Morgunblaðið - 15.08.1942, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.08.1942, Blaðsíða 7
Laugardagur 15. ágúst 1942. MORGoNBLAÐIÐ 7 Umferðin ð Sóieyjargötu Sjón er sögu ríkari. H|er birtist mynd af umferðinni nm Sóleyjargötu. Gangandi fólk hefir ekkert afdrep, því engin gangstjett er til. Fólki og bílum er ætlað sama umferð- arsvæði. Tiltölulega þröng gata með girðingum á báðar hliðar. Bílaumferð suður í Hafnar- fjörð, Skerjafjörð og á flugvöll- inn, liggur að miklu leytí um Sóleyjargötu — Umferðaslys á fólki hafa ekki orðið ennþá. en •árlega aka bifreiðarnar á grind- urnar meðfram götunni og brjóta þær. Síðasti árekstur varð í maímánuði í vor, og síð- astliðið ár var tvisvar keyrt á grindurnar um lystigarðinn og einu sinni inn í trjágarð að ofan- verðu við götuna. Rykið frá götunni hefir ver- ið svo mikið í sumar, að trjá- gróður hefir víða kafnað. Tvisv ar hefir vatnsbíllinn sjest kl. 91/2 að kvöldi, þegar mestu um- ferðinni var afljett. íslenska söng- konan FRAMH. AF ÞRIÐJU SIÐU son. — Söngur hennar minti á daga Trebelli, hinnar yngri (sem síðar breytti nafni sínu í Dolores, svo ekki væri því ruglað saman við hið fræga nafn móður hennar) og síðar í Tetrazzini“. Þessi sýnistiorn um hina frá- bæru blaðadóma, sem ungfrú Þóra Matthíasson lilaut, verða lát- in nægja til að sýna, hve vel hinni íslensku söngkonu hefir verið tek- ið í Los Angeles, þar sem margir af bestu listamönnum heimsins safnast saman vegna kvikmynd- anna. )BD SNITTVERKFÆRI eru heimsviðurkend f.yrir gæði. • Einkaumboðsmenn: fiÍSLI IIALLDÓRSSON H.F. Sími 4477. Alt í uppnámi á quislinga- kvikmynd London í gær. 1 tilkynningu frá Stokkhólmi segir svo: Fyrir skömrnu síðan var sýnd í einu stærsta kvikmyndahúsinu í Oslo mynd, sem var fagurgali um landráð quislinganna. Þjóðsöngur Norð manna var svívirðilega misnot- aður við þetta tækifæri. Þá stóð ungur maður upp og hrópaði: ,,Guð varðveiti kon- unginn og föðurlandið!“ Ljósin í salnum voru sam- stundis slökt og móðursjúk kona, áhangandi Quislings, sem sat rjett hjá unga manninum, hrópaði: „Það var hann! Það var hann!“ Lögreglan var þeg- ar kvödd á vettvang og ungi maðurinn var handtekinn asámt nokkrum öðrum. Áhorfendur fóru þegar burt, en fáeinir Þjóðverjar og quisl- ingar sátu eftir. Amerískir herrjettar- dúmar eru blrtir I Englandi Aðrar reglur ea gilda hjer á landi LONDON, Reuter: — Fyrsti ameríski herrj etturinn, sem haldinn hefir verið í Englandi lauk störfum í fyrsta máli sínu á fimtudag með sýknunar- dómi. Travis P. Hammond, 23 árá gamall óbreyttur hermað- ur hafði verið kærður fyrir af- brot gegn 16 ára gamalli stúlku — fyrir brot þetta hefði mátt dæma manninn til dauða, eða lífstíðarfangelsisvistar. Hammond neitaði að ákæran væri rjett í dómnum áttu sæti 11 amerískir liðsforingjar. — Rjetturinn sýknaði Hammond. * Það mun vekja athygli ísl lesenda, að í Ennglandi skuli dómar amerísks herrjettar birt- ir strax og þeir hafa verið upp kveðnir, því hjer á landi virðist herinn því miður fylgja annari reglu. Hefir t. d. ekkert heyrst enn um úrslit þriggja mála, er íslendingar munu láta sig miklu skifta: Banaskotið í Hafnarfirði í fyrra; banaskotið við Háloga- land og banaskotið á Hallveig- arstíg. íslenskir blaðamenn hafa nokkrum sinnum spurt um úr- slit þessara mála á blaðamanna fundum hjá amerísku herstjórn inni, en jafnan fengið þau svör, að beðið væri eftir samþykt frá Washjngton á dómunum. Golfkeppni FRAMH. AF FIMTU «lÐO Reykvíkingar mimu að sjá'lf- sögðu fylgjast af áhuga með þessu fyrsta landsmóti kylfinga, enda hjer um alveg sjerstakt tækifæri að ræða til að kynnast golfíþróttinni, sem allir ljúka hinu mesta lofsorði á, er reynt hafa. Morgunnblaðið mun fram- vegis birta frjettir af kepninni og skýra frammistöðu og úrsliti í mótinu. Sextíu ára er í dag frú Þór- Istína 'Gúnnarsdóttir í Borgarnesi, sem áður bjó lengi á Lindargötu 18 bjer í bæ. Launagreiðslur Hafnarfjarðar samræmdar Reykjavík Frá frjettaritara vorum í Hafnarfirði: TT afnarfjarðarbær hefir nú ■* samræmt launagreiðslur til starfsmanna bæjarins við það, sem Reykjavíkurbær greið ir sínu starfsfólki. Voru laun starfsmanna Hafnarf jarðarbæj ar allmiklu lægri áður, en þau laun, sem Reykjavíkurbær greiðir. Þorleifur Jónsson bæjarfull- trúi, sem skýrði mjer frá þessu, sagði að aðeins tveir starfs- manna Hafnarfjarðarbæjar, þeir Friðjón Skarphjeðinsson bæjarstjóri og rafveitustjórinn, hafi fengið launabætur, er sjeu hærri en greitt er hjá Reykja- víkurbæ. Hafnfirðingar voru undrandi er þeir sáu hvernig Alþýðubl. sagði frá þessum launabótum starfsmanna Hafnarfjarðarbæj- ar, þar sem frjettin var notuð til að hnýta í bæjarstjórn Reykjavíkur algerlega að tilefn islausu. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki. Hús brennur á Sigiufirði Frá frjettaritara vorum á Siglufirði. m kl. 7 í gærkvöldi kom upp eldur í húsinu nr. 14 við Grundargötu á Siglufirði. Húsið brann alt að innan á svipstundu. Húsið var gamalt timburhús, einlyft, innanþiljað, strigaklætt og málað. Eldurinn læsti sig um alt húsið á svipstundu. Slökkviliðið kom þegar á vettvang og tókst því að slökkva eldinn, en þá var húísið með öllu, sem í því var, gereyði- lagt. Húsið var vátrygt hjá Bruna- bótafjelagi Islands, en eigandinn, Meyvant Meyvantsson, sem var nýfluttur í húsið, varð samt fyrir tilfinnanlegu tjóni. Eldsupptök eru enn óupplýst. ■ •••■MMPSaSft ■•••••••»•— Dagbók MMMMifaaaw •••••••••••S Næturlæknir er í nótt Jóhann- es Björhsson, Sólvallagötu 2. — Sími 5989. Messað í Dómkirkjunni á morg- un kl. 11, síra Bjarni Jónsson. Hallgrímsprestakall. Messa í Austurbæjarskólanum kl. 2 á morgun, síra Sigurbjörn Einars- son. Messað í Hafnarf jarðarkirkju á morgun kl. 2, síra Garðar Þor- steinsson. Fimtíu ára hjúskaparafmæli eiga í dag Aðalheiður Jóhannsdóttir og Guðmundur Sigurgeirsison, Hóla- braut 17, Akureyri. — Þau hjón bjuggu yfir 30 ár að Bæli í Fnjóskadal. Þau eignuðust 8 börn, 3 syni og 5 dætur, sem öll eru á lífi. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni ungfrú Jónína R. Þor- finnsdóttir og Ragnar Edvards- son. Heimili þeirra verður Samtúh. 10. Hallgrímskirkja í Reykjavík. „Hin almenna fjársöfnunarnefnd^ kirkjunnar biður þess getið, að gjöfum til kirkjunnar sje veitt móttaka daglega frá kl. 1—6 e. h. á skrifstofu Hjartar Hanssonar í Bankastr. 11 (annari hæð). Sími 4361. tJtvarpið í dag: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Norræn lög, leikin og sungin. 20.30 Leikrit: „Ferhyrnmgurimi“ eftir Ellen Kirk (Haraldur Björnsson, Svava Jónsdóttir, Dóra Haraldsdóttir og Jón Sig- urðsson). 21.10 Útvarpshljómsveitin: Gömul og vinsæl danslög. 21.30 Hljómplötur; Vínarvalsar o. fl. 21.50 Frjettir. Þingfrjettir. AUGLÝSENG er gulls ígildi, Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför unnustu minnar DOROTHY ELSIE MARROW. Kjartan Bjamason. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu og samúð við andlát 0g jarðarför ÁRNA JÓNSSONAR frá Litlu-YaUá. Sjerstaklega þökkum við Guðm. R. Oddssyni bakarameistara fyrir mikla alúð og rausnarlega gjöf. Vandamenn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför sonar míns EGILS. Kristófer Egilsson. Inhilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför systur okkar, og mágkonu minnar, KRISTÍNAR KJARTANSDÓTTUR. Ingunn Kjartansdóttir. Ástríður Thorarensen. Halldór Kjartansson. Skúli Thorarensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.