Morgunblaðið - 08.09.1942, Side 4

Morgunblaðið - 08.09.1942, Side 4
iééé«6éééiéé*é*é4éðe4éóé K0B6UNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. sept. 1942. I 1 I t t »*♦ s Þökkum innilega fyrir auðsýnda vináttu, blóm og gjafir á 40 ára hjúskaparafmæli okkar. Sigríður og Hjörleifur Þórðarson. fééééééééé<4ééééééééééééééééééé<,éé<,éé<,éééé<,<,ééééééééééé mKiwK*,K**K'm’Km’Km’Km l Jeg flyt mínar hjartans þakkir ykkur öllum, frændur og vinir, sem á svo margvíslegan hátt gerðuð mjer sextíu ára af- mælisdaginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur. Einar Einarsson. ^♦„•m;h;«x»*K**K**K**K**K****,K»*K»*K**!**K**K**K»*K**K**K**K,*K**K‘*K**K**K»*K**; <**:**>*^>*>*k**>*>*>*^w*>*>*^*í»*^*>*w^h*>^*:**k-k*>*>*>*>*>>*>*>*>*>*^k* Um leið og jeg hætti rekstri rakarastofu minnar, vil jeg þakka Hafnfirðingum fyrir alla velvild og viðskifti liðinna ára. Virðingarfylst Helgi Jóhannsson. § Ungling vanfar til þess að bera Morgunblaðið til kaupenda í nokkurn hluta af Kleppsholti. — Hátt kaup. © orsimMa&Íð »0 #f RAFMAGNSPERUR glærar — mattar — dagsljós 15 — 200 watt. Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19. Hátíðahöld verkamanna i Ameríku: 220 nýum skipum hieypt af stokkunum Verkamenn í Bandaríkjun- um hjeldu hátíðisdag sinn há- tíðlegan í gær með því að vinna allan daginn í verk- smiðjum og hvarvetna þar sem unnið er að framleiðslu fyrir herinn. 220 nýjum skip- um var hleypt af stokkunum, eða kjöjur lagður að nýjum skipum. Verkamenn í smáiðn- aðarborg lögðu fram 75 þús- und dollara til að kaupa fyr- ir orustuflugvjelar fyrir flot- ann. — Myndin hjer að of- an er tekin í skipasmíðastöð í Bandaríkjunnm og sýnir er tundurspilli er hleypt af stokkunum. •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Ungur maður j • 15—17 ára getur fengið atvinnu við afgreiðslu í verslun minni, strax eða 15. þessa mánaðar. ; F. Hansen, j Hafnarfirði. * Stúlka óskast í kaffistofu Hótel Borg. Upplýsingar í skrifstofunni. OOOOOOO<OOOOOO<OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO< Röskan sendisvein vantar mig nú þegar. F. Hansen Hafnarfirði. Sextug: Elín Bárðar- dóttir, 1 Steinum MHHHHHHUinHHBIE ■ / ■ | A varðbergi i TfMINN LÝGUR UPP Á LÁTINN MANN. í tveggja dálka feitletraðri grein ber Tíminn það fram meðal ýmsra annata missagna, að Jón heitinn Þorláksson hafi lagt niður þingmennsku og formennsku í Sjálfstæðisflokknum í mótmæla- skyni gegn stjórnarskrárbreyting- unni 1933. Jon Þorláksson var að vísn eng- an veginn ánægður með þá breyt- ingu, sem gerð var og þótti alltof skamt gengið, þó að hann sætti sig við það. En hann var um þessar mundir orðinn borgarstjóri í Reykjavík og heilsu hans var svo farið, að læknar, bæði hjerlendir og er- lendir, bönnuðu honum algerlega að leggja mjög mikið að sjer um vinnu. Honum var því einskis ann- ars kostur en hliðra sjer hjá frek- ari störfum en borgarstjórastarf- inu, og þorði enginn flokksmanna að leggja fast að honum með það. Kom og á daginn, að heilsa hans leyfði ekki einu sinni það starf, sem borgarstjóraembættínu fylgdu En Tíminn smjattar á þessu eins og hans er venja. 8CF l/)FTUR GETITR ÞAÐ EKKI------ÞÁ HVER ^ extug er í dag Elín Bárðar- * dóttir húsfreyja í Steinum undir Eyjafjöllum, fædd að R.auf- arfelli í sömu sveit 8. sept. 1882. Þar ólst hún upp hjá móður sinni, sem var fátæk ekkja með stóran barnahóp, og má geta nærri, að ekki hefir þar mátt liggja á liði sínu, enda hefir Elín alla tíð átt mjög ljett með að vinna. Ung rjeðst hún í vist til Stöðv- arfjarðar, og þótti það í þá daga langt ferðalag. Þar mun Elín hafa lært margt nytsamt, enda minn- ist hún ávalt húsbænda sinna þar með þakklæti og virðingu. 'Síðan fluttist Elín til Reykjavíkur og nam 1 jósmóðurstörf, en það var mjög við hennar hæfi, þó eigi hafi hún gert það að lífsstarfi sínu. Hún er ákaflega nærfærin og oft sótt til hjálpar mönnum og mál- leysingjum, bæði í sinni sveit og öffrum, og ráð hennar í slíkum sök um þykja hepnast vel. 26 ára gömul giftist Elín Magn- úsi Tómassyni bónda í Steinum, hinum mesta sóma. og dugnaðar- manni, en misti hann síðastliðið haust, eftir 34 ára ástríka sam- búð. Margir hafa komið að Stein- um og notið þar gestrisni og að- hlynningar. Þjóðvegurinn austur í Skaftafellssýslur liggur þar um hlaðið, og sjaldan mun sá dagur líða, að eigi komi þar inn fleiri gestir, en bæði voru þau hjónin, Elín og Magnús, samtaka um að veita öllum sem bestan beina — og gott er líka að d-velja í Stein- um og fagurt er þar, eins og víð- ist í Eyjafjallasveit, enda hvarf Elín aftur heim í faðm Fjallanna sinna, eftir langa útivist, og æfi- kvöld sitt mun hún vilja eiga ■? skauti þeirra. Elín í Steinum er mikil gæfu- kona, þó sorg og áhyggjur hafi heldur ekki farið hjá garði henn- ar. Hennar fyrsti stóri harmur mun hafa verið sá, er hún 9 ára gömul misti föður og bróður sama dag — í sjóinn. Næsti stóri skugg iun í lífi hennar var missir eig- inmannsins, en harma sína ber Elín með stillingu og í trausti þeirrar trúar, að vinir finnist aft- ur, bak við tjaldið mikla. Gæfa hennar er sú, að líta yfir mikið og vel unnið 60 ára starf — þau eru að vísu þrotlaus vinriudagur, þar sem aldrei var spurt um kaup nje hvíld — störf sveitakonunnar, sem unnin eru í kyrþey — færir ótal fórnir og gerir engar kröfur, e» nú, við lok þessara sextíu ára, eru 9 uppkomin börn þeirra hjóna, öll hin mannvænlégustu. Stór og falleg jörð, sem iðjusamar hendur hafa breytt úr fúamýri í iðgræn tún, og efnalega sjálfstætt mynd- arheimili, sem prýtt hefir verið úti og inni. Yfir slíkt æfistarf er gott að líta, þar eú enginn blett- ur, ekkert sem þarf að dylja nje skammast sín fyrir. Slíkt er mikil hamingja. Og nú launa hörn Elínar henni sitt góða uppeldi með því aTT vefja sína 60 ára móður ástúð oíí umhyggju, því fjölskyldu- og heimilislíf í Steinum er aðdáun- arvert, svo gott er það. Um leið og jeg óska Elínu í Steinum allra heílla á afmælisdag- inn, óska jeg henni margra ókom- inúa ára og bjarts æfikvölds. X.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.