Morgunblaðið - 21.06.1942, Side 3

Morgunblaðið - 21.06.1942, Side 3
MORGUNBLAÐIt) 3 Suiiitudagur 21. júní 1942. NeyðarTÖrnin i dýrtíðarmálunuiii ■oaa PAÐ verður að viðurkenna, að hlutverkið er örð- ugt, sem Alþýðuflokkurinn nú reynir að leika í sambandi við gerðardómslögin. Sennilegt er, að enn verði um nokkra hríð hægt að spana menn gegn þessu mesta nauðsynjamáli alþýðunnar með full- yrðingum um, að sjerhver sá, er hafa vill hemil á kaupgjaldi og afurðaverði sje fyrst og fremst að níðast á verkamönnum og framleiðendum, en alls ekki að hugsa um að berjast gegn dýrtíð- inni. Þessa hlið málsins hefir þá Alþýðuflokkurinn líka fckiljð, ;Og í kjósendaveiðihug kastar hann fyrir borð skynseminni og ábyrgðartilfinningunni, í því ekyni að auka kjörfylgi sitt- Hitt sást flokknum aftur yfir, að sá sem — eins og Alþýðuflokk- urinn áður — hafði í einum og sömu lögum hækkað dýrtíðina, bannað grunnkaupshækkun, bannað dýrtíðaruppbót og bann- að verkfall, hann var ekki tek- inn alvarlega, þegar hann í nafni alþýðuvináttunnar fór að berjast gegn lögum, sem heim- ila grunnkaupshækkun og tryggja fulla dýrtíðaruppbót. Og nú situr Alþýðuflokkurinn í gildrunni. 1 gær er Jón Blöndal hagfræð ingur sendur út af örkinni til að draga lokuna frá gildru-hurð- innj og hleypa Alþýðuflokknum út. Læst J. Bl. vera að svara rökum Ólafs Thors forsætisráð- herra í þessu máli, sem áður hafa birst hjer í blaðinu. En til þess er J. Bl. engin maður og tekst þá líka eftir því. Jón Blöndal treystir sjer ekki að neita fortíð Alþýðufl. í þessu máli, en streitist hinsveg- ar við, að draga skýrar línur milli þess er var 1939 og þess, sem er nú. J. Bl. treystir sjer heldur ekki til að neita hinu almenna samhengi milli kaup- gjaldshækkunar og verðlags- hækkunar, þ. e. a. s. vaxandi dýrtíðar, sem gerir kauphækk- unina að engu fyrir launþega. En, segir J. Bl., þegar gróði at- vinnurekandans er nægílega mikill, þarf verðlagið ekki að hækka, og svo bætir hann við: „Nú hefir gróði atvinurekenda um langt skeið verið svo æfin- týralegur, að það er auðskilið mál, að kaupið hefir getað hækkað'. Þetta lítur ekki illa út við fyrstu sýn. En veit Jón Blöndal ekki, að innlendu afurðirnar og þá aðallega landbúnaðarafurð- irnar mynda 4/5 hluta vísitöl- unnar? Og veit J. Bl. ekki, hvort heldur gróði þessa atvinnurek- anda hefir verið „svo æfintýra- legur“, eða — lítill? Allir aðrir vita, að afkoma bænda er ekki betri en svo, að kauphækkun í landinu hlaut að leiða til annars tveggja:- hækkunar á afurða- r*AMH k ÍJÖTTU Nordahl Grieg les upp i háskólanum annað- kvóld Nordahl Grieg skáld les upp í hátíðasal Háskólans ann- að kvöld kl .8.30 á vegum Nor- ræna fjelagsins og rennur allur ágóði til Noregssöfnunarinnar. Grieg mun lesa upp kvæði eft- ir sjálfan sig og þar á meðal mörg af sínum allra nýjustu kvæðum. Agöngumiðar verða seldir á morgun í Bókuversl. Sigf. Ey- mundssonar og í Bókaversl. ísa- foldar. Meðlimir Norræna fjelags- ins ganga fyrir um kaup á að- göngumiðum til klukkan 5. HátlðahSld kvenna 19. júni Kvenrjettindafjelag íslands og Kvenstúdentafjelag ts- lands mintust 19. júní með út- varpserindum og skemtikvöldi í Golfskálanum. Var drukkið kaffj í hinum vistlega veitinga- skála og skemtu konurnar sjer við ræðuhöld, kvæðaupplestur og söng. Fjelögunum barst svohljóð- andi skeyti frá Sambandi sunn- lenskra kvenna: „Þökkum yður mótmæli til alþingis gegn rjett- arskerðingu þeirri er fólst í frumvarpi mentaskólarektors, Pálma Hennessonar. Megi ætíð svo Vera að fjelög yðar sjeu þannig skipuð sem forverðir jafnrjettis kvenna og þeim kon- um fjölgi sem skilja og meta störf yðar'. Skeytið var þakkað með lófa- klappi. Þetta fyrsta sameigin- legá skemtikvöld fjelaganna var mjög ánægjulegt og benti til nánara samstarfs og kynningar í framtíðinni. íslandsmótið. Næsti leikur ís- landsmótsins er í kvöld og keppa Fram og Vestmannaeyingar. Er það síðasti kappleikur Vestmanna- eyinga. | Isíenskir sjó- menn bjarga bresktim fltig- mönniim Bresk blöð hafa nýlega birt myndir þær, sem hjer fvlgja, en þær eru af Jslenskum báti, sem bjargaði breskum flugmönnum, sem höfðn neyðst til að lenda á sjónum og bjarga sjer í gúmmíbát sínum. Segir í skýringu með myndunum, að Withley-sprengjuflugvjel hafi neyðst til að lenda á sjónum við vesturströrid;: íslands. Þar hafi íslenskur togari bjargað flugmönnunum og flutt þá til hafnar, þar Sem þeir voru fluttir að bryggju í róðrabáti. Neðrí myndin er af drengjum í þorpinu með gúmmí- bát flugmannanna. Stórkostleg stækkun fiskimiðanna fyrir Vestfjörðum MORGUNBLAÐIÐ frjetti á skotspónum í gær. að bresku sjóhernaðaryfirvöldin hefðu stækkað að mjög miklum mun hið opna svæði fyrir Vesturlandi, sem fiskiskip fá aðgang að til veiða. Blaðið reyndi að fá upplýsingar um þetta hjá ríkisstjórninni, en það tókst ekki. En samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fekk hjá Landssambandi ísl. útvegsmanna, er það rjett, að veiðisvæðið hefir verið stækkað stórlega. Forsaga málsins er í stuttu máli þessi, eftir því sem Landssam- bandið upplýsti; í fyrra gaf breska kerstjórnin fyrirmæli um, að loka skyldi mjög dýrmætum fiskimiðum fyrir Vest- urlandi, þ. á. m. Halanum, eem er höfuðveiðistöð togaranna mest- an hluta árs, eins og nú er komið og eitínig Djúpálnum, sem er besta fiskimið stærri báta á Vest- fjörðum. Þáverandi ríkisstjórn leitáðist við að fá þessu breytt, en tókst ekki. Hinsvegar voru útgerðar- menn að mestu látnir óáreittir, þótt skip þeirra færu eínstöku sinnum út á bannsvæðið. Gekk þannig fram að miðjum maí s»l., en þá barst stjórn Landssambands ins þau skilaboð frá ríkisstjórn- inni, að hún hefði fengið tilkynn- ingu frá herstjórninni, að ekkert skip mætti fara inn á bánnsvæð- ið og ættu skipin á hættu að verða skotin í kaf tafarlaust, ef banninu yrði ekki hlýtt. Skömmu síðar voru herskip komin á vett- vang og ráku þau fiskiskipin út af bannsvæðinu. Ríkisstjórnin mun þá þegar hafa borið fram þá ósk til bresku yfir- valdanna hjer á landi, að opna svæðið yrði stækkað, en ekki munu í öndVerðu hafa verið mikl- ar líkur til, að það bæri árangur. Svo mun það hafa verið seint í maí, að ríkistjórnin sneri sjer til Landssamhandsins og óskaði eftir að fá vtiiueskju um, hvaða svæði það væru þarna vestra, sein annarsvegar togarar og hinsvegar vjelbátar legðu mesta áherslu á, að fá opnuð. Voru þær upplýs- írigai í tje látnar. Muri þá ríkis- stjórnin enn á ný hafa snúið sjer til sendiherra Breta og breska flotaforingjans hjer og borið fram mjög eindregnar óskir um, að svæði þessi fengjust opnuð. Stjórn Landssambandsins barst svo í dag (þ. e. í gær) tilkynn- ing frá ríkisstjórninni, þar sem skýrt er frá því, að óskum okkar sje fullnægt í öllum aðalefnum. Landssambandið fagnar mjög þessum málalokum. Ríkir meðal útgérðarmanna almenn ánægja yf- ir, hversu giftusamlega ríkis- stjórninni tókst áð leysa þetta mál, og yfir þeim skilningi á okk- ar málum og þeirri velvild í okk- ar garð, sem hjer kemur fram hjá breskum stjórnarvöldum. Sjálfstæðismenn. Munið að kjósa hjá lögmanni áður en þið farið burt úr bænum. D-LISTINN er listi Sjálfstæð- ismanna í Reykjavík. ReykjavikuibðrnuBum liður vel I sveitinni ----- ! ;:s4 ndanfarna daga hafa þeir Scheving Thorsteinsson, Haraldur Árnason og Sigurður Sigurð&son verið á vegum sum- ardvalamefndar á eftirlitsférð til bamaheimila þeirra er néfnd- in starfrækir nú í sumar. Hafa þeir þegar heimsótt éft- irtalin heimili: Hvanneyri, Réyk holt, Stykkishólm (skólann og sjúkrahúsið), Staðarfell og Sæl- ingsdalslaug. - Líðan barnanna virðist yfir- leitt góð, sumstaðar ágæt. — Heilsufar hefir verið sæmilegt, þó hefir verið talsvert um kíg- hósta á barnaheimilurium. Er hann yfirleitt mjög vægur og als staðár í rjenun. Þá héfir riokkuð orðið vart við magakvíila er gengið hefir hjer í Reykjavík í vor og vetur, en hann hefir hvergi lagst alvarlega á börnin og þau náð sjer eftir fáa daga. Á einu barnaheimilanna hefir hlaupabólu orðið vart. Má yfirleitt fullyrða að rékst- ur heimilanna gangi að óskum, og líðan bamanna sje góð, eftir atvikum. Á tveimur heimilanna hefir orðið vart vatnskorts vegna óvenjulegra þurka und- anfarið, en bætt hefir verið úr því, með því að flytja vatn á bílum til þessara heimila all- langa leið. I eftirlitsferðinni var enn- fremur forstjóri ameríska Rauða Krossins hjer, Mr. Charles Mc Donald, en eins og kunnugt er, hefir hann látið sig starfsemi þessa miklu sldfta. Var hann hinn ánægðasti með fyrirkomu- lag heimilanna og ferðina ;

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.