Morgunblaðið - 22.03.1942, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.1942, Blaðsíða 2
2 IIORGUNBL A ÐIÐ Sunnuda^ur 22. mars 1942. Japanar hefja nýja sókn á Bataanskaga Stórskotaliðsárásir á hafnarmannvirki við Manillaflóa Þegar 16 sænsk biöð voru gerð upptæk Skýring gefin i sænska þinginu FREGNIR frá Washington í gærkvöldi hermdu, að útlit væri fyrir að Japanar væru í þann veginn að hefja nýja sókn á Bataanskaga á Filippseyjum, en bardagar þar hafa nú legið niðri um skeið. Japanar hófu í gærmorgún miklar stórskotaliðsárásir á hafnarmannvirki og vígi Bandaríkjanna við Manillaflóa. Herskip Japana hafa haft sig mjög í frammi við Filipps- eyjar í þeim tilgangi að einangra eyjar, sem þeir hafa enn ekki náð á sitt vald. I tilkynningu frá hermálaráðuneytinu í Washwigton, sem birt var í gærkvöldi (samkv. Reuter), segir svo: Hörð átök hafa orðið milli framvarðasveita í dag meðfram allri víglínunni á Bataanskaga. Áhlaup Japana, sem nú eru hafin eftir langt hlje, virðast benda til þess, að Yamashita hershöfðingi hafi endurskipulagt lið sitt og hugsi til sóknar. Yfirmaður hers Bandaríkjamanna og Filippseyinga telur í skýrslu, sem hann hefir sent, að þetta sje mjög líklegt. Stórskotalið Japana á Cav- ite-ströndinni við Manilafióa hefir haldið áfram skothríð sinni á virki vor, en árangurs- mikilli skothrí frá virkjunum Frank . og Hugrhes. hefir verið haldið uppi af okkar hálfu. Frá öðrum vígstöðvum er ekkert að frjetta. Fyr í gær hafði ameríska her- stjórnin skýrt frá því. að flug- vjelar þeirra hefðu gert árásir á tvö, jap'önsk beitiskip hjá. strönd Nýja Englands og hafði bæði skip- in, orðið fyrir sprengjum. Hafi annað ])eirra éiennilega sokkið, en hitt skemst mikið. Japanar gerðu loftárás á Port Moresby í gær. SKYNDISÓKN. Fyri í gær hafði herstjórnin ein'nig tilkynt um velhepnáða skyndisókn á Filippseyjum. Sú tjlkynning var á þessa leið: HERSVEITIR Wainwrihgts hershöfðingja hafa vald- ið Japönum miklu tjóni í skyndi árás, sem gerð var á Mindanao <_yju hjá Zamboanga (suðvest- urodda Mindanaoeyju) “ í herstjórn&rtilkynningunni segir ennfremur: „Hafnarvirki við Manillaflóa hafa orðið fyrir miklum stórskotaliðsárásum ó- vinanna, sem skjóta frá stöðv- um á suðurstrcnd Manillafló- ans. Skothríð úr 240 millimetra fallbyssum var áköf, en olli litlu hernaðaflegu tjóni. Skotið var með góðum árangri úr okkar íallbyssum á byssustæði óvin- anna. burma. 1 Burma hefir komið til átaká milli kínverskra hersveita og breskra annarsvegar, og japanskra hersveita. Segjast bandamenn liafa haldið velli. / Skipatjún við austur- strönd Ameriku 0 lotamálaráðune.ytið í Wash * ington tilkynti í gær, að 2 stórum amerískum flutninga- skipum hefði verið sökt með tundurskeytum við strendur Ameríku í gær. Engar nánari skýringar (>éru gefnar. í þýskum fregnum í gær seg- ir að kafbátar hafi í s.l. viku sökt 10 skipum við strendur Ameríku — Þaraf var tilkynt, að 5 hefði verið sökt í gær. sam tals 35 þús. smálestir. Þjóðverj- ar segja að skipatjón báhda- manna í s.l. viku, á Atlantshafi, hafi numið um 100,000 smálest- um. „Frlðarsóko^ Fregnir hafa enn komist á kreik um „friðarsókn“ af hálfu Þjóðverja. Frjettaritari Reuters í Ank- ara símar, að „þýskir áróðurs- menn í Tyrklandi dragi upp Ijóta mynd af hættum þeim, er menningunni stafi af sigrum Japana í Austur-Asíu. — Þeir tali um að hvíta kynið eigi að taka höndum saman til þess að bægja frá gulu hættunni“, „Þeir gefi jafnvel í skyn, að 'imræður farj nú fram í þessa att í Madrid og Lissabon“. Frjettaritarinn segir, að á bak við þetta tal kunni að liggja óljós von nm að hægt muni vera að fá Breta og Bandaríkjamenn til þess að semja frið við Þjóð- verja. Stokkhólmi, laugardag. WESTMAN, dómsmálaráðherra Svíþjóðar skýrði sænska þinginu frá því í dag, hvernig staðið hefði á því, að sextán sænsk dagblöð voru nýlega gerð upptæk, öll sama daginn. Ráðherrarm sagði, „að óhindruð frásögn af hryðjuverkum beint gegn eínum aðila eða öðrum“, myndi hafa valdið utanríkis- pólithskum erfiðleikum. Hann skýrði einnig frá því, að samkvæmt stjórnskipunarlög- unum frá 1810, væri ríkisstjórninni heimilt, án dóms, að gera blöð upptæk, sem birtu greinar, sem líklegar væru til að skapa misskilning hjá erlendu ríki. I blöðum þeim, sem sænska stjórnin gerði upptæk, voru greinar, sem bygðar voru á frásögnum sjónarvotta úm hryðju- verk og pyndindar, sem þýska Gestapo-leynilögreglan hafði haft í frammi við fanga í fangabúðum í Noregi. — Reuter. „Herskipavika" hófst i borgnm Englands í gær (London — frá Reuter). ^jAÐ, sem okkur er nauð- synlegast á þessu stigi styrjaldarinnar, er að endur- reisa algert sjóveldi banda- manna á öllum heimshöfum“. Þannig fórust Alexander flota- málaráðherra Breta, orð í ræðu, er hann hjelt frá „stjórnpalli H. M..S. Trafalgar“ á Trafalgar- torgi í London í gær. Svoköll- uð herskipavika hófst í mörgum borgum Englands í gær. — Fer fram fjársöfnun meðal aimenn-J ings til herskipasmíði í eina viku. í London var mikið um há- tíðahöld. Skrúðganga mikn var haldin í London og á Trafalgar torgi var stór eftirlíking af or- ustuskipi, sem nefnt var H. M. S. Trafalgar“. Það er ætlan Lundúnabúa að safna 125 miljón sterlingspund 'im þessa viku til herskipasmíða cg um miðjan dag í gær höfðu þegar safnast 27,310,000 ster- lingspund. í Cambridge hjelt Pjetur Jú- góslafakonungur ræðu, er söfn- unin hófst. Lagði hann fram fityhæð í söfnunarsjóðinn. Harka Japana við faaga staðfest WASHINGTON í gær: Utan- ríkipmálairáðuneytið tilkynn- ir, að það hafi fengið upplýs- ingar, sem sanni það, sem Ant- hony Eden sagði frá í þreska þinginu á dögunum, að með- ferð Japana á föngum í Hong- kong væri svívirðileg. Reuter. Hringurinn þrengist um her Þ|óOver]a við Starara Riissa / rá Rússlandi bárust þær fregnir í gær, að stöðugt þrengdist hringurinn um Staraya Russa og 16. her Þjóðverja, sem þar er innikróaður. „ • í rússiieskum' fregmun var i gærkvöidi táláð uth áframhald- íUKÍi sókh Rússa á öllum vígstöðv- vmi frá Leningrad til Krímskaga. f þýskmn fregnmn er talað um mikia knlda á vígstöðvunum, en því haldið fram. að áhlaupum Rússa hafi alstaðar verið hrundið. Frjettaritari Reuters í Moskva segir uni árásir Rússa á 16. her- inn við Starava Russa ■ Þrátt fyrir harða mótstöðu hefir Þjóðverjum ekki tebist að stémmá stigu fyri'r framsókri Rússa, sem hefi-r tekist að hrjótast í gegttum * landduflabelti, gaddavírsgirðingar og aðrar víggirðingar, sem Þjóð- verjar hafa verið að efla síðast- iiðna 5—-6 ínánnði. Á fimtvvdáginn var tókst Rúss- ttm að ná á sitt vald einu ram- gerðu vígi Þjóðverja eftir harða, bardaga. Þjóðverjar gerðu tólf sinmutt gagnáhlaup t.il að reytía að ná stöðvum sínum aftur, en áhlanpih mist.ókust öll. Tókst Rússura að koma, fyrir stórskot.a- l.iði á þessum slóðuni og vjelbyssu- hreiðrum. Arásir Rússa koma úr ýmsum áttuin og eiga því Þjóðverjar oft bágt, með að áttq, sig á, hvar þeir leggja að þeim, næst. Verða, þeir FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐTT Viðsjár með Rúman- um og Ungverjum Ræða Antonescus vekur gremju Ung- verja Ziirich, laugardag: ■Svissneska biaðið „Neu Ziiricher Nachrichten“ seg- ir í dag: Ræða, sem Michel Antones- cu varaforsætisráðh. Rúm- eníu hefir haldið, hefir vakið gremju mikla í Budapest og hefir ræðan einnig vakið reiði þýskra yfirvalda. í ræðu þess- ari talaði Antonescu um kröfur Rúmena í sambandi við Transyl vaníu-hjeraðið, en það hefir lengi verið þrætuepli milli Rú- mena og Ungverja, hvorir ættu að eiga það hjerað. Blaðið bætir við: „Það er greinilegt, að viðsjár þær, semi nú eru milli Rúmena og Ung- verja, munu ekki auka á vilia þessara þjóða til að fórna her- mönnum fyrir vorsókn Hitlers. Fr j ettaritari „Basler Nach- richten" í Budapest símar blaði sinu: „í Ungverjalandi er litið svo á, að Antonescu hafi í ræðu sinni látið uppi skoðanir og vonir rúmensku ríkisstjórnarinn ar í þessu máli til að breiða yfir óánægju þá, sem ríkir í innan- iandsmálum.“ Frjettaritarar í Berlín halda »því fram. að ræða Antonescus hafi vakið stórfurðu meðal stjórnmálamanna þar og litið sje á ræðuna sem „ótímabæra og henni sje ekki tekið vingjaritt lega“ meðal þýskra áhrifa- manna. RÚMENAR „HEIMTA TRANSYLVANÍU“ Álit Tyrkja á ósamlyndi Rú- mena .og Ungverja kemur fram í fregn frá frjettaritara Reut- ert í Istambul. Skeyti hans er á þessa leið: „Ósamlyndi Rúmena og Ung Verja fer vaxandi, en þessi ríki eru tvö aðal leppríki öxulsríkj- anna, segir í tyrkneska blaðinu „Vakit“. Blaðið tekur til með- ferðar ræðu Antonescus, sem hann hjelt s.l. fímtudag og æs- ingarnar, sem fylgdu gegn Ung verjum, að ræðunni lokinni. — Rúmenar hafa ávalt haldið því iram, að Transylvanía væri hluti af Rúmeníu og sambúð þessara tveggja fer hríðvax- andi. I Bukarest hrópar fólkið: „Við heimtum Transylvaníu hvað sem það kostar“, og þetta gamla-sár Rúmena hefir rifnað I upp á ný. Tyrkneska blaðið heldur á- fram og segir, að það hljóti að valda Þjóðverjum hinum mestu áhyggjum, að leppríki þeirra skuli vera komin svona alvar- lega í hár saman, því þó bæði Ungyerjaland og Rúmenía eigi í ófriði við Rússa, þá þorir hvor- ug þjóðin að láta Hitler fá her- menn í vorsóknina. Rúmenar eru þeirrar skoðunar, að Ung- v“i*jar sjeu erkióvinir þeirra og w: ma er álit Ungverja á Rúm- ena.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.