Morgunblaðið - 15.08.1942, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.08.1942, Qupperneq 4
4 MORGUtfBLAÐIÐ Laugardagur 15. águst 1942» Jón Björnsson, skólastjóri, sextugur 7ón Björnsson, skólastjóri á Sauðárkróki, á sextugsaf- :mæli í dag. Jón frá Veðramóti var hann lengi nefndur. Hann er einn þeirra 10 Veðramóts- ávstkina, er náðu fullorðins- aldri, en bú reistu þau fyrst for- •eldrar hans Björn Jónsson og ÞorbjörgStefánsdóttir frá Heiði að Háagerði á Skagaströnd og þar er Jón fæddur. Þau fluttu síðan að Heiði í Gönguskörðum og síðar að Veðramóti. Haustið 1897 fór Jón í Möðru- ■vallaskólann og útskrifaðist það an 1899.Var hann meðal.yngstu nemenda þess skóla, en þar '.Tcomu þó í ljós þau höfueinkenni skapgerðar hans, sem mótað hafa líf hans síðar, framúrskar- Jón Björnsson. stjórnarmála lagði Jón mikla áherslu á ræktunarmál staðar- ins, kaupin á hinu grasgefna andi samviskusemi, trygglyndi {Jandi Sauðár. Sjálfur hóf hann •og alúð við hvert það starf, er ræktun öðrum til fyrirmyndar, en nú er búskapur kauptúnsins orðin hin mesta stoð Sauðár- hann vinnur að. Næstu árin stundaði Jón far- .kenslu í sveit sinni, en sigldi til króksbúa. Mörgum öðrum fram Danmerkur 1905 og gekk í faramálum beitti hann sjer fyr- kennaraskólann að Johnstrup á jr Sjálandi. Þar lauk hann góðu jón er tvíkvæntur. Árið 1912 prófi að afloknum þriggja ára gjftist hann Geirlaugu Jóhann- námstíma. Er hann sneri heim, esdóttur, en misti hana frá 10 settist hann að á Sauðárkróki börnum eítir 20 ára sambúð. •og hefir verið þar síðan. Þá var yar yngsta barn þeirra þá á 1. bygður þar barnaskóli og tók aldursári. Fyrir tveim árum -Jón við forstöðu skólans. giftist hann Rósu Stefánsdóttur. Unglingaskóla stofnaði hann í sambandi við barnaskólann, til þess að sleppi ekki hendinni af nemendunum að loknu barna skólanámi. Jón er að eðlisfari ágætur kennari, er lætur sjer ant um Tiemendur sína. Hann leggur •aldrei áherslu á þululærdóm, jheldur á hitt að leiða börn og unglinga til umhugsunar, þroska og skyldurækni. En í hinu vaxandi kauptúni urðu fyrir honum fleiri verk- efni en kensla og skólastjórn. Alt frá því að hann hafði kom- ið skóla sínum vel á stað, hafa Llaðist á hann margvísleg störf. í 21 ár, frá 1913-1934, hafði jhann á hendi formensku sveita- stjórnarinnar, í 24 ár var hann í hreppsnefnd og formaður sókn arnefndar hefir hann verið frá því 1908 og fram á þenna dag. -Auk þess starfaði hann um skeið mikið að ungmennaf jelags iskap og bindindisfjelögum hef- ir hann veitt forstöðu, barna- og unnglingastúku. Og er hjer ekki nema fátt eitt talið af störf um þeim, er hann hefir .gegnt—en launin, eins og oft vill ■verða, hafa stundum lítil verið önnur en ánægja hins óeigin- gfjarna eljumanns af því að gera samborgurunum gagn með öllu þ)ví móti, sem hann best gat. Sem forgöngumaður sveitar- Síðari grein Bjarna Guð- mundssonar: FRA HULL Guðmundur M. Jörgenson Uppkomin börn Jóns eru Stef- án, teiknari í Rvík, Jóhanna vefnaðarkona, Þorbjörg við hjúkrunarnám, Sigurgeir, út- skrifaðist úr Verslunarskólan- um s.l. vor og Björn, er stundar læknisfræðinám Við Háskólann. Alla sína æfi, að undantekn- um námsárunum, hefir Jón starfað í sama bygðarlagi. Ber það eitt vott um trygglyndi hans. Er hann hafði lokið kenn- araprófi, var fátt manna í land- inu með sömu kennaramentun og hann. En þó honum gæti boðist betri stöður, ljet hann sjer aldrei til hugar að koma að hverfa á brott frá æskustöðV um sínum. Síðan hann hóf kenslustarf sitt, hefir íbúum mjög fjölgað á Sauðárkróki. í skóla hans voru fyrst 40 börn, nú eru þar 160 nemendur. Ungir og gamlir Sauðárkróks búar munnu í dag renna hug- anum yfir hin margþættu störf Jóns Björnssonar og minnast með þakklæti áhuga hans, elju og ósjerplægni; minnast hlý- leikans, sem frá honum streym- ir til allra, sem hann umgeng- ust. En hlýleiki hugans er að- alsmerki hans, hvar sem hann fer, og umönnun hans fyrir þeim, sem á einhvern hátt hafa lent forsælumegin í lífinu. V. St. Verslun á góðum stað í bænum óskast. Tilboð merkt „Gott | plássu sendist blaðinu fyrir 18. þ. m. ^miHmiiiiiHiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiniiiiiiiniiiiinniiiitiniiiimiiiiiiimiiiiniiiiiiniiiiuiitmimtiiiiiiiiiiuniiiiimuuuimaiiiniiiiii P yrir tæpum tuttuyu ár- um ákvað Eimskipafje- lag íslands að opna skrif- stofu í Hull í því skyni að greiða fyrir skipaferðum þangað og annast afgreiðslu þeirra. Jón Guðbrandsson var ráðinn til að veita skrif- stofunni forstöðu, en ungur íslendingur var sendur að heiman, honum til aðstoðar. Þessi maður er nú vel metinn borgari í Hull, togaraeigand- inn Guðmundur M. Jörgens- son. Hann hafði ráðist til Eimskipa- fjelagsins árið 1917, þá aðeins 14 ára að aldri, sem lærlingur og sendisveinn. Þegar hann fór frá íslandi um áramótin 1922—23 hafði hann víst litla hugmynd um að hann færi alfarinn og að hann ætti ekki eftir að koma til Is- lands næstu tuttugu árin nema snöggar ferðir, þegar hann tæki sjer frí frá örðugu og umsvifa- miklu starfi. ★ Guðmundur, eða Malli, eins og hann er venjulega kallaður (seinna nafn hans er Marinó), hefir sannarlega unnið mikið starf á þessum tíma. Eimskip lagði nið- ur skrifstofu sína í Hull árið 1924, og var Jón Guðbrandsson þá send- ur til Kaupmannahafnar til að veita skrifstofunni þar forstöðu. En Guðmundur var kyr í Hull, og vann upp frá þessu á skrif- stofu skipamiðlarafirmans MrGre- gor, Gow & Holland, sem þá gerð- ust umboðsmenn Eimskips. Ferð- ir til Hull jukust jafnt og þjett, bæði ferðir Eimskipafjelagsskip- anna og leiguskipa fjelagsins, að sama skapi sem viðskiftin við Eng land jukust. En Malii hafði tíma til alls. Ilann stundaði íþróttir af kappi, ljek bæði „cricket" knattleik og knattspyrnu. En í frístundum sín- um stundaði hann fjárrækt og átti bæði saúðfjenað og svín, auk ýmissa annara aukastarfa. En þar með er ekki alt upp talið. Hann fjekk firmað McGre- gor, Gow and Ilolland til að færa út kvíarnar. Árið 1931 lá við sjálft að sala á íslenskum fiski yrði stöðvuð í Hull. Togaraeig- endur þar höfðu gert með sjer sam tök gegn íslenskum togurum og neituðu að selja eða greiða fyrir fiski þeirra. Þetta kom eins og reiðarslag og svo óvænt, að margir togarar voru að veiðum, og vissu eigendur þeirra ekki, hveft ætti að senda þá, því að Hull hafði þá um langan tíma verið aðal- sölumiðstöð íslensks fiskjar, ásamt Grimsby, sem liggur hinumegin Ilumber-fljóts. Guðmundur skarst þá í leikinn ogí taldi flrma sitt á að takast á hendur sölu fiskjarins, og var hann sjálfur auðvitað settur yfir þessa starfsemi, og innan skams voru McGregor, Gow & Holland orðnir í fremstu röð fiskseljenda. En óbeinu áhrifin voru samt víð- tækari, því að með þessu skrefi Guðmundur M. Jörgensson. voru samtök togaraeigenda að engu gerð og viðskiftin hjeldu áfram eins og áður. Frá þessum tíma og fram í stríðsbyrjun af- greiddi þetta firma marga ísl. togara, þar á meðal Kveldúlfs- togarana, en auk þess mikið magn af ísuðum e«ða frystum kassafiski, sem sendur var með öðrum skip- um. Það er alkunna, að íslendingar eru oftastnær í hálfgerðum vand- ræðum, þegar þeir eru utanlands, og hefir þetta oft kostað Gúð- mund hina mestu vinnu. Meðan hann var fulltrúi Eimskipaf jelags ins, þurfti hann að vera vakinn og sofinn við að greiða göt-u far- þeganna á allan hátt. En þetta verk jókst um allan helming, þegar hann byrjaði að afgreiða togara, því að þá bættust allar skipshafnirnar í hóp þeirra, sem þurfti að greiða fyrir, hjálpa til með innkaup og þessháttar. En Malli gekk að þessu verki með sínum venjulega dugnaði, og hann gat gefið sjertíma til alls. Jeg ef- ast um að nokkur íslendingur hafi ferðast svo um Hull, að hann hafi ekki þegið einhvern greiða af Malla. Þegar stríðið braust út, mink- uðu að sjálfsögðu ferðir íslensku skipanna til Hull, því að höfnin þar varð brátt ein hættulegasta höfn Englands. Vorið 1940 var það orðið bersýnilegt, að skip Eim skipafjelagsins myndu ekki sigla aftur til Hull meðan á ófriðnum stæði. Þar með var aðalstarfi Guðmundar sem fulltrúa Eimskips lokið í bili. Þar að auki var það sýnilegt, að skjótt myndi taka fyrir sölu togara í Hull. En Guð- mundur er ekki sá maður að hon- um láti það að sitja auðum hönd- um. Hann sagði því upp starfi sínu hjá McGregor, Gow & Hol- land og gekk í fjelag við annan velmetinn Islending í Hull, Jón Oddsson skipstjóra og togaraeig- anda. Firma þeirra, sem nefndist Oddsson & Co. tók brátt að sjer fisksölu fyrir íslenska togara, auk þess sem þeir gerðu út sína eigin togara undir bresku flaggi. Firma þetta starfar nú að afgreiðslu ís- lenskra togara með aðstoð um- boðsmanna sinna í höfn einni á vesturströndinni, en þar eru nú flestir íslenskra togara afgreiddir. Auk þess reka þeir fjelagar um- boðsverslun í Hull og senda út- gerðarvörur o. fl. sem að útgerð- lýtur til íslands. ★ Það er einstaklega skemtilegt að labba með Malla um göturnar í Hulj. Það er eins og hann þekki hvern einasta mann þar, og allir heilsa honum með uppnefni hans, „Hello, Skip!“ En uppnefnið „skip“ er stytting úr „Eimlskip“, og fjekk hann þetta nafn þegar hann var ungur piltur, af því að Englendingum gekk illa að muna íslenska nafníð hans. Hann er þektur og afhaldinn, hvar sem hann kemur. Framkoma hans er alúðleg og óbrotin og Englendingum mjög að skapi, og hann er jafnóþreytandi við aS skemta fólki, eins og hann er við vinnu. En umfram alt er hann Islendingur, gæddur öllum hestu kostum þjóðar sinnar. Þess vegna er hann fyrirtaks fulltrúi fyrir Island, enda hefir hann verið hálf- opinber konsúll fyrir Islendinga í Hull síðustu tuttugu árin. Löndum sínum hefir hann hjálpað betur en nokkur annar og land sitt hefir hann kynt með framkomu sinni og persónuleika betur en nokkrar bækur eða blaðagreinar hafa getað gert. AUGAÐ hvíliít me6 flerangnm frá TYLIf KIPAUTC ERfi RIMISINS m.b. Þormúður hleður í dag til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar, Bfldudals, Þing- eyrar, Flateyrar, Súgandafjarðar, Bolungarvíkur og fsafjarðar. — Flutningi veitt móttaka fram tíi hádegis í dag. 8.$. Þór hleður á mánudag n.k. til Vest- mannaeyja. Flutningi veitt mót- taka til hádegis gamdægurs. 99 LÍ¥ éé hleður á mánudag n.k. til Sands, Stykkishólms og Búðardals. — Flutningi veítt móttaka til há- degis sama dag. Vörumóttaka á auglýstum tíma er í öllum tilfellum undir því koroiip, að rúm leyfi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.