Morgunblaðið - 23.07.1942, Síða 5
SZtLí.
flmtudagnr 23. júlí 1942.
ii
JHorgtmblattó
H.f. Árraknr, Reykjarlk.
Framkv.atJ.: Blsfða Jönaaon.
Rltatjðrar:
Valtýr Stef&naaon (kbyrcSaraa.).
Jön KJartanaaon,
Anglýslntar: Árnl óla.
Ritatjörn, augrlýilngrar o( afrrelSala:
Austnratrmtl g. — Slnal 1M0.
lnnanlanða kr. 4,59 ntanlandk.
1 lauaaaðlu: 36 anra elntaklfl,
30 aura mefl Leabök.
Áakriftargjald: kr. 4,00 4 minnfll
Kaun Tímamanna
Onafngreindnr útskæklarit-
stjóri 'Tímans hefir kipst
ónotalega við, er liann las fáorða
en sannorða lýsingn hjer í blað-
inu á sunnudaginn var, á því hva
þunglega horfir í sveitum landsins
'Og hvílík mistök hafa orðið í hin-
um mikilsverðustu málefnum land
búnaðarins.
Þegar þessi mál eru rædd, þola
þeir Tímamenn ekki, að djarflega
sje tekið til orða. Bændur, sem
-enn í dag treysta forsjá og um-
■önnun Pramsóknarflokksins,
kynnu þá að vakna af dvala sin-
um.
Þó einn af lielstu forvígismönn-
um ræktunarmála hafi nvlega
reiknað út, að um alllangt .árabil
hafi eitt bændabýli á íslandi lagst
í eyði að jafnaði níundu hverja
nótt, vilja þeir Framsóknarmenn
að þagað sje yfir slíku tímanna
tákni.
Þó birtir hafi verið fræðilegir
útreikningar í sjálfu riti Búnað-
arfjelagsins um það, áð ræktun
túnanna fari ekki fram, meðal-
heyfengur af sömu túnstærð
standi í stað, og mikið af nýrækt
fari í órækt, þá má ekki fara
hörðum orðum um slíkan ófarnað,
meðan Pramsóknarflokkurinn er
nokkru ráðandi í sveitum landsins.
Þegar á það er minst hjer í
blaðinu, að hjeraðsskólarnir, sem
Tímamenn hafa gumað af í V/j>'
áratug, hafi ekki reynst eins vei
til þess hæfir, að tengja sveita-
æskuna við búskap og landbúnað-
arstörf, sem til var ætlast, þá
heldur útskæklaritstjórinn því
fram í eymd sinni og rökþrotum,
að verið sje að ráðast á bændur
með því að benda á þessar aug-
’ijósu misfejlur.
Og enn má spyrja: Þolir íslensk
sauðfjárrækt að öllu lengur sje
tekið feintómum retlingatökum 4
vörnunum gegn hinum skæðu
f járpestum!
Eða vilja þeir Tímamenn ekki
ómaka sig tií þess að reikna út
hve mikið tjón bændur verða*fyr-
ir vegna þess að t,. d. mjólk-
ursalan hjer sunnanlands er í
höndum pólitískra ofstækismanna
eins og sr. Sveinbjarnar Högna-
sonar ?
Og hve margir skyldu þeir vera
orðnir nýbýlabændurnir ú.t uiu
sveitir landsins, sem flosnað hafa
upp af býlunum, eða sitja uin
hvert tækifæri til að fara þaðan.
Svo er þessi ritstjóranefna Tím-
ans að dylgjá um óvild Mörgun-
blaðsins í garð bænda og búskapar.
En hvaðan er sprottin jarðráns-1
hugmyndin ? Hvaða flokkur er
það, sem ekki vill viðurkenna
r.jett jarðræktarbænda t:I styrk-
veitinga, en séiíast vill til að
.skerða eignarjett bænda á jörðum
þeirra. Svari þessi horfittur Tím-
uus fyrr en síðar.
Ragnar Ásgeirsson:
BÆNDAFOR AUSTUR
HÚNVETNINGA
Þáð leit ekki efnilega út um
morguninn 17. júní, þegar
austur-liúnvetnsku bændurnir
voru að leggja upp frá Bólstaðar-
hlíð, í ferð sína um Eyjafjörð og
Þingeyjarsýslur. Kalt var í lofti,
snjór niður fyrir miðjar hlíðar í
Langadalnum og kafaldsbylur nið-
ur við bæinn. Af þeim 106, sem
tilkynt höfðu þátttöku sína, gengu
sex eða átta úr skaftinu og svo
var haldið upp VatnsSkarð og eru
það ekki miklar ýkjur, að þar
uppi hafi verið skíðafæri.
Veðurútlit var upp á það versta
og sumir kvíðnir um, að lítil á-
nægja myndi verða af, ferðinni.
Skagafjörð sá ferðafólkið varla,
en austan við hann ljetti nokkuð
til og var orðið sæmilega bjart er
í Eyjafjörðinn kom, enda þótt þar
væri hvast og kalt á norðan. I
Eyjafirði var aðeins stansað með-
an borðað var á Hótel Gullfoss,
en síðan ekið í Vaglaskóg. V xr
dvalið þar nokkra stund og var
veðrið þá blítt í skóginum, svo að
íerðafólkið liafði mikið' yndi af
komu sinni þangað. Höfðu margir
Húnvetningar ekki sjeð skóg fyr,
því Húnavatnssýslan er að heita
má skóglaus sýsla.
Úr Vaglaskógi var ekið að Goða-
fossi og dvalið nokkuð við hann
og kaffi drukkið á Posshóli. Það-
an var ekið til Mývatnssveitar og
tóku Mývetningar á móti ferða-
fólkinu við Helluvað og var því
skift til gistingar á bæina sunnan
og austan vatnsins og Ijetn allir
liið besta af. Var bjart yfir Mý-
vatnssveit, en kalt í\loftí og svo
gróðurlítið, að ekki var farið að
láta þar út kýr, því síðustú vik-
urnar hafa verið með kaldasta
móti,
Morguninn 18. var blíðara og
bjartara og fór þá ferðafólkið í
bílunum upp á Námaskarð og
Námafjall og litið var yfir hið
merkilega garðland í Bjarnarflagi
á skarðinu — en þar ræktuðu Mý-
vetningar hálft fjórða hundrað
tunnur af kartöflum í fyrra sum-
ar.
Ferðafólkið hjelt frá Reykjahlíð
á tíunda tímanum, skoðaði Stóru-
gjá og kom við í Höfðanum. Þótti
öllum tilkomumikið að sjá jTir
vatnið þaðan og margir dáðust að
meðferð Hjeðins ,,bónda“ og frú
Guðrúnar á þessari litlu jörð, sem
þau hafa friðað og gróðursett þar
þúsundir trjáplantna undanfarin
ár, sem dafna allar ágætlega. Var
þaðan ekið að Laugum í Reykja-
dal og etinn miðdegisverður í boði
Búuaðarsambands Suður-Þingey-
inga. Var þar mættur formaður
þess, Jón Þorbergsson á Laxa-
rnýri, ásamt búnaðarfjelagsfor-
mönnum sveitanna. Var þar glatt
yfir mönnum og margar ræður
haldnar, en Baldvin Priðlaugsson
á Hveravöllum lýsti sýslunni í
ágætu kvæði, er hann las þar
blaðalaust yfir Húnvetningum.
Þaðan var haldið til Húsavíkur
; og tekið bensín á bílana, því síð-
asti liður á skrá þessa dags var
1 Asbyrgi í Axarfirði. Þótti vísl:
I ýmsrnn sú áætlun ströng, því gista
átti á Ilúsavík þessa nótt. En yf-‘
ir þeim 120 km. akstri mun eng-
inn hafa sjeð og höfðu margir
þau orð, að þennan hluta áætlun-
arinnar hefðu þeir síst viljað
missa úr ferðinni. I Asbyrgi tóku
Norður-Þingeyingar á móti ferða-
fólkinu og hafði Benedikt Krist-
jánsson á Þverá orð fyrir þeim.
Mjög voru menn undrandi yfir
tign og yndisleik þessa einstaka
staðar. Norður-Þingeyingar veittu
fólkinu hressingu á Lindarbrekku
í Kelduhverfi, en þaðan var ekið
um Reykjaheiði aftur til Húsa-
víkur og gist á hótelunum þar, en
sumir hjeldu að Laugum.
Sólarlag var með fegursta móti
þetta kvöld og gengu allmargir
norður á höfðann og heilsuðu mið-
nætursólinni, þar sem móta sá fyr-
ir Grímsey langt, norður í hafinu.
Veðrið fór dagbatnandi og
næsta dag var haldið frá Húsavík
og var undurfagurt að aka í morg-
imsól um hið laufskrýdda hraun
Aðaldals. Við Einarsstaði bættust
þeir, sem gist höfðu á Laugum, í
hópinn og var svo haldið til Ak-
ureyrar. Á brún Vaðlaheiðar var
staðnæúist og horft yfir Eyjafjörð,
en _ þaðan haldið fram að Grund
og út að Akureyri.
* ★
Eftir miðdegisverðinn sýndi
Olafur Jónsson framkvæmdastjóri
Húnvetningum Gróðrarstöðina, og
mættu þar allir þátttakendur og
undruðust hinn þróttmikla trjá-
gróðúr og fengu skýringar við-
víkjandi honum og hinum þýð-
ingarmiklu tilraunum í túnrækt,
sem þarna eru framkvæmdar. Um
kvöldið hafði Búnaðarsamb. Ey-
firðinga. samsæti fyrir Húnvetn-
ingana og stjórnaði Olafur Jóns-
son því. Var þar góður fagnaður,
kveðjuræður fluttar og þakkar-
orð. Þar skildi P.jetur bóndi í
Reykjahlíð við hópinn, sem hann
liafði fylgt frá Posshóli þann 17.
Er hann hinn besti leiðsögumað-
ur, þaulkunnugur í bygð og ó-
bygðum Þingeyjarsýslna. Enn-
fremur kvöddu menn þar Eyvind
Jónsson ráðunaut Búnaðarsamb.
Eyfirðinga, sem fór með Hún-
vetningunum frá Akureyri og
þangað aftur. En í slíkum ferðum
,... oo ein fluovjel sennllega eyðilðgð'
Þessar átta smámyndir eru teknar með kvikmyndavjel
úr „Spitfire“ orustuflugvjel og sýna þýska „Focke Wulf
109“, en það er ný gerð orustuflugvjela, sem Þjóðverjar
tóku í notkun s. 1. vetur. Það valr flugmaður frá Nýja
Sjálandi, sem átti í höggi við þessa vjel og hann taldi sig
ekki hafa skotið hana niður, þar sem hann sá hana ekki
falla til jarðar. Þessi flugvjel var því talin, „sennilega
eyðilögð“, eins og það er venjulega orðað í opinberum til-
kynningum. Myndirpar sýna hinsvegar að annað hjól vjel-
arinnar var skotið af og einnig yfirbygging flugmanns-
sætisins. Þegar flugvjelin sást síðast var hún í 2000 feta
hæð og flaug þannig, að annar vængurinn vissi beint niður
ei helst naxiðsynlegt að hafa góð-
an leiðsögumaún í hverjum bíl.
Eiginlega var þessari ferð lokíð
þetta kvöld á Akureyri. Um hehn-
ingur þátttakemda hjelt álejðis
heim síðkveldis, en hlnir urðu effc-
ir á Akureyri, hjá viiram og kúnn-«
ingjum, til hádegis á laugardag
þann 20.
Munu allir ferðamenn hafa ver-
ið vel ánægðir með túrinn og kom
ið heim miklu fróðari um sinn
eigin landsfjórðung en þeir fóru.
Þegar þeir hjeldu heim, var tið-
arfarið breytt til hins betra og
bjart yfir landi, ólikt því sem var
þegar lagt var upp frá Bólstaðar-
hlíð.
Pararstjórar voru þeir bændur
Hafsteinn Pjet.ursson á G unn-
steinsstöðum og Þorbjörn Björns-
son á Geitaskarði.
Það kom fram í ræðum, sem
haldnar voru í samsætunum, að
Norðlendingar eru að hugsa um
bændaför suður á land, ef til vill
að ári. Væri vel ef sú Iragmyn,cl
yrði framkvæmd, því þessar kynn-
isferðir eru bæði mentandi og
auka skilning þátttakendanna á
því, að kynning o.g samheldnf er
bændastj ettínní nauðsynl eg.
.. *•
Skipasmíðar
Bandaríkja-
manna
I gær var tilkynt, að skipa-
framleiðsla þessa árs sje kom
in fram úr 10 miljón smálesta
áætluninni sem Roosevelt for-
seti gerði og hafi einnig farið
fi'am úr flútningaskipatjóni
þjóðarinnar, sem óvinakafbátar
hafa valdið.
Siglinganefnd Bandaríkjanna
afhenti í gær skipafjelagi einu
sigurtoppveifu fyrir að hafa
náð sjerstaklega góðum árangri
í skipasmíði. H. L. Vickery að-
miráll, varaformaður nefndar-
innar, sagði við það tækifæri
að amerískar skipasmíðastöðv-
ar myndu byggja nógu mörg
skip árið 1943, til þess að bæta
upp skipatjón allra Banda-
manna. Hann sagði að tölufnar
fyrir júlí gæfu til kynna, að
skipasmíðarnar væru tveim
miljónum smálesta á undan á-
ætlun 1942.
„Nú þegar er skipaframleiðsl
an komin fram úr skipatjórtinrj*4
sagði Vickery aðmíráll. Og ieg
er sannfærður um, að við mun-
um smíða nógu mörg skip næsta
ár, til að koma í veg fyrir að
kafbátaárásir á skip Banda-
manna hafi alvai'leg áhrif. Ef
hægt væri að spara efni væri vel
hægt að framleiða tuttugu og
fimm miljónir smálesta af skip-
um næsta ár. „Meira en allur
breski flutningaskipaflotinn var
fvrir stríð“.