Morgunblaðið - 23.07.1942, Blaðsíða 7
Fimtudagur 23. júlí 1942.
MOSGUNBLAÐIÐ
I
Veiðibann i 4
sólarhringa
Verksmiðjurnar þurfa
nýja síld til blðnd-
unar á eldri slld
Igær klukkan 3 setti stjórn
Ríkisverksmiðjanna veiði-
bann í f jóra sólarhringa á skip
þau er leggja þar upp afla sinn.
Verða skipin að vera losuð að
þeim tíma liðnum og sýna sig
tóm hjá Ríkisverksmiðjunum.
Er þetta gert til þess að verk-
'smiðjurnar verða að ’haía nýja
isíld til vinslu saman við þá síld.
sem söltuð hefir verið i þrærn-
ar.
Þessa daga mega skip þó veiða
lítillega í salt. Leyfð hefir verið
söltun á 7—8 þús. tunnum. Er
söltmi svo takmörkuð vegna þess
að menn óttast að síldin sje enn
of -lausholda. En kaupendur salt-
síldar vestanhafs hafa áskilið sjer
að síldin sem þeir kaupi, sje veidd
í ágúst.
Prestaverkfallíð
t Noregi hlægifegt
segir Gulbrand Lunde
Stokkhólmi 22. júlí.
ýlega sagði Gulbrand Lunde,
útbreiðslumálaráðherra
Quislings, í ræðu, að ef kennarar
Noregs reyndu enn á ný að koma
af stað mótmælum eða skemdar-
starfsemi, yrðu þær tiltaunir hæld
ar niður með harðri hendi.
Auk þess bætti Lunde við: „Við
verðum að hafa ró og frið í land-
ínu og við munum ekki þola
neitt það, sem getur stofnað í
hættu frelsi og sjálfstæði Noregs.
Verkfall þrestanna er eitt skop-
íegasta fyrirbrigðið í sögu okkar“.
Skoðanafrelsið
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
Stefánsson og Einar Olgeirsson
og aðra, sem efst eru á baugi í
stjórnmálabaráttu okkar.
Oft hefir verið á það minst, að
að of gróft hafi verið til orða tek-
ið í blaðadeilum um þessi mál hjer
á íslandi, og má vel vera, að svo
sje. En hinsvegar er athyglisvert,
að líta yfir margt það, sem ritað
hefir verið í Englandi nú þegar
landið er í styrjöld, þar sem bar-
ist er fyrir tiiveru Breta og
margra annara þjóða, bæði í blöð-
um og tímaritum.
★
AÐ SJÁLFSÖGÐU er varasamara
áð ýmsu leyti að skrifa og ræða
opinberlega viðkvæm mál a þess-
um tímum, en það er því athyglis-
verðara að athuga lítið eitt, hvað
leyft er í Englandi nú, og gefst
væntanlega ^ækifæri til þess, að
ræða þau mál hjer innan skamms.
StúdentaferSinni til Þingvalla,
sem átti að vera næstk. sunnudag,
verður frestað, vegna þess að bílar
fengust ekki til fararinnar. Förin
verður farin síðar í sumar.
Áttræð: Anna
Sigurðardóttir
Anna Sigurðardóttir í Stykkis-
hólmi er áttræð í dag.
Hún er fædd 23. júlí 1862 að
ICálfárvöllum í Staðarsveit. Voru
foreldrar hennar búendur þar,
þau hjónin Oddfríður Jónsdóttir
og Sigurður Jónsson. Móðurafi
Önnu var Jón Jónsson á Hólkoti
í Staðarsveit, alkunuur hagyrð-
ingur á Snæfellsnesi á sinni tíð.
Er Anna var 4 vetur yfir tví-
tugt giftist hún Jóhanni Erlends-
syni, svni Erlends Jónssonar á Fá-
skrúðarbakka. Þau hjón bjuggu
saman í 55 ár, en Jóhann andað-
ist í desehiber síðastl. Lengst af
þjuggu þau í Stykkishólmi, eða
35 ár. Þeim varð auðið 8 barna
og lifa 7 þeirra.
Anna er ein af þeim konum ís-
lenskum, er í hljóðlátri önn hefir
unnið sitt mikla og langa dags-
verk. Einyrkja hjón með stóran
barnahóp mega ekki að jafnaði
sitja með hendur í keltu. Þeirra
bíður strit eða neyð, eða kannske
hvorttveggja. Anna var manni sín-
um samhent og taldi ekki sporin
nje handtökin. Oft bljes henni í
fang, en hún ljet ekki æðrunar-
semi nje vílúð verða sjer einskon-
ar hnappelda um fót. Oft bar
margt manna að garði og þurfti
því að amast í mörgu, en Anna
hjelt sínu góðlvndi og sinni gest-
risnisástúð, hvernig sem gekk.
Það þykist jeg mega fullyrða,
að Anna uppskeri að maklegleik-
um starf sitt. Því börn hennar öl!
eru með þeim hætti, að þau kunna
mörgum frernur að meta foreldra-
starfið og horfa í þeim efnum eigi
í ódeilda hluti. — Sá, er þetta rit-
ar, þakkar Önnu fyrir margar hug-
ljúfar stundir og svo munu flest-
ir gera, er af henni hafa haft
nokkur kynni. Vjer árnmn henni
unaðar miðsumarskvöldsins við
Breiðafjörð og vonum, að kún
megi sem lengst njóta hinnar sjer-
stæðu hlýju og umönnuhar barna
sinna. L. K.
__ Bla« SJáWrtwítoJnaniii
Auglýsendnr þeir, sem þnrfa
aC auglýsa ntan Reykjavíknr,
ná til flestra iesenda i sveit-
nm landsins og kauptúnnm
meC því að augiýBa 1
ísafold og VerBi.
---- Sfmi 1600. --------
Bílvegirnir
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU,
þaðan alla leið niður í Vopna-
fjarðarkauptún.
Vegurinn til Austurlands hef
ir verið slæmur í sumar, klaka-
hlaup víða, því frost var þar
djúpt í jörðu eftir veturinn.
VESTURLAND
Á Snæfellsnesi er m. a. unnið
að því, að gera nýjan veg ofan
við Búðaós, en ósinn hefir ekki
verið bílfær um flóð, og því oft
lei<&ir farartálmi. Verður þeirri
vegaþót lokið næsta sumar.
Bílfært verður nú í sumar
norður yfir Stikuháls til Bitru-
fjarðar.
Unnið er að veginum upp frá
Kollabúðum upp á Kollafjarðar
heiði, í Vesturlandsvegi. — En
ætlunin er, að sá vegur haldi á-
fram norður Þorskaf jarðar-,
heiði með hliðarálmu yfir Stein-
grímsfjarðarheiði, og á að fást
akvegasamband úr tveim áttum
yfir Þorskafjarðarheiði til
Langadals við ísafjarðardjúp.
★
Keflavíkurveg er verið að
breikka.
Vegheflar nýir hafa fengist,
og von á fleirum. Hafa verið
nokkrir erfiðleikar á því, að fá
varahluti í hina eldri veghefla,
þareð þeir eru keyptir í Noregi.
En sæmilega hefir tekist að
halda þeim gangandi ennþá.
Umferð íslenskra bíla á veg-
unum er yfirleitt talsvert meiri
í ár en hún var í fyrra, segir
vegamálastjóri að lokum.
• •••••*«•«•*••* MIMHMHKMIBIW
Dagbók
••••••••••• ••••••••••••
Næturlæknir er í nótt Ólafur
Jóhannsson, 'GUnnarsbraut 38.
Sími 5979.
Næturvörður er í Laugavegs
Apóteki.
Næturakstur annaðst Bifreiða-
stöð Steindórs.
Bílstjórar Strætisvagna Reykja
víkur h.f. hafa í brjefi til fje-
lagsstjórnarinnar farið fram á,
að grunnkaup þeirra verði hækk
að úr 350 upp í 400 krónur og
að aukavinna verði afnumin.
Stjórnin hefir frest til 25. þ. m.
til að svara.
Til Strandarkirkju* Þ. 4.00, Palli
5.00, K. J. G. 10.00, I. R. G. 20.00,
N. N. (kosningaáheit) 5.00, E.
15.00, Dídí 3.00; G. X. 5.00, D. G.
35.00, Stúlka 10.00, Tannpína
frænka 20.00, Gl. 10.00, M. B.
10.00, E. G. 20,00, V. 1. 10.00.
Til Hallgrímskirkju í Saurbæ.
Á. J. 10.00, Ómar 15.00, Ónefndur
10.00, Stúlka 10.00.
Útvarpið í dagr.
12.10 Iládegisiitvarp.
15.30 Miðdegisútvarp.
19.25s Hljómplötur: Tataralög.
19.40 Lesin dagskrá næstu viku.
20.00 Frjettir.'
20.30 Minnisverð tíðindi (Axel
Thorsteinsson).
20.50 Hljómplötur: Lög úr söng-
leikum eftir Lehár.
21.05 Auglýst síðar.
21.20 Hljómplötur: Lagaflokkur
eftir Saint-Saens.
21.50 Frjettir.
Nýkomnar vörur
Ódýr gluggatjöld, aðeins lítið eitt.
Karlmannavesti — ensk.
Ullar-sundbolir og -skýlur, „Meridian“.
Handklæði, baðhandklæði og mjög stór sólbaðhandkl.
Sokkabandabelti, fjölbreytt úrval.
Karlmanna ullarsokkar, margar gerðir.
Satin- og silki-náttkjólar. Stakir undirkjólar og bux-
ur. Undirföt. Stakar skyrtur og Jersey-buxur.
Rykfrakkar og regnkápur, á karla, konur og börn,
fjölbreytt úrval. Í
enn fremur er nokkuð eftir af:
„ModBll“-k]ðlum og kápum
Einnig Angoragarn, ullargarn, silkitvinni, aurora-
garn, perlugarn, ísaumssilki o. fl.
Dragið ekki að kaupa það, sem þjer þarfnist
— Það er ekki víst að það fáist seinna.
VESl Af
Laugaveg 40. Sími 4197.
OOOOOKXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
Dömur
\ Veljið smekklegan og hentugan búning í sumarfríin.
Klæðist sportfötum frá
JectX^-
^^^BTlAUGAVEGI 58
oooooooooooooooooooooooooooooooooooo<
Símar 1540, þrjár línur.
Góðir bílar Fljót afgreiðsla.
. 8. I.
BESTT AÐ AUGLYSA 1 MORGUNBLAÐINU.
Jarðarför móður okkar,
KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR
frá Seyðisfirði, sem andaðist 16. þ. m., fer fram föstudaginn
24. júlí’kl. 3% frá dómkirkjunni.
Jóhanna Vigfúsdóttir. Valgerður Vigfúsdóttir.
Jón Kristinn Vigfússon.