257 at- kvæði og 2 menn. 1938: Sjálfstæðisfl. 570 atkv. 4 menn, Alþýðufl. 725 atkv. og 5 menn Sigluf jörður. Sjálfstæðisfl. 331 atkv., 2 menn, Framsóknar- fl. 286 atkv., 2 menn, Alþýðufl. og kommúnistar 698 atkv., 4 menn, óháðir 157 atkv. og einn mann. 1938 : Sjálfstæðisfl. 386 atkv., 3 menn, Framsóknarfl. 253 at- kv., einn mann, Alþýðufl. og kommúnistar 672 atkv. og 5 menn. Akureyri. Sjálfstæðisfl. 564 atkv., 2 menn, Framsóknarfl. 802 atkv., 4 menn, Alþýðufl.272 atkv., 1 mann, kommúnistar 608 atkv., 3 menn, óháður borg- aralisti 348 atkv. og 1 maður. Efsti maður á lista óháðra(Bryu leifur Tobíasson) fjell, vegna útstrikana, en annar maður á listanum (Jón Sveinsson) var kjörinn. 1938: Sjálfstæðisfl. og óháð- ir borgarar 898 atkv., 4 menn, Framsókn 708 atkv., 3 menn, Alþýðufl. 230 atkv., 1 mann og kommúnistar 566 atkv. og þrjá inenn. Seyðisf jörður: Sjálfstæðisfl. 111 atkv. og 2 menn, Framsókn 73 atkv., 1 mann, Alþýðufl. 119 atkv., 3 menn, kommúnistar 59 atkv., 1 mann, óháður borgara- listi 79 atkv., 2 menn. 1938: Sjálfstæðisfl. 180 atkv., 4 menn, Framsóknarfl. 71 atkv., 1 mann, Alþýðufl. 175 atkv., 3 menn, kommúnistar 62 atkvæði og 1 mann. Neskaupstaður: .Sjálfstæðis- fl. 105 atkv., 2 menn, Fram- sóknarfl. 87 atkv., 1 mann, Al- þýðufl. 152 atkvæði, 3 menn, kommúnistar 178 atkv. og 3 menn. 1938: Sjálfstæðisfl. 141 atkv. og 2 menn, Framsóknarfl, 84 atkv., 1 mann, Alþýðufl. og kommúnistar 331 atkv. og 6 menn. Vestmannaeyjar: Sjálfstæð- isfl. 839 atkv., 5 menn, Fram- sókn 249 atkv, 1 mann, Alþýðu- flokkurinn 200 atkv., 1 mann, kommúnistar 463 atkvæði og 2 menn. 1938: Sjálfstæðisfl. 866 at- kv. og 5 menn, Framsóknarfl. 195 atkv., 1 mann, Alþýðufl. og kommúnistar 655 atkv. og 3 menn, þjóðernissinnar 62 atkv., engan. Sjaldsjeður fugl, sem silfurtoppa nefnist, hefir sjest í stórhópum í görðum á Akureyri síðan um áramót. — Fuglinn er á stærð við skógar- þröst. Aðaleinkenni þessara gesta er brúnleitur toppur upp úr kollinum. Fugl þessi heitir Silkitoppa og er frekar sjald- sjeður hjer um slóðir. — Fróðir menn telja, að hann hafi ekki sjest hjer í svo stórum hópum síðan 1931. Heimkynni hans eru í Skandinavíu. EGGERT CLAE8§EN hæstar j ettarmálaf lutnmgsmaðiur. Skrifstofa: Oddfellowhúsið, Vonarstræti 10. (Inngang’ir um austurdyr). Myndin er af Tobruk eftir loftárás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.