Morgunblaðið - 02.05.1942, Síða 4

Morgunblaðið - 02.05.1942, Síða 4
4 ^ MORGUNBLAÐIÐ ÚR DAGLEGA LÍFINU Einu sinni þegar jeg var unglingur átti jeg tal við gamlan bónda. í’að 3barst í tal hvað það væri, sem honum J>ætti merkilegast í nútímanum. Hann sagði óhikað, að það vekti sjer mesta rundrun, að samgöngur og viðskifti væru komnin í það horf, að maður :gæti holað sjer niður á Langanesströnd jim og fengið þangað heim til sín til ‘f'æðis og klæða og hvers sem væri alls- konar vörur úr öllum heimsins álfum og afkimum. ★ í brjefi ungrar Reykjavíkurstúlku, «r skrifaði foreldrum sínum frá Höfn S febrúar siðastliðnum, segir hún frá kuldunum þar í vetur og eldiviðar- skortinum. Á skrifstofu, þar sem hún vann, sat starfsfólkið við vinnu sína í skíðafötum með skíðastígvjel á fótun- um, búið eins og það væri úti í frosti á fjöllum uppi. í íbúðum manna var hitað eitt herbergi með brenni eða mó. En í eldhúsinu t. d. var svo mikill kuldi, að þangað var ekki farandi nema í hinum hlýjustu skjólfötum. f útvarpi frá Danmörku var nokkru fyrir páska sagt frá því, hve klaki næði djúpt í jörð úti á bersvæði. Var sagt að eftir veturinn væri jörð frosin 1 90 sentimetra dýpi, og væri það meiri Jculdi en verið hefir tvo undanfarna fiostavetur. f>á náði frostið ekki nema 70—80 sentimetra í jörð. Svona er þar, og geta menn svo bor- íð saman veðráttuna hjer og þar. En hjer er ekki skrifað i blöð um veðr- áttufar, eins og kunnugt er. ★ Út af umtali um það, hve erfitt er oft að nóttu til að fá bíl til mannflutn- ínga innanbæjar, t. d. þegar sjúkdóm ber skyndilega að höndum, sýnist mjer að hægt kunni að vera að leysa það mál mjög auðveldlega. Lögreglan hefir allar nætur bíla til taks, sem að vísu eru ekki ætlaðir til sjúkraflutninga, en vel má hugsa sjer, að hægt sje að komast að því samkomu lagi, að þegar t. d. læknar biðja lög- regluna um að flytja veikt fólk að næt- urþeli, þá yrðu bilar þeir, sem hún hef- ír rrieð höndum, notaðir til þeirra hluta. Vitanlega yrði að koma því þannig fyr ír, að um enga misnotkun gæti verið að ræða. Að lögreglumenn hlypu ekki hjer undir bagga, nema þegar brýn þörf er á. ★ Jón Ásbjörnsson hæstarjettarmála- flutningsmaður hefir sagt mjer, að hann efaðist um að sú tilgáta hefði við rök að styðjast, að skip Ólafs Tryggvasonar, Ormurinn langi, hafi verið 60 metrar að lengd, en svo var sagt hjer í blaðinu nýlega, eftir gam- alli heimild. Hann hefir lofað að rann- saka málið eftir bestu heimildum. Hann segir að sjerfræðingar á sviði siglinga sjeu á þeirri skoðun, að hið nafntog- aða skip hafi ekki verið nema 40—50 jmetrar. ★ Út af frásögninni, sem hjer var i gær og tekin var úr Póstmannablað- inu, um vinnu brjeíberanna, hefi jeg átt tal við Sigurð Baldvinsson, póst- meistara. Hann segir, að komið hafi til orða, að hætt verði útburði brjefa í bæinn á sunnudögum. Eða a. m. k. verkinu hagað þannig, að brjefberar fái sunnudagafrí eins og aðrir starfs- menn, þann tima árs, sem búðum er Jokað snemma á laugardögum. ★ Jeg er að velta því fyrir mjer, hvort xiteygðir menn sjeu útsjónarsamir, eða hvort sköllóttir menn geti verið lubba- Jegþr. ★ Spuroingar, 1. Hvénær voru kreindýr fyrat flutt til fslands og kvar var þeim kleypt á land? 2. Hvar er Maríuköfn? 3. Hvaí er Tintron? 4. HvaÖa grískur konungur var frœgur fyrir þaS eitt, a% eiga óþrifa- legt fjós? 5. Eftir kverjum eru þessi orí: ,,England væntir þess, atS kver matSur geri skyldu sína“? Afmælisfagnað- ur Húsmæðra- fjelags Reykja- vfkur Húsmæðrafjelag Reykjavíku:- hjelt 7 ára afmælisfagnað sinn í Vonarstræti 4 þ. 15. apríl. og var hvert sæti þar skipað. Form. fjelagsins, frú Jónína Guðmundsdóttir bauð konur vel- komnar og sagði, að þareð nokkuð væri umliðið síðan hægt hefði ver- ið að halda fund í fjelaginu vegna húsnæðisskorts, yrði þetta eins- konar fundur jafnframt. Vildi hún þá skýra frá því, að á stjórn- arfundi hefði sú breyting orðið á verkaskiftingu innan stjórnar- innar, að frú María Thoroddsen hefði þar tekið við gjaldkerastöri'- um í stað frk. Maríu Maack, er eindregið hefir béðist lausnar eftir sjö ára starf. Varaform. væri eins og áður frú Ingibjörg Hjart- ardóttir, ritari Soffía Olafsdóttir, meðstj.: frú Kristín Sigurðard., frk. María Maack og frú Guðrún Pjetursd. Þá skýrði hún frá hinum góða árangri, er hlutavelta fjelagsins hefði haft í för með sjer og þakk- aði konum þann mikla áhuga, er þær hefðu þar sýnt. Þvínæst mintist hún fjelagsins á umliðnum sjö árum, þeirra verk- efna, er það hefði stutt eftir mætti og myndi þar betur gert strax og utanaðkomandi ástæðu'- levfðu þar betur. Margt væri samt, er fjelagskon- ur gætu haft sín miklu áhrif á einmitt í því sambandi, og hún vildi leggja mikia áherslu á, en það væri að vera vel á verði gagn- vart móðurmálinu á heimilinu og utan þess. Þá fór liún nokkrum orðúm um ]>að, hversu mikiJl voði æskunni væri nú búinii, ekki síst hvað ungu stúlkurnar snerti, er þó flestar hugsuðu sjer að verða mæður og mynda heimili. Væri því afar áríð- andi að gera sitt í þeim efnum, vildi hún beina því til umhugsun- ar, að fjelagið beitti sjer fyrir heimili eða skóla í því augnamiði. því aldrei væri þess meiri þörf en nú. Var gerður góður romur að ræðu formaims. Soffía Olafsdóttir fór með tvö kvæði. Kristín Sigurðardóttir las kafla úr sögu. Söngur og hljóð-1 færasláttur hófst og kaffidrykkja. Að lokum var stiginn dans og var glatt á hjalía. Laugardagur 2. maí 1942. Nýr stúdentagarður Nú er í ráði að reisa nýjan stúdentagarð. Fyrstu stung urnar að grunni hans verða stungnar í dag sunnan til á há- skólalóðinni. Þar á Suðurgarður að rísa, öndvert Norðurgarði, með íbúðarherbergjum fyrir 63 stúdenta, eftir teikningum Sig- urðar Guðmundssonar arkitekts, sem einnig reisti gamla garð. Hinn eldri garður, sem nú er hernuminn, eins og kunnugt er, gat aðeins hýst 35—37 stúdenta. Verður því rúm fyrir alt að því 100 stúdenta, er báðir þessir garðar koma til afnota. Á þessu er hin fylsta þörf, þar sem nú þegar á 4. hundrað stúdentar stunda nám í háskólanum og fæstir þeirra úr Reykjavík. Þegar stofnað var til -hins eldra stúdentagarðs mátti segja, að það væri í trássi við guð og menn og raunar líka heilbrigða skynsemi. Vjer stóðum þá með tvær hendur tómar, og einskis styrks var að vænta neins stað- ar að. Það var á fimmtugsafmæli Stúdentafjelags Reykjavíkur, að mig minnir 14. nóv. 1921, að jeg eggjaði stúdenta lögeggjan að hefjast nú handa og koma upp stúdentagarði í stað garðvistar- innar í Kaupmannahöfn, er þeir höfðu mist með sambandslög- unum 30. nóv. 1918. Þá gekk Lúðvíg Guðmundsson skólastj., þá nemandi í háskólanum, fram fyrir skjöldu. Stúdentagarðs- nefnd var sett á laggirnar, — 1. desember var helgaður átúd- entum til fjáröflunar og hátíða- halda, — Selskinna komst á kreik og skilaði drjúgum seytli ár hvert. Ríkisstyrk var heitið og garðurinn reis, kostaði með innanhússmunum um miljón og var fullbygður 1934. Svo stóð hann þar og var rekinn með rausn og prýði fram í maí- mánuð 1940, að hann var her- numinn, og hafa stúdentar ekki haft nein not af honum síðan. Þá urðu stúdentar aftur með öllu heimilislausir, nema hvað þeir hafa átt innhlaup í kjallara hygð háskólans, og er ekki sýnt, að þeir njóti garðs síns aftur, fyr en hernáminu lýkur. En hvað er þá til úrræða? — Að reisa nýjan garð! Og það ráð höfum vjer tekið, þótt það kunni nú að sýnast enn glæfralegra en hið fyrra sinn. Sá garður á að vera því nær helmingi rýmri fyr ir stúdentana sjálfa en hinn fyrri var, og þó aðeins lítið eitt stærri að innanmáli. Þetta kann að þykja lýgilegt, en er þó satt. I þessum nýja garði eiga að vera tómar stúdentaíbúðir, en hvorki samkomusalur, leikfimissalur nje mötuneyti. Það á að verða eftir sem áður á gamla garði. Og nú stöndum vjer þó nokkuð betur að vígi en áður, þótt tím- arnir sjeu örðugir. Fyrir atbeina ríkisstjórnarinn ar og annara góðra manna er erlenda efnið — sement, járn og timbur — að mestu trygt, sumt komið og sumt aðeins ókomið til landsins. Stúdentar eiga nú sjálfir um 70,000 kr. í sjóði frá gamla garði og um 100,000 kr. undir áramót. Tveir Eftir Ágúst H. Bjarnason prófessor ráðherrar, þeir Hermann Jónas- son og Jakob Möller, bera fram sem óbreyttir þingmenn þings- ályktunartillögu um 150,000 kr. ríkisstyrk og 150,000 kr. ríkis- ábyrgð, en þá eru enn eftir 350,000 kr., sem fá verður ann- ars staðar að, því að áætlað er, að húsið kosti upp komið alt að 750,000 króna. 1 því peningaflóði, sem nú flæðir inn yfir þetta land, gæti einn maður eða fáir gefið þessa upphæð. En við svo mikilli rausn eins eða fárra manna getum vjer tæplega búist, þótt það sje ekki með öllu ótítt annars staðar, að menn reisi heila stúdentagarða og gefi þeim álitlega fúlgu í of- análag. En sá eða þeir menn, sem það kynnu að gera, myndu skrá nafn sitt gullnum stöfum í sögu háskólans. Hins getum vjer vænst, að bankar og sparisjóðir, einstök sýslu- og bæjarf jelög, svo og ein stakir, þjóðhollir menn, þeir er unna gengi háskólans og fram- tíð þessá lands, skrifi sig fyrir 10,000 kr. hlutum — því að nú kostar herbergið 10,000 kr., en 5,000 kx'. áður — gegn því, að eitt herbergi í þessum nýja garði fáist ánafnað stúdentum úr ákveðnu bygðarlagi eða þeim, sem stunda ákveðið nám við há- skólann, um aldur og æfi, eða svo lengi sem húsið stendur, gegn aðeins smávægilegri húsa- leigu. En nafn og mynd gefenda fylgi herbergi hverju. Þessi eru nú útboðskjörin af hálfu bygginganefndar. En vilji einhverjir gefa minna, þá er nafn hans ritað í Selskinnu og með þökkum þegið. Selskinna mun nú aftur komast á kreik og eigra um land alt eða að minsta kosti koma við í helstu kaup- stöðum og kauptúnum landsins. Væntum vjer, að henni verði þar vel tekið, jafnt af háum sem lág um, og skerfur ekkjunnar mun þar jafn þakksamlega meðtek- inn og fórn ríkismannsins. Þá höfum vjer hugsað oss nokkurs konar happdrætti, þó ekki um heil hús eða bíla, nje heldur um Þorgeii'sbola eða ann að slíkt, heldur um eitthvað það, er ráðsvinnum mönnum kann að detta í hug, svo sem þetta: Jeg hefi stöku sinnum verið spurður að því af f jesýslumönn- um, hvað gefa myndi bestan arð. Og jeg hefi jafnan svai'að því svo, að það væri mikið og gott mannsefni. Því að þó ekki nema einn maður af hverju hundraði þeirra, er styrks njóta á u’pp- vaxtarárum sínum, skari fram úi', þá hefir hann það til að lyfta heilli þjóð og varpa ljóma yfir hana bæði í nútíð og fraintíð. Hjer er því um raunverulegt happdi'ætti að ræða, sem öll þjóðin ætti að taka þátt í. Því að hver vildi ekki nú hafa skotið skjólshúsi yfir menn eins og Hallgrím Pjetursson, Eggert Ölafsson, Baldvin Einarsson, Jónas Hallgrímsson, Jón Sig- urðsson og svo óteljandi marga aðra á æskuárum þeirra? Eít þessu eiga menn nú einmitt kost á með því að taka þátt í þessu nýja happdrætti háskólans, a8 vísu án sýnilegs ávinnings fyr- ir sjálfan sig, en í þeirri von, að þeir hýsi einhverntíma Islend- ing, sem verði til ómetanlegs gagns eða sæmdar fyrir Iand sitt og þjóð. Þetta nýja happ- drætti háskólans er í raun rjettri þjóðarhappdi-ætti, og þess vegna ætti þjóðin öll að taka þátt x því. Hver vill gefa stein eða stoð i vegginn? Hver gefur stúkurnar jnnan veggja? — ★ Oss er það bæði kappsmál og metnaðarmál, að srníði hins nýja stúdentagarðs verði að mest» lokið um áramót, svo að stúdent- ar geti flutt inn í ársbyrjun 1943; því að vist sú, er þeir n« hafa í kjöllurum háskólans og víðar, er þeim ekki holl, þótt grípa hafi orðið til þessa í ney8. Og mátulegt svar vort við her- námi gamla garðs er það, að vjer komum nýja gar@i upp sem allra fyrst! Með þegnskaparvinnu eru n» stúdentarnir sjálfir farnir að- grafa fyrir grunni hins nýja garðs; og af þegnskap og hotl- ustu við það, sem íslenskt er, kjósa þeir, sem eru þess umkomn ir og geta það, að vinna að bygg ingu hans í sumar fremur en að fara í svonefnda Bretavinnu. — Treystum vjer þá líka því, að þjóðhollir íslendingar, sem hafa eitthvað aflögum, leggi stein í vegg þessarar byggingar, sem verður nokkurskonar minnis- varði þess, að fyrsti stúdenta- garðurinn á íslandi var hernum inn, og að vjer svöruðum því á vioeigandi hátt — með því aS byggja annan stærri! Ágúst H. Bjarnason. Þakkir Asuixiardaginn fyrsta, þessart fagnaðai’hátíð okkar ís- lendinga, fjeklt jeg óvænta heiia- sókn, er gladdi xnig harla xnjög. Tveir ganxlir, valinkunnir starfs- bræður nxínir, færðu xnjer fagur- lega orðaða sunxarkveðju, xmdir- ritaða af átta járnsmíðameisturutn í Reykjavík, sem vilja þó ekki láta nefna nöfn sín. Ilverjxi nafni fylgdi peningaupphæð, er samtals varð 620 krónur. Þessari mikht gjöf fylgdu þau ummæli, að hmt mætti ekki skoðast sem ölmusa, heldur vinarkveðja til rnanns, sent örlögin hafa svift getunni til að vinna fyrir sjer, frá hetur stödd- um starfsbræðrum hans. Ileim- sóknina, ávarpið fagra og gjöfina þakka jeg þessum góðu, gömhi starfsbræðrum mínum af hrærðn hjarta og bið algóðan guð að launa þeinx og gleðja þá, eins og þeir leitast við að gleðja aðra. Með kærri kveðju. Ellihæli Hafnarfj., 16 apr. 1942. Páll Jónsson járnsmiður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.