Morgunblaðið - 30.01.1942, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.01.1942, Blaðsíða 1
Vinnustöðvunin 1942, 4. blað. Vikublað: ísafold. Föstudaginn 30. janúar 1942. ísafoldarprentsmiðja h.f. Kommúnistar vilja ná stjórn Dagsbrúnar. Kosning í stjórn og aðrar trúnaðarstöður 1 verkamanna- fjelaginu Dagsbrún standa yfir þessa dagana, og er kjörstaður- inn í Miðbæjarbarnaskólanum. í kjöri eru aðeins tveir listar. Að A-listanum standa óháð og ópólitísk samtök verkamanna, sem stefna að því, að rjetta Dagsbrún við fjárhags- og fje- lagslega, og að fjelaginu verði haldið á faglegum grundvelh, en því verði ekki leyft að ánetj- ast fyrirmælum neinnar póli- tískrar flokksstjórnar.. Verka- menn sem standa að A-listan- um hafa til stjórnarkjörs alla hina sömu menn, ter voru í stjórn fjelagsins síðastliðið ár og í trúnaðarstöður einnig flesta hina sömu og nú eru í þeim stöðum. Að B-Iistanum standa tvær pólitískar flokksklíkur, komm- únistar óskiftir og klíka innan AlþýðuflokksinS. — Forystuna hafa kommúnistar, enda verður Dagsbrún undir þeirra stjórn, ef B-listinn sigrar. ¥■ Það væri mikil ógæfa fyrir verkamenn þessa bæjarfjelags, ef kommúnistar næðu nú stjórn Dagsbrúnar. Og ekkert sýnir betur þá glæfrabraut, sem for- ráðamenn Alþýðuflokksins eru kornnir út á, en að þeir skuli stuðla að því, að sterkasta verk- lýðsfjelagi landsins verði kastað í hendur kommúnista. ★ Verkamenn! Vitið þið hvað í vændum er, ef þessir pólitísku spákaupmenn fá vilja sinn fram nú? Það, sem fyrst og fremst fyrir þeim vakir er þetta: 1. Dagsbrún á að ganga í Alþýðusambandið. Það þýðir nýr stórfeldur skattur á hvern einasta f jelags- mann. Þessi skattur er um 7 kr. á mann, en yrði með dýrtíðar- uppbót 12—15 krónur, eða um 30 þús. kr. á ári. Þennan gífur- skatt eiga verkamenn í Dagsbrún að greiða fyrir ,vernd‘ Alþýðusambandsins, en verða Þú jafnframt að hlýða öllum fyrirmælum sambandsins í smáu sem stóru. 2. Strax og kommúnistar hafa náð stjórn Dagsbrúnar í sínar hendur, eiga þeir að fyrirskipa ,,samúðarverkfall“ til styrktar og stuðnings þeim fámennu iðn- aðarstjettum innan Alþýðusam- bandsins, sem nú eru í verk- falli. Á þennan hátt hugsa þessir Verið á verði verkamenn! Fylkið ykkur um A-listann pólitísku glæframenn sjer að nota völdin í Dagsbrún. Fyrst á að fjefletta verkamennina, krefja þá um nýjan stórfeldan skatt til brodda Alþýðuflokks- ins. Því næst á að fyrirskipa verkamönnum að leggja niður vinnu — gera verkfall til sam- úðar með fámennum stjettum, sem Alþýðuflokkurinn hefir stefnt út í ófæru * Eru verkamenn sólgnir í að fara út í þetta æfintýri? Eru þeir yfir höfuð sólgnir í að fela kommúnistum stjórn Dagsbrún- ar? Hafa þeir gleymt dreyfi- brjefa-hneykslinu? Bætir það nokkuð úr skák, þótt með komm únistum sjeu nokkrir æfintýra- menn úr Alþýðuflokknum, sömu mennirnir, sem hafa sölsað und- ir sig ýmsar eignir verklýðsfje- laganna, og sömu mennirnir, er stjórnuðu Dagsbrún 1940, á mesta niðurlægingartíma fje- lagsins? ¥ Nei, verkamenn! Varist þessa pólitísku æfintýramenn. Minn- ist þess, að núverandi stjórn Dagsbrúnar hefir haldið vel á ykkar málum. Henni hefir tek- ist að styrkja fjelagið á ýmsan hátt. Fjárhagur f jelagsins er nú í meiri blóma en nokkru sinni áður. Á einu ári hafa sjóðir auk- ist yfir 50 þús. kr. Stjórn fjelagsins hefir og tek- ist að ná ýmsum mikilsverðum samningum fyrir fjelagsmenn. Þannig hefir hún samið við Reykjavíkurbæ og höfnina, og er það fyrsti vinnusamningur við þessa vinnuaðila. Einnig náði stjórnin samningi við setu- liðið, og er það mikils virði fyrir verkamenn. Loks fjekk stjórn Dagsbrúnar því framgengt, að verkamenn fá nú almennt sum- arleyfi, og er það stórmikil rj.ett arbót. Öllu þessu hefir stjórn Dags- brúnar komið í gegn án hávaða og gauragangs. Hún hefir unnið markvíst að því, að efla fjelagið og styrkja, og náð miklum ár- angri. Dagsbrúnarmenn! Standið sameinaðir um A-listann, og bjargið þar með fjelagi ykkar frá því pólitíska æfintýri, sem kommúnistar og klíka Alþýðu- flokksins ætlar sjer með f jelagið Dagsbrúnarmsnn Dagsbrúnarkosningin hófst í gær og heldur áfram í dag, á morgun og á sunnudag. Kjör- staður er í Miðbæjarbarnaskól- anum. 1 dag og á morgun er kosið frá kl. 5,30 til 10 síðdegis og á sunnudaginn frá klukkan 10 árd. til 11 síðdegis, en þá er kosningu lokið. Óðinsmenn hafa kosninga- skrifstofu í hinu nýja húsi við Aðalstræti (hjá Ingólfsapóteki) Símar 1134 og 2834. Mjög er áríðandi að fjelagar í Óðni og aðrir verkamenn> sem ekki vilja fá kommúnistastjórn í Dagsbrún fjölmenni á kjör- fund og kjósi A-listann. Amerískir stríðsfrietta- ritarar í Revkiavík Fangar i Líbyu, Nýlega eru komnir hingað til bæjarins tveir amerískir stríðs- frjettaritarar, sem eru með ameríska hernum hjer á landi. Þeir eru Leo Branham, frá As- sociated Press og Wide frá Inter national NeWs Service. Hjer hafa dvalið síðan í haust þrír aðrir amerískir blaðamenn, Björn Björnsson, Drew Middle- ton (A. P.) ogPhil Ault (U.P.). Mr. Middleton er nú á förum hjeðan, en hinir fjórir munu all- ir dvelja hjer um óákveðinn tíma. Fletti maour oreskum blöðum frá því í desember eða fyrra helming janúar, sjást þar margar myndir svipaðar þeirri sem hjer birtist. Myndin er af ítölskum föngum, sem teknir hafa verið í bardögunum í Libyu. —Fangarnir eru með upprjettar hendur og margir veifandi hvítum vasaklútum, til merkis um uppgjöf, á leið í fangabúðir í Tobruk. Stirðar sræftir ofir lítill afli við Faxaflóa. Lítið hefir aflast hjer í Faxa- flóa það sem af er vertíðar. — Hafa verið stirðar gæftir allan þennan mánuð og afli tregur, þótt gefið hafi á sjó. Fæstir hafa farið nema 1 2 til 3 róðra allari mánuðinn. Af Akranesi hefir verið róið 3 til 4 sinnum og er afli hjá Ak- urnesingum heldur betri, en hjá bátum úr öðrum verstöðvum hjer við flóann. Stafar það af því, að fiskurinn er ennþá norð- an til í flóanum og því styttra á miðin fyrir Akurnesinga en aðra eins og er. Skíðalandsmótið á Akur- evri í vetur. Ákveéið hefir verið að lands- mót skíðamanna verði haldið á Akureyri í vetur. Enn hefir ekki verið ákveðið, hvenær mótið fer fram, en senni lega verður það ekki fyrri en seint í vetur. í ráði er að halda mikið skíða mót á Akureyri um jniðjan næsta mánuð. Tvennt til. 100 nvir vörubílar komnir. Bifreiðaeinkasalan hefir ný- lega fengið 100 nýja vörubíla frá Ameríku. Bílarnir koma ósamsettir í kössum og verða þeir settir sam- an á bílavinnustofu Egils Vil- hjálmssonar.. Alþýðublaðið heldur því fram, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi skapað sjer andúð launastjett- anna með setning Gerðardóme- laganna. Eftir að lögin voru sett, hafa farið fram kosningar, þar sem Alþýðuflokkurinn að- eins hjelt fyrra fylgi sínu. Af þessu er það bersýnilegt, að Alþýðuflokkurinn er deyj- andi flokkur, sem aðeins hefir fengið þessa stundar framleng- ingu á tilveru sinni. Ellegar það er rangt, sem Al- þýðublaðið heldur fram, að Gerðardómslögin sjeu óvinsæl. Skíðafæri hefir verið ágætt í nágrenni bæjarins og við skíðaskálana undanfarna daga. Sjerstaklega fjekk skíðafólk gott veður og færi um síðustu helgi. G. E. Brink hershöfðingi í liði Suður-Afríkumanna, er einn af herforingjum Breta í Líbyu. Stúlka af íslenskum ættum vann í haust fyrstu verðlaun á hárgreiðslusýningu í Winni- peg. Hún heitir Herdís Eyjólfs- son, og er ættuð úr íslendinga- bygðum við Manitobavatn. Hún starfrækir í fjelagi við Lillian systur sína snyrtistofuna Lil’s Beauty Shop 1 Winnipeg. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.