Morgunblaðið - 02.09.1942, Síða 2

Morgunblaðið - 02.09.1942, Síða 2
2 MORGUN BLAÖiÐ Miðvikudagur 2. sept. 1942 Norræn I samvinna I NORRÆN SAMVINNA hefir verið efst á baugi mörg undanfarin ár. — Mót hafa veritS haldin, fögur fvrir- heit gefin við skálaræður boðsgesta, en enn sem komið er hefir norræn samvinna veri,ð að mestu leyti á pappírnum. — Þó er ekki hægt að segja, að hún hafi verið einskis virði. Fjársöfnun til handa Finnum í hitteðfyrra, og nú síðar fyrir Norð menn í þrengingum þeirra, er fagurt dæmi um samhug hinna norrænu þjóða. I þessu blaði hefir áður verið vikið að afstöðu Finna og skal því ekki fjÖlyrt um þau mál hjer. Tíminn einn sker úr, hver verður framtíð ættlands þeirra Runebergs og Sibeliusar. Norræn samvinna í framtíðinni byggist algerlega á því, hver sigrar í styrjöldinni. — Ýmislegt kann að koma fyrir, sem ekki er unt að spá um nú í bili. En þó er okkur ís- lendingum holt að gera okkur grein fyrir hlutnnum einS og þeir geta orðið. ★ ALLlR VITA, að hugsjónir Quisl- íngs eiga ehgan hljómgrunn í sál norsku þjóðarinnar, og það er al- kunna, hvemig hafn hans er orðið sámheiti þeirra, sem svíkja land sitt á örlagastundu þess. Quisling hefir orðið að grípa til þess að reyna að vjela þjóðina norsku með marg- háttuðum og glannalegum ráðagerð- um, sem eiga sjer enga stoð í hinum blákalda veruleika. Quisling reikar um í þeirri vímu, sem hann ef til vill á enga sök á sjálfur, að nýtt ríki eigi eftir að rísa upp, germanskt ríki, sem svo er nefnt, og hinn „nýi Noregur" verði einn af hornsteinum þessa ríkis- ★ EKKI ALLS fyrir löngu var útvarpað frá Osló þeim boðskap, að hin glæsi- legasta framtíð biði Noregs, að sjálf- sögðu undir stjórn Quislings, að landið myndi endurheimta sín fyrri lönd og nýlendur, eins og það var orðað. Saxnkvæmt því átti Noregur að fó ísland og Grænland, Færeyj- ar, Hjaltlandseyjar og Man. ★ J>ETTA VAR tilkynt í boðskap Gudbrands Lunde, útbreiðslumála- ráðherra Quislings, og með þessu átti að fá norsku þjóðina til þess að aðhyllast ofbeldisstefnu Quisl- inga. Reynt var að æsa þjóðina upp með hliðsjón af Grænlandsdeilu Norðmanna og Dana 1931. En þá sýndu þessar þjóðir, hvers menning og drenglyndi eru megnug: Þær skutu máli sínu til alþjóðadóm- stólsins í Haag, og dómurinn fjell, eins og kunnugt er, Dönum í vil. —- Norðmenn hlíttu þeim dómi, og aldrei hefir verið minst á þetta mál síðan. Þessi tvö lönd gáfu hinum mentaða heimi fagurt fordæmi, hvemig r^ett er að skipa alþjóða- málum. ★ ÞAÐ ER VONANDI að norræn sam- vinna geti hafist að nýju, og að FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Aukin hætta fyrir Rússa yið Stalingrad Sókn Þjóóverja úr suð- vestri ber árangur Nýjir fleygar reknir í víglínu Rússa Einkaskeyti til Morgunþlaðsins frá Reuter í gærkveldi. SAMKVÆMT fregnuip frá Rússlandi í gærkveldi er svo að sjá, sem meginþunga sóknar Þjóð- verja til Stalingrad sje beint að borginni úr suðvestri, hjá Kotelnikovo, og hafi Þjóðverjum tekist að reka þar nýja fleyga í víglínu Rússa, þrátt fyrir harðvít- uga vörn þeirra. Stokkhólmsfrjettaritari Reuters greinir frá því, að ekki sje unnt að segja til um hernaðarlega þýðingu þess, að Þjóðverjum hefir tekist að greikka sóknina til Stalin- grad, enn sem komið er, en líklegt er talið, að borgin verði ekki tekin nema með öflugri tangarsókn, enda sjeu varnir Rússa mjög öflugar. Hinsvegar hefir Þjóðverjum orðið lítið ágengt á Kertskaya- vígstöðvunum og hafa Rússar gert skæð gagnáhlauþ þar óg tekið nokkur bygð svæði. Þar eru ítalskar hersveitir til varnar. og hafa þær orðið fyrir svo gífurlegu tjóni und,anfai*ná dága, að Þjóð- verjar hafa orðið að senda þýskar hersveitir ítöium til aðstoðar. I KÁKASftl. Á Kákasíu - vígstöðvunum benda fregnir til, að Rússum hafi tekist að hefta framsókn Þjóðverja. Þjóðvérjar segja þó, að þeim hafi tekist að ná á sitt vald hafnarborginni Anapa, um 50 km. norður af flotastöðinni Novorossisk, og að rússneskar hersveitir, sem þar eru til varn- ar, sjeu nú án sambands við meginherinn. Þá benda líkur til þess, að sókn Þjóðverja til hinna mikil- vægu olíulinda í Grozny hafi verið heft. Suður af Krasnodar sækja Rússar á og sömuleiðis við Prokiadnaya. Er svo að sjá, sem þeim hafi tekist að stöðva sókn Þjóðverja, að minsta kosti í'bili, til flotahafnanna Novor- ossisk og Tuapse við Svartahaf. VIÐ Árásum Rommels vísað á bug Lofther Bandamanna athafnasamur JllllllllllllltllllllllHIIIIMIUIMIIKilllliliniMIMmiHIIIHIiMlIlirtr Stjórnar Banda- I ! mönnum í Egypta- I landi Þjóðveríar fara varlega Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ARÁSUM Afríkuhersveita Rommels hefir verið hrundið, segir í einkaskeyti til Morgunblaðs- ins frá Reuter í gærkveldi. Hermenn Rommels fóru varlega í þessari sókn sinni og virðast þeir þreifa fyrir sjer, hvar Bandamenn sjeu veikastir fyrir. I nánari fregnum um þetta segir, að veður hafi verið gott er Rommel hóf sókn sína. Öflug þýsk hersveit rjeðist gegn Bandamönnum á suðurhluta vígstöðvanna á mánu- dagsmorgun, en árangur varð lítill. Þá var og áhlaupum Þjóðverja á miðvígstöðvunum hrundið. Flugher Bandamanna hefir mjög látið til sín taka og að- stoðað landherinn í yörninni. Hefir verið ráðist á birgðalestir og liðsamdrátt Þjóðverja með spirengjukasti og vjelbyssuskothríð og mikið tjón orðið af. 1 gær mistu Þjóðverjar 7 flugvjelar í loftbardögum. Á einum stað tefldu Þjóðverjar fram 40 steypu- flugvjelum, sem voru varðar 50 Messerchmitt-orustuflug- vjelum, en breskum flugvjelum tókst að hrekja þær á brott. SVARTAHAF. í tilkynningum Þjóðveffja segir frá því að þeim verði vel ágengt við Svartahaf, og hafi rússneskum hersveitum tekist að ná barg einni á þeim slóðum á sitt vald. Þetta hefir þó ekki verið viðurkent í rússnóskum tilkynningum. Sjóliðar í Svarta- hafsflota Rússa veita landhern- um mikilvæga aðstoð í bardög- unum í Kákasíu. framvarða- SVEITIR ÞJÓÐVERJA í KLlPU. Fyrir norðvestan Stalingrad geisa harðar orustur. Eru fram- sveitir Þjóðverja í mikilli klípu þarna. Reyndu þeir að senda þangað bifreiðalestir, sem voru í fylgd með skriðdrekum, en Rússar sáu við þessu, og segir í tilkynningum Rússa, að engin bifreiðanna hafi komist á áfangastað. Myndin sýnir Alexander hers- höfðingja Bandamanna í Egypta- landi, sem nú hefír tekið við her- stjórninní af Auehinleck. Alex- ander var áður yfirmaður Breta í Burma. Fimmta herdeild í Sviþjóð IT omist hefir upp um árpS- ursstarfsemi í sænska hernum og lögregluliðinu. Skiöld hermálaráðherra hefir birt tilkynningu vegna þessa og skýrt frá gagngerðum ráðstöf- unum, er teknar verði í þessu sambandi. í tilkynningunni segir, að þegar hafi verið gripið til þeirra ráðstafana, sem miði að því, að ónýta undirróðursstarfsemi í her og lögreglu. Þá er og tekið fram, að hinir seku sjeu fáir, og að ráðuneytið viti öll deili á þeim. í tilkynningu herstjórnarinn- ar frá Kairo segir ennfremur, að amerískar flugvjelar hafi gert harða hríð að flugvöllum Þjóðverja og bifreiðalestum. — Sprengjur sáust koma niður hjá flugvjelum Þjóðverja, sem voru á flugvöllum. Margir eld- ar komu upp og vitað er, að margar vörubifreiðir eyðilögð- ust. — Sprengjum var einnig varpað á hafnarmannvirki í Tobruk og varð mikið tjón af. Þó verður ekki sagt með vissu, hver ár- angur varð af árásunum, vegna þess, hve lágskýjað var. Flugvjelar, sem höfðu tund- urskeyti meðferðis, rjeðust í fyrradag á ítölsk kaupför á Miðjarðarhafi. Eitt olíuskip af miðlungsstærð varð fyrir tund- urskeyti og sprakk í loft upp. Önnur skip urðu fyrir vjelbyssu skothiríð og eijri orustuflugvjel var skotin niður. Meiri harðindi ÞJöOverJa — Hitler Eden Iofar Póíverja Igær voru liðin 3 ár síðan Þjóð- verjar rjeðust inn í Pólland og heimsstyrjöldin hófst. í tilefni af því hefir Anthony Eden, utan- ríkisráðherra Breta, sent pólsku stjórninni í London ávarp, þar sem hann lofar frammistöðu Pólverja og þrautseigju. Eden sendi Raclynzki greifa, sendiherra Pólverja í London og núverandi utanríkisráðherra á- varpið. Segir þar ineðal annars, að Pólverjar hafi verið fyrsta þjóð in til þess að verða fyrir ofbeldi framh. á sjöundu síðu. Adolf Hitler birti í fyrradag þjóð sinni boðskap frá að- albækistöð sinni, þar sem hann hvatti hana til aukinna átaka og fórna í baráttunni við hinar sam- einuðu þjóðir. Var þetta í tilefni af starfsemi vetrarhjálparinnar þýsku, sem nú fer. í hönd. Sagði Hitler meðal annars á þessa leið: Þetta er í 10. skifti, sem jeg ávarpa þýskn þjóð- ina til þess að leggja fram af frjálsum vilja krafta sína til styrktar vetrarhjálpinni. Hermenn okkar, sagði Hitler, leggja nú heilsu sína og líf í hættu á geysilega langri víglínu. Fjandmenn, sem einu sinni voru andvígir viðreisnarbaráttu okkar í innanlandsmálum, eru nú enn einu sinni sameinaðir gegn okkur. En meirihluti hinna fjarlægu Austur- Asíuþjóða hafa gert samning við okkur, sem mun gera fjandmönn- nnum ókleift að Þýskaland falli fyrir villimennsku bolsjevismans og arðráni hinna engilsaxnesku auðkýfinga. Ef Bretar og Bandaríkjamenu halda því fram, að þeir þrái þetra skipulag í heiminum, hvers vegna var það þá nauðsynlegt fyrir þá að ráðast á Þýskaland, þar sem verið vrar að leysa þjóðfjelagsleg vandaiyál. í hinum hrikalegustu átökum liafa Þjóðverjar og handa menn þeirra aukið liagsmuna- FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.