Morgunblaðið - 12.09.1942, Page 2

Morgunblaðið - 12.09.1942, Page 2
itOKGU N BLAÐIÐ Laugardagur 12. sept. 1942. 2 GANDHI SAT Á SVIKRÁÐUM VIÐ BRETA Skipulagði víðtæka skemdastarfsemi Bandamenn halda áfram sókn sinni á Madagaskar Uppljóstranir Amerys Indlandsmálaráðherra LONDON í GÆR. Einkaskeyti til MORGUNBLAÐSINS frá REUTER. AMERY Indlandsmálaráðherra svaraði í gær fyr- irspurnum þingmanna í neðri málstofunni um Indland, og gaf þá ýmsar upplýsingar um Gandhi og Congressflokkinn, sem vakið hafa mikla athygli um gjörvallan heim. Sagði Amery meðal annars, að Indlandsstjórn hefði bjargað málstað Bandamanna með skeleggri framkomu sinni, þegar alt virtist ætla að fara í bál, vegna undirróð- urs og óeirða, sem Congressflokkurinn stóð að. Þá greindi Amery frá því, að Gandhi hefði setið á svikráðum við stjórnina, og að þegar Sir Stafford Cripps gekk á milli indverskra áhrifamanna til þess að fá þá til að fallast á tillögur bresku stjórnarinnar, sem fólu í sjer sjálfstjórn Indlands eftir stríðið, hafi þegar verið byrjuð víðtæk und- irróðurs- og skemdastarfsemi, í því skyni að veikja að- stöðu Bandamanna. Amery sagði, að fndlandsstjórn hefði bjargað Kína og Banda- mönniim yfirleitt með röggsamlegri framkomu sinni, en þó sýnt fá- dæma þolinmæði. Stjórnin hefði orðið að grípa til þeirra ráða, sem kunn eru, þar sem athæfi Congressmanna varð ekki þolað bótalaust af neinni stjórn með virðingu fyrir sjálfri sjer. Indlandsstjórn sá, að hverju fór, og varð fyrri til, sagði Am- ery. Kunnugt er nú, að áformað hafði verið að valda margháttirðu tjóni á ýmsum mannvirkjum, svo sem loftskeytastöðvum, járnbraut- um, þar sem kol eru flutt til her- gagnaverksmiðjanna. Aformum þessum var einkum beint að stöðv- um skammt frá landamærum Burma, sem -Japanar hafa nú á ▼aldi sínu. Amery gát þess, að ráðist hefði ▼erið á um 300 járnbrautarstöðv- ar víða í landinu og 24 sinnum hefði lestum verið hleypt af braut inni. Óeirðir blossuðu víða upp, sjer í lagi í Bihar-hjeraði, og þar ▼oru eyðilagðar 65 lögreglustöðv- ar. Amery lýsti vfir því, að ekki ▼æri hægt að sjá annað en að leið- togar Congressflokksins hefðu ver ið í vitorði með ofbeldismönnuu- um og blásið að kolunum. Nú er hægt að horfást í augu við fram- tíðina, sagði Amery, en tímarnir voru mjög viðsjálir. Nú hafa Bandamenn öll tök á því ófremd- arástandi, sem var. Allar tillögur, sem miðuðu til hagsbóta fyrir Indverja, hafa komið frá Bretum undanfarin ár, en Gandhi hefir sáð úlfúð og ó- ▼ild og torveldar alla samvinnu með undirróðri >sínum, sagði Am- ery ennfremur. Rjett er að reyna að semja, en, eins og komið var, var ómögulegt að komast að neinu samkomulagi, og því varð að grípa til róttækra ráðstafana. Við vilj- um, sagði Amery, að Indland verði frjálst, og við vonum, að Indverjar beri gæfu til þe.ss að taka höndum saman og stefni ein- huga að sama marki. ,Hopið hvergi! ‘ — Rommel CAIRO í gær. kipanir frá Rommel til her- sveita hans hafa fundist, þeg ar her hans hörfaði undán á dög- mmim, og hljóða þær á þessa leið: „Hopið hvergi!“ Yfirmaður tíunda ítalska hers- ins, Benvenuto Gioda hershöfðingi, bendir á í sambandi við þessar fyrirskipanir, um leið og hann kem ur þeim áleiðis til hermanna sinna, „að þessi skipun yrði að koma fyr- ir augu hvers einasta manns“. REUTER. Manntjón Kínverja og Japana TVyf r. George Yen. forstjóri upp- lýsingaskrifstofunnar kín- versku sagði í gær, að Kínverjar hefðu mist sex miljónir manna, fallna og særða, síðan styrjöldin við Japána hófst fyrir fimm ár- um síðau. Hinsvegar hafa Japanar mist hálfa þriðju miljón manna, að því er Dr. Yen sagðist frá. | Barist þar til ] ] yfir iýkur við ] ] Stalingrad ] a ■ Orusturnar um Stalingrad eru nú sagðar harðari en nokkru sinni áður. Þjóðverjar leggja allt kapp á sóknina tii borgarinnar, og segjast þeir vera komnir að Volgufljóti fyr ir sunnan borgina. Rússar verjast hinsvegar af fádæma harðneskju, og segir í sumum frjettum, að her þeirra hafi fengið fyrirskipun um, að hörfa ekki framar hið minsta^ heldur falla fremur en að óvin- irnir nái meiri landssvæðum. í Lundúnaútvarpinu í gær var skýrt frá því, að Þjóðverjar hefðu náð þrem þorpum nálægt borginni á sitt vald. Þar var og frá því skýrt, að Þjóðverjar beittu fyrir sig mergð steypi- flugvjela og Messerschmitt-or- ustuflugvjela. Árásir Þjóðverja hafa verið mestar fyrir sunnan og suðvestan borgina. Þá er og frá því skýrt, að sókn Þjóðverja sje mqð svo mik iili hörku þessa dagana vegna þess, að þeim ríði á að hertaka borgina áður en haustrigning- arnar byrja, en þeirra er nú brátt von. Annars segja Rússar ástandið ískyggilegt. t AÐRAR VÍGSTÖÐVAR Við Terekfljót er enn mikið barist. Þýskar og ítalskar her- sveitir, sem komist hafa yfir fljótið eiga í hörðum bardögum við Rússa, sem gera þarna áköf gagnáhlaup. Mjög virðist tví- sýnt um, hvernig þær viður- eignir fara, en í síðustu fregn-i um frá Moskva er sagt, að mjög vafasamt sje að Rússum t&kist að hálda borginni Modzok lengur, en hætta sú, sem hún er í eykst stöðugt, eftir því, sem fleiri hersveitir möndulveld- anna komast yfir Terekána. Novorrossisk fallin I tilkynningu Rússa seint í " gærkvöldi var frá því skýrt, að hersveitir þeirra hefðu hörfað frá Novorossisk, eftir að hafa háð þar harða götubardaga. Vichystjórnin gefur yfirlýsingar BANDAMENN halda áfram hernaðaraðgerðum sínum á Madagaskar og hafa enn skipað liði á land á ýmsum stöðum á vesturströnd eyjar- innar. Vichystjórnin og Bandaríkjastjórn hafa gefið út tilkynningar um aðgerðirnar. Hernaðaráform Banda- manna ganga að óskum. I Lundúnafregnum í gær var greint frá því, að breskar og suður-afríkanskar hersveitir hefðu gengið á land á nokkrum stöðum á vesturströndinni, þar á meðal í bæjunum Majunga og Morondava. Samtímis því hófu breskar hersveitir sókn frá aðal borg eyjarinnar, Diego Suarez, en þá borg hertóku Bretar í maí mánuði síðastliðnum. Stúrárás á Dusseldorf Breska flugmálaráðuneytið tilkynti í gær, að mikill hópur breskra sprengjuflug- vjela hefði gert harða loftárás á Diisseldorf í fyrrinótt og segir í tilkynningunni að miklir eld- ar hafi komið upp, og tjón orð- ið gífurlegt. Þjóðverjar játa allmiklar skemdir og óvenju mikið mann tjón, en segja að þeir hafi skot- ið niður 26 breskar flugvjelar. — Breska flugmálaráðuneytið skýrir hinsvegar frá því, að 31 sprengjuflugvjel hafi ekki kom ið aftur. Diisseldorf er mikil iðnaðar- borg og er þar stál- og vjeia- framleiðsla. Einnig eru þar olíu hreinsunarstöðvar. ÁRÁSIR Á ENGLAND Engar árásir voru gerðar á England í fyrrinótt. Hinsvegar komu nokkrar’þýskar sprengju flugvjelar til árása snemma í gærmorgun, og gerðu árásir á nokkra staði á suður- og suð- austurströndinni. Nokkrir menn fórust. LOFTSÓKN RÚSSA Rússar tilkynna, að flugvjel- ar þeirra hafi enn í fyrrinótt gert árásir á Ungverjaland og Þýskaland, þar á meðal bæði á Berlín og Budapest.Segjast þeir hafa valdið nokkru tjóni, en mist tvær flugvjelar. Mjög hefir enn verið hert á loftvarnaráðstöfunum 1 Ung- verjalandi, vegna hinna tíðu á- rása Rússa. Churchill flutti ræðu í neðri málstofunni í gær og skýrði frá þessum atburðum og kvað sókn Bandamanna ganga að óskum. Þá gat hann þess, að breskir, suður- og austur-afríkanskir hermenn tækju þátt í bardög- unum, og nytu þeir stuðnings flughers Suður-Afríkumanna og breska floíans. Mótspyrna af hálfu Frakka er ekki mikil. í tilkynningu Vichystjóraar- innar er ekki sagt frá því, hvort franska setuliðið veiti neina mótspyrnu svo teljandi sje, en talið er, að mótspyrnan fari harðnandi. í opinberri tilkynn- ingu, sem var gefin út í Wash- inton í gær segir, að hemaðar- aðgerðirnar á Madagaskar sjeu gerðar með vitund og vilja Bandaríkjastjórnar. t tilkynn- ingunni, sem er mjög varlega orðuð, er gert ráð fyrir, að Bandaríkjamenn muni hafa hönd í bagga með hernámi eyj arinnar. Þá er því lýst yfir, að Frakkar fái eyjuna aftur, er Bandamenn hafa unnið sigur í styrjöldinni. Bandaríkjastjórn hefir enn stjórnmálasamband við Vichystjórnina, en Bretar ekki og því vekur afstaða Banda ríkjamanna mikla athygli uim heim allan. Laval viðurkendi í viðtali við blaðamenn í Vichy í gær, að liðsstyrkur Vichystjórnar á Madagaskar ,,væri ónógur“. — „Það hryggir mig“, sagði hann ennfremur, ,,að Bandaríkim hafa uppörfað Breta í þessu máli, og kemur það nokkrum hluta ábyrgðarinnar á árásinni á Bandaríkjastjórnina. „Yfirlýsing útgefin af landa- stjóranum á Madagaskar“, bætti hann við, „er ágætt svár við því sem Bretar gefa í skyn, og nægir í bráðina". Að lokum lýsti Laval yfir því að hann hefði ekkert svar feng- ið við munnlegum mótmælum, FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.