Morgunblaðið - 22.05.1942, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.05.1942, Blaðsíða 6
morgunblaðið Föstudagur 22. maí 1942. Sfötugar Jóhannes Jónsson óhannes Jónsson, trjesmiður J Njálsgötu 58, á sjötugsaf- mæli í dag. Hann er, eins og allir vita, sem til hans þekkja, einn af hinum yfirlætislausu eljumönnum, er aldrei lætur sjer falla ve'rk úr hendi, en vinn ur hvert verk, er hann tekur að sjer með þeirri kostgæfnj og trúmensku, sem frekast verður á kosið. Jóhannes er Borgfirðingur að ætt. Framan af æfinni var hann í Borgarfirði og á Akranesi og vann ýmist við sjó eða til sveita, uns hann fluttist hingað til Reykjavíkur árið 1904. Árið 1907 var hann við smíðar á húsi Thor Jensen við Fríkirkjuveg, og hefir ekki haft vistaskifti síðan, en verið starfsmaður Kveldúlfs síðan það fjelag var stofnað, unnið við aðgerðir skipa, hús og annað sem lagfær- ingar hefir þurft við og smíða- hendur hefir þurft, í þeim mikla rekstri. Þegar spánska veikin gekk, misti Jóhannes konu sína frá mörgum börnum, er þá voru ung. Hann á 7 börn fullorðin og er Þorbjörn kaupmaður, er rek- ur kjötbúðina Borg, einn sona hans. En tvo syni á hann með núlifandi konu sinni, Kristínu Jónsdóttur. Jóhannes hefir aldrei efna- maður verið, en með stakri reglusemi og árvekni getað framfleytt fjölskyldu sinni, er var fjölmenn á þeim árum, er kjör iðnaðarmanna hjer í bæ voru harla þröng. En í trú- mensku sinni og trygglyndi á hann sjóð, er eigi verður metinn til fjár. Þegar vinir hans og kunningjar heimsækja hann á sjötugsafmælinu, hitta þeir ekki verklúinn mann, því Jóhannes hefir haldið fullu lífsfjöri og starfsþrótti óskertum.. Bjart- sýnrt maður, sáttur við alla menn og tilveruna. Þannig kom hann mjer fyrir sjónir, er jeg hitti hann á dögunum í litla húsinu hans við Njálsgötu. — Þannig mætir hann ellinni ein- hverntíma seinna eftir langan vinnudag. V. St. Hjónaband. S.I. mánudag voru gefin saman í hjónaband af sr. Árna Sigurðssyni og J. Kruse ungfrú Elín Olafsdóttir, Laugav. 43 og Hennirig Johansen í norska flughernum. Qutenbergs- málið tftAMH. AF ÞRIÐJU »ÍÐU skuli ekki sæta verri kjörum hjá leigutökum sínum en það á kost á hjá öðrum prentsmiðjum. Hins- vegár er engin skylda lögð á prentsmiðjuna, að prenta einn staf fyrir ríkið. Þannig sá H. J. fyrir því at- riðinu, sem hanh sjálfur telúr að hafi verið aðaltilgangurinn með ríkisrekstri prentsmiðjunnar. Með leigumálanum á ríkið það alger- lega undir náð leigutaka, hvort þeir prenti fyrir það eða ekki. Þeir hafa þar engar skyldur! ★ Þá eyðir Hermann Jónasson löngu máli í að afsaka aðgerðir hans, að ráða sjálfan sig til inn- heimtu- og lögfræðisstarfa fyrir Búnaðarhankann og Skipaútgerð ríkisins. En H. J. gleymir að geta þess, að Búnaðarbankinn var alls ekki hjer á flæðiskeri staddur. Hann hafði ungan og efnilegan lögfræð- ing til þessara starfa. ITonum þurfti því fyrst að koma frá ogj Hermann fann ráð til þess. Hanni skipaði hinn unga lögfræðing íj embætti, sem alls ekki var til, að- eins ráðgert í lögum, sem nýlega voru samþykt á Alþingi, en lög-; in voru alls ekki staðfest, er skip- unin fór fram. Var skipunin því markleysa ein. Svo mjög vár H. J. mál á að komast í stöðu híns unga lögfræð- ings, að hann. flæmdi lögfræðing- inn frá með því að „skipa“ hann í embætti, sem alls ekki var til! !j ★ Prentarar í Gutenberg, sem] fengu leigutilboðið frá fyrv. for-1 sætisráðherra, hafa lýst yfir því, að þeir muni gera kröfu til, að gerður verði leigumáli' í samræmi við tilboðið. Mun eiga að skilja þetta þannig, að prentarar ætli að leita rjettar síns hjá dómstól- unum. Óhugsandi er með öllu, að prentarar fái með dómi ríkið skyldað til þess að gera leigu- mála. Það brýtur gegn skýlausn ákvæði stjórnarskrárinnar, sem bannar að ráðstafa eignum ríkis- ins á þann hátt, sem hjer var gert. Það eina, sem um gæti verið að ræða, er, að prentarar hefðn með leigutilboðinu öðlast rjett. til skaðabóta af hálfu ríkisins. TJm beint tjón þeirra getur ekki verið að ræða, á þessu stigi málsins. Hvorttveggja er, að prentarar voru ekki búnir að ganga frá fje- lagsskap sínum, þegar leigutilboð- ið var afturkallað, og því engar ráðstafanir gerðar, er bökuðú þeim tjón, og- sVo er hitt, að yinna prentara í prentsmiðjunrii er óskert, eftir sem áður. Það éf því aðeins vonin í meiri hagnaði við leiguna, sem skaðabótakrafan yrði að byggjast á. Sú krafa yrði að vera rökstudd með því einu, að Hermann hafi stórlega, samið af ríkinu, og er sá kostur eng- an veginn góður, eins og málið er í pottinn búið. Áburðarsala vegna leigugarða- leigjenda er opin í dag og á morg- un kl. -9—10 e. h. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. og gengur bærinn að sjálfsögðu inn í þá leigu. Ráðgert er að í sumar verði túnin boðin út til slægna , og gangi bæjarbúar fyrir um þá leigu. En að því leyti, sem slægj- ur ganga ekki út verður bærinn að heyja þar og selja síðan hey- ið. Stefán Pálmason búfræðing- ur, er verið hefir ráðsmaður á Korpúlfsstöðum í mörg ár, hef- ir verið ráðinn til þess að hafa umsjón með eigninni og rekstri þeim, sem þar verður fyrir bæ- inn. Er það til mikils hagræðis að fá hinn kunnugusta mann til þess starfs, enda er Stefán orð- lagður dugnafðarmaður. Ef bærinn hefir ekki heyskap á jörðunum, þarf ekki að vera þar nema fátt verkamanna, en við heyskap þarf um 25 manns. Ekki þótti fært að bærinn tæki á þessu vori hin miklu garð lönd til afnota. En ekkert er því til fyrirstöðu, að bæjarmenn fengju þau leigð við vægu verði, ef einhverjir vildu notfæra sjer þau. Að lokum sagði borgarstjóri: Eins og jeg tók fram í upphafi, er jarðakaup þessi komu hjer til umræðu, tél jeg mjög ólíklegt, að eignir þessar beri arð fyrstu árin. Aðalatriði fyrir bæinn er, að þarna fæst ákaflega mikið landrými í næsta nágrenni bæj- arins. LÖndin eru svo stór, sem þarna eru keypt, að þau eru álíka stór og hálft lögsagnár- umdæmi Reykjavíkur. Kæmi mjer það ekþj á óvart, að lond þessi hækkuðu verulega í verði í framtíðinni, enda tel jeg hik- laust, að bærinn hafi gert hjer happakaup. Enda er það mín skoðun, að þau hefðu ekki tek- ist, ef eigandinn Thor Jensen, hefði ekki kosið. að 'eignin hjeldist óskift, yrði í framtíð- ínni rekin á sama hátt og hann sjálfur hafði hugsað sjer. Korp- úlfsstaðabúið, sem stærsta bú landsins, yrði í framtíðinni minnisvarði yfir hans mikla framkvæmdadug. Vona jeg, að bærinn yrði þess megnugur að láta þá ,ósk hans rætast. Knattspyrnnkensla Avegum íþróttasambands Is- lands hefir Axel Aj^dújes- son knattspyrnukennari haldið 2 knattspyrnunámskeið í Þing- eyjarsýslu, hið fyrra í Mývatns- sveit frá 21. apríl til 3. maí, en hið siðara var haldið í Húsavík og hófst 4. maí, og lauk á mánu daginn. Þátttakendur þar voru frá íþróttafjel. Völsungar. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem knattspyma er kend í Þing- eyjarsýslu og var árangur kensl unnar ágætur miðað við þann stutta tíma, sem kennarinn dvaldi á hverjum stað. Hjá Völs ungum var yngri flokkunum aðallega kent og vonast þeir eftir því, að á næsta ári geti þeir fengið kennarann aftur og þá lengri tíma. Idag eiga þau beiðurshjónin María Jónsdóttir og Sigurgeir Gíslason sparisjóðsgjaldkeri í Hafnarfirði gullbrúðkaup. María er fædd 1. maí 1865 að Unnarholti í Ytrihepp í Arnes sýslu. Fluttist með foreldrum síri- um suður í G'arðahverfi 17 ára! giirnul, en til Hafnarfjarðar 1888.. Sigurgeir er fæddur 9. nóv. 1868 að Kálfholti í Holtum. Fluttist á öðru ári suður í Garðahverfi og ólst þar upp. Fluttist hann líka til Hafnarfjarðar 1888. Þau eru því með elstu íbúum bæjar-; ins og hafa mörgum öðrum fremur sett svip á bæinn. Sigurgeir er ar og vegalagningar yfir hraun og vegleysur. Hjer í bænum er hann líka þektur að rnargþættu starfi, utan og innan bæjarstjórn- ar, Hafnarfjarðbæ til heilla, og sívakandi áhuga fyrir öllu því, sem landi og þjóð má að gagni koma. En bæjárbúar vita það líka, að hinir mörgu og góðu eig- inleikar Sigurgeirs hefðu aldrei notið sín eins vel og raun er á, ef hann hefði ekki verið kvæntur hinni ágætu konu sirini. Þess vegna óskum við þessum mætu lijónum aJIra heilla á þessum heiðursdegi þeirra og þökkun) þeim innilega fyrir alt hið marg þektijr uui alt land fyrir störf þætta'starf þeirra í þágu bæjaf- sín í þarfir Góðtemplarareglutm- búa og alþjóðar. Vinur. Pakkhúspláss til leigu. Upplýsingar hjá Magntisí Ehiarssyní Dósaverksmiðjunni. HÖFUM FENGIÐ NOKKRAR FYRSTA FLOKKS Laxa- oo slluoga veiðistengur frá Milward, Englandi. Versl. Hans Petersen Bankastr. 4. Skrifstofustúlka Okkur vantar sem fyrst skrifstofustúlku, sem kann vjelritun og enska hraðritun. H.f. „Shell“ á íslandi. BEST AÐ AUGLÝSA 1 MORGUNBLADINU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.