Morgunblaðið - 22.05.1942, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.05.1942, Blaðsíða 5
Fostudagur 22. maí 1942. 8 JptargmsHa&ð Útgref.: H.f. Árvakur, Heykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiösla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftarg-jald: kr. 4,00 á mánutSi innanlands, kr. 4,50 utanlands. f lausasölu: 25 aura eintakið, 30 aura með Lesbók. imiiiiiiiiiiiiiuni uuiHiiHiiimmNinimiiiinr Frá Murmansk „H BRJEF i&iiiimHmniminniHniimiiimmiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir Sjómannaheimiii í Fleetwood VERGI heyrist ein ein- asta rödd, sem möglaði; ^allir lögðu glaðir fram starfs- Jkrafta sína til hins ítrasta". Þannig segir ,,Þjóðvi^'inn“ ^frá verkafólki Rússlands í fregnum blaðsins frá Mur- anansk. Þar vinnur fólkið allan sólarhringinn ,,í vöktum“ af mesta kappi og dugnaði, fyrir J)að kaup, sem fólkinu er skamt- að. Því í Rússlandi er tilgangs- laust fyrir nokkurn mann að anögla. Sá er draumur hinna íslensku Jkommúnista að ,eins verði hjer, að þjóðin öll og ekki síst verka- fólkið, verði lagt í fjötra, því 'kennt að vinna samkvæmt fyr- írskipun valdhafanna að þeim verkum, sem valdhöfunum sýn- ist en í þeirri trú, að verkalýð- urinn ráði gerðum sínum, enda þótt hann í raun rjettri sje svift- :ur öllu frelsi. En íslenska þjóðin lætur -ekki blekkjast. íslenska þjóðin er alin upp við einstaklings- frelsi og metur það að verð- leikum. íslenska þjóðin vill jafn rjetti, milli manna, milli stjetta þjóðfjelagsins, að hver einstakl- jngur fái notið sín sem best, til hagsbóta fyrir sjálfan sig og þá um leið fyrir þjóðarheildina. Þegar talað er hjer í blaðinu am þessa grundvallarstefnu Is- lendinga, þá halda hinir þý- lyndu kommúnistar, eða látast halda, að hjer sje verið að •sveigja inn á hina rússnesku braut kommúnismans. En það er hinn mesti misskilningur. Við Islendingar þurfum ekki að leita þangað, höfum ekkert þangað að sækja. Jafnrjettishugsjón og frelsisþrá einstaklingsins eru eldri hugtök hjer á íslandi, en ;allar fræðibækur þær, sem þjón ar Rússlands lepja í sig eins og páfagaukar. Allir íslendingar, sem hafa haft tækifæri til þess að kynnast sögu þjóðarinnar, ogt 'hafa getað eygt þau grundvall-J arsjónarmið, sem þar koma j fram, fyrir moldviðri því, sem1 innlendir og erlendir áróðurs- menn hafa þyrlað hjer upp hin síðari ár, vita sem er, að við: "þurfum ekkert að sækja til! neinnar þjóðar, hvorki í Evrópu «ða Asíu, til þess að tryggja rjettlátt þjóðskipulag á íslandi. Áróðursmenn kommúnista *tala mikið um jöfnuð. Jafnrjett- ishugsjón þeirra, er einskonar pólitísk flagsljettu aðferð þar sem alt á að taka af þeim, sem •«itthvað mega sín og eru aflögu færir, svo allir verði jafn fátæk- 'ír og vanmegnugir. En upp rísi salræði ríkisvaldsins sem leyfir «engum að mögla — frekar en mú í Murmansk. Hr. ritstj. Þegar sendiherra íslands í London, hr. Pjetur Benedikts son, kom til landsins í vetur, vakti hann máls á þingi Piskif jelags ís- lands, að þörf væri á því, að sett yrði á stofn íesstofa fyrir íslenska. fiskimenn í Fleetwood. Var þess- ari uppástungu vel tekið af þing- mönnum, eins og vænta mátti og söfnuðust kr. 2000.00 á þinginu til styrktar þessu máli. Síðan þetta var, liefir verið hljótt um málið. Enn sem komið er bólar ekki á framkvæmdum, ekki einu sinni verið stungið nið- ur penna til að ræða heppilegustu tilhögun þessarar lesstofuhug- myndar. Það skiftir máli, að hjer sje vel á haldið, ef að gagni á að koma fyrir sjómennina. Jeg tel, að það komi ekki að fullum notum að leigð verði stofa þar sem ein- göngu liggi innlend og. erlend blöð til lestrar, þó það bæti að nokkru úr því ástandi, sem nú er. Það sem þarf að auki, til þess að stofan veki athygli og vegi upp á móti troðnum leiðum sjómannanna, þeg ar þeir eyða frístundum sínum í, (því til þess á' hún að verða) er að hún hafi eitthvað vina- eða heimilislegt við sig, eitthvað sem laðar að og að menn finni að það sje betra að vera þar en víða annarsstaðar í bænum. Þar þarf ar vera íitvarpstæki, tafl, grammo fónn með íslenskum hljómplötum, spil, domino og síðast en ekki síst, að menn geti fengið keypt kaffi, lagað á íslenskan máta. Yrði tilhögun lesstofunnar svipuð þessu, myndu margir eyða kvöld- nnum þar, því menn findu að þar væri besti dvalarstaðurinn. Þegar þessu væri komið á laggirnar, væri ekki loku fyrir það skotið, að einhverjir vinveittir lánuðu mynd ii á veggi, af íslensku landslagi og eitthvað annað þjóðlegt til prýðis, svo þetta gæti orðið fyrirmyndar heimili. Jeg tel víst að margir myndu leggja hönd á að gera þetta væntanlega heimili sjómann anna vistlegt, þegar fyrir alvöru verður hafist handa með stofnun þess. Jeg tel, að ekki sje heppi- legt að hafa trúmálasvip á þessari stofnun. Sjómenn eru trúmenn á sína vísu, þeir eru lítið fyrir það gefnir að sýna trú sína hverjum sem vill sjá, en tilgerð í trúar- efnum -hefir einkent sjómanna- stofurnar um of, og af því hafa þær ekki náð tilætluðum árangri hjá íslenskum sjómönnum. Kaffiveitingar tel jeg sjálfsagt að hafa, því ógjarnan sitja menn í heimahúsum eða á veitingastöð- um yfir tómum borðum; myndi það laða menn meira þangað en ella. Það er ekki ætlast til þess að viðhafður sje neinn „lúxus“, heldur þokkalegt, vistlegt og vina- legt umliverfi fyrir þá sem að garði koma, sem um leið minnir þá á að „heima er best“, þrátt fyrir það marga nauðsynlega. Eitt er það enn sem skiftir máli, en það er að valinn verði góður maður til þess að hafa for- ustu heimilisins á hendi. Það verð- nr að vera bindindismaður, stjórn- samur og lipurmenni í hvívetna. Þetta heimili verður m. a. að geta laðað menn sem eru með ýmsa skapgerðargalla til háttsemi heima fyrir. Þess vegna er brýn þörf á að enga siðferðisveilu verði að finna á heimilinu. Að lokum óska jeg þess að þessari heimilishugmynd verði’ hraðað sem mest og hún fram- kvæmd. Þess er meiri þörf en ahnenningur gerir sjer grein fyrir, það sýna meðal annars slysin og ránin sem framan hafa verið á ís- lenskum sjómönnum úti, og sem farið liafa ískyggilega mikið í vöxi á síðari tímum, en þáð eru mál, seiU verða að athugast nánar en gert hefir verið til þessa. Sjómaður. Samgöngur til Hornafjarðar tlr. ritstj. TjI nginn staður á landinu hefir um langan aldur verið eins illa settur með samgöngur og Ilornafjörður. Og eftir því sem annarsstaðar hefir batnað, hefir versnað hjer. Þetta er að sumu leyti skiljanlegt, en að sumu leyti ekki. Strandferðaskipin hafa altaf orð ið stærri og eftir því hafa menn orðið ófúsari að sigla þeim inn hina þröngu leið, sem hjer er. Smábátar hafa því verið fengnir til að sækja þann flutning hefir átt að fara og settur hefir verið upp á aðrar hafnir. Altaf hefir meira og meira ver- ið treyst á smábátana. Aldrei höfum við verið eins hárt leiknir og síðastliðinn vetur. T. d. var ekki gerð tilraun með að setja hjer á land póst.og farþega, þótt farið væri hjer hjá um há- bjartan dag og sjór væri sýnilega að ganga niður, í síðustu ferð, heldur umsvifalaust drifið austur á Djúpavog og var þó þar með 3 ára viti sem engan átti þar að sjer nákominn. Nú er þriðji dag- urinn síðan þetta var og báturinu ókominn. Oft hefir liðið svo vikan að pósturinn hefir ekki komið með þessu móti. Er lítill fengur í að fá svo gamlan og oft ennþá eldri póst og þó enn bagalegra að koma frá sjer því, sem á liggur. Það er að vísu munur á að hafa útvarp, en það hafa ekki allir. Og svo bætir það ekki úr nema með frjettirnar. HAFNSÖGUMAÐUR- INN HJER Enginn þarf að kvíða að bili hendur eða öryyggi Björns hafn- sögumanns, þess trausta manns, þó hniginn sje að aldri, því hann mun nú vera um sjötugt. Mun mörgum FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Kvennaskólinn í Reykjavík O kólinn á nú að baki sjer 68 ^ starfsár. Yar honum sagt upp laugardaginn 16. þ. m. Við þá athöfn voru staddir, auk skóla- nefndar, kennara og nemenda ársins, allmargir fyrri nemendur skólans, þar á meðal þeir sem tóku burtfararpróf árið 1922 og dvelja hjer í bæ eða nærlendis. Skólauppsögnin hófst með því að vígslubiskup, dr. Bjarni Jóns- son, sem sæti á í stjórnarnefnd skólans, mintist þeirra tímamóta, er nú væri í sögu hans, þar sem skólinn á þessu skólaári hefði átt á bak að sjá hinni mikilhæfu forstöðukonu sinni, Ingibjörgu H. Bjarnason, er um 36 ára 'skeið veitti skólanum forstöðu, og sá hann vaxa og eflast undir hand- leiðslu sinni, enda alla stund óþreytandi í því að auka álit og vinsældir hans. Bað hann þá, er viðstaddir voru, að rísa úr sæturn sínum í þakklætisskyni við minn- ingu hinnar látnu forstöðukonu. Því næst gat vígslubiskup þess, að nú tæki við stjórn skólans fröken Ragnheiður Jónsdóttir, sem með margra ára starfi sínu sem kennari skólans hefði, flestum framar, látið sjer ant um hag hans í hvívetna og haft á hendi stjórn hans síðasta skólaár. Árn- aði hann hinni nýkjörnu forstöðu- konu heilla í starfinu og tóku þeir, er viðstaddir voru, undir það, með því að rísa úr sætum. Þá tók forstöðukona skólans til máls; rakti hún starfsemi skólans á liðnu ári og mintist með hlýjum orðum hinnar látnu forstöðukonu; árnaði nemendum alldra heilla á hinu nýbyrjaða sumri, og kvaddi þá, er nú hverfa xir skólanum fyrir fult og alt, en það eru þær stúlkur, er burtfararprófi luku úr 4. bekk. Námsmeyjar hinna bekkj- anna hafa, nálega allar, sótt um skólavist næsta vetur. Þakkaði kennurum skólans starf þeirra og hinum skipaða prófdómara, Einari Jónssyni, magister, alúð hans í starfinu. Því næst var úthlutað verð- launum og hlutu þau þessir nem- endur: Unnur Benediktsdóttir, nemendi , í 4. bekk, verðlaun úr minning- arsjóði frú Thoru Melsted, sem veitt eru fyrir góða frammistöðu í hvívetna, og Guðrún Halldórs- dóttir, nemandi í 3. bekk, verð- laun úr sjóði H. Th. A. Thomsen, fyrir vel unnar hannyrðir. Verð- la\xn þessi eru silfurgripir. Auka- verðlaun voru veitt Sigurlaugu Gröndal, 3. bekk, fvrir ágæta frammistöðu í ensku, var það ensk íslensk orðabók, gjöf frá velunn- ara skólans í því skyni. Þá voru afhent prófskírteini þeim 15 námsmeyjum, er prófi luku úr 4. bekk. Þær eru : Elísabet 'Guðmundsdóttir, Rvík, Guðrún Gísladóttir, Rvík, 'Gúð- rún Marteinsdóttir, Rvík, Hall- dóra Einarsdóttir, Bolungarvík, Helga Lárusdóttir, Gröf, Grund- arfirði, Helga Áberg, Rvík, Inga Lilly Bjarnadóttir, Rvík, Inga Guðmundsdóttir, Rvík, Margrjet Árnadóttir, Rvík, Sigríður JónasF- dóttir, Rvík, Sigríður Jónsdóttir, Vatnsnesí, Keflavik, Sigrún Sig- urðardóttir, Rvík, Sigurbjörg Hreiðarsdóttir, Engi, Mosfelssveit, Soffía Oddsdóttir, Rvík, Unnur Benediktsdóttir, Ilellissandi. Hæsta einkunn í bóklegum náms greinum í fjórða bekk hafði Unn- ur Benediktsdóttir, 6,74, en hæst í verklegum greinum, 7,84, Inga L. Bjarnadóttir, en hæsta einkunn skólans í bóklegum greinum, 7.04, hafði Anna Bjarnadóttir í 1. bekk. Einkunnir þessar eru meðaltal vetrar- og prófeinkunna, stiga- talan 8. 124 stúlkur stunduðu nám í skól anum. Luku þær prófi allar nema þrjár, tvær þeii’ra hættu námi’ sakir veikinda, en ein, sem er ut- anbæjarstúlka, varð að hverfa heim áður en prófi væri lokið. Auk þess starfaði hxismæðradeild í tveim námskeiðum. Inntökupróf í skólann tóku 61 stúlka, 3 ■ í 2. bekk, 58 í 1. bekk; af þeim náðu 11 ekki þeirri einkunn er þarf til þess að fá aðgang að skólanum. •Sýning handavinnu og teikninga skólans var haldin 13. og 14. maí og var mjög vel sótt. Ljetu þeir, sem þangað komu, í ljós aðdáuu á því, hve þar var margt að sjá, fallegt og vel unnið, er námsmeyj- ar höfðu leyst af hendi samhliða hinu bóklega námi. Unnið var sem lijer segir: Fatasaumur 270 flíkur, prjónles 28 flíkur, útsaum- ur 225 munir og voru margír þeirra mjög seinunnir. Auk þess var nemendum 4. bekkjar kent að taka mál og sníða. Námsmeyjarnar frá 1922, sem mættar voru, voru þessar: Ágústa Bjarnadóttir, Guðriin Einarsson, Helga Kristjánsdóttir, Kristín Kress, Sigríður Guðjónsdóttir og Þuríður Vigfúsdóttir, og afhentu þær forstöðukonxx skólans fyrir sína hönd og fjarstaddra bekkj- arsystra rausnarlega gjöf, 400.00 kr., í leikfimishússjóð skólans. Að skólauppsögn lokinni var sest að veitingum í borðstofu hús- stjórnardeildar. Undir boi’ðum tal- aði gjaldkeri skólans, præp. hon. sjera Kristinn Daníelsson, fyrir hönd. skólanefndar, frú Steinunn H. Bjarnason, forstöðukonan, Einar Jónsson magister og Hall- dóra Einarsdóttir, er mælti fyrir hönd námsmeyjanna er nú kvöddu skólann, flestar eftir fjögurra ára skólavist. Inga Lárusdóttir. Knattspyrnumót III. fl. Úrslita- leikir í III. fl. mótinu fara fram í kvöld. Kl. 8 keppa Valur og Víkingur og verður Friðþjófur Thorsteinsson dómari. Kl. 9 er úr- slitaleikurinn milli Fram og KR og dæmir Jóhannes Bergsteina- son. — Knattspyrnumótið, sem lialdið er í tilefni af afmæli Í.S.Í., hefst á sunnudag klukkan 8 e. h. Fyrst keppa meistaraflokkar KR og Vals og verður Guðjón Ein- arsson dómari. Kl. 9 keppa Fram og Víkingur og verður Þorsteinn Einarsson dómari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.