Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1942næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 17.03.1942, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.03.1942, Blaðsíða 3
Þriðradagnr 17. mars 1942. MORGUNBLAÐIf) $ Sjáifstæðisflokkurinn helður meirihlutanum í bæjarstjórn Þrátt fyrir erfiða aðstöðu í kosningunni og taumlausan áróður andstæðinganna URSLIT bæjarstjórnarkosnmganna hjer Reykjavík urðu sem hjer segir : Sjálfstæðisflokkurinn hlaut . . .. 9334 atkv. Alþýðuflokkurinn hlaut........ 4212 — Kommúnistaflokkurinn hlaut . . . . 4558 — Framsóknarflokkurinn hlaut . . . . 1074 — Auðir seðlar................. 289 Ógildir seðlar .................... 52 Samtals greidd atkvæði 19519 Samkvæmt þessari niðurstöðu fekk Sjálfstæðisflokkurinn 8 menn kjörna, kommúnistar 4, Alþýðuflokkurinn 3, en Framsókn engan. Breytingin, sem orðið hefir í bæjarstjórninni er því sú, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir ein- um fulltrúa færra en áður, kom- múnistar tveim fulltrúum fleira, Framsókn "hefir engan nú, en hafði einn áður. Alþýðuflokk- urinn hefir sömu tölu fulltrúa og áður. Sjálfstæðisflokkurinn hefir hreinan meirihluta í bæjar- stjóm, eins og hann hafði. HIN NÝJA BÆJARSTJÓRN Bæjarstjórn verður nú skipuð þessum fulltrúum: Sjálfstæðisflokkur: Aðalmenn: Guðmundur Ásbjörnsson, Jak- ob Möller, Guðrún Jónasson, Valtýr Stefánsson, Árni Jóns- son, Helgi H. Eiríksson, Gunn- ar Thoroddsen og Gunnar Þor- steinsson. Varamenn: Gísli Guðnason, Bjarni Benediktsson, Sigurður Sigurðsson skipstj., Guðrún Guðlaugsdóttir, Stefán Á. Páls- son, Einar Erlendsson, Guðm. Ágústsson, Einar Ólafsson. Alþýðuflokkur: Haraldur Guðmundsson, Jón Á. Pjeturs- . on, Soffía Ingvarsdóttir. Vara- menn: Sigurður Ólafsson, Jón Tilöndal, Matthías Guðmunds- son. Kommúnistar: Aðalmenn: Sigfús Sigurhjartarson, Björn Bjarnason, Katrín Pálsdóttir, Sieinþór Guðmundsson. Vara- menn: Einar Olgeirsson, Ársæll Sigurðsson, Sigurður Guðnason, Guðjón Benediktsson. KJÖRSÓKNIN Kjörsóknin var ekki eins mik- il nú og tvær undanfarnar kosri- ingar, þ. e. alþingiskosningarn- ar 1937 og bæjarstjómarkosn- ingarnar 1938. Við alþingis- kosningarnar 1937 var kjörsókn | óvenju mikil, eða um 89% i þeirra, er á kjörskrá voru; við bæjarstjórnarkosningarnar 1938, var kjörsóknin um 83%, en nú um 80%. FRAMH. Á SJÖTTU SÍHT? VJelbátur sfrandar Mannbjðrg Siglufirði í gærkv. Gott sjóveður var í gær- kvöldi og reru flestir bát- ar hjeðan. Lögðu þeir út um kl. 9. 1 kvöld kemur fregn um það, að einn báturinn hafi strand- að um klukkan 2 í nótt hjá Hrauni á Skaga. Eru frjettir af strandinu enn óljósar, nema, víst er, að allir bátverjar,.5 að tölu, björguðust í land. Þettg var vjelbáturinn ,,Þor- móður rammi“, 12 smálestir að stærð, eign Skafta Stefánsson- ar frá Nöf. Bróðir eígandans, Pjetur Stefánsson, var formað- ur á bátnum. Öivaður bíistjðri ieikur hættulegan ieik Aðfaranótt sunn*dagsins tók lögreglan ölvaðan mann, er var að aka bíl niður á Ægis- garði. Hafði maður þessi verið að gera sjer leik að því, að aka beint að breskum hermanhi, en sveigja síðan frá honum, þegar hann var komiun fast að mann- inum. Þetta endurtók sig nokkr- um sinnum. Bréski hermaðurinn misti þolinmæðina og skaut viðvörun- arskoti á eftir bílnum. Það þarf ekki að lýsa því, hve leikur hins ölvaða manns var hættulegur, bæði fyrir hann sj'álfan og hermanninn. Það er i kki víst að allir hermenn hefðu setið á sjer og látið sjer nægja ; ð skjóta viðvörunarskoti, enda dæmi til annars, eins og kunn- ugt er. íslenk lögregla kom á vett- vang cg tók manninn fastan. —- Ævintýri tveggja unglinga: Brutu tjóskera- staur, eyðilögðu bil f^etta er saga um ævintýri ®”^tveggja ungra pilta á laug- ardagskvöld. Þeir fengu lánað- an bíl til að „æfa ssg að aka“. Keyptu enskan bjór og enduðu með að aka á Ijósastaur, mann og stórskemma bílinn.' Það var um 12 leytið á laug- árdagskvöldið, að menn, sem voru í Hafnarstræti sáu hvar kom bíll á fleygiferð austur götuna. Bíllinn ók á ljóskers- staur. sem stóð á horni Pósthús- jStrætis og Hafnarstrætis. Staur- inn brotnaði og fjell þvert yfir götuna fyrir framan lögreglu- stöðina. Bíllinn stöðvaðist ekki við þetta, heldur hjelt áfram aust- ur Hafnarstræti. Lenti utan í manni svo hann fjell við á göt- una, en meiddist þó ekki mikið. Sjónarvottar sáu númer bíls- ins og sögðu lögreglunni frá. Lögreglan fann síðan bílinn. — Hann var þá stórskemdur. Við áreksturinn á ljóskersstaurinn hafði vatnskassinn brotnað og vatnið runnið út. Piltarnir óku í bílnum vatnslausum góða stund og skemdu vjelina. Bíleigendur geta lært af sögu þessara pilta, og varlega skyldi lána unglingum bíla til að skemta sjer á. En það virðíst seint ætla að lærast sumum mönnum, sem ráða yfir bíl. Amerískur varðmaður drepur íslending — Gunnar Einarssou vjelfræðing Skaut hann í hnakkann Alaugardagskvöldið kl. að ganga ellefu vorut tveir menn á leið inn að Laufskálum við Engjaveg. Á götuslóða vestan við Háloga- land, sem liggur milli Suðurlandsbrautar og Éngjavegar,. skaut amerískur varðmaður á þá í bílnum. Annar maðurinn, Gunnar Einarsson vjelfrœðingur, fjekk býssú- kúluna í hnakkann. Hann andaðist nokkrnm klukkustundnm síðar á Lauganesspítala. Vitneskja nm þenna alvarlega atburð kom ekki til íslenskra yfirvalda fyr en á sunnudag. Þá tók Jónatan Hallvarðsson málið tíi rannsóknar, með því að yfirheyra manninn, sem var með Gunnari heitnum í bifreiðinni, Magnús Binarsson verksmiðjustjóra. Rkýrslu þá, er sakadómari tók, afhenti hann ríkisstjórninni í gær. Br blaðið sneri sjer til Jónatans Hallvarðssonar í gær. skýrði hann svo frá: „Bjarnarey" náð á flot 7 Sarðskipið Ægir aiáði línu- y veiðaranum Biarnarey út af skerinu, sem skipið strandaði á í síðustu viku, á laugardag og dró það hingað til hafrar. Bjarnarey mnn hafa orðið fyrir töluverðum skemdum og er nú verið að athuga þær í Slippnum. Fjallamenn halda aðalfund sinn í kvöld kl. !) á AmtmáiinssCíg 4: Samkvæmt, frásögn Magnúsar Binarssonar eða þeirri skýrslu, sem hann hefir gefið mjer, gerðist þessi sorglegi atburðúr með svo feldum hættí: " ' 'Gunnar EinarssÖn vjelfræðingur var á laugardagskvöld staddur heima, hjá Magnúsi Einarssyni. kunningja sínum, Sogamýrarbletti 54. Kl. 1014 fóru þeir heidianað frá Magnúsi, Gunnar heitinn og hann. Oku þeir í bifreið Magn- úsar RE 1183. Magnús ók bifreið- inni. Þeir ætluðu heim til Gunri- ars að Laufásveg 5. Þeim talaðist svo til, að þeir skyldu í leiðinni koma við að Lanfskálum við Engjave g, til kunningja þeirra, Óslrars Frið- bergssonar. Styst leið þangað var eftir götuslóða, sem liggur milli Suðurlandsbrautar og Engjaveg- ar,skamt vestan við Ilálogaland. Tiiggur götuslóði þessi um herbúða svæði. Rjett eftir að þeir beygðu af Suðurlandsbraut niður á vegar- slóða þann, hittu þeir fyrir sjer amerískan varðmann, er stóð þar nálægt varðmannaskýli. Yarðmað- ur þessi gekk að bifreiðinni og spurði hvert þeir ætluðu. Kom harm hægra megin að bifreiðinni. Svöruðu þeir sarristundis Gunnar heitinn og Magnús, að þeir ætluðu að Laufskálum. Sagði varðmaður- inn eitthvað meira, sem Magnús tók illa. eftir og getur því ekki sagt hvað var, enda skilur hanu illa ensku. En Gunnar heitinn svaraði varðmanninum, og man Magnús ekki heldur, hverju hann svaraði. Að því búnu sagði varð- maðnrinn: „Allright“ og skildi Magnús þetta þajmig, að nú naættu þeir halda áfram og ók hanu því af stað. Gunnar Einarsson. Er Magnús hafði ekið 4—5 bíl- lengdir, stöðvaði annar varðmaður bílinn. Kom sá að vinstri hlið bifreiðarinnar, og töluðust þeir að eins við, IGunnar og hann, gegnum rúðuopið á þeirri hlið bílsins. Fylgdist Magnús ekki með því. hvað Gunnari og þeim varðmann- inum fór á milli. Að því búnu sagði Gunnar heit- inn við Magnús, að alt væri í lagi, og ók Magnús því enn af stað. „Jeg hafði ekki ekið nema 4—-5 bíllengdir, segir Magnús í skýrslu sinni, er jeg heyrði skot. Hjelt jeg fyrst, að þetta skot kæmi okk- ur ekkert við, en stöðvaði bílinn strax, enda tók jeg þá eftir því, að framrúðan í bílnnm var möl- brotin. Á sama augnabliki hneig höfuð Gunnars niður á öxl mína og sá jeg þá, að blóð rann fram úr vitum hans. Um leið þreifaði jeg á höfði hans, og fann skotsár í hnakka hans“. Magnús stökk nú út úr bílnum. JfBAMH Á )*TðTTU SEÐU.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55339
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 30. tölublað (17.03.1942)
https://timarit.is/issue/105686

Tengja á þessa síðu: 3
https://timarit.is/page/1245559

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. tölublað (17.03.1942)

Aðgerðir: